Morgunblaðið - 07.01.2018, Side 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Lýsingar á háttsemi Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta í Hvíta
húsinu og ummæli aðstoðarmanna
hans um hann í bókinni Fire and
Fury kynda undir efasemdum um að
hann sé andlega hæfur til að gegna
embættinu. Í bókinni er vegið að
þeirri ímynd sem Trump hefur búið
til af sjálfum sér og er líklega mik-
ilvægasta vopn hans í stjórnmála-
baráttunni vestanhafs.
Höfundur bókarinnar, blaða-
maðurinn Michael Wolff, virðist hafa
notfært sér reynsluleysi aðstoðar-
manna forsetans til að fá nær óheft-
an aðgang að heimildarmönnum í
Hvíta húsinu fyrstu mánuðina eftir
að Trump tók við embættinu. Wolff
ræddi við marga af helstu ráðgjöfum
forsetans, þeirra á meðal Steve
Bannon, sem var aðalstjórnmála-
ráðgjafi hans, og einnig lægra setta
embættismenn. Hann segist hafa
fengið það á tilfinninguna þegar
hann ræddi við þá að þeir teldu allir
að hann væri ekki hæfur til að gegna
embættinu. „Þeir sögðu allir að hann
væri eins og barn. Og það sem þeir
áttu við er að það þarf alltaf að full-
nægja þörfum hans þegar í stað,“
sagði Wolff í viðtali við NBC-
sjónvarpið. „Höfum í huga að þetta
er maður sem les ekki. Hann hlustar
ekki.“
„Fífl, nautheimskur, bjálfi“
Í bókinni er meðal annars haft eft-
ir Steven Mnuchin fjármálaráðherra
og Reince Priebus, fyrrverandi
skrifstofustjóra Hvíta hússins, að
Trump sé „fífl“. Gary Cohn, aðal-
efnahagsráðgjafi forsetans, sagði að
hann væri „nautheimskur“. Haft er
eftir H.R. McMaster, þjóðaröryggis-
ráðgjafa forsetans, að Trump sé
„bjálfi“, að því er fram kemur í um-
fjöllun fréttaveitunnar AFP um bók-
ina. Sagt er að Trump sé reikull í
hugsun, lítið þurfi til að draga at-
hygli hans frá viðfangsefninu, hann
hafi lítinn áhuga á málefnunum, hafi
ekki grundvallaratriði á hreinu og
geri sér ekki fulla grein fyrir þeirri
miklu ábyrgð sem fylgi embættinu.
Í bókinni kemur meðal annars
fram að Bannon talaði opinskátt í
Hvíta húsinu um líkurnar á því að
Trump héldi embættinu út kjör-
tímabilið. Hann sagði þriðjungs lík-
ur á því að forsetinn héldi velli og þá
aðeins vegna vanhæfni þingmanna
og forystumanna demókrata. Hann
taldi jafnmiklar líkur á því að Trump
yrði vikið úr embætti vegna and-
legrar vanhæfni á grundvelli 25. við-
auka stjórnarskrár Bandaríkjanna
frá árinu 1967. Að lokum taldi hann
þriðjungs líkur á því að höfðað yrði
mál á hendur forsetanum til emb-
ættismissis, að sögn breska dag-
blaðsins The Guardian sem hefur
birt útdrætti úr bókinni.
Nokkrar villur eru í bókinni, að
sögn Stephens Collinsons, frétta-
skýranda CNN-sjónvarpsins, en
hann tiltók ekki hverjar þær eru.
Bannon hefur ekki gert neinar at-
hugasemdir við það sem haft er eftir
honum í bókinni, meðal annars ásök-
un hans um að sonur forsetans hafi
gerst sekur um landráð með því að
ræða við lögfræðing sem tengist
stjórnvöldum í Rússlandi.
Bandaríski blaðamaðurinn Joshua
Green segir að margt af því sem
kemur fram í bókinni staðfesti að
mestu leyti það sem aðrir blaða-
menn hafi skrifað um það sem gerist
á bak við tjöldin í Hvíta húsinu.
Green skrifaði bók, Devil’s Bargain,
um samstarf Bannons og Trumps í
kosningabaráttunni.
Þjóðinni til skammar
Stórkarlalegar yfirlýsingar
Trumps á Twitter höfðu áður ýtt
undir efasemdir í bandarískum fjöl-
miðlum um að hann væri hæfur til að
gegna embættinu, t.a.m. ummæli
hans á þriðjudaginn var um að hann
væri með „miklu stærri“ og „öflugri
kjarnorkuhnapp“ en leiðtogi ein-
ræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu.
Bandaríski stjórnmálaskýrandinn
David Gergen, segir að bók Wolffs,
renni stoðum undir efasemdir um
andlega hæfni Trumps. „Ég tel að
Bandaríkjamenn þurfi að hefja al-
varlega umræðu um þetta,“ sagði
hann í viðtali við CNN og bætti við
að repúblikanar þyrftu að stuðla að
þeirri umræðu. Gergen var ráðgjafi
Richards Nixons, Geralds Fords,
Ronalds Reagans og Bills Clintons í
forsetatíð þeirra.
Talsmenn Trumps í Hvíta húsinu
og stuðningsmenn hans hjá Fox
News segja hins vegar að það sé alls
ekki við hæfi að draga andlega hæfni
Bandaríkjaforseta í efa.
The Wall Street Journal hefur
skýrt frá því að margir þingmenn
repúblikana hafi látið í ljós áhyggjur
af yfirlýsingum Trumps á Twitter og
utanríkisstefnu hans í einka-
samtölum þótt þeir hafi ekki gagn-
rýnt hann opinberlega. Tveir þing-
menn repúblikana í öldunga-
deildinni, Jeff Flake og Bob Corker,
hafa deilt hart á forsetann, en þeir
hafa báðir ákveðið að gefa ekki kost
á sér til endurkjörs. Flake sagði for-
setann hættulegan lýðræðinu og
Corker sagði hann vera þjóðinni til
skammar.
Pólitísk martröð
Sjálfsdýrkun Trumps og þrá hans
eftir virðingu jaðrar við þráhyggju
og skýrir harkaleg viðbrögð hans við
útgáfu bókarinnar.
Stephen Collinson segir að ekkert
í heiminum skipti forsetann meira
máli en ímynd hans sjálfs og átrún-
aður stuðningsmanna hans á honum
sem sigurvegara og mikilhæfum
leiðtoga sem þori að segja það sem
honum býr í brjósti. Í bókinni sé
vegið að þessari ímynd og Donald
Trump fái hvert höggið á fætur öðru
þar sem hann finni mest til. Bókin sé
því pólitísk martröð fyrir forsetann
sjálfhverfa í Hvíta húsinu.
Telja Trump andlega óhæfan
Lýsingar í nýrri bók kynda undir efasemdum um að Trump sé hæfur til að gegna embætti forseta
Lýst sem barni og fífli Grafið undan því sem hann metur mest – ímynd hans sem sigurvegara
Donald Trump auglýsir bókina
Ráðgert hafði verið að bókin Fire and Fury kæmi út á þriðjudaginn kemur en ákveðið var að flýta útgáfunni vegna
tilraunar lögmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til að stöðva hana. Bókin kom út í gærmorgun og biðraðir
mynduðust við bókaverslanir í Washington-borg í fyrrinótt, nokkrum klukkustundum áður en þær voru opnaðar.
Trump hefur farið hamförum á Twitter gegn bókinni og viðbrögð hans eru álitin ótmetanleg auglýsing fyrir hana.
Telja Trump hættulegan
» Dr. Bandy Lee, prófessor í
geðlækningum við Yale-
háskóla, hefur átt fundi með
12 þingmönnum í Washington
um geðheilsu Trumps. Aðeins
einn repúblikani var á meðal
þeirra.
» „Þingmenn sögðu að þeir
hefðu haft miklar áhyggjur af
því hversu hættulegur forset-
inn væri, hættunni sem þjóð-
inni stafaði af geðrænum
óstöðugleika hans,“ sagði
Lee. Hann ritstýrði bók þar
sem bandarískir geðlæknar
vara við hættunni sem stafar
af Trump í Hvíta húsinu.
» Skv. siðareglum samtaka
bandarískra geðlækna mega
þeir ekki segja frá geðrænni
vanheilsu einstaklinga án
þess að hafa rannsakað þá
sjálfir og fengið leyfi þeirra til
að skýra frá vandamálunum.
Ósætti Donalds Trump og Steve
Bannon gæti orðið til þess að
Bannon yrði vikið frá sem stjórn-
anda fréttavefjarins Breitbart
News og kollvarpað áformum hans
um að hefja „stríð“ gegn þeim sitj-
andi þingmönnum repúblikana
sem hann telur að séu ekki nógu
hollir stefnu forsetans. The Wall
Street Journal segir að Bannon
hafi misst stuðning mikilvægustu
fjárhagslegra bakhjarla sinna,
auðkýfingsins Robert Mercer og
dóttur hans, Rebekuh Mercer.
Feðginin og fleiri hluthafar í stjórn
Breitbart News hafi rætt hvort
víkja eigi Bannon frá störfum og
margir þeirra séu
hlynntir því.
Hann hafði ætlað
að safna fé til að
styrkja þjóð-
ernissinnaða
hægrimenn í bar-
áttunni við sitj-
andi þingmenn í
forkosningum
repúblikana, en talið er að margir
bakhjarlanna snúi baki við honum.
Þetta gæti komið sér vel fyrir
Repúblikanaflokkinn því að Bann-
on hefur stutt menn sem margir
telja mjög ólíklegt að geti náð kjöri
í þingkosningunum í nóvember.
Missir mikilvæga bakhjarla
EIGENDUR BREITBART ÍHUGA AÐ VÍKJA BANNON FRÁ
Steve Bannon
Alþjóðaheil-
brigðismála-
stofnunin, WHO,
hefur heimilað
notkun nýs,
ódýrs og öflugs
bóluefnis gegn
taugaveiki og
þess eina sem er
öruggt fyrir
börn, að sögn
The New York
Times. Ákvörðun WHO verður til
þess að hjálparstofnanir Samein-
uðu þjóðanna geta keypt bóluefnið
til að bólusetja börn í fátækum
löndum. Á ári hverju smitast allt að
20 milljónir manna af taugaveiki og
allt að 160.000 þeirra deyja, aðal-
lega ung börn. Mikil þörf er á ódýru
og öflugu bóluefni gegn taugaveiki
vegna aukinnar útbreiðslu sjúk-
dómsins og lyfjaónæmis.
TAUGAVEIKI
Ódýrt og öflugt
bóluefni heimilað
Bóluefnið nefnist
Typbar TCV.
Ljósmyndir
Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
RAFVÖRUR
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Sorpkvarnir
í vaska