Morgunblaðið - 07.01.2018, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Italia
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Golf Model 2945
L 216 cm Áklæði ct.70 Verð 199.000,-
L 216 cm Leður ct.10 Verð 299.000,-
Milli jóla og nýársbárust þauánægjulegu tíðindiað Alþingi hefði
veitt 450 milljónum til mál-
tækniáætlunar í fjárlögum fyr-
ir árið 2018 – til að íslenskan
verði gjaldgeng í samskiptum
við tölvur. Við fögnum því öll
sem bæri. Í gríni er sagt að sú
tíð muni renna upp að ísskápar
bjóði upp á tölvustýrt samtal
um birgðastöðuna og sendi eig-
endur sína út í búð þegar
stefni í að mjólkin klárist.
Ekki er talað um að máltæknivæddri tölvu verði kennt að senda okk-
ur út í fjós að mjólka enda höfum við vanist því um skeið að mjólkin
komi úr búðinni – en ekki úr kúnum. Þegar við getum skrafað við tölv-
urnar um magndreifingu matvæla og hreinlætisvara er hætt við að fá
okkar muni þekkja til tungutaks um mjaltir og nyt kúa, hvort þær selji
vel eða illa og hvort þurfi
kannski að tutla þær.
Með vaxandi verkaskipt-
ingu í þjóðfélaginu, frá
sjálfsþurrt landnáms- og
þjóðveldistímans til þeirr-
ar verslunar og viðskipta
sem við búum við, hefur
þekking á umhverfi og handverki glatast. Hefðbundið tungutak hverfur í
aldanna skaut og annað kemur í staðinn. Við getum ekki lengur beitt
orðfæri goðafræðinnar um öll þau fyrirbæri á himni sem Snorri Sturlu-
son gat ennþá bent á úr heita pottinum sínum í Reykholti. Og ekki er
heldur útbreidd þekking á orðfæri um að verka kálfskinn í bókfell, sjóða
blek og skera fjöðurstaf til skrifta.
Þekking landsmanna á vinnslu járns úr mýrarrauða glataðist á 15. og
16. öld vegna innflutnings á ódýru járni. Sennilega eru fá sem sakna
þess að hér skuli ekki vera rekin járnvinnsla með rauðablæstri í hverri
mýri og viðarkolagerð í nærliggjandi skógum. Um líkt leyti og fjaraði
undan járnvinnslunni í landinu komust Evrópumenn upp á lag með að
framleiða pappír og prenta bækur í stað þess að þurfa sífellt að ala fleiri
kálfa til að skrifa á þá.
Þegar Jón biskup Arason „hafði ríkt á stóli sínum Hólum fimm eða
sex ár þá lét hann fyrstur allra manna innkoma prentverk á Íslandi,
segir Sigurður sonur hans á Grenjaðarstað í handriti sem nú er varð-
veitt í Uppsölum. Síðan hefur prentlist og bókagerð þróast og dafnað
hér á landi; allt þar til hin síðustu misseri að jólabækurnar eru prent-
aðar nærri skógum og pappírsverksmiðjum í Finnlandi og Eistlandi. Í
haust bárust þau tíðindi að prentvélarnar hefðu verið seldar úr flagg-
skipinu í prentflotanum, Prentsmiðjunni Odda, og að þar með yrði ekki
lengur hægt að framleiða harðspjaldabækur hér á landi. Rothögg fyrir
listina að binda harðspjaldabækur, eins og sagði í fréttum, þannig að við
verðum verkkunnáttu og tungutakinu fátækari þegar við þurfum ekki að
fara úr bólunum í skjálífi framtíðarinnar með máltæknivæddum tölv-
unum.
Á þessum þrettánda og síðasta degi jóla má þó gleðja sig við vísu
Stefáns Stefánssonar frá Móskógum í Fljótum:
Tæmum glös og gleðjum lund
þó gusti um norðurpólinn.
Það er vani að vaka stund
við að „rota“ jólin.
Framtíðarsýn um skjálífi
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Það er ýmislegt sem bendir til þess að á næstuárum kunni að verða mestu breytingar á hinupólitíska landslagi heimsbyggðarinnar frá þvíað Sovétríkin hrundu og kommúnisminn þar
með og ríki í austurhluta Evrópu hlutu sjálfstæði á ný.
Að þessu er vikið í athyglisverðri grein, sem birtist í
fylgiblaði Morgunblaðsins daginn fyrir gamlársdag,
sem nefnist Tímamót og er eins konar samstarfsverk-
efni blaðsins og bandaríska dagblaðsins New York
Times.
Höfundur greinarinnar heitir Justin Yifu Lin, sem
áður var aðstoðarforstjóri og aðalhagfræðingur Al-
þjóðabankans en er nú yfirmaður Miðstöðvar nýrrar
langtímahagfræði og heiðurskennari við Peking-
háskóla. Fyrirsögn greinar hans segir kannski alla
söguna en hún er svohljóðandi:
„Um leið og vestrið hörfar rís Kína“.
Í upphafi greinarinnar segir höfundur:
„Árið 2018 munu Kínverjar minnast þess að fjörutíu
ár eru liðin síðan horfið var frá áætlunarbúskap yfir í
markaðshagkerfi“.
Það gerðist samkvæmt ákvörðun
Kommúnistaflokks Kína, sem þá
stjórnaði Kína og gerir enn og
löngu áður en gjaldþrot komm-
únismans blasti við með hruni Sov-
étríkjanna.
Og höfundur bætir við:
„Bandaríkin virðast vera að hverfa frá hnattvæðing-
unni og það skapar augljóst tækifæri fyrir Kína til að
hraða þeirri þróun að ríkið verði aðalverndari al-
þjóðlega viðskiptakerfisins.“
Með öðrum orðum að Kínverska alþýðulýðveldið
undir alræðisstjórn kínverska kommúnistaflokksins
verði helzti málsvari frjálsra viðskipta í heiminum!
Það er auðvitað ljóst að á þessum tímapunkti í sögu
mannkynsins er þetta rétt. Að þessum viðhorfum er
vikið í bók minni, sem út kom fyrir jól og nefnist Upp-
reisnarmenn frjálshyggjunnar – Byltingin, sem aldrei
varð, með eftirfarandi hætti (bls. 202-203:)
„Jafnaðarmenn hafa verið einna fremstir í flokki
þeirra sem hafa vegsamað alþjóðavæðingu og talið
hana hafa átt þátt í að lyfta mörgum hundruðum millj-
óna manna úr fátækt. Það er vafalaust rétt en breytir
ekki því að hún hefur um leið átt þátt í að færa fólk á
Vesturlöndum niður á fátæktarstig og skapa þar með
pólitískan jarðveg fyrir mann á borð við Donald
Trump.
En í fyrirlestri sem Illugi Gunnarsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra, flutti í fundarsal Þjóðminjasafns
hinn 25. ágúst 2017, vakti hann athygli á að sú fram-
leiðsla, sem fyrir aldarfjórðungi var færð frá Vest-
urlöndum til landa á borð við Kína og Mexíkó vegna
miklu lægri launakostnaðar þar, væri nú að færast á
heimaslóðir á ný og að þessu sinni vegna þess að vél-
mennin eru að taka við framleiðslustörfunum af mann-
fólkinu.
Við sjáum vísi að þeirri þróun í fiskvinnslu hér,
ýmist um borð í nýjum skuttogurum eða í fiskvinnslu í
landi.“
Við þetta má svo bæta, að sú alþjóðavæðing, sem
Justin Yifu Lin, telur líklegt að Kínverska alþýðu-
lýðveldið taki forystu fyrir næstu árin á líka mestan
þátt í að skapa þann ójöfnuð á heimsvísu, sem mikið
hefur verið til umræðu hin síðari ár. Það gerist á þann
veg að alþjóðleg stórfyrirtæki hafa nýtt sér margfalt
lægri framleiðslukostnað í fyrrnefndum ríkjum, sem
byggist á margfalt lægri launum sem þar eru greidd.
Mismunurinn kemur ekki nema að litlu leyti fram í
lægra vöruverði til neytenda heldur í meiri hagnaði,
sem rennur í vasa fyrirtækjanna sjálfra og eigenda
þeirra.
Með öðrum orðum hefur orðið til óheilagt bandalag
alþjóðlegra auðhringa, kommúnista í Kína og jafn-
aðarmanna á Vesturlöndum, sem er meginskýringin á
vaxandi ójöfnuði.
En þótt forysta kínverskra
kommúnista fyrir alþjóðavæðingu
viðskipta kunni að verða tímabundin
vegna þess að vélmennin eigi eftir
að verða lágum launakostnaði
skeinuhættur keppinautur er fleira
að gerast, sem getur veikt stöðu vestrænna lýðræð-
isríkja á heimsbyggðinni.
Ákvörðun núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum
um að flytja sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem var
vanhugsuð en viðbrögð þeirra og afstaða gagnvart al-
þjóðasamfélaginu í kjölfarið var jafnvel verri. Banda-
rísk stjórnvöld höfðu í hótunum við aðrar þjóðir og
sögðu að fylgzt yrði með því, hvernig þær greiddu at-
kvæði um tillögu um málið á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Þegar í ljós kom að flestar þjóðir heims
höfðu þær hótanir að engu var þeim fylgt eftir með því
að boða fjárhagslegar refsiaðgerðir gagnvart þeim
sömu þjóðum.
Í 80 ár hafa Bandaríkin verið í forystu frjálsra þjóða
heims gegn alræði bæði nazisma og kommúnisma og
alræði hvar sem það er að finna. Þar hefur siðferðileg-
ur styrkur þeirra sem öflugasta lýðræðisríkis veraldar
skipt máli ekki síður en fjárhagslegur styrkur og öfl-
ugur her.
Þegar þetta sama ríki gerir hvort tveggja í senn að
skerast úr leik, sem sáttasemjari á milli Ísraels og Pal-
estínu og hefur í hótunum við aðrar þjóðir heims að
hætti alræðisríkja er það að missa þann siðferðilega
styrkleika, sem hefur gert Bandaríkjunum kleift að
gegna því forystuhlutverki, sem þau óumdeilanlega
hafa haft með höndum.
Á sama tíma er ljóst að sundurlyndi er vaxandi með-
al Evrópuríkja og ólíklegt að þau geti tekið að sér þá
forystu sem Bandaríkin eru að afsala sér á meðan
Trump er í Hvíta Húsinu.
Um leið eflast alræðisríki með Kína og Rússland í
fararbroddi og Tyrkland ekki langt á eftir.
Þetta er ískyggileg þróun.
Er vestrið að hörfa?
Frjáls viðskipti í heim-
inum undir forystu
kommúnistaflokks Kína?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Hinn 10. maí 1933 héldunasistastúdentar bókabrennu
í miðborg Berlínar, og er ljós-
myndir af þeim illræmda viðburði
víða að finna í ritum um Þriðja
ríkið. En bókum má tortíma með
fleiru en því að brenna þær, og
ungir þjóðernissósíalistar voru alls
ekki einir um að kjósa frekar að
eyða bókum en svara þeim efn-
islega. George Orwell átti í erf-
iðleikum með að fá útgefanda að
Dýrabæ (Animal Farm), því að
breskir ráðamenn vildu ekki
styggja Stalín, sem nú var orðinn
bandamaður þeirra gegn Hitler.
Bandarískir vinstri menn reyndu
að hindra, að Leiðin til ánauðar
(Road to Serfdom) eftir Friedrich
A. Hayek kæmi út í Bandaríkj-
unum.
Eins konar bókabrennur áttu
sér jafnvel stað á hinum friðsælu
Norðurlöndum. Að kröfu Nasista-
Þýskalands lagði Hermann Jón-
asson dómsmálaráðherra haustið
1939 hald á allt upplag bókarinnar
Í fangabúðum eftir Wolfgang
Langhoff, en þar sagði frá vist höf-
undar í dýflissu nasista. Eftir ósig-
ur fyrir Rússum 1944 urðu Finnar
að fjarlægja úr opinberum bóka-
söfnum ýmsar bækur, sem ráð-
stjórninni voru ekki þóknanlegar,
þar á meðal Þjónusta, þrælkun,
flótti eftir Aatami Kuortti, sem
kom út á íslensku 1938 og ég sá
um að endurútgefa á síðasta ári,
en þar sagði frá vist höfundar í
þrælakistu kommúnista.
Ég rakst nýlega á þriðja nor-
ræna dæmið. Árið 1951 kom út í
Svíþjóð bókin Vinnuþræll undir
ráðstjórn (Jag jobbade i Sovjet)
eftir Ragnar Rudfalk. Höfund-
urinn, ungur skógarhöggsmaður,
hafði ætlað að ganga til liðs við
her Norðmanna ásamt norskum
vini sínum, og höfðu þeir farið yfir
rússnesku landamærin nálægt
Múrmansk. Þeim var ekki leyft að
halda áfram ferðinni, heldur var
þeim varpað í þrælkunarbúðir, þar
sem hinn norski förunautur lést úr
vosbúð. Rudfalk þraukaði, og eftir
vistina var hann dæmdur í útlegð,
en fékk loks að snúa heim að til-
hlutan sænskra yfirvalda. Bókin
kom út í 24 þúsund eintökum og
var þýdd á dönsku og norsku, auk
þess sem kaflar birtust úr henni í
Vísi 1952. En svo undarlega vill til,
að bókin varð fljótlega ófáanleg, og
ekkert var um hana rætt í Svíþjóð.
Sænska jafnaðarmannastjórnin
vildi fara gætilega gagnvart valds-
mönnum í Moskvu og sá líklega
um, að upplagið hyrfi þegjandi og
hljóðalaust. Til þess að eyða bók-
um þarf ekki alltaf að brenna þær.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Bókabrennur