Morgunblaðið - 23.01.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.01.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Ferðamenn verða nú fyrir von- brigðum að sjá Taj Mahal-höllina á Indlandi, sem af mörgum er talin heimsins mesta minnismerki ástar- innar, þakta vinnupöllum og marm- arann, sem eitt sinn var hvítur, guln- aðan af mengun. Höllin var reist af Mughal- keisaranum Shah Jahan sem graf- hýsi fyrir ástkonu hans, Mumtaz Mahal, sem lést af barnsförum árið 1631. Viðgerðir hafa nú staðið yfir í á fjórða ár og sitt sýnist hverjum um árangurinn af því starfi. Viðhald og mengun veldur tjóni Skemmdir og hrörnun taka sinn toll af byggingunni sem er á suður- bakka Yamuna-árinnar í Agra, en gagnrýnendur halda því fram að að- ferðirnar sem stjórnvöld hafa valið að nota við viðgerðina hafi gert vandamálin verri. Leirmaski sem hefur verið not- aður til að hreinsa höllina utan frá er talinn lita hvítan marmarann og sé Taj Mahal því að missa hinn fræga hvíta ljóma sinn. Yfirvöld á Indlandi hafna þessu en viðurkenna þó að þau séu áhyggju- full yfir því hvernig takast muni til þegar kemur að aðalhvelfingunni og óttast að hreinsunarstarfið geti skaðað þetta mikla uppáhald ferða- manna. Sérfræðingar hafa varað við því að vinnupallarnir muni skilja eftir för á marmaranum og einnig hefur verið bent á að loftmengun frá iðnaði handan árinnar og ruslabrennslu sé að eyðileggja bygginguna. Vilja sumir ganga svo langt að segja að Taj Mahal sé eins og komið með lokastig krabbameins og sé að deyja. Deyjandi minnisvarði Ljósmynd/Dominique Faget AFP Minnisvarði um ástina Viðhaldsvinna við Taj Mahal hefur dregist úr hófi og eru margir áhyggjufullir yfir framtíð hinnar ástsælu byggingar.  Taj Mahal illa farið af mengun Dómari á Spáni hafnaði í gær ósk spænskra saksóknara um að end- urnýja handtökuskipun á hendur Carlesi Puigdemont, leiðtoga Kata- lóna, í Evrópu. Roger Torrent, for- seti Katalónska þingsins, lagði í gær til að Puigdemont yrði forseti Katalóníu og sagði að það væri full- komlega lögmætt þótt hann ætti yf- ir höfði sér að vera dreginn fyrir dómstóla vegna þáttar síns í sókn Katalóna eftir sjálfstæði. Puigdemont, sem hefur verið í Belgíu síðan í október, kom í gær til Kaupmannahafnar þar sem hann tók þátt í umræðum um Katalóníu í Kaupmannahafnarháskóla. Hét hann að mynda nýja stjórn hvað sem liði „hótunum“ stjórnvalda í Madríd, sagði í frétt frá AFP. Þau líta á för hans þangað sem ögrun og fóru því fram á nýja handtöku- skipun. Kosinn leiðtogi á ný? Puigdemont flúði til Belgíu eftir að þing Katalóníu lýsti einhliða yfir sjálfstæði. Stjórnvöld í Madríd ráku Puidgemont og stjórn hans og leystu upp þingið eftir yfirlýs- inguna. Hann á yfir höfði sér hand- töku snúi hann aftur til Spánar. Í desember var gengið til kosninga í Katalóníu og fengu aðskilnaðar- flokkarnir að nýju hreinan meiri- hluta á þinginu. Gert er ráð fyrir að þingið í Katalóníu kjósi nýjan leið- toga í lok þessa mánaðar. Spænsk stjórnvöld hafa útilokað að hann fái að stjórna með aðsetur í útlöndum. Meira að segja banda- mönnum hans í aðskilnaðarmálum, vinstriflokkurinn ERC, mun lítt gefið um þá hugmynd, þótt ekki hafi það komið fram opinberlega. Puigdemont vill fá að sverja emb- ættiseið í Belgíu. „Við munum ekki gefast upp fyrir alræðishyggju þrátt fyrir hótanirnar frá Madríd,“ sagði hann við stúdenta í Kaup- mannahöfn og bætti við: „Grafið hefur verið undan grundvallarfrelsi, lýðræðislega kjörnir stjórnmála- menn hafa verið sendir í fangelsi og meðhöndlaðir eins og hryðjuverka- menn.“ Nýrri ósk um handtöku Puidgemonts hafnað  För Katalóníuleiðtogans til Kaupmannahafnar sögð ögrun AFP Krossgötur? Carles Puigdemont ásamt stúdentum við Hafnarháskóla eftir ráðstefnu undir yfirskriftinni „Katalónía og Spánn á krossgötum lýðræðis?“ George Weah sór í gær embættiseið sem forseti Afríkiríkisins Líberíu. Var þetta í fyrsta skipti frá árinu 1944 sem lýðræðislega kjörinn for- seti tekur við af öðrum slíkum í land- inu. Weah, sem er 51 árs og fyrrver- andi knattspyrnustjarna, tók við embættinu af Ellen Johnson Sirleaf, sem var kjörin forseti Líberíu fyrir 12 árum. „Ég hef varið mörgum árum ævi minnar á leikvöngum en tilfinningin í dag er ólýsanleg,“ sagði Weah eftir að hann sór embættiseiðinn á íþróttaleikvangi skammt frá höfuð- borginni Monróvíu. Weah lék með mörgum sterkustu knattspyrnulið- um Evrópu á tíunda áratug síðustu aldar og var m.a. valinn besti knatt- spyrnumaður heims, eini Afríku- maðurinn sem hefur hlotið þá nafn- bót. Mikill mannfjöldi fylgdist með at- höfninni. Biðraðir við leikvanginn voru nokkurra kílómetra langar og fólk dansaði og söng og veifaði fána Líberíu. Weah hefur heitið því að leggja áherslu á uppbyggingu efnahagslífs Líberíu, sem er eitt fátækasta land heims. Hann sagði í ræðu sinni að fyrsta verk hans yrði að boða til þjóðarsamtals um réttlátaskiptingu náttúruauðlinda og uppræta spill- ingu í opinberum stofnunum. Þá sagði hann að þjóðin yrði að standa saman um þau verkefni sem fram- undan væru. „Við höfum náð hingað með blóði, svita og tárum svo margra okkar, og allt of margir dóu áður en raunveru- legu jafnrétti var náð,“ sagði Weah. Vísaði hann þar til þess að um 250 þúsund manns eru talin hafa látið líf- ið í borgarastyrjöld sem geisaði í landinu frá 1989 til 2003. gummi@mbl.is Weah orðinn forseti Líberíu  Fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin frá 1944 AFP Forseti George Weah ásamt Clar, eiginkonu sinni við embættistökuna. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · S ími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Rúnar Þór Árnason Lögg. fasteignasali Knútur Bjarnason Lögg. fasteignasali Helgafell fasteignasala, Stórhöfði 33, Rvk. S: 566-0000 / helgafellfasteignasala.is Fallegt raðhús í Funafold 22, 112 Reykjavík. Húsið í heild sinni er 291,6 fm. Tvöfaldur bílskúr. Eign sem vert er að skoða. Opið hús: miðv. 24. janúar, 17:30 – 18:30 Verð: 89M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.