Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Jólatilboðsverð kr. 59.719,- Til í svörtum, rauðum og grænum lit Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Vitamix S30 • Tvær könnur fylgja 600 ml drykkjarkanna og 1,2 l kanna • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa • Uppskriftarbók fylgir Fjölhæfur og flottur Heimurinn er að- eins „einu brjál- æðiskasti“ frá kjarnorkustríði. Þetta sagði Beat- rice Fihn þegar hún tók á móti friðarverðlaun- um Nóbels fyrir hönd samtak- anna ICAN í Ósló í gær. Samtökin berjast fyrir eyð- ingu kjarnorkuvopna í heiminum og að baki þeim stendur bandalag hundraða frjálsra félagasamtaka. Við athöfnina sagði Fihn yfirvof- andi hættu vegna kjarnorkuvopna vera meiri í dag en á tímum kalda stríðsins. NOREGUR Friðarverðlaun Nóbels afhent í Ósló Beatrice Fihn Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Hvassa vinda, sem hafa magnað skógarelda í Kaliforníuríki, tók að lægja örlítið á laugardag. Bæði íbú- ar og slökkvilið vona að það verði til þess að auðveldara verði að ná tök- um á eldunum. Hundruðum þús- unda var gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og rúmlega 850 byggingar urðu fyrir tjóni. Þrátt fyrir umfang eldanna, sem geisuðu á sex stöðum á svæðinu, hefur að- eins verið tilkynnt um eitt mannsfall af þeirra völdum. Sumum íbúum var loks heimilað að snúa aftur til heim- kynna sinna eftir fimm daga fjar- veru. Sterkustu vindhviðurnar mældust allt að 26 m/s en hinir svo- kölluðu Santa Ana-vindar standa nú yfir og eru þeir árstíðabundnir. Þá er gróður afar þurr á svæðinu og því hættuleg blanda saman við mik- ið hvassviðri. Varað hefur verið við því að þrátt fyrir að vinda lægi þurfi enn að hafa varann á vegna reyks og ösku sem mengað geti loftið á svæðunum. Trump lýsti yfir neyðarástandi Um 1.000 slökkvistöðvar vítt og breitt í Kaliforníu vinna saman að því að ná tökum á eldunum. Um 4.400 manns berjast við stærsta eld- inn af sex, en aðeins hefur tekist að ná tökum á um 15% af þeim eldi. Þó hefur aðeins betur gengið með hina fimm. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna skógareldanna og heimilar með því aukið fjármagn frá alríkinu vegna ástandsins. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir elda sem ógni lífi og eignum fólks nú einfaldlega hluta af lífi fólks á svæðinu. Brown segir Kaliforníubúa þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum sem komnar eru til vegna loftslagsbreytinga. Þykir það stinga í stúf við ummæli Bandaríkjaforseta en hann er efa- semdamaður um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Árið 2017 er það mannskæðasta í sögu Kaliforníu þegar kemur að skógareldum. Til að mynda létu yfir 40 manns lífið í október þegar skógareldar geisuðu um vínekrur norður af borginni San Francisco. AFP Náttúruhamfarir Skógareldarnir sem hafa geisað víða um Kaliforníu eru illviðráðanlegir og hafa valdið miklu tjóni. Vona að eldar hjaðni þegar vinda lægir  Hundruð þúsunda neyddust til að flýja heimili sín Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Emmanuel Macron Frakklandsfor- seti fundaði með Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, í gær og hvatti hann til að sýna hug- rekki í samskiptum við Palestínu- menn svo hægt væri að koma á friði milli ríkjanna. Átök brutust út í kjöl- far umdeildrar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að viður- kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og hafa fjórir Palestínumenn fallið. Þá lagði Macron að Netanyahu að stöðva byggingu landtökubyggða gyðinga á landi Palestínumanna en á þessu ári settu stjórnvöld í Ísrael fram áætlun um byggingu fleiri íbúða í landtökubyggðum en nokkru sinni fyrr frá árinu 1992. Landtöku- byggðirnar eru ólögleglegar sam- kvæmt alþjóðalögum. Fyrir fundinn hafði Netanyahu sakað leiðtoga ríkja Evrópusambandsins um hræsni þar sem þeir hefðu fordæmt ákvörðun Trumps en látið vera að fordæma eldflaugaárásir sem beindust að Ísr- ael. Macron hóf því tölu sína á því að fordæma allar árásir sem beinst hafa gegn Ísrael síðustu daga. Netanyahu heldur til Brussel í dag þar sem hann hittir utanríkisráðherra ESB-ríkja og búist er við að þeir muni taka und- ir málflutning Macron og þrýsta á hann að semja um frið við Palest- ínumenn. Ákvörðun Trumps hefur verið gagnrýnd víða um heim og þykir til þess fallin að draga úr líkum á að hægt verði að semja um frið á milli Ísraela og Palestínumanna. Banda- ríkjamenn hafa iðulega átt sæti við borðið þegar kemur að friðarsamn- ingum á milli ríkjanna þrátt fyrir að allt frá 1976 hafi Ísrael verið það ríki sem þiggur mestan stuðning frá Bandaríkjamönnum. Í fyrstu var sá stuðningur aðallega í formi efna- hagslegrar aðstoðar en í dag er hernaðarlegur stuðningur stærsti hlutinn. Á valdatíð George W. Bush var gerður samningur um hernaðar- legan stuðning sem gildir til ársins 2018 þar sem segir að Ísraelar fái sem nemur 30 milljörðum banda- ríkjadollara á 10 ára tímabili. Þá er Ísraelum heimilt að ráðstafa allt að 26,3% af þeirri fjárhæð til hergagna sem framleidd eru í Ísrael og styrkir samningurinn því um leið vopna- framleiðendur þar í landi. Evrópuríki þrýsta á Ísrael vegna ákvörðunar Trumps  Forsætisráðherra Ísraels í heimsókn til Evrópu  Sakar ESB-ríki um hræsni AFP Átök Fjórir ísraelskir hermenn handtaka dreng fyrir að kasta steinum. Jerúsalem » Borgin skiptist í tvo hluta, austur og vestur. » Ísraelar hernámu austur- hlutann í stríði 1967 og er staða borgarinnar eitt stærsta deilumálið milli ríkjanna. » Palestínumenn eru um þriðj- ungur íbúa borgarinnar en njóta ekki sömu réttinda og ísraelskir íbúar. » Yfirvöld í Ísrael veita palest- ínskum íbúum Jerúsalem ekki ríkisborgararétt. Þeir hafa því t.a.m. ekki kosningarétt. Þúsundir mótmæltu í miðborg Kænugarðs í gær og kröfðust þess að Mikheil Saakashvili yrði látinn laus úr fangelsi. Einnig vilja mót- mælendur að forseta Úkraínu, Petro Porosénkó, verði vikið frá störfum. Saakashvili er fyrrverandi forseti Georgíu og er gefið að sök að leggja á ráðin um valdarán fyrir tilstilli Rússa. Saakashvili var áður héraðs- stjóri í Úkraínu en var sviptur þeim titli, og úkraínskum ríkisborgara- rétti, eftir deilu við Porosénkó. ÚKRAÍNA Vilja forsetann frá og fanga lausan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.