Morgunblaðið - 07.01.2018, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Mikilvægast af öllu er að heilsan er góð og ríkidæmið felst í þvíað eiga stóran hóp afkomenda; fjóra syni, tólf barnabörn ogtvö langömmubörn. Ég er virkilega stolt af mínu fólki,“ seg-
ir Hólmfríður Kjartansdóttir á Selfossi sem er sjötug í dag. – Hún er
frá Hvolsvelli en fluttist sautján ára gömul á Selfoss. Þau Hólmfríður
og Björn Ingi Gíslason rakari, eiginmaður hennar, eru vel þekkt í bæj-
arlífinu og hafa látið til sín taka í mörgu, svo sem í félagsmálunum.
„Ég var lengi starfandi með JC-hreyfingunni og svo var fjölskyldan
öll mjög virk í starfi knattspyrnudeildar og ungmennafélags. Þetta
voru skemmtilegir tíma. Já, og svo gekk ég líka í kvenfélagið nánast
um leið og ég flutti í bæinn og þó ég hafi ekki verið virk í starfinu
borga ég alltaf árgjaldið,“ segir Hólmfríður sem lengi sinnti skrif-
stofustörfum hjá Höfn hf, sem rakverslun og kjötiðnað. Seinna var
hún um langt árabil þjónustufulltrúi hjá Selfossveitum en lét af störf-
um fyrir þremur árum.
Utan starfa og félagsmála segir Hólmfríður fjölskylduna alltaf hafa
haft gaman af ferðalögum, lengri sem skemmri. „Á sumrin höfum við
mikið verið hér í grenndinni, farið með hjólhýsið á skemmtilega staði
hér í uppsveitum Árnessýslu til dæmis. Svo eru utanlandsferðirnar
orðnar margar, svo sem að hitta á sonarson okkar Viðar Örn Kjart-
ansson knattspyrnumann sem við höfum heimsótt bæði til Noregs og
Ísraels.“ sbs@mbl.is
Ljósmynd/Úr einkasafni
Selfossbúar Hólmfríður Kjartansdóttir og Björn Ingi á góðri stundu.
Ég er virkilega
stolt af mínu fólki
Hólmfríður Kjartansdóttir er 70 ára í dag
E
lísa fæddist í Reykjavík
6.1. 1978, átti heima á
Höfn í Hornafirði í
þrjú ár til sjö ára ald-
urs, síðan í Álfatúni í
Kópavogi, auk þess sem fjölskyldan
bjó í Álaborg í Danmörku í tvö ár en
Elísa var 13 ára er þau komu aftur
heim. Hún var í Snælandsskóla,
grunnskólum í Danmörku, lauk
stúdentsprófi frá MH 1998, lauk BA-
prófi í bókmenntafræði frá HÍ 2002
og var þá eitt ár við Háskólann í
Amsterdam og lauk MA-prófi í bók-
menntafræði frá HÍ 2006.
Elísa byrjaði að vinna í bakaríi
með skóla er hún var 16 ára, fyrst í
Sveinsbakaríi, síðan hjá Gæða-
bakstri og loks við Breiðholtsbakarí.
Hún afgreiddi brauð og kökur með
námi á veturna en starfaði oftast við
fyrirtæki föður síns á sumrin.
Elísa var texta- og hugmynda-
smiður við auglýsingastofuna Vatík-
anið í Reykjavík 2006-2008. Þá ákvað
hún að flytja til Argentínu, vann þar
áfram fyrir Vatíkanið og skrifaði
pistla fyrir Víðsjá hjá RÚV, kom síð-
an aftur heim 2009, starfaði á
áfangastað fyrir geðfatlaða og starf-
aði síðan hjá auglýsingastofunni
Hvíta húsinu til 2011.
Elísa þýddi bók fyrir Sölku 2012
og hóf síðan skriftir í kjölfarið. Hún
þýddi bókina Villt, útg. 2015, og
samdi unglingabókina Er ekki allt í
lagi með þig, útg. 2017. Sú bók fékk
Íslensku barnabókaverðlaunin 2017
og hefur verið tilnefnd til Íslensku
Elísa Jóhannsdóttir, rithöfundur og þýðandi – 40 ára
Stórfjölskyldan F.v: Einar, Hellen, Una Lóa, Helgi Páll, Jóhann, afmælisbarnið með bókina, Herdís og Guðný.
Er rétt að byrja en fer
líka mjög vel að stað
Kátar systur Una Lóa og Ylfa Karlotta ĺáta fara vel um sig í sófanum heima.
Sveinborg Jónsdóttir og Reynir Þormar Þórisson eiga 50 ára brúðkaupsafmæli í
dag 6. janúar 2018. Þau voru gefin saman af séra Jóni Þorvarðarsyni í Háteigs-
kirkju.
Gullbrúðkaup
Sveinborg Jónsdóttir og Reynir Þormar Þórisson
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
10%
afsláttur
10% afsláttur af
trúlofunar- og
giftingarhringum
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Sendum frítt um allt land
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is