Morgunblaðið - 07.01.2018, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.01.2018, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 –– Meira fyrir lesendur Þorrinn Þann 19. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað þorranum PÖNTUN AUGLÝSINGA ER TIL 15. JANÚAR Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur átt í ákveðnum erf- iðleikum sem nú eru að baki. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er líf eftir vinnu og þótt starfið sé mikilvægt máttu ekki vanrækja sjálfan þig og gleyma áhugamálum þínum. Hálf- bakaðar eða óljósar skuldbindingar þarfn- ast úrlausnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sumt er einfaldlega þess virði að maður færi fórnir. Líklega er gáfulegast að beina orku sinni þangað sem hennar er mest þörf. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ástar- og vinasambönd, samvinna í vinnunni og jafnvel samskipti við óvini þína ættu að ganga vel á næstunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Varastu öll gylliboð sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Reyndu að hemja skap þitt og forðast rifr- ildi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samræður við vin munu valda þér vonbrigðum í dag. Hikaðu ekki við að leita uppi sálufélaga sem kann að meta gjörðir þínar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að segja samstarfsmönnum þínum hvaða hugmyndir þú hefur um starf ykkar. Skoðaðu málin í rólegheitum og leiðréttu það sem laga þarf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki er allt gull sem glóir og þar sem skjótfenginn gróði virðist innan seilingar getur verið skammt í tapið. Var- astu tæknimál. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að tala við samstarfsfólk um allt það sem þú telur áríðandi. Komdu því á hreint hvað skiptir máli í þínu lífi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir haft gaman af góðri rökræðu í dag. Ræddu málin við þína nán- ustu og sameiginlega getið þið fundið lausnina. Með góðri skipulagningu tekst þér það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur ekki frestað því deg- inum lengur að framkvæma þá hluti sem þú tókst að þér. Hugur þinn mun upp ljúk- ast á nýjan hátt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert í aðstöðu til að dæma, en ekki gera það! Hlustaðu á fólk með opnum huga. Ef þú gerir það ekki er hætt við að ráðríki og ofríki nái yfirhöndinni. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Bein þau eru ekki smá. Urð og grjót það kalla má. Bráðin leðja bergs á ferð. Berg á hauðri víða sérð. Það kom mér á óvart að engin lausn skyldi berast á gátunni, – en þannig hafa áramótin lagst í menn! En þannig skýrir Guð- mundur gátuna: Hraun má bein úr hrossi kalla. Hraun er urð, sem fær er valla. Hraun er leðja á fleygiferð. Ferlegt hraun þú víða sérð. Þá er limra: Á Hrauni var glens og gaman, um gólfið þau dönsuðu saman, uns henti einn dag, að herrann fékk slag og hrökk úr axlarlið daman. Og síðan er að sjálfsögðu ný gáta eftir Guðmund: Nývaknaður hengi haus, hef af litlu að státa, rétt að segja rænulaus, rýr er þessi gáta: Torleyst verk hann vera kann. Vegsemdinni fylgir hann. Skuldabyrði skekur þann. Skyldleiki við einhvern mann Hallmundur Krisinsson birti „eitt lítið limrugrey“ á Boðn- armiði fyrir áramót: Hallgrímur meyjuna mærði. Munaðinn henni svo færði. Þraut ekki þor. Þarnæsta vor með vísnasöng vögguna hrærði. Hratt flýgur stund, Magnús Geir Guðmundsson yrkir: Nýja árið nett er hlaðið, nytjaverkum, ekkert heftir. Verður eflaust yfirstaðið, áður en þú tekur eftir?! Sverrir Einarsson sendir á Boðnarmiði „kveðjur úr leirdeild- inni“ og spyr, hvort þetta megi vera svona, sem það vitaskuld má!: Ægifagurt er nú margt úti um þessar mundir. Þar sem liggur hjarnið hart hjálpa broddar undir Jóhannes Þórðarson Miðhúsum orti: Lífi manns ei lokið er ljós þó augna dvíni. Og ég trúi aftur mér eilíf birta skíni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úfið hraun eða gróið Í klípu „ÉG SÉ AÐ ÞIÐ HAFIÐ NEFNT HVORT ANNAÐ SEM RÉTTHAFA – OG ÞANN SEM HELST VERÐUR GRUNAÐUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „Í SUMUM HEIMSHLUTUM ERU HEILU ÞORPIN SEM GÆTU NÆRST Á ÞVÍ SEM ÞÚ LEGGUR ÞÉR TIL MUNNS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eitthvað sem ekki er hægt að reka á eftir. ÉG SÉ ÞIG SÆRÐAN… Á JÖRÐUNNI… FÓLK Í KRINGUM ÞIG… AÐ TÆMA VASANA ÞÍNA! JA-HÁ HRÓLFUR SAGÐI ALLTAF AÐ HANN VILDI FARA MEÐ FJÖLSKYLDUNA SÍNA Í KRINGUM SIG! JÆJA, REKTU ÚT ÚR ÞÉR TUNGUNA LEYFÐU MÉR AÐ UMORÐA ÞETTA LÍF- TRYGGINGAR Það er við hæfi á áramótum að lítafram á veg og um leið endur- skoða ýmsa vana frá árinu sem var að líða. Margir strengja áramótaheit. Víkverji vill umfram allt einfalda líf sitt og ætlar að tileinka sér mínimal- ískan lífsstíl í meira mæli. Það tekur tíma að stilla sig inn á þessa braut og heldur vegferðin áfram á komandi ári. x x x Eitt af því sem er nauðsynlegt aðgera er að losa sig við óþarfa hluti. Til þess eru ýmsar leiðir. Hin japanska Marie Kondo skrifaði bók- ina Taktu til í lífi þínu! en undirtitill- inn er „listin að grisja og end- urskipuleggja með japönsku KonMari-aðferðinni“. Fleiri en fimm milljón eintök hafa selst af henni þannig að það er ljóst að margir vilja taka til í lífi sínu. Marie Kondo segir að það sé mögulegt að losa sig við hluti í eitt skipti fyrir öll og hætta að safna drasli. Eins og frægt er orðið á fólk aðeins að geyma það sem „veitir því gleði“. x x x Önnur leið sem hægt er að nota ogbýr til leik úr því að henda hlut- um heitir „minsgame“ og geta nýliðar kynnst honum í íslenska Facebook- hópnum „Minsgame - Ísland“. Hann gengur út á það að á hverjum degi losar fólk sig við jafn marga hluti og samsvarar dagsetningu mánaðarins, einn hlut 1. janúar, tvo hluti 2. janúar, þrjá hluti 3. janúar o.s.frv. Í þessum hópi birtir fólk mynd af því sem það losaði sig við þann daginn og veitir hvað öðru stuðning og gefur um leið hugmyndir að því sem má henda. x x x Dæmi um það sem er upplagt aðfara yfir á þrettándanum er jóla- skrautið. Þar leynist ábyggilega eitt- hvað sem hefur ekki verið notað í mörg ár og mætti losa sig við. Annað sem getur gefið vel eru svokallaðar „ruslskúffur“, þær fengu þetta nafn af ástæðu. Fleiri hlutir sem þarfnast yfirferðar á mörgum heimilum eru snúrur og hleðslutæki; til hvers að geyma hleðslutæki ef tækið sem það átti við er ónýtt? Víkverji sér a.m.k. fram á einfaldara líf á árinu. vikverji@mbl.is Víkverji Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig. (Sálm: 50:15)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.