Morgunblaðið - 23.01.2018, Page 29

Morgunblaðið - 23.01.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Jafnvel metnaðarfyllsta markmiðið getur verið innan seilingar, ef maður sleppir takinu af öflum sem vinna gegn því. Ekki halda aftur af þér. Gakktu hreint til verks og láttu ljós þitt skína. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhverjar góðar fréttir berast þér í dag og megir þú vel njóta. Minntu sjálfan þig bara á, hvers vegna þú ert að eltast við þín háleitu markmið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er tími ævintýranna svo gríptu þau tækifæri sem gefast til að upplifa þau. Sá sem þú ræðir við mun leggja ýmislegt til mál- anna og veita þér holl ráð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur verið bæði fræðandi og skemmtilegt að hlýða á það sem eldra fólk hef- ur til málanna að leggja. Þú færð það sem þú vilt en ekki á sama hátt og þú hélst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú þarft þú að taka á honum stóra þínum og standa af þér stormviðri um stundarsakir. Hugsun þín er skýr og raunsæ og þú munt komast vel frá verkefnum sem þú tekur að þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leystu hvert mál skref fyrir skref, en alls ekki hespa þau af í einu vetfangi. Enginn er eyland og vertu því óhræddur við að tjá öðrum hug þinn og biðja um aðstoð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þið fáið hverja hugmyndina annarri betri en getið ekki gert upp á milli þeirra. Hafðu í huga að samskipti þín við aðra endurspegla það hver þú ert. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að mæta þörf þinni fyrir aukna hvíld og einveru. Yfirmenn þínir, for- eldrar og aðrir yfirboðarar eru sérlega sam- vinnuþýðir í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eru peningar vandamál hjá þér eða finnst þér það bara og ert þannig að skapa spennu í litla heiminum þínum? Slappaðu af og gefðu þér tíma til þess að njóta dagsins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu hendur standa framúr erm- um. Ef þú heldur kynningu í dag, verður hún al- ger smellur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert í fullu fjöri og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Mundu að þol- inmæðin skiptir miklu máli og þú færð hana endurgoldna þegar þér hentar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hæfileikar þínir eru ótvíræðir og vekja aðdáun annarra og stundum öfund og umtal. Slíkt verður best stöðvað með því að ganga beint að sögusmettunum. Jafnvel þótt menn reyni að berasig vel út á við þá hlýtur það að vera beiskur kaleikur fyrir Arsenal að selja sinn besta leikmann í annað sinn á örfáum árum til Manchester United. Sumarið 2012 var það Rob- in van Persie og núna er röðin kom- in að Alexis Sánchez. Færa má fyrir því haldbær rök að þetta séu tveir bestu leikmennirnir sem leikið hafa fyrir Arsenal frá því Thierry Henry hvarf á braut fyrir rúmum áratug. Afstaða van Persie var klár; hann þráði að vinna Englandsmeistaratit- ilinn og eftir átta ár á Highbury/ Emirates komst hann að þeirri nið- urstöðu að það myndi ekki gerast hjá Arsenal. Þess vegna þrýsti hann á flutning til Old Trafford og innan árs var hann orðinn enskur meist- ari. x x x Seint verður sagt að Sánchez séfjölmiðlaglaðasti sparkandi samtímans en eflaust er hann að hugsa á svipuðum nótum. Enski meistarabikarinn og sjálfur Evr- ópubikarinn eru án efa ofarlega á óskalistanum. Nú og svo fær hann víst þokkalegasta kaup líka. Salan á Sánchez er þungt högg fyrir Arsène Wenger, knatt- spyrnustjóra Arsenal, persónulega enda er Sílemaðurinn fyrsta stóra nafnið sem Wenger hefur neyðst til að sleppa síðan van Persie fór. Margt benti til þess að búið væri að girða fyrir það vandamál enda fjár- hagsstaða Arsenal sjaldan verið betri. Það getur hins vegar reynst dýrkeypt að komast ekki í Meist- aradeild Evrópu og Arsenal sýpur nú seyðið af því. x x x Það er auðvitað huggun harmigegn að fá Henrikh Mkhitaryan í beinum skiptum fyrir Sánchez. Þegar van Persie fór kom enginn leikmaður á móti. Armeninn er prýðilegur leikmaður enda þótt hann sé sannarlega enginn Sánchez. Um það eru líklega flestir sammála. En hver veit? Kannski finnur Mkhitaryan þúfuna sína og verður meiri happafengur en Jimmy Rimmer, Brian Kidd, Mikaël Silve- stre og Danny Welbeck. Það þarf ekki mikið til? vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk: 1:68) Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 16. febrúar Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 föstudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Ásunnudaginn hafði Fía á Sandiorð á því, að hún væri um það bil hætt að yrkja stökur en læsi enn leir. Þess vegna ákvað hún að senda brot úr dagbókinni heldur en ekk- ert. – En þetta „brot“ er raunar smáljóð, – tær skáldskapur: Um höfin aldan rauðvið rekur, rúllar í fjörur og aftur tekur. Sorfinn brimi, saltur, marinn sólþurrkaður, fúavarinn liggur hann í sandi síðast, sandstormar á honum níðast. Hann er alveg eins að strjúka og öldufaldinn silkimjúka. Ólafur Stefánsson segir frá því, að mikil orka fari í það bæði hjá sér og öðrum að segja hluti sem allir viti og sjái. T.d. hvað gerist í nátt- úrunnar ríki. Það snjóar og blæs, snjóinn tekur upp, það hlánar, og svo fer allt af stað á nýjan leik. Með- an þessu fer fram þá fikrar sólin sig hærra og hærra upp á himinhvelf- inguna, að vísu hægt í fyrstu, en svo vex henni ásmegin og tekur stærri skref.Og alltaf eru menn jafn hissa. Það fer ekki framhjá neinum, sem fórnar hér ljóðagraut, að sólin sem lá hér í leynum, er lögð upp á norðurbraut. En allir svo andskoti hissa, undrast slíkt háttalag, þó fyrir sé fjallgrimm vissa, að færumst nær vori hvern dag. Sigrún Haraldsdóttir gat ekki orða bundist en sagðist hafa fengið nóg af þessum vetri: Nötra af kulda nauðug má, nefið fullt af hor, lakar eru líkur á ég lifi fram á vor. Páll Imsland heilsar Leirliði, – sem enn þraukar! Og tekur undir með Sigrúnu: Skelf og nötra, skramla bein, skert er líf og kraftur. Svona vetur vont er mein. Vona’ hann komi’ ekki’ aftur. Helgi R. Einarsson heldur sig við limrurnar. Hér kemur „Sorg“: Úti um mela og móa syngur mjúkrödduð, einmana lóa. Það ku vera’ af því, karlleysi í, út af kaldlyndum, hortugum spóa. Sigríður Bárðardóttir orti: Nikulás ég nýtan finn nú á bættu haldi formaður í fyrsta sinn fyrir hlandkeraldi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rekaviður og sól hækkar á lofti BLÓMABEÐSVÆTA. „HÚN VAR EKKI MEÐ KLINK TIL AÐ SKIPTA 5.000 KALLI.“ Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líða stundum eins og hann sé enn hjá þér. JÆJA LÆKNIR, ERTU AÐ HITTA EINHVERN ÞESSA DAGANA? BARA SJÚK- LINGANA MÍNA HVERT FÓR HANN? HANN ER Á BIÐSTOFUNNI AÐ KYSSA VEIKAN ST. BERNHARÐS- HUND SVERÐFIMI ERU MÍNAR ÆR OG KÝR! SVÚSH! ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÆRNAR OG ANDVARP KÝRNAR SEM ÞÚ BORÐAR SÉU AÐ TRUFLA SVERÐFIMINA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.