Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 13
Þægur Hrúturinn er grafkyrr ef bóndinn kann á honum tökin. um, Gunnari Sigurði Jósteinssyni frá Húsavík. Jón er mikið einn í rún- ingnum og það er töluvert verk á stóru fjárbúið að rýja allt féð, draga sjálfur, leggja, klippa og setja svo ull- ina í poka auk þess að meta hana. Jón hefur farið á ullarmatsnámskeið og það er ekki sama í hvaða sekk ullin fer því flokkarnir eru misjafnir að gæðum. Tekur hrútana á sálfræðinni Jón á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt ára- bil. Það var því nokkur handagangur í öskjunni þegar þeir frændur í Ár- holti tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Sumir þeirra voru alveg grafkyrrir og hlýddu öllu því sem átti að gera, en aðrir reyndu aðeins að stimpast og því var heldur erfiðara að eiga við þá. Þá draup svitinn af mönnum og því var nauðsynlegt að anda aðeins á milli þess sem byrjað var á næsta hrúti. Hins vegar hefur Jón alveg ótrú- legt lag á þessum stóru skepnum og rúningurinn gekk ótrúlega hratt. Hann segir að best sé að taka hrút- ana á sálfræðinni og láta þá finna það vald sem rúningsmaðurinn hefur meðan klippt er. Það er ekki lítil ull sem kemur af einum stórum hrúti og hrútarnir eru steinhissa þegar þeir sjá sjálfa sig og aðra hrúta í nýjum bún- ingi eftir klippinguna. Þá er eins og þeir þekkist varla og byrja jafnvel að stanga hver annan við þessi sérkenni- legu umskipti sem rúningurinn er. Gaman að taka í bakið og lærin Hrútaskráin sem nýlega kom út ber vott um það að það hafa orðið miklar framfarir í fjárstofninum á Ís- landi og þar getur að líta marga glæsi- lega hrúta sem valdir hafa verið til framhaldsræktunar. Með ómskoð- unum, þ.e. að mæla bæði fitu og vöðva með tölvu, hefur kynbótastarf- inu verið gjörbylt, en hér áður fyrr voru fjárbændurnir bara með hend- urnar og málband í hendi til þess að meta gæðin. Þá tíðkaðist að taka í bak með höndunum, þreifa bol og bringu, mæla brjóstmál með mál- bandi og mæla þykkt lærvöðvans með hendinni. Þá spillti ekki fyrir ef ullin var síð stór kápa sem hrúturinn dró eftir jörðinni. Hrútasýningar voru skemmtilegar sveitasamkomur og það var fjör í fjárhúsunum þegar allir hrútar sveitarinnar og allir bændur voru þar samankomnir. Ærfeður og sláturfjárfeður Alltaf hefur verið misjafnt hvað það er sem bændur leggja áherslu á við val á góðum hrútum. Sumir vilja góða ærfeður en aðrir vilja góða slát- urfjárfeður. Það er því oft vandi að velja og stundum hafa litir áhrif á það hvað menn gera. Margir segja að dökku hrútarnir hér á landi hafi tekið miklum framförum á síðustu árum og litskrúðugt fé er ekki lengur bara barnafé. Þar eru innan um mjög góð- ir einstaklingar og sumir dökkir hrútar hafa skorað mjög hátt hvað varðar kynbótaeinkunn. Hjá Jóni í Árholti hefur dökka fénu aðeins fjölgað, en áður fyrr var áherslan mest á hvítu hrútana sem gáfu ein- ungis hvít lömb af sér. Hrútar hafa lengi heillað bændur og víst er að þeir eru fagur fénaður sem fangar at- hygli ferðamanna og margra ann- arra. Hissa Hrúturinn þekkir ekki alltaf sjálfan sig og aðra hrúta eftir rúning. Ullarreyfi Gunnar Sigurður með reyfið af hrútnum sem oft er mjög stórt. Klipptur Klippingin tekur tíma og hrúturinn þarf að taka á þolinmæðinni. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2017 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Við árslok 1913 voru sauð- fjárkynbótabúin hér á landi 9 alls. Kynbótabúin nutu styrks frá Búnaðarfélagi Íslands og var styrkurinn venjulega 200 kr. á þáverandi gengi á móti 100 kr. frá viðkomandi sýslu eða hreppum innan sýslunnar. Fjárstofn búanna var 35-40 ær og voru búin skyldug til að viðhalda og endurnýja stofninn og bæta hann. Þá áttu búin að gefa árlega skýrslu um starf- semi sína. Aðaltilgangur þess- ara kynbótabúa var að ala upp hrúta handa bændum og öðr- um fjáreigendum til kynbóta og sömuleiðis gimbrar eftir því sem við varð komið. Hrútarnir voru seldir veturgamlir að haustinu á uppboði sem var fyrirfram auglýst svo að al- menningur ætti þess kost að sjá hrútana og eignast þá ef því var að skipta. Nokkur skortur var á lambhrútum á dögum kynbótabúanna. Á Norðurlandi voru rekin fjögur bú með þessum hætti en það voru Leifsstaðabúið í Eyjafirði, Eyhildarholtsbúið í Skagafirði, Auðunarstaðabúið í V-Húnavatnssýslu og Reykja- dalsbúið í S-Þing. Þetta var tímabil bjartsýni í sauð- fjárrækt. Tímabil bjartsýni SAUÐFJÁRKYNBÓTABÚ Geðslag hrúta er mjög misjafnt og margir þeirra eru mikil gæludýr sem vilja láta klappa sér á milli hornanna eða á bak við eyrun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.