Morgunblaðið - 10.01.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
30% afsláttur af
rafdrifnum skrifborðum
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Verð frá 68.947 kr.
Hæðarstillanleg rafdrifin borð stuðla að betri
líkamsstöðu og bættri líðan í vinnunni.
STOFNAÐ 1956
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þrátt fyrir að kosningaþátttaka
ungs fólks á Íslandi hafi verið mun
minni en eldri kjósenda á umliðnum
árum og farið minnkandi með tíð og
tíma, sýna tölur úr kosningum á
allra seinustu árum að kjörsókn
yngstu aldurshópanna hefur farið
vaxandi. Þannig var t.d. kjörsókn í
yngstu hópunum nokkru meiri í
þingkosningunum 2016 en hún var í
sveitarstjórnarkosningunum 2014
og greining Hagstofu Íslands á al-
þingiskosningunum 28. október síð-
astliðinn leiðir í ljós að kosninga-
þátttaka ungra kjósenda jókst frá
árinu á undan. Kosningaþátttaka
jókst í öllum aldurshópum en mest
hjá yngstu kjósendunum, 18-19 ára,
úr 68,7% árið 2016 í 75,2% í kosn-
ingunum sl. haust, eða um 9,5%.
Í greinargerð með frumvarpi 14
þingmanna úr öllum flokkum á Al-
þingi um lækkun kosningaaldurs til
sveitarstjórna úr 18 í 16 ár kemur
fram að margir hafi verulegar
áhyggjur af dvínandi kosningaþátt-
töku ungs fólks. Sýnt hafi verið
fram á að þeir sem nýta sér kosn-
ingaréttinn þegar þeir eru ungir séu
líklegri til þess að gera það alla ævi.
Mest þátttaka 18 og 19 ára í
Kraganum af öllum undir 40
Almennt eykst kosningaþátttaka
með aldri en þó hefur komið á dag-
inn eins og fyrr segir að allra
yngstu kjósendurnir, þ.e.a.s. þeir
sem eru 18 og 19 ára, hafa í sein-
ustu kosningum verið duglegri að
mæta á kjörstað en þeir aldurs-
hópar sem næstir þeim koma allt til
þrítugsaldurs, jafnvel fram á fer-
tugsaldurinn. Ef litið er á tölur
Hagstofunnar um kosningaþátttöku
eftir aldurshópum í þingkosning-
unum sl. haust má sjá að kosn-
ingaþátttaka 18 og 19 ára var mest í
Suðvesturkjördæmi þar sem hún
var 78,2% og var hún sú mesta þar í
öllum aldurshópum undir 40 ára
aldri. Svipaða sögu er að segja af
kosningaþátttöku eftir aldri í báðum
Reykjavíkurkjördæmunum.
Styrkir rödd unga fólksins
Þetta er svipuð þróun og sést hef-
ur í öðrum löndum þar sem allra
yngstu kjósendurnir hafa verið dug-
legri að mæta á kjörstað en ungt
fólk í næstu aldurshópum þar á eft-
ir. Þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fór
fram um sjálfstæði Skotlands árið
2014 var kosningaaldurinn lækk-
aður í 16 ár og skv. umfjöllun í tíma-
ritinu Economist tóku þrír fjórðu
allra sem þá voru 16 og 17 ára og
áttu rétt á að kjósa þátt í þeirri
kosningu, sem var miklu hærra
hlutfall en meðal þeirra sem komnir
voru á þrítugsaldurinn. Reynslan
þótti svo góð að ákveðið var að stíga
skrefið til fulls og lækka kosninga-
aldur bæði til þings og sveitar-
stjórna úr 18 árum í 16 ár. Í grein-
argerð frumvarpsins sem nú er til
meðferðar á Alþingi kemur fram að
Austurríki var fyrsta landið til að
stíga það skref að lækka kosninga-
aldur í 16 ár í öllum kosningum árið
2007. Í umfjöllun Economist er bent
á að í Austurríki hafi einnig komið á
daginn að kosningaþátttaka yngstu
kjósendanna, 16 og 17 ára, var til
muna meiri en meðal 19 til 25 ára.
Lækkun kosningaaldurs styrkir
rödd unga fólksins og gefur því
merki um að skoðanir þess skipti
máli, að mati Economist.
Meirihlutinn jákvæður
Engin leið er hins vegar að segja
til um hvort þessar tölur eru vís-
bending um meiri kjörsókn yngstu
kynslóðanna þegar fram líða stundir
eða hvort áhuginn dvínar þegar
komið er fram á þrítugs- og fertugs-
aldurinn.
Nokkuð skiptar skoðanir eru á
lækkun kosningaaldurs til sveitar-
stjórna. Það kom glöggt í ljós í um-
sögnum við frumvarpið um lækkun
kosningaaldursins sem Katrín Jak-
obsdóttir og fleiri þingmenn lögðu
fram á vorþinginu í fyrra en það er
samhljóða frumvarpinu sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi.
Fór ekki vaxandi eftir 1984
Þó mikill meirihluti þeirra sem
sendu inn umsagnir hafi lýst ein-
dregnum stuðningi við það, komu
einnig fram efasemdir og andstaða.
Yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar vildi
að Alþingi hafnaði frumvarpinu og
minnti á að kosningaþátttaka ungs
fólks hafi farið dvínandi á umliðnum
áratugum þrátt fyrir að kosninga-
aldurinn hafi árið 1984 verið lækk-
aður úr 20 árum í 18 ár. Ennfremur
var bent á að ef frumvarpið yrði
samþykkt óbreytt myndi það sjálf-
krafa valda því að kjörgengisaldur
lækki einnig í 16 ár. Í sveitarstjórn-
arlögunum segi að kjörgengur í
sveitarstjórn sé hver sá sem á kosn-
ingarétt í sveitarfélaginu, hefur ekki
verið sviptur lögræði og hefur
óflekkað mannorð. Lögræðisald-
urinn sé hins vegar 18 ár og því
muni frumvarpið leiða til þess að
ólögráða ungmenni verði kjörgeng.
Þetta gangi ekki upp. Sveitar-
stjórnarmaður verði lögum skv. að
hafa fjárforræði, sem ólögráða mað-
ur hafi að sjálfsögðu ekki. Ef lækka
eigi kosningaaldurinn verði að sjá til
þess að 18 ára kjörgengisaldurinn
standi óbreyttur.
Alþingi byrji á sjálfu sér
Sveitarfélögin hafa ekki sett fram
sameiginlega afstöðu til málsins.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir skoðanir mismunandi en
margir sveitarstjórnarmenn hafi
sagt í umræðunni að fyrst Alþingi
sé að taka þessar ákvarðanir, af
hverju byrji það þá ekki á sjálfu sér
og lækki kosningaaldurinn í þing-
kosningum. Einnig hafi komið fram
efasemdir um að kjörgengisaldurinn
lækki í 16 ára aldur, að sögn hans.
Yngstu kjósendurnir taka við sér
Kosningaþátttaka yngstu hópanna vex Skiptar skoðanir á lækkun kosningaaldurs Efasemdir
þar sem kjörgengisaldurinn myndi lækka sjálfkrafa úr 18 í 16 ár Ólögráða ungmenni kjörgeng?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kosningar Framhaldsskólanemar í
FÁ hlýða á þingframbjóðendur.
Kjörsókn eftir aldri 2014 til 2017 Heimild: Hagstofan
100%
80%
60%
40%
20%
0%
18-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-59 50-54 55-59 60-64 65-69 70-74 75-79 80+
Sveitarsjórnarkosningar 2014 Forsetakjör 2016 Alþingiskosningar 2016 Alþingiskosningar 2017
Jón Steinar Guð-
mundsson, prófessor
emeritus við Tæknihá-
skólann í Þrándheimi
(NTNU), er látinn eftir
erfið veikindi. Hann
varð sjötugur á
gamlársdag.
Jón Steinar fæddist í
Reykjavík á gamlárs-
dag 1947. Hann var
sonur hjónanna Guð-
mundar Hanssonar og
Sigríðar Axelsdóttur.
Jón Steinar útskrif-
aðist með BSc-gráðu í
efnaverkfræði frá
Heriot-Watt-háskólanum í Edin-
borg 1973 og með doktorsgráðu í
sömu grein frá Háskólanum í Birm-
ingham árið 1977.
Hann starfaði við rannsóknir hjá
Orkustofnun 1977-1981 og var yfir-
maður jarðhitadeildar Stanford-
háskóla 1981-1985. Árin 1982-1985
var hann dósent við skólann.
Árin 1986-1989 var Jón Steinar
skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu
þjóðanna.
Árið 1989 flutti Jón Steinar ásamt
konu sinni Sigrúnu Guðmundsdóttur
til Þrándheims í Noregi. Þar tók
hann við stöðu dósents í olíuverk-
fræði við NTNU og var þar prófess-
or 1991 til 2014 er hann
fór á eftirlaun.
Jón Steinar gegndi
mörgum trúnaðar-
störfum. Hann var
meðal annars heiðurs-
félagi í Samtökum olíu-
verkfræðinga (SPE)
og félagi í Norsku
tækni- og vísinda-
akademíunni (NTVA).
Þá sat hann í bæjar-
stjórn Þrándheims fyr-
ir Hægri flokkinn 2003
til 2010.
Hann stofnaði nokk-
ur fyrirtæki og seldi
uppfinningar, m.a. til stórfyrirtækj-
anna Halliburton og Matsui.
Eftir hann liggur mikill fjöldi
fræðigreina. Þegar Jón Steinar fór á
eftirlaun skrifaði hann 400 síðna
kennslubók í olíuverkfræði á ensku.
Jón Steinar og Sigrún, sem var
prófessor í uppeldisfræði við
NTNU, giftust 23. júní 1971. Þau
eignuðust tvo syni, Guðmund Stein-
ar og Magnús Ara. Báðir eru olíu-
verkfræðingar. Sigrún lést eftir erf-
ið veikindi í júní 2003. Seinni kona
Jóns Steinars heitir Rigmor
Kvarme. Þau giftust 2009. Rigmor á
dóttur og tvö barnabörn. Útför Jóns
Steinars fer fram í Þrándheimi.
Andlát
Jón Steinar
Guðmundsson