Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 11
Kvennanefnd í þinginu
Konur eru í fyrsta sinn í forystu í atvinnuvega-
nefnd Alþingis. Formaður nefndarinnar og fyrsti
og annar formaður eru allt konur. „Atvinnuvega-
nefnd er nefnd sem bæði karlar og konur eiga að
stýra á víxl en þetta hefur verið í gegnum tíðina
hefðbundin karlanefnd, en þetta er allt að
breytast. Ég held að það séu svolítil tímamót
núna.“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður
atvinnuveganefndar, í samtali við RÚV.
Vatnið soðið
Víða í Reykjavík þurfti að sjóða neysluvatn í kjölfar þess að jarðvegsgerlar
fundust í vatni. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um hvernig gengið er
um vatnsból. „Ég myndi vilja loka vegunum um Heiðmörk fyrir vélknúinni
umferð. Það verður ekki gert með einu pennastriki.“
Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Veitna, á Morgunvaktinni á Rás 1.
Kraup og sleikti tærnar
„Ég settist til vinnu inni á skrifstofu minni og skömmu síðar kom kollegi
minn inn til mín og settist í annan viðtalsstólinn minn. Hann dásamaði
skóna mína og spurði svo hvort ég vildi ekki fótanudd. Ég neitaði því. Áður
en ég vissi af steig hann upp úr stólnum, kraup fyrir framan mig, tók upp
annan fótinn á mér og sleikti á mér tærnar.“
Nafnlaus #metoo-frásögn konu úr prestastétt.
Vegaborgari eða vegan?
Kona ein gerði þau mistök að ætla hamborgara frá Olís
það að vera vegan. Ástæða þessarar álykt-
unar var sú að borgarinn bar heitið
Vegaborgari. Þótt reyndar
hafi grænmetisbuff komið í
stað hefðbundins
nautaborgara þá
vísaði heitið í vegi
landsins en ekki
vegan-hreyf-
inguna.
Vetrarfærð
Útlit er fyrir að áfram þurfi að moka
snjó og skafa af bílum víða um land.
Vetrarlægðir eru enn í kortunum.
Morgunblaðið/Hari
VIKAN SEM LEIÐ
21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is
Dekraðu við línurnar
Að vera í brjóstahaldara
í réttri stærð skiptir miklu
máli, gefðu þér tíma,
við erum á Laugavegi 178
Haldari 8.950 kr.
Buxur 3.650 kr.
Misty
Þó að fótbolti hafi skyndilega orðið þjóðaríþróttokkar Íslendinga, þá er alltaf eitthvað við hand-bolta sem nær tökum á okkur. Mér dettur eig-
inlega ekkert í hug sem hefur náð eins oft að sameina
okkur jafnduglega og íslenska handboltalandsliðið.
Á stuttum ferli mínum sem íþróttafréttamaður upp-
lifði ég margar skemmtilegustu stundir mínar með
handboltamönnum og sennilega líka þær erfiðustu.
Liðinu hefur nefnilega alltaf tekist að hreyfa við okk-
ur. Það verður að vísu að segjast eins og er að síðustu
ár hafa verið býsna mögur þótt maður geti rifjað upp
margar gleðistundir í gegnum tíðina.
Handboltalandsliðið hefur einstakt lag á að koma
okkur á óvart. Þegar við héldum keppnina sjálf 1995
og bjartsýnin var í hámarki, þá gátum við ekki neitt.
Þegar við slysuðumst á síðustu stundu inná Ólympíu-
leikana í Barcelona lékum við til verðlauna.
Á þriðjudaginn vorum við fjórum mörkum yfir á
móti Serbum og allt í syngjandi lukku. Tveimur tímum
seinna eru strákarnir okkar bara að pakka niður, á
leiðinni heim.
Handboltalandsliðið er eins og unglingur á gelgju-
skeiðinu. Maður veit aldrei upp á hverju það tekur.
Við trylltumst þegar við unnum B-keppnina. Trúið
mér, það er ekki nokkur leið að útskýra það fyrirbæri
fyrir neinum. En það var samt meiriháttar.
Ég hef fylgst með handbolta frá því ég man eftir
mér. Þetta er nokkurn veginn það sem ég hef lært:
● Reglurnar eru algjörlega óskiljanlegar. Stundum
er dæmt víti, stundum aukakast og stundum sókn-
arbrot. Allt fyrir það sama. Fer bara eftir því hvernig
liggur á dómaranum.
● Línumaðurinn mætir alltaf fyrstur í hlaðborðið.
● Síðasti leikurinn er alltaf úrslitaleikur út af ein-
hverjum undarlegum reglum sem enginn hafði heyrt
talað um áður, en gefa Íslendingum tækifæri á að
komast áfram. Þannig er nánast öruggt að við gætum
komist áfram ef Spánverjar tapa næsta leik með einu
marki, Pólverjar gera bara jafntefli og Þjóðverjar
stilla eingöngu upp leikmönnum frá Austur-Þýska-
landi.
● Guðjón Valur eldist ekki.
● Þulurinn á RÚV er alltaf nokkrum sekúndum á
undan leiknum í fyrsta leik á hverju móti.
● Íslendingar gætu stillt upp heilu handboltaliði
með landsliðsþjálfurum alls staðar að úr heiminum.
● Sókn getur tæknilega verið endalaus. Ef dóm-
arinn er að fíla hana.
● Maður heldur alltaf að Ólafur Stefánsson sé að
segja eitthvað gáfulegt.
En regla númer eitt: Svíar eru alltaf vondi kallinn.
Handbolti hefur kennt mér að hata þá. Þeir hafa ein-
stakt lag á að stinga okkur í bakið. Frá Kurt Wad-
mark sem fékk Víkinga dæmda úr leik eftir sigur á
Ystad fyrir að hafa aðeins farið að hitta mennina. Til
Staffans Olssons sem við hötuðum af öllum lífs- og sál-
arkröftum (og komumst svo óvart að því að er bara
fínn gaur). Og ég er ekki að gleyma öllum þessum
óþolandi sænsku markmönnum. Jafnvel þegar við
loksins vinnum þá er það ekki nóg. Neinei. Þá kemur
bara íslenskur þjálfari, sem enginn hefur heyrt um, og
stingur undan okkur með því að vinna Króata!
Við erum upp til hópa sófahandboltasérfræðingar
sem gera fáránlegar kröfur til smáþjóðar. Þegar fyr-
irliðinn, sem hefur meira handboltavit í stóru tánni en
allir sem horfa til samans, er ekki nógu dapur eftir
tapleik, þá brjálumst við. Sitjum bara og tuðum um að
þetta og hitt hafi nú verið „vondi kaflinn“ sem alltaf
kemur. Við megum ekki gleyma því að góðu kaflarnir
hjá okkur eru einmitt vondu kaflarnir hjá hinu liðinu.
Handbolti er ekki stór íþrótt á heimsmælikvarða.
Það er samt mjög merkilegt hve miklum árangri við
höfum náð. Nú eru kynslóðaskipti í liðinu og meiri-
hluti nýju leikmannanna var ekki til þegar Kristján,
Alfreð, Einar, Jakob, Óttar og allir hinir lögðu grunn-
inn að íslenska handboltaveldinu. Við eigum að vera
stolt af því unga liði sem lék fyrir okkar hönd á EM.
Alveg sama hversu pirruð við vorum á þriðjudags-
kvöld. Það góða við handbolta er að stórmótin koma á
hverju ári og það er alltaf von til að okkur gangi betur
næst.
Hvernig ég lærði að hata Svía
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’Handboltalandsliðið er eins og unglingur á gelgjuskeiðinu.Maður veit aldrei uppá hverju það tekur.
UMMÆLI VIKUNNAR
’Litlar stúlkur verða ekki litlaralla tíð. Þær verða að sterkumkonum sem snúa aftur og eyði-leggja veröld þína.
Kyle Stephens, barnfóstra hjá fjölskyldu
Larrys Nassars, við réttarhöld yfir honum.
Skróp í kladdann hjá sáttasemjara
Fulltrúar flugfélagsins Primera Air mættu ekki á fund ríkis-
sáttasemjara vegna kjaradeilu við Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ,
enda telja þeir kjör sinna flugliða ekki falla undir íslensk lög.