Morgunblaðið - 23.01.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.01.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 1975. Það duldist engum þegar Helgi mætti í sveitina, fjósa- maður er mættur, er herbergið mitt laust? heyrðist kallað af neðri hæðinni. Já, Helgi var mættur. Árum saman kom hann til okkar og hjálpaði til við bú- verkin og það munaði svo sann- arlega um þá hjálp, Helgi var fljótur að aðlagast hinum ýmsum bústörfum hvort sem var að hreinsa út úr fjárhúsum eða stjórna búvélum. Í heyskap var hans aðalstarf að slá túnin með mér og hamhleypa var hann með baggatínuna og að raða á færi- bandið með Kötu, það má með sanni segja að Helgi vinur minn var mjög traustur og góður sam- starfsmaður. Að loknu dagsverki var oft glatt á hjalla og málin rædd við eldhúsborðið og næsti dagur skipulagður. Síðustu árin áttum við mörg símtöl saman. Hinn 8 júlí sl. kom bíll í hlað, þar voru komnir Halli, sonur hans og Helgi í heimsókn, það var ánægjulegur dagur (takk Halli minn) Við Kata sendum innilegar samúðarkveðjur til Halla, Katr- ínar og fjölskyldu þeirra. Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf ók.) Minning um góðan dreng lifir. Kristján Axelsson, Bakkakoti. … eitthvað þvílíkt sem komið sé haust- hljóð í vindinn segir í ljóðinu Söknuði eftir Jó- hann Jónsson. Orðin komu í hug- ann þegar fregnin barst um and- lát Helga vinar míns Oddssonar. Vináttan hefur verið okkur nán- ast í blóð borin. Helgi hefur æv- inlega verið á undan mér í einu og öllu, en þó ekki langt á milli. Hann var í dagvistun í Hlíðabæ og undi sér vel. Mér hefur verið innprentað að lífið byrji þegar stendur á átt- ræðu, eins og dæmin sanna. Og þegar litið er til þess að á næsta ári hefðum við orðið áttræðir þá var spurningin hvað skyldi Helgi þá leggja til málanna? Nú er sá draumur úti, en þess er að minn- ast að við vorum fyrir 70 árum til sex ára saman í Eyrarsveit í Grundarfirði að Norður-Bár. Húsfreyjan var Björg Her- mannsdóttir. Elska hennar og væntumþykja tengdi okkur Helga saman eins og værum við sammæðra og það hefur haldist allt okkar líf. Haft var á orði að Björgu hefði þótt jafn vænt um okkur eins og Ljómalind í fjós- inu, og er þá mikið sagt. Helgi, minn góði vinur og samferðamað- ur, hafði verið tvö ár í sveitinni á undan mér og leit á sig sem inn- fæddan en ég utanaðkomandi og hann því sjálfkjörinn ráðsmaður og við það sat. Margt hefur á dagana drifið en okkar samband hefur aldrei rofn- að. Við vissum alltaf hvor af öðr- um. Helgi var lífsglaður, hreinn og beinn, hispurslaus og kvartaði aldrei, en ef ég bar mig ekki alltof vel, hvort sem það var andlega eða líkamlega, þá var viðkvæðið það sama „að taka lýsi“. Guð veri með þér elsku vinur. Við Heiða sendum fjölskyldu og vinum Helga okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Og aftur til Söknuðar: Og spunahljóð tómleikans lætur í eyr- um vor lægra. Kjartan Borg. ✝ Ásdís Stein-grímsdóttir fæddist í Reykja- vík 29. janúar 1931. Hún lést á Landspítalanum 15. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Stein- grímur Gunnars- son, f. 2. ágúst 1895, d. 4. sept. 1966, og Þuríður Guðjónsdóttir, f. 12. júlí 1896, d. 12. nóv. 1960. Systkini Ás- dísar eru Guðjón, f. 1917, d. 1996, Jórunn Ásta, f. 1920, d. 1998, Gunnhildur Ásta, f. 1925, d. 2006, Guðni, f. 1927, d. 1928, Áslaug, f. 1932, og barn með fyrri eiginkonu sinni, þau skildu, Bríeti Ein- arsdóttur, Ásdísi, og þrjú börn með seinni konu sinni, þau skildu, Maríu Björgu Hreins- dóttur, þau Silju Eyrúnu, Dav- íð Reyni og Sindra Frey. Alls eru barnabarnabörnin orðin átján. Ásdís lauk prófi frá Kvennaskólanum árið 1949 og vann skrifstofustörf fyrri hluta starfsævinnar. Árið 1976 hóf hún nám í sjúkraliðun og lauk prófi 1977, eftir það starfaði hún á Barnaspítala Hringsins og Landspítala þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Heimili Ásdísar og Guðjóns var lengst af á Framnesvegi 63, en Ásdís flutti í Þang- bakka 8 árið 1999 og bjó þar til æviloka. Útför Ásdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 23. jan- úar 2018, klukkan 15. Margrét, f. 1933, d. 2016. Ásdís giftist 2. maí 1953 Guðjóni Jónssyni bifreið- arstjóra, f. 4. nóv. 1913, d. 5. apríl 1992. Börn þeirra eru 1) Sigurður, f. 7.2. 1952, kvæntur Guðrúnu Björgu Kristmundsdóttur og eiga þau þrjú börn, Þorgeir Árna, Sólveigu Olgu og Hjört Inga. 2) Sigrún, f. 17.7. 1953, gift Ásmundi Kristinssyni, þau eiga þrjá syni, Guðjón, Arnar og Einar, og 3) Steingrímur, f. 10.6. 1956, d. 2013, hann átti eitt Elsku tengdamamma. Það var fyrir allmörgum ár- um sem smátöffari úr Aust- urbænum fór að venja komur sínar á Framnesveginn til að reyna að ganga í augun á dótt- ur þinni. Mín fyrstu kynni af þér og Guðjóni voru mjög góð og héldust svo alla tíð. Var mér strax afar vel tekið í fjöl- skyldunni. Við Sigrún eignuð- umst okkar fyrsta son nokkuð ung. Flutti ég þá fljótlega til ykkar og var það lítið mál hjá ykkur Guðjóni að breyta borð- stofunni í herbergi fyrir okkur, svo við hefðum nóg pláss. Þar bjuggum við í rúmlega tvö ár og gátum alltaf treyst á hjálp- semi ykkar og greiðvikni og þannig hefur það verið alla tíð. Nokkru eftir fráfalls Guð- jóns tengdapabba fluttir þú nær okkur upp í Breiðholt, enda voruð þið Sigrún mjög nánar. Eitt það besta sem var hægt að gera fyrir þig var að fara með þig í bíltúra um Reykjavík og nágrenni og þá sérstaklega á Eyrarbakka, sem var þér svo kær. Þangað var nauðsynlegt að fara að minnsta kosti einu sinni á sumri. Síðasti bíltúrinn okkar sam- an, mjög skemmtilegur, var daginn fyrir gamlársdag. Þá fórum við um miðbæinn og á æskuslóðirnar á Bergstaða- stræti, sem var ein uppáhalds- gatan þín. Þér fannst svo gam- an að segja okkur frá húsunum og hverjir hefðu búið hvar þeg- ar þú varst ung. Ekki skemmdi svo að enda á kaffihúsi með góða rjómatertu. Elsku Ásdís mín, aldrei bar skugga á vináttu okkar og all- ar góðu stundirnar munu seint gleymast. Mér þótti alltaf mjög vænt um þegar þú varst að kynna mig fyrir fólki og þú sagðir að ég væri uppáhalds tengdasonurinn þinn og bættir því svo stundum við að ég væri reyndar sá eini. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og strákunum okk- ar, þú varst þeim svo mikils virði. Ég trúi að þú hafir átt góða heimkomu, þar sem tengda- pabbi og Steini hafi beðið þín. Hvíl í friði. Þinn Ásmundur (Ási). Elsku amma Ásdís mín. Nú er komið að kveðjustund og þá fyllist maður þakklæti fyrir allar stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina. Amma starfaði lengst af sem sjúkraliði á Barnaspítalanum og ég man að þegar ég var lítil fékk ég alltaf sögur af duglegu börnunum sem þar lágu og hún hugsaði um, henni þótti svo vænt um þau öll. Ég man líka að alltaf þegar maður kom til ömmu og afa á Framnes- veginum var alltaf til cocoa puffs og kakómalt, palo-brjóst- sykur uppi á skáp sem maður laumaðist stundum í og suðu- súkkulaði í körfu uppi í skáp sem við pabbi áttum til að stel- ast í. Þar lék maður sér með trékubba, byggði spilaborgir og teiknaði ófá listaverkin. Amma var alltaf svo dugleg að prjóna og naut ég góðs af því þegar ég var yngri og oft þegar börnin mín voru að verða vettlingalaus var nóg að hringja í ömmu, hún átti alltaf til sokka og vettlinga handa þeim. Við amma ferðuðumst sam- an til Dublin árið 2004 þegar Dísa systir bjó þar og það var mjög dýrmæt ferð sem ég er svo þakklát fyrir að hafa farið í með henni. Hvíldu í friði, elsku amma, takk fyrir allt og allt. Silja Eyrún. Sumum ætla menn ódauð- leika. Þannig var það með hana ömmu. Einhvern veginn hafði maður ætlast til að hún yrði með okkur um alla ævi. En ekkert varir að eilífu nema yndislegar minningar. Þrátt fyrir háan aldur kom snöggt andlát hennar okkur í opna skjöldu. Við bræðurnir eyddum mikl- um tíma hjá ömmu og afa á Framnesveginum. Þar var mikið brallað, ófáir tímarnir sem fóru í að púsla, spila ólsen ólsen og rommý. Ómetanlegar eru svo minningarnar um öll ferðalögin sem við fórum í með þeim, norður til Sigga frænda í Skagafjörðinn, Steina frænda á Akranes og í Lambhaga. Í seinni tíð kaus amma frekar að fara í stutta bíltúra um Reykjavík og þá sérstaklega á æskuslóðirnar í miðbæinn og vesturbæinn. Gaman var að ræða við ömmu um hina ýmsu hluti enda var hún skörp alla tíð. Hún hafði sterkar skoðanir á hlutunum og lá ekkert á þeim. Hún var nefnilega mjög hrein- skilin, sem oft á tíðum leiddi til mikils hláturs hjá okkur bræðrum. Ömmu fannst alveg nóg um nútíma tækni en þrátt fyrir það fékk hún sér tölvu fyrir nokkrum árum sem hún notaði mikið til að fylgjast með af- komendum og því sem þau voru að gera. Fátt skemmti- legra fannst henni en að skoða ljósmyndir af barnabörnunum og barnabarnabörnum. Takk, elsku amma, fyrir alla gleðina, hjálpina, samveruna og umhyggjuna. Þínir ömmustrákar Guðjón, Arnar og Einar. Ásdís Steingrímsdóttir HINSTA KVEÐJA Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kveðja frá, Marinó, Sævari, Birgi, Rakel, Sögu, Heklu, Na- talie, Isabel og Bríeti langömmubörnum. Þú gengin ert hugglöð á frels- arans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sér- hver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Ásdís, hvíldu í friði í faðmi Guðjóns og Steina. María Hreins. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PETRÍNA KRISTÍN STEINDÓRSDÓTTIR frá Bolungarvík, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Nönnugötu 6, lést á Landspítalanum laugardaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 26. janúar klukkan 14. Árni Andersen Sigríður M. Jónsdóttir Rut Andersen Þorsteinn Gunnarsson Steindór I. Andersen Hrefna Ársælsdóttir Sigþrúður Jóhannesdóttir Ólafur Bragason Kristín G. Jóhannesdóttir Preben Hansen Rósa Jóhannesdóttir Helgi Zimsen ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR GUÐMUNDSSON, verkstjóri og safnvörður, Bolungarvík, sem lést mánudaginn 15. janúar, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 27. janúar klukkan 14. Una Halldóra Halldórsdóttir Sólrún Geirsdóttir Jónas Guðmundsson Helga Theodóra, Halldóra, Þórhildur Bergljót Einar Geir og Jónatan Leó Elsku hjartans ástin mín, sonur, bróðir, frændi, barnabarn og mágur, HÖSKULDUR FREYR HERMANNSSON frá Brimnesi, Fáskrúðsfirði, lést laugardaginn 20. janúar á heimili sínu á Egilsstöðum. Útför fer fram laugardaginn 3. febrúar klukkan 11 í Egilsstaðakirkju. Jarðsett verður í framhaldi í Kolfreyjustaðarkirkjugarði, Fáskrúðsfirði. Blóm og kransar afþakkað. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Hérað, kt. 481199-2989, reikningsnr. 0166-26-48. Steinunn Steinþórsdóttir Halldóra Eiríksdóttir Hermann Dalberg Kristjánsson Eiríkur Orri Hermannsson Þorgeir Starri Hermannsson Kristján Helgi Hermannsson Helga Hermannsdóttir Kristján Guðmundur Sigurðsson Albert Sigurðsson Hulda Steinsdóttir aðstandendur og vinir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN B. JOHNSEN læknir, Laufskógum 37, Hveragerði, lést fimmtudaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 25. janúar klukkan 15. Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðmundur Skúli Johnsen Anna Lísa Björnsdóttir Sturla Björn Johnsen Bryndís T. Gísladóttir G. Edda Johnsen og afabörnin öll Ástkær mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SÓLVEIG BERNDSEN, lést miðvikudaginn 17. janúar á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Jarðsungið verður frá Garðakirkju í Garðabæ föstudaginn 26. janúar klukkan 15. Ástvinir þakka starfsfólki Ísafoldar fyrir umönnun. Blóm og kransar afþakkað. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Kristján H. Sigurgeirsson Sigrún Tryggvadóttir Gunnar Sigurgeirsson Birgitta Baldursdóttir Sigurður Sigurgeirsson Guðrún V. Hafsteinsdóttir Sigurgeir Sigurgeirsson Súsanna Viderø Margrét Sigurgeirsdóttir Tómas Jóhannesson Kjartan Már Sigurgeirsson Tinna Ösp Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, STEINGRÍMUR EIRÍKSSON hæstaréttarlögmaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. janúar klukkan 11. Harpa Sigr. Steingrímsdóttir Ólafur Karel Jónsson Helga Ína Steingrímsdóttir Bjarki Ólafsson María Ellen Steingrímsdóttir Lilja Eiríksdóttir Bragi Líndal Ólafsson Eva Eiríksdóttir Ditto Michael Ditto og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.