Morgunblaðið - 07.01.2018, Page 16

Morgunblaðið - 07.01.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Vesturbugt verða, segir Gísli. Þar liggur fyrir deiliskipulag sem tengist mikilli íbúðabyggð sem rísa mun á svæðinu. „Við þurfum að skoða hvernig þessu verður best fyrir komið,“ segir Gísli. Á þessu svæði mun einnig rísa listaverkið Tíðir sem vann 1. verð- laun í samkeppni sem Faxaflóahafn- ir efndu til í fyrra. Þema samkeppn- innar var hlutdeild kvenna í starfsemi og sögu hafnarinnar. Bak við tillöguna standa Hulda Rós Guðnadóttir myndlistarmaður, Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt, og Gísli Pálsson fornleifafræðingur. Tillagan að nýju deiliskipulagi er að- gengileg á vef Reykjavíkurborgar. Athugasemdafrestur er til og með 16. febrúar næstkomandi. Sem fyrr segir er fyrirhuguð mikil uppbygging á Vesturbugt. Þetta er svæði norðan Slippsins, sem nú er notað sem bílastæði. Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjón- ustuhúsnæði. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri, Grímur M. Jónasson, fram- kvæmdastjóri VSÓ, og Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Vesturbugtar ehf., skrifuðu undir samning um verkefnið í apríl í fyrra. Sérstakt félag, Vesturbugt ehf., hefur verið stofnað og mun það ann- ast uppbyggingu svæðisins í sam- starfi við Reykjavíkurborg. Stefnt er að því að jarðvinna hefjist á þessu ári og framkvæmdum á að ljúka inn- an fimm ára. Í viðtali við Morgunblaðið að lok- inni undirskrift sagði Bjarki það vera mjög ánægjulegt að koma að uppbyggingunni í Vesturbugt. Teymi arkitekta hafi lagt mikinn metnað í að þróa hugmyndafræði svæðisins þannig að það verði að- dráttarafl fyrir íbúa og gesti. Í bland við fallega íbúðabyggð verði veit- ingastaðir og verslanir á jarðhæðum sem opnast út á skjólsæl torg. Fjöldi þjónustuhúsa mun rísa við Gömlu höfnina  Stefnt er að því að þau verði tilbúin vorið 2019  Hús við Ægisgarð víkja Tölvumyndir/Yrki arkitektar Ægisgarður Hugmynd arkitektanna að útliti smáhýsanna við Gömlu höfnina. Þau hús sem nú standa þarna verða fjarlægð. Á tölvumyndinni er Slippurinn ekki sýndur en fyrir liggur samþykkt þess efnis að hann verði þar áfram. Vesturbugt Möguleg staðsetning smáhýsanna. Mikil uppbygging er fyrir- huguð. Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur auglýst til- lögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar við Gömlu höfnina í Reykjavík. Í breytingunni felst m.a. bygging einnar hæðar verslunar- og þjónustuhúsa fyrir Faxaflóahafnir á Ægisgarði og við Hafnargötu ásamt uppbyggingu stærra þjónustuhúss við Ægisgarð. Umrætt svæði er sunnan megin við Slippinn. Faxaflóahafnir munu reisa húsin, eiga þau og leigja út. „Við höfum verið að ræða við fyrirtækin um rýmisþarfir,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. Nú er verið að leggja lokahönd á fyrirkomulag húsanna og deiliskipulagið hefur verið auglýst. „Næsta skref er að láta vinna verk- fræðiteikningar að verkefninu og bjóða það út. Það hefst vonandi áður en árið er úti – en markmiðið er að húsin verði tilbúin fyrir sumarið 2019,“ segir Gísli. Þjónusta við ferðamenn Í greinargerð Yrki arkitekta með tillögunni kemur fram að núverandi hús meðfram norðvesturhlið Ægis- garðs verði rifin. Þessi hús, eða kof- ar í sumum tilfellum, eru nýtt af fyr- irtækjum í ferðatengdri starfsemi, m.a. til að selja farmiða í hvalaskoð- unarferðir. Einnig er þar að finna reiðhjólaleigur og ýmsa þjónustu við erlenda ferðamenn. Á svæðinu verður skilgreind ný lóð, Ægisgarður 5, þar sem reistar verða nýbyggingar fyrir ferða- tengda starfsemi. Heimilt verður að reisa nokkur einnar hæðar smáhýsi á lóðinni, frá 25 fermetrum upp í 120 fermetra. Í einu húsanna er gert ráð fyrir upplýsingaþjónustu fyrir ferða- menn og veitingasölu. Tekið er fram í greinargerðinni að við útlitshönnun húsanna skuli gæta samræmis í efn- is- og litavali. Gert er ráð fyrir 40% þakhalla og hann skal vera sam- ræmdur. Á svæðinu er gert ráð fyrir göngu- og hjólreiðastígum. Norðan Slippsins, þ.e. milli hans og Sjóminjasafnsins, á Vesturbugt, munu einnig verða byggð nokkur þjónustuhús. Þar hafa nokkur hvala- skoðunarfyrirtæki verið með starf- semi og notast við flotbryggjur sem komið hefur verið fyrir á allra síð- ustu árum. Ekki er ákveðið hvernig húsin við Þrettándagleði með söng og brenn- um verður á þremur stöðum í Reykjavík í dag, laugardaginn 6. janúar. Þrettándahátíð í Vesturbænum hefst kl. 18.00 við Melaskóla. Þar leiða ungmenni úr grunnskólum Vesturbæjar fjöldasöng og síðan verður gengið með blys að brenn- unni á Ægisíðu. Borinn verður eld- ur að kestinum kl. 18.30 og flug- eldasýning verður kl. 18.45 og er hún í samstarfi við KR-flugelda. Þá verður Rauði krossinn með heitt kakó til sölu gegn vægu verði. Í Grafarvogi verður árleg þrett- ándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ. Kakó- og vöfflusala verður í Hlöðunni frá kl. 17.00 og kl. 17.55 hefst blysför með álfum og jólasveinum. Kveikt verður í brennu og skemmtun á sviði kl. 18.00 þar sem Ingó Veðurguð held- ur uppi fjörinu og gleðinni lýkur með flugeldasýningu kl. 18.30. Í Grafarholti verður safnast sam- an við Guðríðarkirkju um kl. 18.30 og lagt af stað í blysför kl.18.45 með Skólahljómsveit Grafarvogs í broddi fylkingar. Kyndlar verða seldir við Guðríðarkirkju og í Leir- dalnum. Um kl. 19.15 kveikir brennukóngurinn Júlíus Eyjólfsson í glæsilegri brennu og jólasveinar taka lagið og skemmta börnunum. Dagskránni lýkur um kl. 20:00 með flugeldasýningu í boði Fram. Þrettándagleði á þremur stöð- um í borginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Tæplega 2.400 einstaklingar voru í starfsend- urhæfingarþjón- ustu á vegum VIRK starfsend- urhæfingarsjóðs í lok nýliðins árs, 17% fleiri en um síðustu áramót. 1.854 ein- staklingar komu nýir inn í þjónustu hjá VIRK á árinu, liðlega 8% fleiri en árið á undan. Eru það fleiri en áður hafa hafið starfs- endurhæfingu á einu ári. „Árangur og ávinningur af starf- semi VIRK, fjárhagslegur og sam- félagslegur, er mjög mikill þar sem hún hefur á undanförnum árum skil- að þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði,“ segir í til- kynningu á vef sjóðsins. 7.333 ein- staklingar hafa lokið þjónustu og rúmlega 70% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift, eru með vinnugetu og fara í launað starf, nám eða atvinnuleit.“ 2.400 í starfsend- urhæfingu VIRK Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri. Sigurður Guðmundsson, verk- efnastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Hann tekur við starfinu af Pálma Blængs- syni um næstu mánaðamót. Sigurður býr á Hvanneyri og kemur úr mikilli ungmennafélags- fjölskyldu. Sjálfur er hann formað- ur Ungmennafélagsins Íslendings. Hann hefur áður starfað sem tóm- stundafulltrúi Borgarbyggðar og hjá UMFÍ. Ráðinn fram- kvæmdastjóri UMSB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.