Morgunblaðið - 07.01.2018, Side 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Sænski leikarinn Johannes Brost er
látinn af völdum krabbameins, 71
árs að aldri. Brost var með ástsælli
leikurum Svía og einna þekktastur
þar í landi fyrir túlkun sína á Joker
í sápuóperu sænska ríkissjónvarps-
ins, Rederiet. Árið 2013 hlaut hann
sænsku kvikmyndaverðlaunin,
Guldbagge, fyrir leik sinn í kvik-
myndinni Avalon þar sem hann fór
með aðalhlutverk.
Brost hóf feril sinn á leiksviði í
Malmö og Stokkhólmi og lék síðar í
nokkrum kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum. Árið 1991 hóf hann
að koma fram sem grínisti með
uppistand og var einkum þekktur
sem gamanleikari á ferli sínum þó
svo hann hafi leikið í nokkrum
dramatískum kvikmyndum.
Allir helstu fjölmiðlar Svíþjóðar
fjölluðu í gær um andlát Brost og
fjöldi samstarfsmanna minntist
leikarans með hlýjum orðum.
Ljósmynd/Wikipedia/Frankie Fouganthin
Vinsæll Leikarinn Johannes Brost.
Leikarinn Johann-
es Brost látinn
Svanurinn er fyrsta kvik-mynd leikstjórans ÁsuHelgu Hjörleifsdóttur ífullri lengd og þegar í stað
er ljóst að hún er mikil hæfileika-
manneskja. Myndin var sýnd á er-
lendri grundu á síðasta ári og hefur
verið tekið vel, hún hefur verið verð-
launuð og var Ása Helga m.a. út-
nefnd besti leikstjórinn á hinni virtu
Kolkata-kvikmyndahátíð á Indlandi.
Á frumsýningunni hér heima stigu
leikstjóri og framleiðendur á svið og
héldu örlitla tölu á undan myndinni
líkt og tíðkast. Ég stenst ekki mátið
að nefna hvað ég tendraðist upp af
því að sjá hóp kvenna standa á svið-
inu, sem hefur verið skammarlega
sjaldgæf sjón við svona tækifæri.
Mér segir þó svo hugur að hún verði
algengari.
Svanurinn fjallar um sumar í lífi
níu ára stúlku frá Grindavík sem er
send í sveit til skyldmenna sinna
eftir að hafa brotið af sér. Stúlkan
(rétt er að taka fram að hvergi kem-
ur fram nafn hennar né annarra
lykilpersóna) er í upphafi ósátt við
þetta hlutskipti sitt en er fljót að að-
lagast lífi og störfum í sveitinni.
Fyrst um sinn er hún ein á bænum
ásamt bóndahjónunum en skömmu
síðar mætir dóttir hjónana á svæðið,
auk vinnumanns sem dvelur þar yfir
sumarið. Dóttirin er augasteinn for-
eldra sinna, henni virðist ganga allt í
haginn, stundar nám í HÍ og á kær-
asta sem býr í útlöndum. Vinnumað-
urinn verður þess þó áskynja að
ekki sé allt með felldu sem reynist
rétt, dóttirin hefur ekki komið
hreint fram og á sér ýmis leyndar-
mál.
Svanurinn er aðlögun á sam-
nefndri skáldsögu eftir Guðberg
Bergsson frá 1991. Ég hef ekki lesið
bókina og hyggst því ekki leggjast í
mikinn samanburð milli bókar og
myndar. Það sem ég veit er að bókin
er skrifuð út frá sjónarhorni litlu
stúlkunnar og það sjónarhorn mið-
ast við að hún er einungis níu ára
gömul og skilur því ekki fyllilega
hvað er að eiga sér stað hverju
sinni. Hún er að upplifa alvöru lífs-
ins í fyrsta sinn og þarf að henda
reiður á flóknum fyrirbærum eins
og ást, svikum og dauða. Heimur
fullorðna fólksins er framandi og
hún þarf að púsla saman ýmsum
brotum sem einkenna þennan heim,
sem hún færist sífellt nær því að til-
heyra.
Í tilraun til þess að færa þetta
barnslega sjónarhorn stúlkunnar úr
bók yfir í kvikmynd eru farnar ýms-
ar leiðir. Í upphafi myndarinnar,
þegar stúlkan er að kynnast um-
hverfi sínu, tekur myndavélin sér
hlutverk forvitins barnsauga, sem
grandskoðar í nærmynd fluguhræ í
gluggakistum, ryk á bókahillum og
blómin í túninu. Þessi miðlunar-
aðferð verður nokkuð gegnumgang-
andi í myndinni. Annað stílbragð
sem er notað er að bregða einhverju
hálfgagnsæju fyrir linsuna eins og
sjali, hári eða einhverju þess háttar
og þar með verður sjónarhorn
áhorfandans bókstaflega „takmark-
að“. Þetta ljær myndinni líka dul-
arfullt yfirbragð og gefur til kynna
að það sem fyrir augu ber sé líkt og
minning, upprifjun eða draumur.
Myndræn hlið Svansins er afar
ljóðræn og skáldskapurinn er einnig
hluti af umfjöllunarefni sögunnar.
Vinnumaðurinn er skúffuskáld, sem
ver öllum lausum stundum í að pára
í stílabækur og þetta vekur áhuga
ungu stúlkunnar. Hún hefur einnig
gaman af því að semja sögur, þótt
hún segist lítið gefin fyrir „alvöru
bækur“, hún er hrifnari af stuttum
brotum sem fólk segir hvert öðru
eða skrifar í stílabók. Það má álíta
sem svo að stúlkan sé hrifnari af
ljóðum en „alvöru sögum“.
Það er algengt þegar bækur eru
aðlagaðar að kvikmyndaforminu að
stuðst sé við yfirlestur, þ.e.a.s. að
persónur flytji texta yfir myndbrot.
Svanurinn reiðir sig ekki um of á
þessa aðferð en yfirlestur er ein-
ungis nýttur þar sem persónur lesa
upp skáldskap sinn og það kemur
býsna vel út. Stúlkan les ljóð eða
sögur eftir sig um „draumastelp-
una“ og ljóst verður að í gegnum
skáldskapinn nær hún að kljást við
einmanaleika og erfiðar tilfinningar.
Leikararnir í myndinni standa sig
með prýði og sérstaklega ber að
nefna Grímu Valsdóttur sem leikur
aðalhlutverkið. Það er magnað að
sjá slíka frammistöðu hjá svo ungri
leikkonu. Einnig er Blær Jóhanns-
dóttir firnasterk í hlutverki dóttur-
innar en leikur hennar á ríkan þátt í
því að dóttirin er líklega áhugaverð-
asta persóna myndarinnar.
Brotakennd frásögnin og draum-
kennd myndatakan kallar fram hug-
renningatengsl við myndir Terrence
Malick, án þess þó að Svanurinn fari
jafngríðarlega frjálslega með frá-
sögn og þær myndir. Yfirbragð
myndarinnar hentar prýðilega til að
miðla sjónarhorni ungu stúlkunar
en það kemur e.t.v. niður á bygg-
ingu hinna persónanna, þar sem
manni finnst stundum eins og mað-
ur fái ekki að kynnast þeim nógu
vel. Landslagsmyndir og könnun-
arskot í náttúrunni eru ríkulega
nýtt, sem rímar við sögu mynd-
arinnar sem snýst m.a. um tengsl
stúlku og náttúru. Þessar senur
voru vissulega fallegar en stundum
skorti þær slagkraft og manni
fannst eins og verið væri að feta
troðnar slóðir. Þá er spurning
hvernig útlit myndarinnar leggst í
áhorfendur, í það minnsta var sam-
ferðafólk með ólíkar skoðanir sér-
staklega hvað varðar útlit mynd-
arinnar og kvikmyndatöku.
Í Svaninum fá áhorfendur að upp-
lifa umbrotasumar í lífi ungrar
stúlku, þar sem hún lærir sem aldr-
ei fyrr hvað tilveran er skrítin. Hún
kynnist því hvað náttúran er dásam-
leg, það felast raunverulegir töfrar í
því að naga strá í sveitinni á blíð-
viðrisdegi eða horfa í augun á ný-
fæddum kálfi. En í lífinu er líka
svartigaldur, að hausti tekur að
rökkva, lífið er murkað úr litla kálf-
inum og hann borinn á borð með
kartöflum og brúnni sósu.
Vinátta Unga stúlkan, leikin af Grímu Valsdóttur, með kálfi sem hún tekur ástfóstri við í Svaninum.
Draumastúlkan
með kálfsaugun
Borgarbíó, Háskólabíó og
Smárabíó
Svanurinn bbbmn
Leikstjórn og handrit: Ása Helga Hjör-
leifsdóttir. Kvikmyndataka: Martin Neu-
meyer. Klipping: Sebastian Thümler.
Aðalhlutverk: Gríma Valsdóttir, Þuríður
Blær Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð
Kristjánsson, Katla Margrét Þorgeirs-
dóttir, Ingvar E. Sigurðsson. 91 mín.
Ísland, 2017.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 7.50, 10.30
Sýnd kl. 6, 8, 10 Sýnd kl. 1.30, 3.45, 5.30Sýnd kl. 2, 5, 8, 10.30
Sýnd kl. 2
FORSÝND UMHELGINA
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////