Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 15
21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
líka öll saman í leikskóla en þau voru í Grænu-
borg og þar var líka Haraldur Ari Stefánsson
sem leikur með henni í Himnaríki og helvíti.
Hún tók tvisvar þátt í Skrekk með Austur-
bæjarskóla og vann keppnina þegar hún var í
10. bekk. „Það var mjög gaman. Þar fékk ég að
heyra að ég ætti að leggja fyrir mig að vera
leikkona sem ég þurfti að heyra. Ég þurfti að fá
þessa viðurkenningu frá einhverjum sem var
eldri og reyndari. Ég ætlaði alltaf að verða leik-
kona en steig ekki skrefið fyrr en í Skrekk.“
Einn þeirra sem hvatti hana mjög áfram þá
var Tyrfingur Tyrfingsson, sem er nokkrum ár-
um eldri en hún og er nú leikskáld. Hún segist
sömuleiðis eiga mikið að þakka afa sínum Árna
Björnssyni þjóðháttafræðingi og Lettu konu
hans og einnig móður sinni Ilmi Árnadóttur.
Eftir Austurbæjarskóla fór Blær í Mennta-
skólann við Hamrahlíð. Hún komst ekki inn í
LHÍ strax þannig að eftir stúdentinn vaskaði
hún upp í ár og lærði japönsku við Háskóla Ís-
lands í annað ár áður en hún tók inntökupróf í
LHÍ. Ef hún hefði ekki komist inn þá hefði hún
haldið til Japans en Japansferð er ennþá
draumur.
Fyrir utan að lesa hljóðbækur, eins og sagt
er frá hér til hliðar, hefur Blær lesið inn á
teiknimyndir. „Ég elska allt svona; ég er með
eitthvert blæti fyrir Disney,“ segir hún og bæt-
ir við að þegar hún hafi byrjað í Borgarleikhús-
inu strax eftir útskrift hafi hún ekki síst hugsað
um teiknimyndirnar sem leikararnir hafi talað
inn á fyrir. „Jói Sig., Hilmir Snær og Valur
Freyr; allar þessar raddir sem maður þekkir og
dýrkar. Draumurinn minn er að vera í Disney-
mynd. Þá verð ég ódauðleg,“ segir hún og
hermir eftir Hades úr Herkúles. „„Við dönsum,
kyssum, kelum og kíkjum svo heim á eftir.
Hvað finnst þér um það?“ Ég mun muna þetta
að eilífu. Ég er algjör nörd þegar kemur að
Disney.“
Það er því alveg ljóst að Blær er mjög fjölhæf
en hugsar hún aldrei að hún ætti að einbeita sér
að einu umfram annað? Tónlist umfram leiklist
eða öfugt?
„Ekki enn sem komið er. Þetta er tengt því
að vera hrædd við dauðann og vilja lifa. Gera
eins margt og maður getur. Líka áður en ég
eignast barn. Mér líður þannig að þegar ég
eignast barn verði ekki eins mikill tími, betra að
vera búin að lifa rappstjörnudrauminn,“ segir
hún.
Reykjavíkurdætur í ræktinni
Rappstjörnudraumurinn lifir góðu lífi með
Reykjavíkurdætrum og Blær segir að það að
koma fram á tónleikum hér heima eða erlendis
með þeim sé alltaf jafn gaman enda sveitin líka
vinkvennahópur.
„Áhersla okkar er ekki bara á eitthvað eitt.
Ég held að flestir haldi að við séum að reyna að
koma einhverjum femínískum áróðri til skila.
En við erum að gera nákvæmlega það sama og
allir hinir, rappa og gera það sem okkur finnst
gaman. Það er pólitískt af því að við erum kon-
ur og hugðarefni okkar eru meira ögrandi held-
ur en annarra. Það er líka pólitík í því að vera
ekki pólitískur. Það er mikil pólitík í því að
rappa bara um dóp og ef þú ert að fjalla um of-
beldi eins og það sé sjálfsagður hlutur er það
pólitík. Það er meiri pólitík í því að tala um kyn-
færi kvenna en karla. Allt er pólitík,“ segir hún.
Þó að það sé alltaf gaman þegar Reykjavík-
urdætur hittast er yfirleitt svo mikið að gera
hjá þeim í kringum tónleika svo þær ákváðu að
fara saman í líkamsrækt til að geta hist á öðrum
vettvangi.
„Við erum byrjaðar saman í ræktinni hjá
einkaþjálfara sem heitir Helgi, sem ég er búin
að vera hjá í ár. Yfirleitt vorum við bara að vinna
þegar við hittumst en nú förum við á líkams-
ræktaræfingu og svo á æfingu fyrir tónleika.
Hluti af því að það sé gaman að horfa á okkur er
að það er gaman hjá okkur og við erum svo góð-
ar vinkonur. Við erum allar að gera eitthvað
annað, það er ekki oft sem við getum hist eða
haldið tónleika en þetta er besta djammið og
nettasti vinahópur í Reykjavík.“
Kynntust fimmtán ára
Kærasti Blævar heitir Guðmundur Felixson.
„Við kynntumst þegar við vorum fimmtán
ára,“ segir hún en þau unnu saman í sumarvinnu
á vegum Reykjavíkurborgar. Þau, ásamt nokkr-
um öðrum, sluppu við hefðbundna bæjarvinnu
en stóðu með skilti og buðu ferðamönnum að-
stoð. Þau voru bæði í leiklist í menntaskóla,
hann í MR og hún í MH og þau fylgdust með
hvort öðru þar. „Við stofnuðum spunahóp sam-
an og svo vorum við í Stúdentaleikhúsinu og fór-
um saman í LHÍ,“ segir hún en Guðmundur er
útskrifaður af sviðshöfundabraut skólans og
einhverjir kannast áreiðanlega við hann úr Imp-
rov Ísland og Áramótaskaupinu. Hann hefur
ennfremur leikaragenið í sér en faðir hans er
Felix Bergsson.
Hún segir að vináttan hafi verið mjög góður
grunnur til að byggja samband á en þau þekktust
mjög vel áður en þau byrjuðu saman. „Við höfð-
um verið vinir mjög lengi og aldrei neitt meira en
svo allt í einu þegar við vorum í Listaháskólanum
byrjuðum við að hittast. Maður fullorðnaðist
fljótt og nú eigum við íbúð og bíl.“
Þau byrjuðu saman 1. apríl fyrir tæpum
þremur árum, sem var alls ekkert grín. Hún
bauð honum í páskaboð í fjölskyldunni þar sem
fósturamma hennar kynnti hann fyrir öllum
með þeim orðum að þetta væri Guðmundur,
kærastinn hennar Blævar. Hún er þakklát
henni fyrir að hafa tekið af skarið.
„Við höfðum aldrei sagt að við værum saman
við hvort annað, og ég gat ekki sagt nei og ekki
já. Hann var að koma í fyrsta sinn í fjöl-
skylduboð og strax kynntur sem kærastinn
minn,“ segir hún og þannig varð þetta stundin
sem þau byrjuðu opinberlega saman.
Hún er fegin að vera búin að festa ráð sitt.
„Það er svo asnalegt að vera í tilhugalífinu í dag.
Við vorum búin að vera að hittast í ár en það
þorir aldrei neinn að taka af skarið, vera í sam-
bandi á Facebook eða saman á forsíðumynd.
Það er svo erfitt fyrir alla að taka af skarið því,
það er alltaf einhver annar eða önnur í boði. Það
er erfitt fyrir fólk að skuldbinda sig,“ segir
Blær sem fór einu sinni eina kvöldstund á Tin-
der en fann strax að það var ekki fyrir hana.
„Ég fékk bara kvíðakast.“
Katrín Halldóra fyndnust
Í vikunni hófust æfingar fyrir verkið Sýningin
sem klikkar, sem verður frumsýnd á Nýja sviði
Borgarleikhússins í mars. Halldóra Geirharðs-
dóttir leikstýrir og þar leikur Blær m.a. á móti
Katrínu Halldóru Sigurðardóttur. „Hún er
bekkjarsystir mín úr LHÍ, og góð vinkona mín,
fyndnasta manneskja sem ég þekki. Sem er
skemmtilegt því hún er að leika Elly og allir
þekkja hana sem virðulega konu sem er með
andlegan þroska á við sextuga manneskju þrátt
fyrir að vera 28 ára en hún er í raun og veru
besti grínisti sem ég veit um. Hún mun fá að
skína loksins,“ segir hún í gamni en Katrín hef-
ur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á söngkon-
unni Elly í samnefndu verki. „Þetta er svona Of-
fice-húmor, allt klikkar sem hægt er að klikka,“
segir Blær sem er spennt fyrir framhaldinu.
Blær byrjaði í
vikunni að lesa
upp bækurnar
um Ísfólkið en
þær verða nú að
hljóðbókum. „Ég
er svo spennt.
Þetta eru 47
bækur, þetta er
rosa mikið og
mikilvægt hlut-
verk. Ég hef
aldrei gert þetta
áður en ég held
ég sé góður
kandídat í
þetta,“ segir hún
en hljóðbæk-
urnar eru gerðar
fyrir sænska fyr-
irtækið Storytel (storytel.is) sem undirbýr nú
starfsemi á Íslandi. „Þetta er svona Spotify fyrir
hljóðbækur,“ útskýrir Blær.
„Það er mjög spennandi að gera þetta því ég hef
ekki lesið Ísfólkið síðan ég var 15 ára,“ segir hún
en það var vinkona hennar sem kynnti bókaflokk-
inn fyrir henni.
„Ég var mikill manga-nörd á þessum tíma og
var þá að lesa manga sem heitir Inuyasha og er
um stelpu sem flakkar á milli tveggja tímaskeiða. Í
gamla tímanum verður hún ástfangin af manni
sem er hálfur maður og hálfur djöfull,“ segir Blær
og vinkona hennar spurði hana þá hvort hún væri
búin að lesa Ísfólkið en aðdáendur bókanna kann-
ast við líkindin í söguþræðinum við japönsku
manga-bækurnar sem Blær var að lýsa.
„Hún átti allar bækurnar og lánaði mér eina,“
segir Blær og þá varð ekki aftur snúið. „Ég var að
lesa þetta aftur fyrst í gær og mér leið eins og ég
væri fimmtán ára, varð skömmustuleg og spennt.
Síðan er fyndið að lesa þetta aftur núna, þetta er
að mörgu leyti gamaldags og það er skrýtið að
lesa bækurnar með kynjagleraugunum. En á sama
tíma eru bækurnar feminískar. Þær eru skrifaðar
af konu, um konur og fyrir konur. Þetta er fantasía
kvenna.“
Ísfólkið verður
að hljóðbókum
Morgunblaðið/Árni Sæberg