Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 12
ÚTIVIST 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 Þau eru misjöfn áramótaheitin sem fólk setur sér ánýju ári en flest snúast þau um að ná nýjummarkmiðum og ögra sjálfum sér. Hrönn Bald- ursdóttir varð fimmtug árið 2017 og í upphafi síðasta árs ákvað hún að ganga fimmtíu sinnum upp að steini í Esju á árinu. Hún leyfði Facebook-vinum að fylgjast með og setti inn eina færslu og eina sjálfu í hvert skipti sem hún fór á Esjuna. Í byrjun desember átti hún eftir sautján ferðir. Blaðamaður var einn af þeim sem fylgdust með þessari áskorun og það var ekki laust við smá áhyggjur; skyldi hún klára þetta fyrir áramót? En Hrönn fór létt með það og skráði síðustu Esju- færsluna daginn fyrir gamlársdag: 50/50 Já það tókst. Dásamlegt að ljúka markmiði og ánægð með að hafa byrjað. Naut þess að fara yfir árið á leiðinni upp og íhuga næstu markmið. Þau verða nokkur eins og venju- lega þó þau rati ekki alltaf á Fb. Kærar þakkir fyrir hvatninguna. Setjum okkur markmið, þau eru tæki til að nota og setja markið hærra. Sigurinn felst í að BYRJA! Tengir jóga við göngur Hrönn er náms- og starfsráðgjafi í Fjölbraut í Ármúla, jógakennari hjá Yogasmiðjunni og gönguleiðsögu- maður. Hún er ekki ókunnug fjallamennsku og göngu- ferðum. „Það eru átta ár síðan ég byrjaði að vera með jóga- göngur og hef verið jógakennari lengi og gönguleið- sögumaður. Mig langaði að tvinna þetta saman, jóga og göngu, og hef verið í þessu aðalega á vorin, sumrin og haustin,“ segir Hrönn. „Svo hafði ég svigrúm fyrir ári að minnka vinnuna niður í 50%,“ segir Hrönn og segist þá hafa haft betri tíma fyrir Esjugöngur. Vísar fólki veginn „Ég hef verið með fjallabakteríu frá því að ég man eftir mér og hef verið í því í þrjátíu ár. Þannig að ég fór í gönguleiðsögunám sem er eins árs nám sem ég tók á tveimur árum með vinnu. Svo lærði ég að vera Kundal- ini-jógakennari þannig að ég er í þremur draumastörf- um. Öll störfin fela í sér einhvers konar leiðsögn,“ segir Hrönn. „Það er yndislegt að finna það þegar maður getur vís- að fólki áfram. Ég byrjaði um 2009 að fara í jógagöngur, en það er í raun ferð út í náttúruna þar sem við förum í hugleiðslu. Þá göngum við mismunandi rólega þar sem við einbeitum okkur að önduninni og beinum athyglinni að einhverju, í lotum. Stundum er gengið í þögn og stundum er stoppað og farið í jógaæfingar, hugleiðslu eða öndunaræfingar. Ég fókusera á Ísland, ég er ekki með það í kortunum að fara til útlanda, það eru nógu margir í því. Ég er heilluð af Íslandi,“ segir Hrönn. „Þetta er draumalandið fyrir svona göngur; hér er víðátta og kyrrð og stutt að fara til að komast út í nátt- úruna.“ Að ganga yfir landið Hrönn hafði nóg fyrir stafni á fimmtugsárinu sínu. Auk starfanna þriggja stofnaði hún fyrirtækið Þín leið sem skipuleggur jógagöngur, á milli þess sem hún gekk á Esjuna. „Þetta var stórt ár. Ég gekk líka inn í rekstur Yogasmiðjunnar,“ segir Hrönn. „Ég hef verið í gönguleiðsögn á sumrin, fyrst hjá Ís- lensku fjallaleiðsögumönnum með útlendinga og svo undanfarin ár með Útivist. Þar fékk ég það drauma- verkefni að vera leiðsögumaður „horn í horn“, þar sem er gengið frá Eystra horni að Hornströndum á fjórum árum, í áföngum,“ segir Hrönn. „Þetta er draumurinn, mér finnst þetta æðislegt.“ Hvað er heillandi við þetta? „Það er ofboðsleg orka að vera í náttúrunni og alger jarðtenging að vera einn í víðáttunni. Svo er þetta líka áskorun að þora að fara þangað þar sem enginn er, kannski leiðir sem eru ekki endilega stikaðar. Mér finnst líka gaman að ganga eftir korti og áttavita. Ég er ratvís og finnst gaman að lesa í landið,“ segir Hrönn og nefnir að margar mismunandi ástæður liggi að baki göngum hjá fólki. „Sumir eru að keppa við tímann, aðrir að fá líkamlega útrás og enn aðrir vilja kúpla sig út úr daglega lífinu.“ Gjöf til mín „Ég setti mér þetta markmið að fara fimmtíu sinnum upp Esjuna. Ég vildi gefa sjálfri mér þennan tíma. Og halda mér í þorinu, ef hægt er að orða það svo. Svo fær maður svo góðar hugmyndir úti í náttúrunni, þetta er gott fyrir líkama og sál,“ segir Hrönn. „Þó ég gangi mikið er ég ekki oft að ganga fyrir sjálfa mig. Þetta var gjöf til mín, og til að halda mér í formi,“ segir hún. „Í byrjun ársins gerði ég áætlun en ég er algjör excel- aðdáandi,“ segir Hrönn og brosir. „Þá dreifði ég göng- unum yfir árið en hafði mest yfir vor, sumar og haust. Planið var að hafa í mesta lagi tvær eða þrjár ferðir í desember, en svo riðlaðist það. Ég var aldrei með áhyggjur af þessu en þurfti að setjast niður og gera nýtt plan. Ég átti sautján ferðir eftir í desember. Það var þá bara meiri áskorun og gott að setja þetta á Facebook. Mér finnst líka gaman að sýna það að konur á mínum aldri eru að fara í fjallgöngur einar og að sýna að maður þarf ekki að vera í pásu yfir veturinn. Það er oft svo gott veður yfir veturinn líka,“ segir Hrönn. „Við getum öll verið aðeins ákveðnari við okkur, við getum mikið meira. Svo er gaman að vera góð fyrirmynd,“ segir Hrönn og bætir við: „Sigurinn felst í því að byrja, ekki endilega að klára.“ Hrönn birti fimmtíu sjálfur af sér uppi á Esjunni og deildi með Facebook-vinum sem fylgdust spenntir með þessari áskorun sem lauk á næstsíðasta degi ársins. Hrönn fór létt með að fara fimmtíu sinnum á Esjuna, enda alvön fjallgöngukona. Hún segir sigurinn felast í að byrja. Morgunblaðið/Ásdís Fimmtíu sinnum á fimmtugsárinu Göngugarpurinn, jógakennarinn og námsráðgjafinn Hrönn Baldursdóttir setti sér markmið í upphafi árs 2017 að ganga 50 sinnum á Esjuna árið sem hún fyllti fimmta tuginn. Hún segir hollt að fara út fyrir þægindarammann og ögra sjálfum sér. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.