Morgunblaðið - 23.01.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 23.01.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Lekinn á Pentagon-skjöl-unum í bandaríska fjöl-miðla sumarið 1971 áttistóran þátt í að breyta viðhorfum Bandaríkjamanna til Víetnam-stríðsins. Stríðið var þegar orðið óvinsælt, en með birtingu skjalanna kom skýrt fram að banda- rísk stjórnvöld höfðu logið markvisst til um gang þess frá upphafi. Í myndinni The Post segir Steven Spielberg söguna af því þegar skjöl- unum var lekið og uppnáminu sem fylgdi þegar stjórn Richards Nixons reyndi að stöðva frekari fréttaflutn- ing með því að leita til dómstóla á þeirri forsendu að gögnin væru stol- in og birting þeirra landráð. Fyrstu fréttirnar upp úr Penta- gon-skjölunum birtust í The New York Times, en meginsögusvið myndarinnar er ritstjórn The Wash- ington Post, sem tók við keflinu þeg- ar keppinauturinn var múlbundinn. Uppljóstrarinn í málinu var Dani- el Ellsberg, haukurinn sem breyttist í dúfu og margir líta á sem fyrir- rennara Chelsea Manning og Ed- wards Snowdens. Ellsberg var með- al þeirra sem á sjöunda áratugnum lögðu á ráðin um það hvernig Banda- ríkin myndu heyja kjarnorkustríð. Hann var einnig í hópi þeirra sem skrifuðu skýrslur um gang stríðsins í Víetnam og var sjálfur á vettvangi. Mynd Spielbergs hefst á því að við sjáum Ellsberg í hermannagalla þar sem hann er á leið út í frumskóga Ví- etnams með sveit hermanna. Atriðið er niðursoðin útgáfa af hernaði Bandaríkjamanna í landinu. Sveitin paufast áfram í næturmyrkrinu. Allt í einu rýfur skothríð kyrrðina. Her- mennirnir byrja að skjóta út í loftið, en þeir sjá aldrei óvininn. Svo fara þeir að falla einn af öðrum. Ellsberg slapp lífs og á leiðinni heim til Bandaríkjanna situr hann í flugvél ásamt Robert McNamara varnarmálaráðherra, sem er að ríf- ast við aðstoðarmann um gang stríðsins. Aðstoðarmaðurinn segir að allt gangi vel, en McNamara er ekki sammála og kallar á Ellsberg, sem segir að stríðið sé í besta falli þrátefli. Hvað sagði ég, segir ráð- herrann. Þegar flugvélin lendir bíða blaða- menn við landganginn. McNamara svarar spurningum þeirra og full- yrðir að hernaðurinn í Víetnam gangi vel. Ellsberg heyrir ráð- herrann tala þvert á orð sín í vélinni og gengur í burtu með óbeitarsvip á andliti. Þarna ákveður hann að ætli ráðamenn ekki að segja sannleikann muni hann grípa til sinna ráða og næst sjáum við hann þar sem hann er að lauma skjölum framhjá örygg- isverði til að ljósrita þau. Á þessum punkti hefst blaða- dramað, sem er rauði þráðurinn í myndinni. Meginsögusviðið er rit- stjórn Washington Post. Katherine Graham er tekin við stjórn blaðsins sem faðir hennar rak og átti og hafði sett í hendur eiginmanns hennar, Philip Graham. Þegar hann fyrirfór sér tók hún við keflinu og varð útgef- andi. Ritstjóri blaðsins er Ben Brad- lee. Blaðið er í kröggum og ákveðið hefur verið að fara með það á hluta- bréfamarkað til að afla fjár. Bæði vilja þau veg blaðsins meiri og auka útbreiðslu þess þannig að það hafi slagkraft á landsvísu. Brad- lee reytir hár sitt yfir því hvernig hann eigi að fara að og horfir til New York Times öfundaraugum. Hann hefur stöðugar áhyggjur af því hvaða skúbb verði á forsíðu keppi- nautarins. Þessa dagana vekur at- hygli hans að ekkert hefur birst eftir Neil Sheehan, einn fremsta blaða- mann New York Times, sem hvað mest hefur skrifað um stríðið í Víet- nam, í þrjá mánuði. Ástæðan kemur brátt í ljós. Sheehan, höfundur einn- ar bestu bókar sem skrifuð hefur verið um stríðið í Víetnam, A Bright Shining Lie, hefur legið yfir Penta- gon-skjölunum. Þegar dómstólar banna New York Times að birta frekari fréttir upp úr gögnunum hleypur á snærið hjá Washington Post. Einn blaðamaður blaðsins, Ben Bagdikian, þefar Ellsberg uppi og fær ljósrit af skjölunum í hendur. Málið er hins vegar ekki svo ein- falt fyrir Graham. Hún er að læra að fóta sig í heimi þar sem karlmenn ráða ríkjum og fær að finna fyrir því að hún nýtur ekki fyllsta trausts vegna þess að hún er kona. Hún þarf einnig að taka erfiðar ákvarðanir um hvort bjóða skuli valdinu byrginn. Það snýst ekki að- eins um hvort kalla eigi yfir blaðið reiði Richards Nixons og stjórnar hans, heldur einnig að skjölin varða orðspor McNamara, gamals og trausts vinar. Fyrir utan Bradlee þrýsta allir á Graham að birta ekki. Hann messar yfir Graham um að nálægðin við valdið megi ekki verða til að draga úr slagkrafti fjölmiðlanna. Hún spyr hvort vinátta hans við Jackie og John F. Kennedy og reglulegar heimsóknir hans í Hvíta húsið hafi ekki orðið til að hann hafi dregið úr þunga högga sinna. Togstreita þeirra er þungamiðja myndarinnar og er leikur Meryl Streep í hlutverki Graham og Toms Hanks í hlutverki Bradlees óaðfinn- anlegur. Hanks fetar í fótspor Jas- ons Robards, sem lék Bradlee í myndinni All The President’s Men frá 1976 og hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Í meðförum Hanks verður Bradlee ívið manneskju- og mann- legri, þótt hörkutólið sé enn til stað- ar. The Post virkar jafnvel sem for- saga þeirrar myndar og á stundum er áferð myndanna svipuð. Eitt besta atriðið í myndinni er þegar kona Bradlees opnar augu hans þegar hún nefnir hugrekki Graham og hann spyr hvað um sína áhættu. Þá svarar hún með því að Graham sé að leggja allt undir, blað- ið og fjölskyldufyrirtækið, á meðan áhætta hans sé engin. Þvert á móti muni orðstír hans verða meiri og fari blaðið á hausinn muni hann alltaf fá vinnu annars staðar. Mynd Spielbergs er skemmtileg, spennandi og hefur upp á margt að bjóða fyrir augað. Gamlir blaða- hundar munu hafa gaman af að sjá atriði frá tímum blýsins í prentun blaða. Spielberg notast að hluta við gamalt efni. Alltaf þegar menn safn- ast saman við sjónvarpsskjái er gamalt efni dregið fram og má sjá andlitum fréttamanna á borð við Daniel Schorr og Walter Cronkite bregða fyrir. Þegar við heyrum rödd Nixons þar sem hann segir í lok myndar að aldrei nokkurn tímann skuli blaðamaður frá Washington Post stíga fæti inn í Hvíta húsið er það gömul upptaka forsetans sjálfs. Spielberg á það til að predika, líkt og hann treysti ekki áhorfendum til að átta sig á hlutunum nema þeir séu stafaðir ofan í þá. Þar má nefna að þegar Graham kemur í kauphöllina gengur hún framhjá hópi kvenna sem horfa á hana í aðdáun á leið inn í salinn þar sem hjörð karla bíður hennar. Seinna, þegar hún kemur út úr hæstarétti, fer hún í gegnum hóp kvenna þegar hún gengur niður tröppurnar. The Post lýsir slag á milli yfir- valda og fjölmiðla. Í myndinni er lát- ið að því liggja að fjölmiðlar séu síð- asta vígið, bregðist þeir geti valdhafarnir vaðið yfir allt á skít- ugum skónum. Myndin var gerð á mettíma. Tökum lauk í febrúar og hún var frumsýnd í desember. Spiel- berg hugsar hana sem innlegg í um- ræðuna um Donald Trump Banda- ríkjaforseta, sem er með fjölmiðla á heilanum, sakar þá stöðugt um lygar og falsfréttir og hefur velt fyrir sér í tísti hvers vegna leyniþjónustunefnd þingsins rannsaki ekki fréttaflutn- ing um sig (án þess að ljóst sé hversu mikil alvara búi að baki þeirri áeggjan). Í þessari mynd leitar Spielberg á kunnuglegar slóðir þar sem ein- staklingar þurfa að ákveða hvort þeir standa uppi í hárinu á valdinu, eða spila með. Má einnig nefna The Bridge of Spies frá 2015 og Lista Schindlers frá 1993. Hann veltir upp mörgum lykilspurningum, sem hér er aðeins tæpt á. Spielberg hefur einstaka frásagnargáfu hvað sem líður predikunartilhneigingunni og þegar hann kemst á flug er erfitt annað en að sogast inn í frásögnina. Á að birta? Tom Hanks og Meryl Streep í kvikmyndinni The Post. Á skjön við valdið Sambíóin The Post bbbbn Leikstjórn: Steven Spielberg. Leikarar: Meryl Streep, Tom Hanks, Sarah Paul- son, Bob Odenkirk, Tracy Letts, Bradley Whitford, Bruce Greenwood og Matt- hew Rhys. Bandaríkin, enska. 116 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Rokkarinn Tom Petty lést úr of stórum lyfjaskammti, nánar til- tekið blöndu lyfja og þá m.a. ópíóíða, að því er fjölskylda Pett- ys greindi frá fyrir helgi. Petty lést í október í fyrra, 66 ára að aldri, og við krufningu greindust nokkrar ólíkar tegundir ópíóíða, þar á meðal fentanyl. Petty fékk hjartaáfall og fannst látinn á heimili sínu í Malibu í Kaliforníu. Hafði hann þá viku fyrr lokið tón- leikaferð um Bandaríkin með hljómsveit sinni, Heartbreakers. Í samtali við tímaritið Rolling Stones sagði Petty að ferðin gæti orðið hans síðasta þar sem hann vildi ekki eyða allri ævinni í tón- leikaferðir, að því er fram kemur í frétt á vef Washington Post. Eiginkona hans, Dana, og dóttir þeirra Adria skrifuðu yfirlýsingu á vef hljómsveitarinnar og Face- book-síðu hennar að Petty hefði glímt við lungnaþembu og mjaðmarbrot og auk þess verið slæmur í hnján- um. Hann hefði ekki viljað svíkja aðdáend- ur sína og því haldið 53 tón- leika í þessu ástandi. Vegna óbærilegs sárs- auka hefði hann tekið inn uppá- skrifuð verkjalyf af ýmsum gerðum og það hefði fjölskyldan vitað áður en hún fékk í hendur krufningarskýrsl- una. Dauðsfall Petty hefði því verið slys og vildi fjölskylda hans greina frá dánarorsökinni í von um að geta bjargað mannslífum og hvatt til frekari umræðu um notkun þessa tiltekna flokks sterkra verkjalyfja, ópíóíða en dauðsföllum vegna of stórra skammta af ópíóíðum hefur fjölg- að með hverju árinu í Bandaríkj- unum frá aldamótum. Petty lést af völdum ópíóíða Tom Petty á tón- leikum í fyrra. Meira til skiptanna BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 5.30 SÝND KL. 5.30SÝND KL. 5.30SÝND KL. 7.50, 10.30SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 7.50, 10.30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.