Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Stór jólahumar Stór skelfléttur humar Klaustur- bleikja BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Undanfarin ár hefur mikið verið skrifað um að framtíð tæknilausna fyrirtækja og stofnana sé í skýinu. Æ meira af hugbúnaði, gögnum og reiknigetu færist yfir í skýið og margir líta svo á að skýjalausnir séu hagkvæmasti og öruggasti kostur- inn. Gunnar Guð- jónsson segir veruleikann þó ekki svona ein- faldan, og að oft geti verið ráðleg- ast að fara bland- aða leið. Gunnar er framkvæmda- stjóri Endor sem er ráðgjafarfyrirtæki á upplýsinga- tæknimarkaði. Endor er ungt fyrir- tæki en var fyrir skemmstu valið há- stökkvari ársins af Hewlett Packard Enterprise. Gunnar segir í grófum dráttum hægt að velja milli þriggja leiða: „Það má keyra ákveðnar þjónustur og kerfi á gamla mátann, og reka eigin innviði. Svo má nýta skýjaþjón- ustu á borð við Amazon, Azure- tölvuský Microsoft eða Office 365- vöndulinn. Loks er hægt að velja svokallaðar einkaskýjalausnir þar sem gögn og/eða forrit eru geymd utanhúss en á tilteknum vélbúnaði á tilteknum stað.“ Ólíkar þarfir og kröfur Að sögn Gunnars getur verið upp- lagt að nýta t.d. tölvuský Amazon eða Microsoft sem tímabundna lausn þegar fyrirtæki þurfa aðgang að meiri reiknigetu í skemmri tíma, og losna þannig við að fjárfesta í dýrum búnaði. „Og einkaskýjalausnir geta líka hentað mjög vel fyrir hluti eins og geymslu og meðhöndlun gagna, afritun þeirra og langtímavarðveislu svo dæmi séu nefnd. Hins vegar er sumt sem á ekki heima í skýinu og veltur bæði á rekstrinum sem um ræðir, og þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig, hvað á ekki að setja í skýið heldur halda innan- húss.“ Gunnar nefnir sem dæmi að fjár- hags- og heilsufarsupplýsingar þurfi yfirleitt, lögum samkvæmt, að hýsa á öruggum tölvuþjónum hjá viðkom- andi stofnun eða fyrirtæki. „Þetta eru upplýsingar sem ætti ekki að setja í ský einhvers staðar úti í heimi. Í sumum tilvikum getur jafnvel leik- ið vafi á því hverjum gögnin tilheyra eftir að þau eru komin í tölvuskýin.“ Mat lagt á öryggið Í umræðunni um kosti tölvuskýs- ins hefur verið nefnt að með því að nota skýið skapist meira öryggi; tölvuskýin séu vöktuð af fagfólki all- an sólarhringin, öll gögn afrituð sam- viskusamlega og varin með mörgum lögum af hugbúnaði. „Það einfaldar hlutina vitaskuld að ætla að treysta einhverjum öðrum 100% til að gera hlutina rétt,“ segir Gunnar en bendir á að vinnsla og hýsing gagna á tölvu- þjónum innanhúss þurfi alls ekki að vera minna örugg. „Það þarf að leggja mat á öryggi þess tækjabún- aðar sem á að nota, hvaða kröfur kerfissalurinn uppfyllir, hvaða þekk- ing er til staðar hjá þeim starfs- mönnum sem reka kerfið og hvaða þjónustuaðila má leita til eftir hjálp.“ Skýið ekki alltaf besti kosturinn  Blönduð hýsing innanhúss og í skýi getur verið farsælust Reuters Stæður Að sögn Gunnars þarf að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvaða leið er best að fara. Tölvuskýið nýtist til margs en er ekki töfralausn. Gunnar Guðjónsson Tæknifyrirtækið Apple á í við- ræðum um kaup á hugbúnaðar- fyrirtækinu Shazam Entertain- ment, framleiðanda Shazam- snjallforritsins. Shazam er 18 ára gamalt breskt fyrirtæki og hefur reksturinn fengið samtals 143 milljónir dala frá fjárfestum í gegnum tíðina, að sögn Reuters. Tæknifréttasíðan TechCrunch hefur eftir heimild- armönnum að Apple kunni að borga allt að 400 milljónir dala fyrir reksturinn en áður hafði Sha- zam verði metið á um það bil millj- arð dala. Shazam er einkum þekkt fyrir að geta „hlustað“ á lög og sagt notendum hvaða lag er um að ræða. Forritið getur líka þekkt sjónvarpsþætti af hljóðinu einu saman. Tækni Shazam er þegar nýtt af Siri, gervigreindarþjóni Apple, og geta iPhone notendur beðið Siri – með hjálp Shazam – að hlusta á og tilgreina tónlist sem heyrist t.d. í útvarpi eða sjónvarpi. Kaupin gætu styrkt stöðu Apple á tónlistarmarkaði með því að gera notendum Apple-tækja auð- veldara að finna lög og bæta þeim við spilunarlista sína í Apple Music. Um mitt ár voru áskrif- endur Apple Music-streymiþjónust- unnar 27 milljónir talsins, en á sama tíma voru notendur Spotify, helsta keppinautar Apple á tónlistarstreymimarkaði, um 60 milljónir talsins. ai@mbl.is Apple vill kaupa Shazam AFP Fengur Sagt er að Apple vilji greiða 400 milljónir dala fyrir Shazam. Bandaríski gosdrykkjarisinn Pepsi- Co hefur ákveðið að skrá sig í kaup- höll Nasdaq og binda þar með enda á nærri aldarlangt samband við NYSE-kauphöllina. Saga PepsiCo hjá NYSE hófst 18. desember 1919 en þá hét félagið Loft Inc. Að sögn Reuters er stefnt að því að viðskipti með hlutabréf Pepsi á Nasdaq- markaðinum hefjist 20. desember næstkomandi. Yfirmaður fjárfestatengsla hjá Pepsi segir breytinguna gerða til að auka skilvirkni og til að nýta þau tól og þá þjónustu sem Nasdaq býð- ur upp á. Nasdaq er þekkt fyrir að hafa laðað til sín fjölda tæknifyrir- tækja og verður Pepsi þar m.a. í fé- lagsskap Apple og Alphabet. Þar má einnig finna fjölda matvæla- og veitingafyrirtækja, s.s. Kraft Heinz, Starbucks og Mondelez. Markaðsvirði PepsiCo er í dag um 165 milljarðar dala og er fyrir- tækið því, að sögn CNBC, það stærsta í sögunni til að færa sig á milli kauphalla. ai@mbl.is Pepsi færir sig til Nasdaq AFP Veldi Pepsi var upphaflega skráð hjá NYSE í desember 1919. Samhliða ævintýralegri styrkingu rafmyntarinnar bitcoin hafa tengd- ir eignaflokkar líka hækkað tölu- vert. Meðal fyrirtækja sem hafa notið góðs af bitcoin-æðinu eru tölvukubbaframleiðendur á borð við Nvidia, AMD og Intel, en vél- búnaður þeirra er notaður til að framleiða rafmyntir. Framleiðend- ur bitcoin-mynta hafa sér í lagi reitt sig á reiknigetu skjákorta frá Nvidia en hlutabréf fyrirtækisins, sem er með starfsemi sína í Kali- forníu, hafa hækkað um rösklega 79% það sem af er þessu ári, að því er FT greinir frá. Annað fyrirtæki sem hefur notið góðs af hækkun bitcoin er Grays- cale Bitcoin Investment Trust (GBIT), sem er fjárfestingarsjóður sem á rösklegea 171.000 bitcoin- myntir. GBIT er skráð á OTCQX- markaðinn í New York og var sett á laggirnar með það fyrir augum að gefa fjárfestum þægilegri leið til að gera bitcoin hluta af eigna- söfnum sínum án þess að þurfa að hafa fyrir því að kaupa, geyma og selja myntina. Bitcoin-safn GBTC var 2,6 milljarða dala virði um helgina en markaðsvirði fyrirtæk- isins 3,1 milljarður á sama tíma og hefur hækkað um nærri 1.250% á árinu. ai@mbl.is Hækkun bitcoin smitar út frá sér  Nvidia hefur hækkað um 79% á árinu AFP Áhrif Meðbyr bitcoin hefur m.a. komið sér vel fyrir tölvukubbageirann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.