Morgunblaðið - 23.01.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 23.01.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 23. janúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.2 102.68 102.44 Sterlingspund 142.11 142.81 142.46 Kanadadalur 82.28 82.76 82.52 Dönsk króna 16.83 16.928 16.879 Norsk króna 13.03 13.106 13.068 Sænsk króna 12.752 12.826 12.789 Svissn. franki 106.86 107.46 107.16 Japanskt jen 0.9229 0.9283 0.9256 SDR 147.38 148.26 147.82 Evra 125.35 126.05 125.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.3214 Hrávöruverð Gull 1334.15 ($/únsa) Ál 2255.0 ($/tonn) LME Hráolía 69.01 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Velta húsgagnaverslana var 14,0% meiri að raunvirði í desember síðast- liðnum en í desember árið áður, sam- kvæmt smásöluvísitölu Rannsókna- seturs verslunarinnar. Fjallað er um þetta í nýju veffréttabréfi setursins sem fengið hefur heitið Tíðindi RSV. Sala á rúmum jókst í desember um 15,8% að raunvirði miðað við sama mánuð 2016. Þá jókst sala á skrifstofuhúsgögnum um 10,5% í desember á milli ára. Bent er á það í fréttabréfi Rannsóknasetursins að veltan aukist þrátt fyrir að verðlag húsgagna hafi farið lækkandi á und- anförnum misserum. Þannig var verðlag húsgagna 11,2% lægra í des- ember síðastliðnum samanborið við sama mánuð 2016. Góð sala á byggingavörum Í fréttabréfi Rannsóknaseturs verslunarinnar segir að bygginga- vöruverslanir njóti einnig góðs af ný- byggingum og endurnýjun húsnæðis um þessar mundir, eins og hús- gagnaverslanir. Í desember var velta í byggingavöru 12% meiri að raunvirði, þ.e.a.s. magni, en árið áð- ur. Þar af jókst velta gólfefna um 16,5% miðað við desember í fyrra. Sala jókst á húsgögn- um í desember Húsgögn Velta jókst um 14% í desember. Morgunblaðið/Styrmir Kári BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Ákvarðanir kjararáðs á undanförn- um misserum, þar sem tilteknir hóp- ar ríkisstarfsmanna hafa verið hækk- aðir um marga tugi prósenta, þvert á ríkjandi launastefnu í landinu, hafa valdið miklum óróa í samfélaginu. Nú er komið í ljós að ráðið hefur verið að notast við forsendur og viðmið í sín- um útreikningum sem ekki standast skoðun.“ Þessum orðum fer Hannes G. Sig- urðsson um stöðuna á vinnumarkaði, nú þegar rétt rúmur mánuður er í að viðsemjendur á al- mennum vinnu- markaði endur- skoði forsendur þeirra kjarasamn- inga sem undirrit- aðir voru árið 2015. Í aðdraganda þeirrar endur- skoðunar hafa for- kólfar verkalýðs- hreyfingarinnar bent á að ákvarðanir kjararáðs á und- anförnum mánuðum leiði til þess að ekki verði komist hjá því að segja upp samningum undir lok febrúarmánað- ar .„Kjararáð hefur ekki lagt það í vana sinn að rökstyðja ákvarðanir sínar gagnvart almenningi. Það gerð- ist ekki fyrr en um daginn þegar ráðið birti línurit sem sýndi að kjararáðs- hópar hefðu í raun dregist aftur úr launavísitölu Hagstofunnar.“ Rök- stuðningur ráðsins fellur hins vegar um sjálfan sig og meira en það þegar tillit er tekið til þess að launavísitala Hagstofunnar mælir eitthvað allt annað en raunverulega launaþróun á vinnumarkaðnum,“ segir Hannes. Í úttekt sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, þar sem hækkun launavísi- tölunnar er borin saman við meðal- talshækkun reglulegra launa full- vinnandi fólks á almennum vinnumarkaði, kemur í ljós að launa- vísitalan hefur ofmetið hækkanirnar verulega. Tímabilið sem úttekt SA nær til er á árabilinu 2005-2016. Þar kemur í ljós að uppsafnað ofmat nem- ur 8% að meðaltali eða 0,7% á ári. Hjá sérfræðingum er uppsafnað ofmat 17% og mest er það hjá hópi fólks í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörfum þar sem munurinn nemur 3% á ári hverju. Uppsafnaður munur nemur því 38%. Séríslenskt fyrirbæri Hannes segir að launavísitalan sem Hagstofan reiknar og gefur út sér séríslenskt fyrirbæri. „Hagstofunni ber samkvæmt lög- um um launavísitölu að reikna og birta slíka vísitölu mánaðarlega. Hún á að sýna að því marki sem mögulegt er þær breytingar sem verða á heild- arlaunum allra launþega fyrir fastan vinnutíma. Ákvörðun löggjafans um útreikningana að baki vísitölunni var umdeild á sínum tíma. Meðal þess sem varað var við voru svokölluð spí- raláhrif þar sem vísitalan myndi kynda undir óraunhæfum væntingum og kröfugerðum í kjarasamningum. Það kom beinlínis fram í áhyggjum minnihluta fjárhags- og viðskipta- nefndar þingsins.“ Pörunaraðferðin meingölluð Aðferðafræðin sem launavísitala Hagstofunnar byggist á er svokölluð pörun. Þannig er fylgst með meðal- talsbreytingum launa hjá tilteknum starfsmönnum í sama starfi og í sama fyrirtæki. Hannes bendir á að sú stað- reynd að laun einstaklinga hækka hratt á aldursbilinu 25-40 ára, leiði m.a. til skekkju þegar kemur að mati á launaþróun. „Við höfum tekið einfalt dæmi til að útskýra þetta. Á ákveðnum tíma- punkti í starfsemi fyrirtækis eru þrír að störfum þar. Einn þeirra er ný- byrjaður og því á byrjunarlaunum samkvæmt kjarasamningi. Annar fær laun eins og að hann hafi verið 6 mánuði í starfi og þriðji starfsmað- urinn eins og hann hafi verið eitt ár að störfum. Að sex mánuðum liðnum hafa tveir fyrstnefndu starfsmennirn- ir færst upp um eitt þrep samkvæmt kjarasamningi og þriðji starfsmaður- inn, sá hæstlaunaði, er hættur. Í hans stað hefur hins vegar verið ráðinn nýr starfsmaður á byrjunarlaunum. Samkvæmt pörunaraðferðinni sem Hagstofan notast við hefur pöruð hækkun launa á vettvangi fyrirtæk- isins reynst 4,9%. Sé litið til meðal- launa hafa launin ekki hækkað neitt,“ segir Hannes. Hannes segir að þetta dæmi, sem sett sé fram til einföldunar, varpi skýru ljósi á hversu bjagaðar niður- stöður útreikninga launavísitölunnar, eins og þeir eru nú gerðir, geti verið. Grípa verði inn í Hann bendir á að upplýsingar um launabreytingar séu teknar saman í öllum ríkjum og að litið sé að þær á meðal mikilvægustu hagtalna um ástand og horfur í þjóðarbúskap hvers lands. Auk þess sé þar um að ræða lykilstærð þegar kemur að mati á þróun verðbólgu. „Það er ljóst að vísitalan sem hér er notast við er mjög bjöguð og gefur ranga mynd af raunverulegri þróun þessara mála. Það er alvarlegt mál og þá ekki síst þegar kjararáð notast við vísitöluna til að rökstyðja ákvarðanir sem hleypa upp stöðunni á vinnu- markaði. Samtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu á að við þessu verði brugðist og að leitað verði leiða til að meta launaþróunina með öðrum hætti en þessum,“ segir Hannes. Vísitalan sögð meingölluð  SA telja að breyta þurfi lögum um launavísitölu og færa þurfi útreikninga til samræmis við önnur lönd  Segja kjararáð miða við útreikninga sem gefi mjög bjagaða mynd af launaþróuninni í landinu Hannes G. Sigurðsson Hækkun launavísitölu umfra meðaltal launa* 2005-2016 Heimild: Hagstofa Íslands og Samtök atvinnulífsins 35 30 25 20 15 10 5 0 -5 -10 % 8% -12% 17% 18% 15% 38% 7% Alls Stjórnendur Sérfræðingar Tæknar og sér- menntað starfsfólk Skrifstofufólk Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk Iðnaðarmenn Mismunur: 0,7% á ári að meðaltali Mismunur: 3,0% á ári að meðaltali *Reglulegra launa fullvinnandi fólks á almennum vinnumarkaði Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Jensen JNB400 umgjörð kr. 18.900,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.