Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Gylfa hefði átt að vera vísað af velli 2. Reyndi að kyssa fréttakonu á munninn 3. Horft yfir Eyjafjörð 4. NASA gerði undanþágu vegna … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Borgardætur verða með jóla- tónleika í Gamla bíói í kvöld og annað kvöld kl. 20 að lokinni máltíð gesta sem hefst kl. 18.30. Andrea Gylfa- dóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berg- lind Björk Jónasdóttir verða í jóla- skapi að venju og syngja öll sín ljúfustu lög á milli þess sem þær bjóða upp á óvæntar uppákomur. Jólatónleikar Borgar- dætra í Gamla bíói  Jólatónleikar Hildu Örvars, Há- tíð, verða haldnir í Akureyrarkirkju á miðvikudag kl. 20. Tónleikarnir heita eftir sam- nefndum geisla- diski sem kom út fyrir síðustu jól þar sem finna má bæði vel þekkt jóla- lög og önnur minna þekkt frá Norður- löndunum í útsetningu Atla Örvars- sonar. Með Hildu koma fram Eyþór Ingi Jónsson, Daníel Þorsteinsson og Kristján Edelstein. Jólatónleikar Hildu Örvars á Akureyri  Jórunn Sigurðardóttir fær til sín Svein Einarsson og Silju Aðal- steinsdóttur á höfundakvöldi í Gunnarshúsi í kvöld kl. 20 til að ræða við þau um nýlegar minn- ingabækur. Silja segir í Allt kann sá er bíða kann frá lífshlaupi Sveins R. Eyjólfssonar og Sveinn segir sögur af sér og sam- ferðafólki sínu í bókinni Mitt litla leiksvið. »29 Rætt um minninga- bækur í Gunnarshúsi Á þriðjudag Suðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda, en snjó- koma til fjalla. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur nyrðra og eystra, úr- komulítið og minnkandi frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri, léttskýjað og áfram kalt á landinu fram eftir degi. Vaxandi suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi seinni partinn, þykknar upp og dregur úr frosti. VEÐUR Keflavík, Njarðvík, Skalla- grímur og Snæfell leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik þetta árið, Malt-bikarnum, en úrslitin fara fram í Laugardalshöll helgina 10.-14. janúar næst- komandi. Óvæntustu úrslit- in má segja að hafi verið að neðstu lið deildarinnar, Njarðvík og Snæfell, kom- ust bæði áfram eftir spennusigra. Snæfell lagði topplið Vals. »8 Snæfell og Njarð- vík í undanúrslit Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City hafa 11 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hafa lagt liðsmenn Man- chester United, 2:1, á Old Trafford í gær. Þetta var 14. sigur liðsins í röð, sem er met á einu keppn- istímabili í deildinni. Guar- diola virðist einnig hafa ótrúlegt að tak á José Mour- inho, knatt- spyrnustjóra Manchester United. »2 Guardiola og læri- sveinar vinna og vinna Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson minnti hressilega á sig í gær þegar framganga hans reið baggamuninn fyrir ÍBV í sigri á Hauk- um, 26:21, í Olís-deild karla í hand- knattleik. Aron Rafn varði á þriðja tug skota í leiknum. Íslandsmeistarar Vals lögðu Víkinga. Selfoss fór með tvö stig úr Dalhúsum og Grótta og ÍR skildu jöfn á Nesinu. »4-5 Aron Rafn skellti í lás í Vestmannaeyjum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ás- dís Arna Gottskálksdóttir, sem stofn- aði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Félag Ásdísar hefur aðallega selt tækifæriskort, jólakort og merki- miða með teikningum sem sonur hennar, Björgvin Arnar, teiknaði. Björgvin lést í ágúst 2013, þá aðeins 6 ára að aldri, úr sjaldgæfum sjúkdómi. Í gær fengu átta fjölskyldur styrk en þetta var þriðja styrkveitingin frá því að félagið varð til. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var við- staddur afhendinguna í Lindakirkju í Kópavogi. TM Software gaf Ásdísi sölusíðuna www.bumbuloni.is. Kortin eru einnig til sölu í verslunum Lindex, hjá Lífi og list í Smáralind, versluninni Willamia á Garðatorgi og Casa. Þá hafa ýmis fyrirtæki og einstaklingar styrkt félagið og dágóð upphæð safn- aðist í síðasta Reykjavíkurmaraþoni. Spurð út í nafnið, Bumbuloní, segir hún það vera tilbúning sem varð til í samskiptum þeirra Björgvins litla. „Þetta var heimatilbúið grín hjá okkur, amma hans býr á Ítalíu og þetta tengist því aðeins.“ „Hefur gengið rosalega vel“ Ásdís segir jólamánuðinn út- gjaldafrekan hjá öllum fjölskyldum en hún hafi í ljósi reynslu sinnar ákveðið að létta undir með fjöl- skyldum langveikra barna. Þær séu undir gríðarlegu álagi og þurfi stöð- ugt að heyja baráttu með börnum sínum, oft upp á líf og dauða. Fyrstu viðtökur voru mjög góðar og náðist að styrkja þrjár fjölskyldur fyrir jólin 2015, einnig þrjár fjöl- skyldur fyrir ári en nú voru þær átta. „Þetta hefur gengið svo rosalega vel á þessu ári þannig að við getum styrkt fleiri. Það er sérlega ánægju- legt að geta sýnt þessum fjölskyldum kærleika og góðvild rétt fyrir jóla- hátíðina,“ segir hún. Björgvin Arnar greindist með hjartagalla sjö mánaða gamall og í kjölfarið fylgdu fleiri kvillar. Vöxt- urinn var ekki eðlilegur og sjónin fór minnkandi. Hálfu ári áður en Björg- vin lést var hann greindur með afar sjaldgæfan bandvefssjúkdóm. „Þetta voru endalaus áföll, alltaf eitthvað nýtt að bætast við,“ segir Ásdís, þegar hún rifjar upp veikindi sonar síns. „Björgvin var afskaplega vel gefinn. Hann hafði mikið dálæti á lestum og var alltaf að teikna. Ég á ennþá eftir fullt af teikningum sem ég get sett á fleiri kort. Það er mér afar mikilvægt að geta haldið minn- ingu hans á lofti og nýtt teikning- arnar hans til góðs,“ segir Ásdís. „Reynslan hefur kennt mér hvað börnin og fjölskyldan eru dýrmæt,“ segir Ásdís, sem starfar alla jafnan hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Libra en er núna í fæðingarorlofi. Hún er gift Ægi Finnbogasyni og á eina fjögurra ára stúlku og saman eiga þau þriggja mánaða dreng, auk þess sem Ægir á tvö börn. Átta fjölskyldur fengu styrk  Missti 6 ára son sinn en selur teikn- ingar hans til styrkt- ar veikum börnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Styrkir Átta fjölskyldur langveikra barna fengu styrki frá góðgerðarfélaginu Bumbuloní í gær. Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, var viðstaddur athöfnina, ásamt Ásdísi Örnu Gottskálksdóttur og fjölskyldu hennar. Mæðgin Ásdís Arna Gottskálks- dóttir með son sinn, Björgvin Arnar. Teiknari Björgvin Arnar var duglegur að teikna, Íþróttaálfinn þar á meðal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.