Morgunblaðið - 10.01.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
✝ Ásdís Valdi-marsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. ágúst 1927.
Hún lést á Vífils-
stöðum í Garðabæ
9. desember 2017.
Foreldrar Ásdís-
ar voru Valdimar
Stefánsson, f. 1.
ágúst 1896, d. 25.
apríl 1988, og Guð-
rún Vilhjálms-
dóttir, f. 13. febrúar 1901, d. 2.
september 1935. Systkini Ásdís-
ar eru: Þráinn, f. 9. janúar
1923, d. 18. desember 2007,
Hörður, f. 9. febrúar 1925, d. 3.
júlí 2006, Vilhjálmur, f. 2. mars
1926, Stefán, f. 2. mars 1926, d.
3. júlí 1927, Erla, f. 26. október
1929, Hrafnhildur, f. 12. febr-
úar 1931, d. 6. febrúar 2015,
Stefán, f. 20. apríl 1934, Sverr-
ir, f. 3. maí 1935, d. 31. ágúst
1935, Haukur, f. 3. maí 1935, d.
3. september 1935. Ásdís var í
sambúð með Guðmundi Marz
Sigurgeirssyni, f. 14. mars
1930, d. 30. apríl 1960. Ásdís
var einnig í sambúð með Ólafi
Hólm, f. 5. janúar 1931, d. 7.
maí 2001, börn þeirra eru Fjóla,
f. 26. júlí 1963, og Friðbjörn, f.
þar til hún hóf störf sem gæslu-
kona við leikvelli Reykjavíkur-
borgar. En því starfi gegndi
hún allt til eftirlaunaaldurs,
annars vegar við gæsluvöll við
Engihlíð og síðar við Tungusel.
Ásdís giftist aldrei á lífsleiðinni
en átti tvo sambýlismenn. Sá
fyrri var Guðmundur Marz
Sigurgeirsson sjómaður, sem
lést af slysförum við störf sín
árið 1960 en þau voru barnlaus.
Með síðari sambýlismanni sín-
um, Ólafi Hólm, eignaðist hún
tvö börn, Fjólu Hólm, f. 1963,
og Friðbjörn Hólm, f. 1966. Eig-
inmaður Fjólu er Egill Eiðsson,
f. 1962, en börn þeirra eru Eið-
ur Ágúst Egilsson, f. 1984, Arn-
ór Ingi Egilsson, f. 1992, og
Snædís Ósk Egilsdóttir, f. 1997.
Eiginkona Friðbjörns er Ingi-
björg Lilja Diðriksdóttir, f.
1978, og barn þeirra er Bergur
Hrafn Hólm, f. 2014. Börn Frið-
björns úr fyrra hjónabandi með
Hrefnu Sigríði Briem, f. 1969,
eru Ásdís Karen Hólm, f. 1990,
og Þór Daníel Hólm, f. 1996.
Barnabarnabörn Ásdísar voru
tvö, Valur Kári Eiðsson, f. 2007,
og Egill Rúnar Eiðsson, f. 2017.
Á síðustu árum ævi sinnar
glímdi Ásdís við veikindi og eft-
ir að hafa dvalið á Landakoti og
síðar á öldrunardeild á Vífils-
stöðum lést hún 9. desember
2017.
Útför Ásdísar fór fram í
kyrrþey frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 18. desember 2017.
9. maí 1966. Ásdís
á sex barnabörn og
tvö barna-
barnabörn.
Ásdís ólst upp í
Garðastræti 13 í
Reykjavík á ár-
unum 1927 til 1932.
Hún flutti með fjöl-
skyldu sinni, föður
og móður og fjór-
um systkinum í
Látravík á Horn-
ströndum vorið 1932. En þar
starfaði faðir hennar sem vita-
vörður fram til ársins 1936. Ár-
ið 1935 var Ásdísi afdrifaríkt en
þá missti hún móður sína úr
heilablóðfalli. Við það leystist
fjölskylda hennar upp og var
hún send í fóstur til móðurfor-
eldra sinna á Meiri-Tungu í ná-
grenni Hellu. Þar ólst hún upp
við sveitarstörf en fór svo í Hér-
aðsskólann á Laugarvatni árið
1945 og síðar í Húsmæðraskól-
ann á árunum 1948-1949. Að
loknu námi fluttist Ásdís til
Reykjavíkur og tók við starfi
systur sinnar Erlu, sem hélt þá
til náms í Svíþjóð, í barnafata-
verslun í bænum. Á árunum
1949-1968 starfaði hún við ýmis
verslunar- og þjónustustörf, allt
Það var kyrrlát og friðsæl
stund sem við áttum með henni
móður okkar þegar hún dró sinn
hinsta andardrátt. Starfsfólk
öldrunardeildar Vífilsstaða hafði
hlúð vel að henni þetta síðasta
kvöld í lífi hennar, ró var yfir
henni og hennar nánustu höfðu
heimsótt hana fyrr um daginn, en
ljóst var hvert stefndi strax að
morgni þessa dags.
Þessir síðustu mánuði, sem
hún bjó á Vífilsstöðum, höfðu ver-
ið erfiðir en veikindin drógu úr
henni allt þrek dag frá degi. Hún
var þó ánægð og sátt við um-
hverfið og aðstöðuna og við erum
innilega þakklát starfsfólkinu þar
fyrir að gera þessa síðustu daga í
lífi hennar bærilegri.
Við tvö börnin hennar, eigum
svo margar góðar og ljúfar minn-
ingar um hana móður okkar. Ís-
lensku konuna sem fórnaði sér og
helgaði líf sitt okkur og afkom-
endum sínum. Við getum vart
hugsað okkur betri æsku eða
öruggara heimili en það sem hún
veitti okkur þrátt fyrir að vera
einstæð móðir með lítið fé á milli
handanna.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaðı́ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Hógvær var hún mamma alla
tíð og lét lítið fyrir sér fara. Vildi
aldrei neitt „vesen“ eða að fyrir
sér væri haft. Hún leyndi á sér,
var ansi fróð um ýmsa hluti,
leysti flóknar krossgátur, var
handlagin og prjónaði mikið. Hún
var líkamlega vel á sig komin og
var dugleg sundkona á sínum
skólaárum.
Hún fylgdist alla tíð vel með
öllum íþróttum, hvort sem það
voru frjálsar, handbolti eða fót-
bolti, þá var hún með allt á
hreinu.
Það var ekki óalgengt að börn
og barnabörn sæktu hana heim
til að horfa á enska boltann með
henni, en hér fyrr á tímum þá var
hún gjörn á að taka börnin með í
Laugardalshöllina til að fylgjast
með íslenska landsliðinu í hand-
bolta.
Sá atburður í lífi mömmu sem
markaði hana mest og hún rifjaði
stundum upp með okkur, var
þegar hún átta ára gömul missti
móður og tvo nýfædda bræður á
afar afskekktum stað á Horn-
ströndum síðsumars 1935. Í kjöl-
farið leystist fjölskyldan upp þar
sem faðir hennar gat ekki alið öll
börnin upp sjálfur.
Fjögur af sjö börnum fóru þá í
fóstur og þar á meðal hún móðir
okkar. Þetta var gífurlegt áfall
sem markaði djúp spor í sálarlíf
hennar.
Við erum lánsöm að hafa haft
móður okkar með okkur öll þessi
ár. Hún hefur veitt okkur svo
mikið og við erum svo óendan-
lega þakklát fyrir allt það sem
hún hefur gefið okkur. Hún varð
níræð á árinu og það var dásam-
leg stund sem við áttum með
henni á Landakoti þegar hún hélt
upp á stórafmælið sitt, á sinn fá-
brotna hátt, með sínum nánustu.
Eins var það óviðjafnanlegt að
sjá andlitið á henni ljóma þegar
hún tók sitt annað barnabarna-
barn, Egil Rúnar Eiðsson, í fang-
ið nokkrum dögum áður en hún
hvarf úr þessu lifanda lífi.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Blessuð sé minning þín, elsku
mamma.
Fjóla Hólm og
Friðbjörn Hólm.
Elsku amma, nú er tími kom-
inn til að kveðja. Það er erfitt að
kveðja en ég vil trúa því að þú
sért komin á góðan stað og líði
vel. Veikindin á bak og burt.
Ég brosi þegar ég hugsa um
þegar við vorum að púsla og allt
varð rafmagnslaust. Þá dóum við
ekki ráðalausar og kveiktum á
kerti. En allt í einu varð púslið
auðveldara og við kláruðum það á
mettíma. Það var lengi hlegið að
því.
Ég brosi þegar ég hugsa um
þegar við fórum í erindaferðirnar
með strætó í Mjódd og maturinn
hjá Dóra leyndist með heim.
Ég brosi þegar ég hugsa um
paprikusnakkið þitt í stofunni og
þegar ég fékk smá pening til að
fara í sjoppuferð.
Ég brosi þegar ég hugsa um
allar samverustundirnar okkar.
Elsku amma, eina amma mín.
Takk fyrir að vera þú.
Lítill geisli sólar læðist inn
strýkur hjarta, gælir við.
Sest að sunna, býr sér bú
í mínu hjarta
komin til að vera.
(Höf. óþekktur)
Þín nafna,
Ásdís Karen.
Ásdís
Valdimarsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGVAR STEFÁNSSON
pípulagningameistari,
til heimilis að Lindasmára 24,
lést á Landspítalanum 2. janúar.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 12. janúar
klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
minningarsjóð blóð- og krabbameinslækningadeilda
Landspítalans.
Áslaug Hartmannsdóttir
Hartmann Ingvarsson
Kristín Ósk Ingvarsdóttir Emil Hjörvar Petersen
Ronja Áskatla og Þrándur Alvar
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Veghúsum, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 7. janúar.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. janúar
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Keflavíkurkirkju
Ingvi Þór Sigríðarson Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
barnabörn, barnabarnabarn
og systkini
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GÍSLÍNA GARÐARSDÓTTIR,
Boðaþingi 24,
lést þann 7. janúar á Hrafnistu í Kópavogi.
Útförin verður auglýst síðar.
Henry Þór Henrysson,
börn, tengdabörn og barnabörn
Fallegar vandaðar kistur á góðu verði
Sími: 555 3888 granithollin.is
Verð frá kr. 58.800,-
Elsku hjartans pabbi okkar, tengdapabbi,
afi og langafi,
ÞORVALDUR RAGNARSSON,
fyrrverandi forsetabílstjóri,
lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn
8. janúar á hjúkrunarheimilinu Ísafold.
Útför hans fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn
16. janúar klukkan 13.
Ásthildur Þorvaldsdóttir
Anna María Þorvaldsdóttir Jóna Þorvaldsdóttir
tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og
frænka,
SIGURBJÖRG ÖRLYGSDÓTTIR
frá Þórustöðum,
Eyjafjarðarsveit,
Geislatúni 1, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 29. desember.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem hafa aðstoðað
hana í veikindum hennar.
Örlygur Helgason Margrét Sigfúsdóttir
Helgi Örlygsson Vigdís E. Helgadóttir
Sigurlína Örlygsdóttir Jón Ólafur Jónsson
Egill Örlygsson Efemía Fanney Valgeirsdóttir
og frændsystkini
Það var árið 1987
sem ég kynntist
honum Gómez.
Hann var þá starf-
andi hjá Vélamiðstöð Reykjavík-
urborgar þar sem hann starfaði
sem innkaupastjóri. Þar var svo
sannarlega réttur maður á rétt-
um stað enda voru viðskipti hon-
um í blóð borin og að prútta
kunni hann betur en nokkur
annar. Hann talaði með sterkum
hreim sem var einkennandi fyrir
hann alla tíð. Í fyrstu átti ég í dá-
Axel Gómez
Retana
✝ Axel GómezRetana fæddist
9. júlí 1938. Hann
andaðist 20. desem-
ber 2017.
Útför Axels fór
fram 29. desember
2017.
litlu basli með að
skilja hann, sem gat
þá stundum verið
hvort tveggja í senn
neyðarlegt og fynd-
ið.
Stuttu eftir okk-
ar fyrstu kynni
lenti ég í því óhappi
að bræða úr bílnum
mínum. Þá var gott
að geta leitað til
hans sem var fljót-
ur að redda málunum og koma
bílnum aftur í gang.
Gómez var matgæðingur og
við eldavélina var hann í essinu
sínu. Þar töfraði hann fram
ýmsa rétti, jafnt íslenska sem
spænska. Í heimboðunum var
oftar en ekki elduð paella, sem
var í miklu uppáhaldi hjá öllum.
Sjávarréttir voru hans eftirlæti
og þá var stundum framandi
matur á disknum með litlum
skrýtnum augum eins og Krist-
rún dóttir mín orðaði það svo
skemmtilega einu sinni. Ég held
að fátt hafi glatt hann meira en
að vera umkringdur sínum nán-
ustu yfir góðum mat og drykk. Í
kringum barnabörnin skein ein-
lægnin og kærleikurinn úr aug-
um hans og þá var oft stutt í grín
og glens, hann var góður afi. Og
ekki má gleyma kanarífuglunum
sem hann hélt svo mikið upp á og
dekraði við endalaust. Gómez
var þeim góða eiginleika gædd-
ur að kunna að gleðjast yfir litlu
hlutunum í lífinu og það var
aðdáunarvert.
Úti á Spáni átti Gómez sínar
mestu gleðistundir og naut
hverrar mínútu. Þegar út var
komið var hann fljótur að kynna
sér veitingastaðina og verða
málkunnugur eigendunum, fara
niður á smábátahöfnina og tala
við sjómennina og fyrr en varði
átti hann vini úti um allt. Síðan
var tíminn meðal annars notað-
ur til að fara í langa göngutúra
og þá var oft stutt á milli stoppa
og fólk fékk sér bjór og tapas.
Síðustu vikur og mánuðir hafa
svo sannarlega verið þér erfiðir,
elsku Gómez, og ég mun sakna
þín en minningin um þig lifir
áfram. Ég sé þig fyrir mér á
betri stað, á litlum veitingastað
við ströndina, í góðra vina hópi
þar sem sólin að eilífu skín.
Samúðarkveðjur
Ólafur Jón.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar