Morgunblaðið - 23.01.2018, Page 9

Morgunblaðið - 23.01.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Strætó fór út af veginum við Hval- fjarðargöngin laust fyrir klukkan 14 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var vagninn á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur og nýkom- inn úr Hvalfjarðargöngunum þegar hann fór út af skammt frá Blik- dalsá. Um tugur farþega var í vagninum þegar óhappið varð. Fram kom á mbl.is að talið væri að einn farþeganna væri lítillega slas- aður en ekki sjáanleg meiðsl á öðr- um. Sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins fóru á staðinn og annar strætisvagn. Vindur var nokkuð sterkur þar sem vagninn fór út af, að sögn Guð- mundar Heiðars Helgasonar, upp- lýsingafulltrúi Strætó. Slysið varð skammt frá vigtunar- skúrnum sunnan munna Hvalfjarð- arganganna. Strætó fauk út af við Hvalfjarðargöng Ljósmynd/Albert Eiríksson www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 ÚTSALA ÚT JANÚAR 2018 HEIMAVINNSLUVÖRUR - MIKIÐ ÚRVAL KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ! Reykjavík: 414-0000 - Akureyri: 464-8600 30% AFS LÁT TUR Þessir einu sönnu gæða hitablásarar. Bjóðum úrval alvöru hitablásara bæði fyrir gas og diesel/steinolíu. Eigum líka hitastilla fyrir MASTER hitablásara. Viðurkennd viðgerða- og varahlutaþjónusta. HITABLÁSARAR ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkun- armáli Glitnis héldu áfram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Stjórnar- meðlimir hins fallna banka báru vitni og sögðust þeir flestir hafa litið á lán- veitingarnar sem hluta af starfs- kjarastefnu bankans, en vissu þó al- mennt ekki af þeim fyrr en eftir að þær voru gengnar í gegn. Fjórtán lykilstarfsmenn bankans fengu lán að andvirði nærri 6,8 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum í maí árið 2008. Bankinn raunveruleikafirrtur Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur og fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, sagði fyrir dómi í gær að stjórn Glitnis hefði rætt um að „koma böndum á starfsmannakjör- in“ í aðdraganda lánanna. „Hann hafði verið svolítið raunveruleika- firrtur þessi banki,“ sagði Sigurður og lagði áherslu á að stjórn bankans hefði viljað koma reglu á umbunar- kerfi fyrir starfsmenn bankans. Hann sagði lánveitingarnar til fjór- tánmenninganna þó ekki sérstaklega hafa verið ræddar í stjórn bankans og hann sjálfur hefði lesið um þær í fréttum. Lárus Welding er ákærður í tveimur liðum fyrir þessi útlán bank- ans til starfsmanna, fyrir markaðs- misnotkun og umboðssvik, meðal annars fyrir að hafa ekki fengið sam- þykki stjórnar fyrir þeim. Lárus við- urkenndi í skýrslu sinni fyrir dómi síðastliðinn fimmtudag að frágang- urinn á málinu hefði ekki verið til fyrirmyndar, en sagði þó að lánin hefðu verið afgreidd með fullu sam- þykki stjórnar. Þorsteinn Már Bald- vinsson, þá stjórnarformaður Glitn- is, skrifaði undir lánaskjölin ásamt Lárusi. Einungis einn stjórnarmannanna fyrrverandi sem komu fyrir dóminn í gær, Kristinn Þór Geirsson, kann- aðist við að um lánin hefði verið rætt á stjórnarfundi. Hann sagðist hafa nefnt þessa tilhögun sjálfur í tengslum við aðhaldsverkefni innan bankans. Uppástungu Kristins er þó ekki að finna í fundargerðum stjórn- ar Glitnis frá þessum tíma, en stjórn- armenn segja almennt að fundar- gerðirnar hafi verið nokkuð nákvæmlega skrásettar. „Kauprétt- ir starfsmanna voru dýrir í bók- færslulegum skilningi án þess að hafa efnahagsleg áhrif á bankann að öðru leyti,“ sagði Kristinn Þór, sem sagðist hafa kynnt fyrir stjórninni að hægt væri að útfæra umbun til starfsmanna á annan hátt. Ósamræmi í vitnisburði manna Stjórnarmaðurinn Björn Ingi Sveinsson virðist ekki muna þetta á sama hátt og Kristinn. Hann gaf símaskýrslu í gær og í svörum hans kom fram að hann hefði verið „sjokk- eraður“ þegar hann heyrði af lán- veitingunum. Þeirri upplifun hafði hann áður lýst í yfirheyrslum hjá lögreglu. Jón Sigurðsson, sem var forstjóri FL Group og varaformaður stjórnar Glitnis á þessum tíma, man ekki eftir því að lánatilhögunin hafi verið rædd sérstaklega á fundum stjórnar, né að stjórnarformaðurinn Þorsteinn Már hafi fengið umboð stjórnar til að skrifa undir lánaskjöl- in. Hins vegar kannaðist hann við að tilhögunin hefði komið upp í samtöl- um sínum við Lárus Welding. Vitnaleiðslur halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með umfjöll- un um málið á mbl.is Stjórnarmenn Glitnis báru vitni í héraði  Vitnaleiðslur í aðalmeðferð í mark- aðsmisnotkunarmáli Glitnis halda áfram Morgunblaðið/Hari Héraðsdómur Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, er meðal ákærðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.