Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Eggert Stofan er notaleg og fallega inn- réttuð. Sófinn er frá Rolf Benz úr Módern og ljósið heitir Enigma og er frá Louis Poulsen. Gunnhildur starfar hjá RVX sem sér-hæfir sig í tæknibrellum og sýndar-veruleikaupplifun og vinnur að eigin sjónvarpsþáttaröð í frítíma sínum ásamt vin- konu sinni Ebbu Sig. Nýverið sýndu þær ein- leikinn Guðmóðirin á Kaffi Laugalæk. „Kærasti minn er mikið fyrir hönnun en ég er meira lúðinn sem hendir einni og einni Star Wars-mynd upp á vegg eða vinkandi kisustyttu, sem endar alltaf inni í herbergi hjá mér af óskiljanlegum ástæðum,“ útskýrir Gunnhildur sem segir parið þó sammála um að vilja hafa heimilið stílhreint og notalegt. „Ég legg upp úr því að heimilið sé fallegt, kósí og per- sónulegt. Ég vil að heimilið teng- ist minningum og finnst því gam- an að kaupa hluti þegar ég ferðast sem minna mig á eitt- hvað.“ Parið segist versla mikið í húsgagnaversl- uninni Módern. Auk þess eru þau miklir ferðalangar og finnst mjög gaman að kaupa hluti frá löndum sem þau heimsækja. „Svo að sjálfsögðu verslum við á hinum og þessum stöðum. Fer eftir hvað okkur finnst flott hverju sinni.“ Gunnhildur segir þau sækja innblástur á heimilið frá tengdamóður hennar sem er inn- anhússtílisti . „Hún hefur hún átt sinn þátt í að smita okkur.“ Aðspurð hver sé griðastaður parsins á heimilinu svarar hún: „Ætli fyrir kallinn sé það ekki eldhúsið því að þar getur hann verið viss um að ég komi ekki og trufli hann. Nema þegar ég er orðin mjög svöng. Annars líður mér alltaf vel þegar ég sit í húsfreyjustólnum, fæ mér bjór og skrifa,“ útskýrir hún. „Mér finnst „gym“ eða líkamsræktarherbergið líka svolítið þægilegt. Þar get ég horft á þætti eða hlustað á kennsluvídeó á meðan ég geri æfingar. Er mikið að vinna með það undanfarið að gera tvennt í einu.“ Hvað varðar óskalistann inn á heimilið segist Gunnhildur búin að vera á leiðinni að kaupa mynd eftir Ylfu Grönvold í snyrtiherbergið sitt í tvö ár. „Hún gerir bara svo margar fallegar myndir að ég fæ alltaf valkvíða. Ætlaði að panta um daginn en þá sagði hún mér að hún ætlaði að gera fleiri myndir á næstunni. Valkvíðinn fær því að magnast meira upp.“ Gunnhildur segir sér líða best í húsfreyju- stólnum frá Eames. ’ Ég legg upp úrþví að heimiliðsé fallegt, kósí ogpersónulegt. 21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 ÚTSALA – ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR www.husgagnahollin.is VE FVERSLUN A LLTAF OP INAFSLÁTTUR 30% 62.993 kr. 89.990 kr. MONTREUX Borðstofuborð. Spónlögð hnota. Stærð: 180 x 90 x H: 75 cm Stækkanlegt í 219,5 cm með innbyggðum stækkunum. NEPTUN Borðstofustóll. Svartur og krómfætur. 4.796 kr. 11.990 kr. AFSLÁTTUR 60%SÍÐUSTU EINTÖKIN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.