Morgunblaðið - 23.01.2018, Page 30

Morgunblaðið - 23.01.2018, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið laugardaga 11-15 VIGO Fást sem 3ja sæta, 2ja sæta og stóll, margir litir af áklæði eða leðri. Opið virka daga 11-18 Ítalski leikstjórinn Leo Muscato breytti endinum á óperunni Carmen eftir Georges Bizet í uppfærslu Maggio Musicale Fiorentino Theatre (MMF) í Flórens til að taka afstöðu gegn ofbeldi karla á konum. Í um- fjöllun SBS Italian kemur fram að breytingin hafi fallið í fremur grýtt- an jarðveg hjá gagnrýnendum, fjöl- miðlum, almennum áhorfendum og listafólki þrátt fyrir að Muscato hafi engu breytt í tónlist Bizet. Óperan Carmen endar á því að Don José, sturlaður af afbrýðisemi, stingur Carmen til bana. Í uppfærslu Muscato tekst Carmen, eftir bar- smíðar Don José sem hyggst myrða hana, að grípa byssu hans og skjóta hann til bana í sjálfsvörn. Hann lifir nógu lengi til að taka byssuna úr höndum Carmenar og sýna lögregl- unni þegar hún mætir á vettvang svo Carmen er laus allra mála. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að með því að breyta endi óperunnar gætum við sett ofbeldi í garð kvenna á Ítalíu og í heiminum öllum á dag- skrá,“ segir Muscato, sem borist hafa hótanir vegna ákvörðunarinnar. Athygli vekur að stuttu eftir upp- þotið með Carmen neitaði bandaríski tenórinn Michael Fabiano í hlutverki sínu sem Hertoginn af Mantúa í Rigoletto eftir Verdi í leikstjórn Dav- ids McVicar að nauðga kvenpersónu verksins og reyndi fremur að tál- draga hana. Þessi breyting hans á framvindu verksins féll mun betur í kramið hjá áhorfendum en breyting Muscato á Carmen. Í báðum tilvikum var þó engu breytt í tónlistinni, að- eins framkomu og innræti persóna. Sjálfsvörn Carmenar fellur í grýttan jarðveg Ljósmynd/Pietro Paolini fyrir MMF Blóð Marina Comparato sem Carmen er illa útleikin af hendi Don José. Leikarar kvikmyndarinnar Three Billboards Outside Ebbing, Missouri hlutu flest verðlaun á verðlaunahátíð Sambands kvikmynda- og sjón- varpsleikara í Bandaríkjunum, Screen Actors Guild (SAG), í fyrra- kvöld. Leikhópur myndarinnar var verðlaunaður í heild sinni fyrir frum- úrskarandi leik auk þess sem Fran- ces McDormand var verðlaunuð sem besta leikkona í aðalhlutverki og Sam Rockwell sem besti leikarinn í aukahlutverki. Gary Oldman var verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Winston Churchill í myndinni Darkest Hour, Allison Janney hlaut verðlaun sem besta leikkonan í aukahlutverki í I, Tonya. Í frétt The New York Times um verðlaunin er bent á að allir fjórir of- annefndir leikarar hafi einnig unnið Golden Globe-verðlaunin fyrr í mán- uðinum fyrir túlkun sína sem auki til muna líkurnar á því að þeir hreppi einnig Óskarsverðlaunin eftirsóttu. Líkt og við Golden Globe-verð- launaafhendinguna fór á verðlauna- afhendingu SAG mikið fyrir baráttu kvenna gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem fram fer undir merkj- um #metoo. „Í sannleikanum felst kraftur og konur eru að öðlast kraft,“ sagði Gabrielle Carteris, for- seti SAG, við verðlaunaafhend- inguna. „Við erum stödd í miðri menningarbyltingu.“ Í fyrsta sinn í 24 ára sögu verðlaunanna sáu konur einar um að afhenda verðlaunin og var það gert vegna #metoo og kvennagöngunnar sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Ferlinum ljúki ekki um 40 ára Rosanna Arquette, ein leik- kvennanna sem áreittar voru kyn- ferðislega af kvikmyndaframleið- andanum Harvey Weinstein, var hyllt þegar hún fór upp á svið til að afhenda verðlaun ásamt Marisu Tomei sem þakkaði Arquette fyrir að rjúfa þögnina. „Þú ert ein þeirra sem rufu þögnina og við stöndum í þakkarskuld við þig,“ sagði Tomei við Arquette. Verðlaunahafar vísuðu í #metoo-byltinguna í þakkarræðum sínum og Sam Rockwell sagði hana „löngu tímabæra“. Í fyrsta sinn í sögu verðlaunanna var sérstakur kynnir og hefur leik- Verðlauna- helgi að baki  Julia Louis-Dreyfus oftast unnið Eitt af undrunarefnum íslenskrar listasögu er að ljósmyndunin er eldri en málaralistin,“ segir Katrín Elvars- dóttir sýningarstjóri samsýningar- innar Þessi eyja jörðin sem var opnuð um liðna helgi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Og Katrín bætir við að landslagsljósmyndun hafi verið ráð- andi í íslenskri ljósmyndalist og gegnt því lykilhlutverki að kynna Ísland á alþjóðavettvangi og viðhalda þjóðern- isvitund Íslendinga. Hún ákvað að velja á sýninguna verk fimm ljós- myndara sem eru komnir mislangt á myndlistarferlinum en vinna allir með persónulega nálgun við landslag og náttúru. Hún tekur í nálguninni mið af þeirri sýn á Ísland sem meðal ann- ars hefur birst í verkum erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem hafa notað landið „sem baksvið fyrir sögur af ætt vísindaskáldskapar um geim- ferðir og framandi reikistjörnur“, auk þess sem „sem geimfarar frá Geim- rannsóknastofnun Bandaríkjanna, NASA, æfðu sig í íslensku hrauni fyr- ir akstur á fjórhjólavagni á tunglinu. Það er því kannski engin tilviljun að heitið – Þessi eyja jörðin – er fengið frá gamalli Hollywood-kvikmynd úr flokki vísindaskáldskapar,“ segir hún. Listamennirnir eru þau Stuart Richardson, Kristín Sigurðardóttir, Claudia Hausfeld, Pétur Thomsen og Hallgerður Hallgrímsdóttir. „Verkin eiga sameiginlegt að vera prófsteinar á veruleikaskynjun okkar þegar kemur að myndheimi náttúru og landslags. Sýninguna setti ég upphaflega saman að ósk stjórnanda Galleri Image í Árósum sem vildi fá sýningu með íslenskri samtímaljósmyndum þegar Árósar voru ein af menningar- borgum Evrópu í fyrra,“ segir Katr- ín. Hún er sjálf ein okkar þekktustu samtímaljósmyndara en er hér í hlut- verki sýningarstjórans. „Ég ákvað strax að setja saman sýningu sem byggðist á landslags- ljósmyndun, með hliðsjón af til að mynda sýn erlendu kvikmyndagerð- armannanna sem kjósa að staðsetja framtíðarkvikmyndir hér, og verk þessara listamanna komu fljótt upp í hugann. Ég hitti þá reglulega og fylgdist með þeim þróa seríurnar áfram en það samtal varði í um eitt og hálft ár áður en sýningin var opnuð. Þegar síðan var ákveðið að sýn- ingin færi upp hér í Ljósmynda- safninu var ljóst að fjölga þyrfti verk- unum nokkuð, þar sem salurinn er stærri hér, en þá bættum við við fleiri verkum úr seríunum.“ Katrín segir sýninguna ferðast áfram. „Í vor verður hún sett upp í Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu í Finnlandi. Það er frábært að verkin sjáist sem víðast og fleiri stofnanir hafa sýnt sýningunni áhuga,“ segir Katrín. efi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Landslagssýn Katrín Elvarsdóttir hafði hliðsjón af sýn erlendra kvikmyndagerðarmanna sem kjósa að staðsetja framtíðarkvikmyndir hér á landi þegar hún valdi verk og listamenn á sýninguna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. „Prófsteinar á veru- leikaskynjun okkar“  Katrín Elvarsdóttir er sýningarstjóri Þessi eyja jörðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.