Morgunblaðið - 07.01.2018, Qupperneq 31
MESSUR 31á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur Svavar Alfreð Jónsson. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Sig-
rún Magna Þórsteinsdóttir.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma í
Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla,
söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar.
Krisztina Kalló Szklenár organisti. Kirkjukór-
inn leiðir safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn
Anna Sigga og Aðalheiður leiða stundina.
Kirkjukaffi og spjall á eftir.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Skírn. Sigurður
Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur
djákna. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari
Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að
messu lokinni. Barnastarfið hefst á ný eftir
jólahlé sunnudaginn 14. janúar.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stund-
inni hafa Sigrún Ósk og Guðmundur Jens.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Söngur og fræðsla. Ragnar Bjarni, Hreiðar
Örn, Antonia og Pálmi. Guðsþjónusta kl. 14.
Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Anton-
iu Hevesi. Messuþjónar aðstoða. Prestur er
Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir
messu.
DIGRANESKIRKJA | Fjölskyldustund með
sunnudagaskóla kl. 11. Ávextir andans leiða
söng. Veitingar í safnaðarsal að stund lok-
inni.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn
Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn. Safnaðarfundur í safnaðarheim-
ilinu Lækjargötu 14a eftir messu, kl. 12.15.
Dagskrá: Kosning kjörnefndar.
EYRARBAKKAKIRKJA | Þrettándamessa
kl. 11. Sérstök áhersla á vitringana. Kór Eyr-
arbakkakirkju syngur. Organisti er Haukur
Arnarr Gíslason. Prestur er Kristján Björns-
son.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.
GRAFARVOGSKIRKJA | Frímúraramessa
kl. 11 í Grafarvogskirkju. Séra Halldór Reyn-
isson þjónar fyrir altari og Jóhann Heiðar Jó-
hannsson læknir flytur hugvekju. Karlakór
Grafarvogs syngur undir stjórn Írisar Erlings-
dóttur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Frímúrarabræður flytja ritningarorð og bænir.
Kaffi og veitingar eftir messu. Sunnudaga-
skólinn hefst á ný 14. janúar.
GRENSÁSKIRKJA | Sunnudagaskólinn
hefst 7. janúar. Daníel Ágúst og Ásta taka á
móti börnunum í messunni kl. 11 og svo
fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr.
María Ágústsdóttir ásamt messuþjónum.
Organisti er Kristján Hrannar Pálsson og
Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng. Kaffisopi
á undan og eftir messu. Bænastund kl.
10.15.
Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl.
11. Forsöngvari Særún Harðardóttir. Orgnisti
Douglas Brotchie. Prestur Þórhildur Ólafs.
Kaffi í Ljósbroti safnaðarheimilisins Strand-
bergs eftir stundina.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirs-
syni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar
úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organ-
isti Erla Rut Káradóttir. Umsjón barnastarfs
Inga Harðardóttir. Hádegisbænir mánud. kl.
12.10. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl.
10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrð-
arstund fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og
séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir
altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti
Steinar Logi Helgason.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Eva
Björk Valdimarsdóttir héraðsprestur þjónar
og predikar. Organisti er Magnús Ragn-
arsson. Félagar úr söngsveitinni Fílharmóníu
leiða safnaðarsöng. Kirkjuvörður og messu-
þjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudaga-
skóli fer fram á sama tíma. Hafdís Davíðs-
dóttir og Hekla Sigurðardóttir taka á móti
börnum á öllum aldri. Kaffi í safnaðarheimili
eftir stundina.
Starf eldri borgara hefst á nýju ári miðviku-
daginn 10. janúar kl. 12-15.30.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng. María
Kristín Jónsdóttir leikur á orgelið. Prestur
Skúli S. Ólafsson. Í predikun dagsins verður
fjallað um verk Kristjáns Steingrímssonar,
Jörð, sem er til sýnis á Torginu. Eftir messu
verður sýnt brot úr heimildaupptökum Hrefnu
Birnu Björnsdóttur af því þegar listamaðurinn
hélt til landsins helga og sótti efnivið í verk
sín. Sunnudagaskóli umsjón Ása Laufey,
Katrín og Ari. Samfélag og kaffi eftir messu.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar
samkomur Salts og SÍK alla sunnudaga kl.
17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-
60, 3. hæð. Lofgjörðar- og vitnisburðastund.
Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
Ninna Sif Svavarsdóttir. Kór kirkjunnar syng-
ur, organisti Ester Ólafsdóttir.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kór
Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar
Guðna Eggertssonar. Prestur Kristinn Ágúst
Friðfinnsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjón-
ar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Fjár-
laganefnd syngur. Leiðtogar sjá um sunnu-
dagaskólann. Kaffiveitingar og samfélag eftir
athöfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Prestur er Egill Hallgrímsson.
Organisti er Jón Bjarnason.
STAFHOLTSKIRKJA | Messa kl. 14. Kirkju-
kórinn leiðir söng undir stjórn Jónínu Ernu
Arnardóttur. Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi á prestssetr-
inu að messu lokinni.
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonVopnafjarðarkirkja
Orð dagsins: Þegar
Jesús var tólf ára.
(Lúk. 2)
Nú hafa tveir ör-
yrkjar sem þiggja ör-
orkubætur sannað að
þeir eru vinnufærir
með því að setjast á Al-
þingi og fleiri slíkir
voru í framboði síðast
án þess að ná kjöri.
Kannski er þing-
mennskan svona létt
starf að það útheimtir
engin afrek, hvorki lík-
amleg né andleg, hvað veit ég? Ekki
hef ég setið á þingi og sakna þess
reyndar ekki.
Hins vegar hef ég ekki orðið var
við að afrek margra þeirra sem þar
hafa setið mörg undanfarin ár séu til
að stæra sig af. Mér standa reyndar
nokkuð nærri sjö aðilar sem ég man
eftir í svipinn sem þiggja einhvers
konar bætur frá samborgurum sín-
um þótt aðeins einn þeirra þurfi í
raun á aðstoðinni að halda. Sú mann-
eskja þráir hins vegar að geta unnið
ólíkt hinum sex. Einn af þessum sex
lifir við hestaheilsu í vellystingum á
kostnað samborgaranna, hrúgar nið-
ur börnum og ferðast svo með alla
fjölskylduna til fjarlægra landa
tvisvar á ári og makinn, sem að sjálf-
sögðu er skráður til heimilis á öðrum
stað en hinn hluti fjölskyldunnar, fer
auðvitað með í utanlandsferðirnar.
Einn af þessum sex stundar svo
meira en 100% vinnu við rekstur þar
sem afraksturinn er tekinn út í
gegnum laun annars aðila svo ör-
orkubæturnar skerðist ekki. Sá aðili
er ekkert að fela vinnufærni sína
þótt á bótum sé og kemur reglulega
fram í opinberum kynningum á
vörum sem hann tekur þátt í að
framleiða. Svo gortar makinn sig af
því reglulega að fá greitt með þess-
um aðila frá samborgurum sínum.
Enn einn af þessum sex sem vísað er
í að framan vinnur svart við járna-
bindingar og þekki ég það af eigin
raun að til að sinna
slíkri vinnu þarf við-
komandi að vera lík-
amlega vel gerður og
hraustur að öllu leyti.
En kannski finnst mér
það bara í ljósi þess hve
mikil veimiltíta ég er
sjálfur og einstaklega
sérhlífinn og latur.
Skondnastur finnst
mér samt sá halti sem
haldinn er svo miklum
krankleika á öðrum
ökkla að hann hefur
sannfært þá sem vottorðin veita og
þar með aðgangsmiðann að fjár-
hirslum þess hluta almennings sem
leggur í púkkið um að hann sé alls-
endis ófær um að sinna nokkrum
störfum. Það sem er svo skemmti-
legt við þennan aðila er að þegar
hann fær sér í glas á hann til að
gleyma því hvor ökklinn er ónýtur
og haltrar þá til skiptis á vinstri og
hægri.
Þegar ég var til sjós á yngri árum
kynntist ég mönnum sem höfðu lent
í alvarlegum slysum og misst útlimi.
Þetta voru starfsfélagar mínir til
margra ára. Aldrei máttu þeir heyra
á það minnst að hlífa ætti þeim við
einhverjum verkum sem almennt
þurfti að ganga í, þeir príluðu allir
upp og niður stiga í lestum og vél-
arrúmi, skiluðu sömu vinnu og við
heppnari sem höfðum sloppið við
þau áföll sem þeir höfðu lent í og
þeir kveinkuðu sér aldrei.
Þeir sem þiggja bætur af sam-
félaginu þótt þeir séu færir um að
afla sér tekna eru að svíkja út úr
samborgurum sínum fjármuni og
eru því ekkert annað en hreinir og
klárir þjófar. Á sama tíma vanvirða
þeir þá sem eru hjálpar þurfi og
koma í veg fyrir að hægt sé að veita
þeim ríkulegri stuðning en þeir
njóta í dag. Þessu til viðbótar grobba
margir þessir kerfisfræðingar sig af
því hve útsjónarsamir þeir eru að
stela með þessum hætti af samborg-
urum sínum. Leti og stelsýki getur
tæplega veitt þessum svindlurum
rétt til örorkubóta þar sem þeir eru
fullkomlega færir til að sinna ein-
hverri vinnu þótt ekki séu allir færir
til líkamlegrar vinnu.
Raunverulegir öryrkjar og þeir
sem leggja í púkkið ættu kannski að
taka sig saman um að koma upp um
svindlarana með því t.d. að birta
myndir af þeim í daglegu lífi sem
sýna raunverulega hæfni þeirra og
þá sé ég fyrir mér stuttmynd með fé-
laga mínum sem haltrar um til skipt-
is á hægri eða vinstri eftir því hve
langt er komið niður í flöskuna.
Síðsumars hvert ár þykir fullkom-
lega eðlilegt að fá að hnýsast í hvað
nágranninn hefur í tekjur en þá
liggja álagningarskrár frammi hjá
skattyfirvöldum fyrir hvern þann
sem hefur ekkert annað að gera en
að hnýsast í persónuleg mál náung-
ans. Það væri mun betur við hæfi að
hafa aðgengilegan lista allt árið yfir
alla þá einstaklinga sem þiggja ölm-
usu frá samfélaginu með skýringum
á því hvers eðlis sú ölmusa er. Þá er
hægt að fylgjast með því hvort ná-
granninn sé að þiggja umrædda
ölmusu vegna leiklistarhæfileika
sinna eða hvort hann sé í þeirri neyð
að þarfnast hennar. Þeir sem stunda
þá iðju að stela frá samborgurum
sínum ættu að velta því fyrir sér
hvort þeim þyki upphefð í því að
hafa framfæri sitt af því að stela.
Veitir leti og stelsýki
rétt til örorkubóta?
Eftir Örn
Gunnlaugsson »… að hafa aðgengi-
legan lista allt árið
yfir alla þá einstaklinga
sem þiggja ölmusu frá
samfélaginu með skýr-
ingum á því hvers eðlis
sú ölmusa er.
Örn Gunnlaugsson
Höfundur er atvinnurekandi, iðju-
leysingi og ekki á bótum.
orng05@simnet.is
Markmið eru sett,
áföngum er náð, tíma-
mót verða. Fjallið er
klifið, toppnum er náð.
Þá koma í ljós nýir
toppar, ný markmið,
nýir áfangar.
Þrátt fyrir öll tíma-
mót og fjarlæg mark-
mið sem oft virðast eins
og lokatakmark þá
heldur lífið áfram.
Þrátt fyrir allt mótlæti, torfærur
og brekkur, baráttu og ósigra, og
jafnvel þótt ævinni ljúki fyrr en við
vildum, já jafnvel þrátt fyrir sjálfan
dauðann, sem eru sannkölluð tíma-
mót, þá heldur lífið áfram og ekkert
fær það stöðvað.
Ekkert ár er án áfalla
Ekkert ár er án áfalla og ekkert ár
er gleðisnautt. Þótt áföllin séu erfið
og sár á meðan þau ganga yfir og
skilji eftir sig illgræðanleg sár eða í
besta falli ör bæði ljúfra og sárra
minninga, þá geta þau engu að síður
oft orðið að dýrmætri reynslu þegar
frá líður. Minningum sem þú átt og
getur byggt framtíðina á og enginn
og ekkert megnar frá þér að taka.
Gætum þess bara að festast ekki í
fortíðinni.
Verum ekki feimin
við framtíðina
Þú sem veist hvað þú hefur en veist
ekki hvað verður, forðastu ekki fram-
tíðina. Sláðu henni ekki á frest. Hafðu
djörfung og áræði til að stíga inn í
hana. Því kyrrstöðu og stöðnun fylgir
dauði en hreyfingu
fylgir líf.
Þú sem veist hvað þú
hefur en veist ekki hvað
verður. Áttaðu þig á því
hver þú ert og hvað þú
vilt og hvert þú vilt
stefna. Sláðu ekki ham-
ingjunni á frest. Njóttu
þess að vera sá sem þú
ert. Gefðu draumana
þína ekki upp á bátinn.
Njóttu þess að lifa,
hrærast og vera, núna.
Og ræktum með okk-
ur að sjá samferðafólk okkar með
augnaráði hjartans. Hjartans sem á
uppsprettu í faðmi frelsarans. Hans
sem er lífið sjálft.
Til að hafa eitthvað að gefa og ein-
hverju að miðla þurfum við nefnilega
að læra að þiggja. Við þurfum að
rækta okkur sjálf, velja að takast á
við lífið eins og það er og temja okkur
hugarfar virðingar og umhyggju,
sátta, fyrirgefningar og þakklætis.
Allt er að breytast
Dagurinn í dag eða dagurinn í
gær? Okkar er valið. Við getum ekki
lifað báðum. Annaðhvort festumst við
í fortíðinni eða lifum deginum í dag
og horfum fram á veginn með reynslu
fortíðar sem bakgrunn en ekki sem
stjórnanda.
Allt er að breytast, jörðin nötrar og
himinninn logar. En kærleikur Guðs
stendur stöðugur og er ávallt hinn
sami. Því Jesús Kristur er í dag og í
gær hinn sami og um aldir og eilífð.
Siðir, hefðir og viðteknar venjur
kunna að koma og fara. Lög og regl-
ur, menning og viðmið breytast. En
dæmisögur Jesú, kærleikur og fyrir-
heit, friður, orð, ást og verk munu
áfram halda ferskleika sínum. Vekja
til umhugsunar um lífið, mann-
kærleika og það sem máli skiptir. Svo
lengi sem veröldin stendur. Þrátt fyr-
ir allt og alla, strauma og skoðanir,
ákvarðanir og stefnur.
Missum ekki trúna á lífið
Látum því engan líta smáum aug-
um á trú okkar. Því að hún er ekki
spurning um mikið eða lítið. Heldur
allt eða ekkert. Að trúa á lífið er að
trúa á Guð, höfund þess og fullkomn-
ara. Og að trúa á Guð er að trúa á líf-
ið. Það er trúin sem ber okkur alla
leið. Þeir sem eiga himininn í hjart-
anu og nafn sitt letrað í lífsins bók
þurfa því ekki að óttast bálhvöss
tannaför tilverunnar og þá taumlausu
ógn sem frá henni stafar því þeir eiga
lífið framundan.
Himneskt er að vera með vorið
vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í
hjarta. Því hamingjan felst í því að
vera með himininn í hjartanu.
Guð gefi okkur öllum gleðilegt og
hamingjuríkt ár.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Festumst ekki í fortíðinni
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Sláðu ekki hamingj-
unni á frest. Njóttu
þess að vera sá sem þú
ert. Gefðu draumana
þína ekki upp á bátinn.
Njóttu þess að lifa,
hrærast og vera, núna.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.