Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 19
21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
bekknum með snjallsíma, og að þau vildu ekki
að barnið þeirra væri útundan. Þarna þurfa for-
eldrar að standa saman, að minnsta kosti fram
að 13 ára aldri. Og svo má ekki gleyma því að til
dæmis á Snapchat getur einhver nálgast barnið
þitt undir fölskum forsendum, stofnað til sam-
skipta og horfið svo aftur. Þarna hefur foreldrið
enga leið til að fara í símann og sjá hvað hefur
átt sér stað.“
Þórdís Elva: „Stundum er talað um að
klámsíur dugi en slíkt veitir bara takmarkað ör-
yggi. Ég rakst á rosalega flott ummæli netinu
sem voru á þessa leið: You can’t childproof the
World so you have to worldproof your child.
Sem þýðir auðvitað að sían á internetið verður
að vera innbyggð í barnið. Ef við kennum þeim
gagnrýna hugsun hjálpar það þeim að sía í
burtu efni sem er ekki ætlað börnum.
Annars er pínu erfitt að setja sig í spor þess-
arar kynslóðar sem elst upp í dag. Ef maður átti
sjálfur erfiðan dag í skólanum, var kannski að
ganga í gegnum erfitt félagslegt tímabil, þá gat
maður komið heim úr skólanum og þá var þeim
hluta dagsins svolítið lokið. Maður átti annað líf
heima og þá gat maður verið sá sem maður vildi
og þurfti ekki að halda uppi grímunni. Í dag er
pressa hjá mörgum ungmennum að vera með líf
sitt í beinni. Þau koma heim úr skólanum og það
hættir ekkert þar. Ef þú ert ekki dugleg á
snapchat eða instagram, alltaf að færa fréttir af
því sem þú ert að gera þá ertu bara ekki „inn“
og þá er líka pressa á því að það sem þú tekur
þér fyrir hendur heima sé hipp og kúl og áhuga-
málið sé ekki nördalegt.
Þetta er veruleiki ungs fólks í dag en þess
vegna er enn mikilvægara að við dæmum ekki.
Mér finnst þolendaskömmin og skilningsleysið
meðal þessarar kynslóða sem ólst ekki upp við
þessa tæknilegu möguleiki vera of mikil, til dæm-
is ef nektarmyndir fara á flakk, að drusluskamma
ekki og halda því fram að þetta sé allt krökkunum
að kenna sem taka svona myndir af sér.“
Brynhildur: „En það má nefna hliðstæður
sem þessi kynslóð getur kannski skilið. Eins og
ástarbréf. Hvernig hefði manni liðið ef þau
hefðu verið fjölrituð og hengd upp á alla veggi í
skólanum. Krakkar tjá sig á kynferðislegan hátt
sín á milli og senda oftast myndir í góðri trú.
Það eru þeir sem dreifa þeim sem eru sökudólg-
arnir.“
Þórdís: „Ég er mjög fegin að mín ástarljóð,
sem voru eins og sykurhúðuð ponyhesta mar-
tröð, fóru ekki í dreifingu.“
Reynslusögur í 10 ára bekk
Þegar þið farið af stað með fræðslumyndirnar
ykkar, fannst ykkur vanta fjölbreytta fræðslu
inn í skólakerfið?
Þórdís Elva: „Manstu eftir dönsku kyn-
fræðslumyndinni, teiknimyndinni? Hún var not-
uð í 30 ár.“
Brynhildur: „Ég var með mjög góða fræð-
endur miðað við tíðarandann þá en engu að síð-
ur var þetta aðallega umræða um eistnalyppur
og eggjastokka, sem þarf líka að vera en ekki
það eina. Félags- og tilfinningalega hlutann
vantaði, sem er aðalmálið. Sá sem er skotinn í
einhverjum er ekki að hugsa um eistnalyppur.“
Allt sem kemur fyrir í Myndinni af mér eru
raunverulegar sögur, hvernig fenguð þið þær?
Þórdís Elva: „Þegar ég fór í fyrirlestraferð
um landið talaði ég við 3.000 foreldra á lands-
vísu og það ól af sér að ég var beðin um að koma
og tala við krakkana og endaði á að tala við
16.000 börn. Flestir krakkarnir voru á aldrinum
12-15 ára og 75% þeirra þekktu einhvern sem
hafði fengið senda eða sent nektarmynd af ein-
hverjum öðrum. 10-15% þekktu jafnaldra sem
hafði lent í því að nektarmynd af þeim var
dreift. Það mátti alltaf heyra saumnál detta í
fyrirlestrum mínum því það hafði enginn rætt
þetta við þau áður. Það var mikil ásókn í að
ræða við mig eftir fyrirlesturinn og þá komu
sögur í stórum stíl. Skólarnir fóru að fikra sig
neðar og biðja mig að tala við við 10 ára nem-
endur og yngst var 8 ára.
Ég hugsaði alltaf með mér: Nei, nú eru þau of
ung, fjandinn hafi það, það getur ekki verið að í
10 ára bekk sé einhver reynslusaga. En það var
alltaf þannig.
Mér varð ljóst að fræðslan mátti ekki standa
og falla með mér og gerði mér far um að mennta
alla skólahjúkrunarfræðingana.
Myndinni af mér er svo ætlað að koma því á
kortið að netið er orðið vettvangur fyrir kyn-
ferðisleg samskipti, og mörg ungmenni í dag
taka sín fyrstu skref þar.“
Þegar þið fóruð að vinna myndina, er margt
sem þið hefðuð ekki getað ímyndað ykkur?
Þórdís Elva: „Mjög margt. Eftir einn fyr-
irlestur minn á höfuðborgarsvæðinu komu til
mín tvær 14 ára stelpur sem báðu um að tala við
mig eftir á. Þær sögðu mér frá illræmdi vefsíðu
sem við stælum í Myndinni af mér, við breyttum
titlinum af virðingu við brotaþolana en hann er
samt mjög keimlíkur og þeir sem þekkja til geta
séð í gegnum þessa afbökun. Þar eru nekt-
armyndir aðgengilegar af íslenskum börnum
niður í 12 ára. Lögreglan segist vera máttvana
gagnvart þessari síðu því hún er vistuð í Suður-
Ameríku og þeir sem halda henni úti eru með
órekjanlega vafra. Þessar fjórtán ára stúlkur
sögðu mér að það væri búið að óska eftir nekt-
armyndum af þeim á þessari ógeðissíðu og þær
voru miður sín. Þarna eru sem sagt myndir birt-
ar af íslenskum börnum, sem eru teknar af sam-
skiptamiðlunum til dæmis þar sem viðkomandi
er jafnvel bara fullklæddur og spurt hvort ein-
hver eigi nektarmyndir af viðkomandi, börnin
eru nafngreind og jafnvel heimilisföng með en
þeir sem nota síðuna eru allir nafnlausir.
Stelpurnar verða þannig safngripir, eins og
pókemonspjöld. Stelpurnar sögðu mér að 11
manns til viðbótar hefðu lýst áhuga á að fá nekt-
armyndir af þeim en þær hafa aldrei tekið nekt-
armyndir af sér og sent. Til að hafa öryggið á
oddinum voru þær löngu hættar að fara í leik-
fimi og sund því þar gæti einhver verið með
myndavél. Þær voru samt áhyggjufullar því það
er svo auðvelt að fara í fótósjopp og setja höf-
uðið á þeim á líkama einhverra annarra, tæknin
er svo fullkomin, að það myndi ekki sjást að
þetta væri fölsuð mynd.“
Eru fleiri verkefni í bígerð sem þið tvær ætlið
að ráðast saman í í augsýn?
Þórdís Elva: „Maður er alltaf við sama hey-
garðshornið og heldur þessari baráttu áfram.
Ég bý núna úti í Svíþjóð þar sem maðurinn
minn fór þar í nám og á þessu ári mun bókin
mín, Handan fyrirgefningar, koma út í fjórum
löndum til viðbótar. En viljinn er sannarlega
fyrir hendi, þótt það sé ekkert akkúrat á teikni-
borðinu núna.“
Brynhildur: „Myndin af mér er komin í heild
sinni og fjórum þáttum á vef Vodafone og við
vonumst eftir að fá að fylgja henni eftir inn í
skólakerfið. Við erum óskaplega þakklátar þol-
endum sem gáfu okkur sögur sínar og öllum
sem komu að gerð myndarinnar. Svo langar
mig líka að benda á myndinaafmer.is þar sem er
að finna alls konar fróðleik og umræðupunkta
og líka hinar myndirnar okkar, Fáðu já og
Stattu með þér. og nei, við erum hvergi nærri
hættar!“
„Við eignuðust vináttu sem varð það djúp
og margslungin að við höfum aldrei átt
erfitt með að vera ósammála og takast á
um ólík sjónarmið, greiða úr því og í stað-
inn höfum við fengið ný sjónarhorn í far-
teskið sem við hefðum annars ekki haft.“
Morgunblaðið/Hari
’Þarna eru sem sagt myndirbirtar af íslenskum börnum,sem eru teknar af samskipta-miðlunum til dæmis þar sem við-
komandi er jafnvel bara full-
klæddur og spurt hvort einhver
eigi nektarmyndir af viðkom-
andi, börnin eru nafngreind og
jafnvel heimilisföng