Morgunblaðið - 23.01.2018, Side 2

Morgunblaðið - 23.01.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Bamix töfrasproti Verð 29.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Olíuævintýri Íslendinga gæti verið lokið. Tvö af þremur fyrirtækjum sem úthlutað var sérleyfi til rann- sókna og vinnslu á olíu á Dreka- svæðinu hafa skilað inn leyfum sínum. Orkustofnun veitti árið 2014, kínverska ríkisol- íufyrirtækinu CNOOC Iceland ehf. 60% af leyf- inu, norska ríkis- olíufélaginu Pe- toro Iceland, útibúi á Íslandi 25% og Eykon Energy 15% af 12 ára sérleyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu milli Íslands og Jan Mayen. Eykon Energy vill halda áfram Á heimasíðu Orkustofnunar kem- ur fram að stofnunin telji Eykon Energy hvorki hafi tæknilega, jarð- fræðilega né fjárhagslega getu til þess að takast eitt leyfishafa á við næsta áfanga fyrirhugaðrar rann- sóknaráætlunar. Eykon Energy er á öðru máli og hyggst ekki leggja inn sérleyfi sitt. Í fréttatilkynningu frá Eykon Energy segir að það hafi fengið CNOOC og Petoro með inn í olíu- leitarleyfið. Samstarfið hafi verið til fyrirmyndar og því hafi það komið verulega á óvart að samstarfsaðil- arnir vilji út úr samstarfinu nú. Í nóvember hafi félögin öll samþykkt að óska eftir tveggja ára framleng- ingu á fyrsta leyfistímabili. Rannsóknir hefðu mátt skila skýrari niðurstöðum hraðar að mati Eykon en þekking á jarðfræði Drekasvæðisins hafi aukist mjög og allar líkur séu á því að svæðið sé hluti af sama svæði og Norðursjór- inn og önnur svæði sem geyma olíu og gas. Þeir segja ríka hagsmuni sam- félagsins af því að halda áfram leit. Andmælaréttur Eykon Energy Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, segist hafa feng- ið upplýsingar um innlagningu rannsókna- og vinnsluleyfa fyrir olíu frá Orkustofnun í gær. Hún segir að það sé ekki iðnaðarráðherra að hafa skoðun á því þegar fyrirtæki skili inn leyfum ef ferlið í kringum það stenst allar kröfur. „Ef Eykon Energy er ósammála mati Orkustofnunar hefur fyrirtæk- ið kost á því að andmæla. Fáist ekki ásættanleg niðurstaða getur Eykon Energy skotið málinu til úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála,“ segir iðnaðarráðherra og bætir við að þó að nefndin falli ekki beint undir iðnaðarráðherra þá telji hún rétt sem iðnaðarráðherra að tjá sig ekki um afstöðu Orkustofnunar ef málið kynni að fara áfram. Bakslag í olíuævintýr- inu á Drekasvæðinu  Norðmenn og Kínverjar hætta  Eykon vill reyna áfram Morgunblaðið/Eggert Olía Eykon Energy þarf að finna nýja samstarfsaðila í olíuleitina. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Enginn er maður með mönnum nema hann borði hrogn og lifur að sögn Guðmundar Óskars Reynis- sonar í Fiskbúðinni Hafberg. Frá byrjun janúar fram til loka mars er árstími hrogna og lifrar og segir Guðmundur Óskar þennan mat af nægtaborði sjávar ómissandi á þorra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fylgir þorranum að borða hrogn og lifur Gjaldþrotaskipti United Silicon hafa ekki mikil áhrif á Arion banka, sem var stærsti eigandi og lánveitandi fyrirtækisins, en bankinn hafði áður fellt niður allar eignir og leiðir gjald- þrotið því ekki til frekari niður- færslna í bókum Arion. Bankinn taldi rétt að upplýsa markaðinn um þetta í gær með bréfi til Kauphallarinnar, þrátt fyrir að vera ekki með skráð hlutabréf. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segist ánægð- ur með ákvörðun Umhverfisstofn- unnar að heimila ekki verksmiðjunni að fara í gang nema tryggt sé að íbúar verði ekki fyrir frekara ónæði en bæj- arstjórn ályktaði um svipaða niður- stöðu í haust. Hann segir hins vegar að til lengri tíma sé þetta tekjumissir fyrir Reykjanesbæ. „Til skamms tíma er ekki víst að þetta hafi svo mikil áhrif, því á móti kemur að við þurfum ekki að fara í jafn miklar framkvæmdir við Helguvíkurhöfn og samningur við United Silicon kvað á um. Þannig að það sparast í fjárfestingum á móti til 2.166 milljónir í United Silicon. Bald- ur Snorrason, sjóðstjóri Festa lífeyr- issjóðs, segir í samtali við Morgun- blaðið að skaðinn núna sé ekki meiri en gert var grein fyrir í upphafi og í sjálfu sér sé staða sjóðsins óbreytt. Snædís Ögn Flosadóttir, fram- kvæmdastjóri EFÍA, segir að búið hafi verið að færa eign sjóðsins niður að fullu fyrir þónokkru. „Þessi aðgerð breytir engu fyrir okkur. Við erum ekki kröfuhafar þannig að við komum ekki að þessu ferli, við vorum bara hluthafar,“ segir Snædís en eign EFÍA í United Silicon var óveruleg, einungis 0,35% af heildareignum sjóðsins. mhj@mbl.is Langtíma tekjumissir Reykjanesbæjar  Reykjanesbær verður af tekjum vegna skipaumferðar eftir gjaldþrot United Silicon  „Þurfum að finna önnur verkefni,“ segir bæjarstjóri  United Silicon skuldar bænum enn um 200 m.kr. í gjöld skamms tíma. Til lengri tíma er þetta ekki gott því höfnin er mjög skuldsett og við þurfum að fá tekjur af skipa- umferð við höfnina. Hvort sem sú umferð verður stóriðja eða annað veit ég ekki, við þurfum að finna önnur verkefni núna,“ segir Kjartan en tekjur bæjarins af verksmiðjunni voru að mestu í gegnum hafnargjöld. Reykjanesbær er ennþá með úti- standandi kröfu á United Silicon fyrir ógreiddum gjöldum sem nemur nærri 200 milljónum og segir Kjartan að bærinn muni að öllum líkindum gera kröfu í þrotabúið. Spurður um hvernig það horfi við Reykjanesbæ ef verksmiðjan verður seld og sett af stað að nýju segir hann það sé best að segja ekki of mikið fyrr en í ljós kem- ur hvort það gerist og hverjir nýir eigendur verða. „Ef þeir uppfylla öll skilyrði sem Umhverfisstofnun, bæj- arstjórn og Skipulagsstofnun setja og íbúar verða ekki fyrir óþægindum þá er það valkostur í stöðunni.“ Staða sjóðanna óbreytt Fjölmargir lífeyrissjóðir höfðu fjárfest í United Silicon í gegnum tíð- ina. Greindi Morgunblaðið frá því í fyrra að Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hefðu fjárfest fyrir samtals Kjartan Már Kjartansson Vonskuveður gekk yfir landið í gær. Báðar ferðir Herjólfs til Þorláks- hafnar féllu niður og öllu flugi til Ísafjarðar og Vestmannaeyja var af- lýst. Björgunarsveitir á Norðurlandi höfðu í nógu að snúast þar sem um 20 bílar sátu fastir í Víðigerði í Víði- dal og nokkrir í Víkurskarði þar sem flutningabíll sat þversum á veginum vegna umferðaróhapps. Loka þurfti vegum yfir Fróðárheiði, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, í Víðidal og Miðfirði vegna veðurs. Gul viðvörun Veðurstofunnar var um allt land í gær fyrir utan miðhá- lendið. Mestu hviður sem mældust í gærkvöldi voru 47 m/s við Hafnar- fjall klukkan hálfníu, 51m/s í Hvammi og 49 m/s á Skrauthólum. Birta Líf Kristinsdóttir, veður- fræðingur á Veðurstofunni, segir að áfram sé spáð nokkuð hvassri aust- anátt um norðanvert landið. Í kvöld snúist vindur í norðaustan og þá hvessi um landið norðan- og vest- anvert og búast megi við snjókomu norðan- og austanlands. Birta Líf segir að í hvössum vindi og skafrenningi sé skyggni lélegt og hvetur vegfarendur til þess að fylgj- ast vel með veðrinu, sérstaklega seinnipartinn í dag þegar bæta fari í vind. Flugi frestað og vegum lokað  Hvasst og lélegt skyggni í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Elja Valsmenn láta veðrið ekki stoppa sig og æfa úti þrátt fyrir snjó og rok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.