Morgunblaðið - 07.01.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 07.01.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkis- ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með til umsóknar styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 1.- 20. júlí 2018. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 26. janúar 2018. ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um nær 9% á nýliðinu ári. Íbúafjölgunin hefur aldrei verið jafn mikil á árs- grundvelli og er langt umfram landsmeðaltal. Íbúar voru í árslok 2017 samtals 17.803 en 16.359 í árs- lok 2016.    Fleiri met voru slegin. Aldrei hafa verið fleiri sjúkraflutningar á Suðurnesjum en árið 2017, rúmlega 3000 í allt. Fyrra met var frá 2016, alls 2650, þannig að vöxtur hefur verið í sjúkraflutningum á und- anförnum árum.    Ástæðan fyrir mikilli fjölgun sjúkraflutninga getur verið marg- þætt. Íbúum hefur fjölgað mikið eins og fram hefur komið, ekki bara í Reykjanesbæ heldur Suðurnesjum öllum, ferðamönnum sem fara um flugstöð og ferðast um Suðurnes hefur fjölgað og þjónustan á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur ekki verið eins og best verður á kostið vegna fjársveltis stofnunar- innar.    Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sendi frá sér bókun undir árslok þar sem skorað er á ríkisstjórn og Al- þingi að auka fjárframlög til op- inberra stofnana á Suðurnesjum svo íbúar á svæðinu njóti sömu fjár- framlaga og íbúar í öðrum lands- hlutum. Í úttekt sem bæjarstjórn lét vinna fyrir sig og kynnt var í sept- ember í fyrra kom í ljós að framlög ríkisins til opinberra stofnana hafa verið mun lægri en á öðrum land- svæðum.    Meðal þess sem bæjarstjóri og bæjarstjórn hefur bent á er að við gerð fjárlaga sé stuðst við staðfestar íbúatölur sem eru allt að þriggja ára gamlar og því ekki í takt við núver- andi íbúafjölda né íbúafjölgun sem hafi verið fordæmalaus.    Á haustmánuðum kom einnig út úttekt Embættis landlæknis um stöðu mála hjá HSS. Þar kemur m.a. fram að mönnun lækna og hjúkr- unarfræðinga sé ónóg á sama tíma og komur hafi aukist mikið sem þýð- ir að biðtími lengist. Þá sé húsnæði HSS barn síns tíma.    Þær ánægjulegu fréttir bárust rétt undir jól að ríkið hygðist leggja fram 5% aukafjárframlag til stofn- unarinnar á þessu ári, en aðrar heil- brigðisstofnanir á landinu fá einnig aukafjárframlög um mismikil pró- sentustig.    Það fór ekki svo að Reykjanes- bær rataði ekki í Áramótaskaupið. Nokkur snúningur var tekinn á United Silicon og fyrri eiganda fyr- irtækisins. Oft er hægt að skella upp úr við áhorf á Skaupið en fyrir íbúa Reykjanesbæjar held ég að þessi brandari hafi í mesta lagi verið grát- broslegur. Um afdrif verksmiðj- unnar er ekki vitað á þessari stundu, en greiðslustöðvun er í gildi til 22. janúar nk.    Strætóferðir til og frá höf- uðborgarsvæði og til nágrannasveit- arfélagsins Garðs/Sandgerðis kom- ust í uppnám undir árslok þegar rútufyrirtækið SBK sagði upp þjón- ustusamningi við Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum (SSS) þar sem sýnt þótti að alvarleg mistök hefðu verið gerð við útreikninga.    SSS hefur nú samið við Hópbíla og Hópbifreiðir Kynnisferða ehf. til að sjá um akstur leiða 55 og 89 frá og með 8. janúar nk. þegar uppsögn á samningi SBK við SSS tekur gildi. Vilyrði kom frá ríkinu um þátttöku í kostnaði enda þótti sýnt að kostn- aður myndi aukast mikið með nýjum samningi.    Þrettándagleði verður í Reykjanesbæ á morgun. Þá verða jólin kvödd með blysför á hátíð- arsvæði við Bakkalág sem hefst kl. 17:00 við Myllubakkaskóla. Það má eiga von á því að púkar og ýmsar forynjur sláist í för og gerist hrekkj- ótt. Boðið verður upp á skemmti- dagskrá, brennu og flugeldasýningu, heitt kakó og piparkökur. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksd́óttir Vetrarmorgunn Sólin rís yfir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ á fallegum vetrarmorgni. Almenningssamgöngurnar eru ekki lengur í uppnámi Alls bárust Vinnumálastofnun 17 til- kynningar um hópuppsagnir á ný- liðnu ári, þar sem 632 manns var sagt upp störfum. „Flestir hafa misst vinnuna í fiskvinnslu, 241 eða um 38% allra hópuppsagna, í iðnaðarfram- leiðslu 125, eða um 20% og 86 í versl- un eða um 14%,“ segir í greinargerð sem stofnunin hefur tekið saman og birt er á vefsíðu hennar. Fram kemur að samtals hefur 10.650 manns verið sagt upp í hóp- uppsögnum á 10 árum. Flestir misstu vinnuna á þriggja mánaða tímabili frá desember 2008 til febrúar 2009 og svo næstu 3 mán- uði þar á eftir. Þegar hópuppsagnirnar á árinu 2017 eru greindar niður á landshluta kemur í ljós að um 56% tilkynntra hópuppsagna voru á höfuðborgar- svæðinu, um 20% á Vesturlandi, um 19% á Suðurlandi og um 5% á Norð- urlandi eystra og Suðurnesjum. 437 þeirra hópuppsagna sem til- kynnt var um á árinu 2017 komu til framkvæmda á því ári en 195 hóp- uppsagnanna á árinu 2017 koma til framkvæmda á árinu 2018. Flestar hópuppsagnir sem komu til fram- kvæmda í fyrra hófust í september eða 99 alls. Fjöldi þeirra sem sagt var upp í hópuppsögnum skipt eftir mánuðum var mestur í nóvember en þá var 118 sagt upp og í febrúar þegar 107 upp- sagnir tóku gildi. ,,Alls komu 768 hópuppsagnir til framkvæmda á árinu 2017, 331 úr tilkynningum sem bárust á árinu 2016 og 437 úr tilkynn- ingum sem bárust á árinu 2017,“ seg- ir í samantektinni. omfr@mbl.is 10.650 í hópupp- sögnum á 10 árum  632 misstu vinnu í hópuppsögnum 2017 Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu var í gær- morgun kölluð til vegna karlmanns sem þá var sof- andi inni í skóla- byggingu í mið- bæ Reykjavíkur. Í ljós kom að maðurinn var ölvaður og hafði hann fundið sér leið inn í skóla- bygginguna og lagst þar til hvílu. Var honum vísað út úr skólanum eftir tiltal frá lögreglumönnum og fékk í kjölfarið að halda sína leið. Er greint frá þessu í dagbók lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var í gærmorgun einnig til- kynnt um umferðaróhapp á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Þar rákust tvær bif- reiðar saman og voru þær báðar fluttar burt af kranabíl. Þeir sem voru í bílunum sluppu án teljandi meiðsla. Fannst dauðadrukk- inn í skólabyggingu Ríkisvald Lög- reglan var kölluð til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.