Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Macron, for-setiFrakka, átti samtal við BBC í tengslum við opin- bera heimsókn til Bretlands. Þekktur spyrjandi, Andrew Marr, spurði forsetann hvert yrði líklegt svar franskra kjós- enda stæðu þeir frammi fyrir sömu spurningu og Bretar varðandi „Brexit“. Forsetinn sagði skv. frétt mbl.is „að franskir kjósendur myndu lík- lega kjósa með því að yfirgefa Evrópusambandið ef haldin væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það í Frakklandi með sama hætti og gert var í Bretlandi sumarið 2016.“ Eftir þetta óvænta svar bætti forsetinn við: „Líklega, í hlið- stæðu samhengi.“ Hann sagði einnig að aðstæður væru þó aðrar í Frakklandi og tók fram „að hann myndi berjast af full- um krafti fyrir því að Frakk- land yrði áfram innan ESB kæmi til slíks þjóðaratkvæðis. Gagnrýndi hann ennfremur David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa spurt aðeins um afstöðu með og á móti veru í sambandinu í þjóðaratkvæðinu 2016.“ Þetta síðasta er athyglisvert. Orðið „lýðræði“ hljómar vel og „beint lýðræði“ jafnvel enn bet- ur. En beint „lýð- ræði“ er snúið í framkvæmd. Jafn- vel eftir þjóðar- atkvæði eiga stjórnvöld næsta leik. Frakkar höfnuðu nýrri stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæði. Þá var nafninu á plagginu breytt í „Lissabon-sáttmálann“ en áfram litið á hann sem stjórnar- skrá ESB! Eftir Icesave- atkvæðið sögðu valdamenn landsins að atkvæðið skipti engu því að daginn fyrir það hefðu þeir tilkynnt aðra leið! Frakklandsforseti gefur til kynna að spurningin um Brexit hefði átt að vera loðnari. Hug- myndin er að auðvelda stjórn- völdum sem verða undir að túlka málið út og suður. Enginn ágreiningur var um orðalag á kjörseðli fyrir kjördag né hvað Já eða Nei þýddu. Eftir úrslitin byrjaði tal um óljósa niðurstöðu. Var sam- þykkt „hart brexit eða mjúkt“? „Hart brexit“ var nýtt heiti á útgöngu en mjúkt um að vera áfram inni en nú dulbúinn. Vangavelturnar voru óþekktar fyrir kjördag. Tony Blair stag- aðist á að spurningin hefði verið svo óljós að kjósa þyrfti á ný! Af 80 milljón íbúum Bretlands er hæpið að fyndust margir sem trúa að Blair hefði nefnt þetta ef svar Breta hefði verið Nei! Ótrúleg játning úr óvæntri átt}Merkilegt mat Þær fregnir bár-ust fyrir helgi, að vísindamenn við Johns Hopkins há- skólann í Banda- ríkjunum, sem er einn sá virtasti í heimi þegar kemur að lækna- vísindum, hefðu þróað nýja að- ferð til þess að skima eftir krabbameinsfrumum. Aðferðin gengur út á að bera saman arf- gengnisþætti í erfðamengi sjúklingsins við magn vissra prótína í blóðinu og reyndist hún bera árangur í um 70% til- fella. Gat aðferðin jafnvel sagt fyrir um það oftar en ekki hvar í líkama sjúklingsins meinið væri að finna. Það fylgdi að vísu sögunni, að frekari prófanir þyrfti áður en þessi rannsóknaraðferð kæmist í almenna notkun. Engu að síður er hér um mjög jákvætt og spennandi skref að ræða í baráttunni gegn þeim skelfilega sjúkdómi sem krabbamein er. Það er ekki síst vegna þess að vísindamenn- irnir að baki rannsókninni segja, að jafnvel verði mögu- legt að greina mein löngu áður en annarra einkenna verði vart, sem aftur myndi auka lífslíkur sjúklings- ins umtalsvert. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessum skelfi- lega skaðvaldi, því að talið er að um þriðjungur allra Íslendinga muni fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Flestir Íslendingar kynnast því afleið- ingum sjúkdómsins, annað hvort sem sjúklingur eða að- standandi. Krabbamein fer heldur ekki í manngreinarálit, en Kraftur, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, hefur nú hafið herferð til þess að vekja athygli á því, að á hverju ári greinast um 70 manns á aldrinum 18-40 ára með krabbamein. Félagið hefur nú blásið til herferðar undir heit- inu: „Krabbamein kemur öllum við“, sem gengur meðal annars út á að ungir einstaklingar deila reynslu sinni af krabba- meini til þess að gera sjúkdóm- inn að minna feimnismáli með- al ungs fólks. Eflaust er langt í að mann- kynið sigrist á krabbameini. Þangað til ber að fagna hverju skrefi í rétta átt. Ný blóðrannsókn gefur góða raun í baráttunni við krabbamein} Skref í rétta átt N ýlega kom fram sú skoðun frá þingflokksformanni VG, Bjark- eyju Olsen Gunnarsdóttur, að það væri ekki þingmanna VG að ákveða ráðherraval annarra flokka. Vissulega fá þingmenn VG ekki að velja ráðherra annarra flokka en þingmenn VG geta auðvitað valið með hverjum þeir starfa og hverjum þeir veita umboð sitt. VG getur alveg sagt „nei“ við vali annarra flokka á ráðherrum. Það velur VG hins vegar ekki að gera heldur, eins og Katrín Jakobsdóttir seg- ir, að hún ætli ekki að fara fram á afsögn þrátt fyrir niðurstöðu dómstóla á landsréttarmál- inu. Ef flokkar myndu segja „nei“ við ráðherra- vali annarra flokka, þá yrði að öllum líkindum ekkert að ríkisstjórnarsamstarfi þeirra flokka – nema auðvitað aðrar tillögur um ráðherraskipan væru gerðar. Við búum nefnilega ekki í samfélagi þar sem meirihlutasamstarf er nauðsynlegt. Við búum ekki við lýðræði þar sem ríkisstjórnarsamstarf virkar bara þann- ig að einn fær þessa kökusneið, næsti aðra kökusneið og sá síðasti afganginn. Kakan er og þarf að vera heildstæð. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki bara bent á hina og sagt, „þetta eru þeirra ráðherrar, þeir koma okkur ekk- ert við“. Í sérstökum leiðtogaumræðum á Alþingi í gær spurði ég svo Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, um afstöðu hans í þessu máli. Hvort sömu lögmál giltu um þingmenn Framsóknar. Það er skemmst að segja frá því að þar var sama skoðun. Enn fremur spurði ég hvort þingmenn Framsókn- arflokksins gætu stutt vantrauststillögu á ráðherra samstarfsflokks, og þar með haft áhrif á ráðherraval annars flokks. Formaður Framsóknarflokksins valdi að svara ekki því fræðilega dæmi um hvort einhvern tíma, í einhverjum kringumstæðum, þingmenn Framsóknar myndu styðja vantrauststillögu. Réttara sagt svaraði því að hann ætlaði ekki að svara þeirri spurningu. Ég mótmæli því afstöðu Bjarkeyjar og Sig- urðar. Ég mótmæli þessari afstöðu sem fyrir- slætti, meðvirkni og ábyrgðarleysi. Fyrst þessum flokk- um er svona mikið í mun að taka ábyrgð þá verða þeir að vita að ábyrgð fylgja afleiðingar þegar eitthvað fer úr- skeiðis. Þingmenn VG og Framsóknarflokksins hafa bara víst ýmislegt um það að segja hverja aðrir flokkar velja sem ráðherra. Björn Leví Gunnarsson Pistill Fyrirsláttur og meðvirkni ríkisstjórnarflokkanna Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.com STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Samgöngu- og sveitarstjórn-arráðuneytið greindi frá þvíí síðustu viku að í undirbún-ingi væri heildarendur- skoðun umferðarlaga. Til viðmið- unar er lagt lagafrumvarp sem kom fram á Alþingi veturinn 2012 til 2013, en varð ekki útrætt. Ráðu- neytið telur að ekki dugi að lagfæra aðeins einstakar greinar núverandi laga. „Vegna margvíslegra breyt- inga og nútímavæðingar í umferðar- málum er talið að með heildarendur- skoðun laganna sé helst unnt að ná markmiðum um að skýr lagasetning tryggi umferðaröryggi enn frekar,“ segir í tilkynningu þess. Hjólreiðar, áfengi, snjalltæki Fram kemur að helstu fyrirhug- uðu breytingar á gildandi lögum og reglum eru eftirfarandi: 1. Nýr kafli um hjólreiðar, 2. lækkun leyfilegs magns áfengis í blóði ökumanna, 3. ákvæði um snjalltæki skýrt og end- urbætt, 4. skýrari ákvæði um sam- spil ólíkra samgöngumáta, 5. ákvæði um ljósaskyldu skýrð, 6. lagt er til að ákvæði um ökutækjatryggingar verði í sérstökum lögum, 7. hlutlæg ábyrgð eigenda ökutækja á sektum vegna brota sem greind eru af hraðamyndavélum og varða ekki punktum, 8. hámarks sektarfjárhæð hækkuð í kr. 500.000 úr kr. 300.000. Samhliða verður reglugerð um sekt- ir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim uppfærð, 9. samspil og uppbygging ákvæða laganna um framúrakstur er einfölduð, 10. ákvæði um neyðarakstur gerð ítar- legri, 11. ákvæði um akstur í hring- torgum, 12. uppstokkun á skilgrein- ingakafla laganna og nýjum skil- greiningum bætt við. Þessi upptalning er þó ekki tæm- andi hvað varðar breytingar á ákvæðum eða niðurfellingar. Ekki er gert ráð fyrir að frum- varpið feli í sér aukin útgjöld fyrir ríkið. Ekki er gert ráð fyrir nýjum verkefnum eða að verkefni færist á milli stofnana frá því sem nú er. „Þó má vera að með lögunum verði lög- reglu endanlega falið vegaeftirlit sem áður hefur verið á könnu Sam- göngustofu og Vegagerðarinnar,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins. Lögreglan sinnir í dag umræddu eft- irliti á grundvelli samnings. Verði niðurstaðan sú að setja ákvæði um hlutlæga ábyrgð á sektum vegna hraðaksturs og akstur gegn rauðu ljósi sem hraðamyndavélar nema má gera ráð fyrir að stærri hluti sekta innheimtist. Má í þessu sambandi sérstaklega nefna sektir á bílaleigu- bifreiðar. Hugmyndin er að kynna þær breytingar sem verða á umferðar- lögum ítarlega fyrir almenningi, t.d. hertar reglur vegna notkunar snjall- tækja, hlutlæga ábyrgð vegna hrað- akstursbrota sem greind eru af myndavélum, endurbættar reglur um hjólreiðar og hugsanlega aðrar breytingar sem verða og snerta al- menning allan. Það verður síðan að mati sam- gönguráðuneytisins mælikvarði á árangur breytinganna að slysum og umferðarlagabrotum fækki. Verður stuðst við slysaskráningar og skrán- ingar lögreglu á umferðarlagabrot- um við þá úttekt. Frumvarpið sem lagt var fram á Alþingi veturinn 2012 til 2013 var sent helstu hagsmunaaðilum til um- fjöllunar síðasta sumar og fyrir- hugað er áfram víðtækt samráð auk þess sem leitað verður umsagna með kynningu frumvarpsins á vef ráðu- neytisins og hjá fagráði um umferð- armál. Heildarendurskoðun umferðarlaga í gangi Morgunblaðið/Ómar Umferð Þegar endurskoðun umferðarlaga er lokið er stefnt að því að breyt- ingarnar sem einkum varða almenning verði ítarlega kynntar og skýrðar. Fyrstu lögboðnu umferðar- reglur hér á landi voru í lögum um vegi 1907. Þegar bifreiða- umferð hófst voru síðan sett bifreiðalög 1914. Árið 1940 voru í fyrsta sinni hér á landi sett sérstök umferðarlög og ný bif- reiðalög. Samkvæmt þeim var áformað að taka upp hægri handar umferð hér á landi í árs- byrjun 1941. Til þess kom þó ekki fyrr en 1968. Ástæðan var sú að breskur her kom hingað til lands og jókst umferð mjög á vegum landsins og skapaði óvissu í umferðarmálum. Frestuðu hægri umferð UMFERÐARLÖG Morgunblaðið/Golli Akstur Umferð hefur breyst mjög frá fyrstu reglum 1907.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.