Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018
LESBÓK
KVIKMYNDIR Frumsýnd er um helgina í Smárabíói
og Háskólabíói myndin Three Billboards Outside Ebb-
ing, Missouri, sem er kolsvart gamandrama frá Ósk-
arsverðlaunahafanum Martin McDonagh. Í myndinni
segir frá Mildred Hayes, sem leikin er af Frances
McDormand, fráskilinni móður sem misst hefur dótt-
ur sína sjö mánuðum áður, en hún var myrt á hrotta-
legan hátt. Enn hefur lögreglu ekki tekist að leysa
sakamálið.
Myndin er tilnefnd til sex Golden Globe verðlauna;
fyrir bestu mynd, bestu leikkonu í aðalhlutverki,
besta leikara í aukahlutverki, bestu leikstjórn, besta
handrit og bestu frumsömdu tónlistina. Woody Har-
relson er í hlutverki lögreglustjórans.
Kolsvart gamandrama
Frances McDormand er tilnefnd til
Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn.
UPPISTAND Laugardaginn 20. janúar
klukkan 20 er tilvalið að skella sér í Há-
skólabíó og hlæja svolítið. Þar mun leikarinn,
rithöfundurinn, framleiðandinn og fjöl-
skyldufaðirinn Jim Gaffigan vera með uppi-
stand, en hann er þekktur fyrir brandara um
föðurhlutverkið, leti, kræsingar og fleira.
Sýningin nefnist Noble Ape en hann hefur
hlotið mikið lof fyrir sýningar á borð við Mr.
Universe og Jim Gaffigan: Obsessed, en báð-
ar hlutu tilnefningar til Grammy verðlauna.
Sjálfsævisaga hans heitir Dad Is Fat og fyrir
þremur árum gaf hann út bókina Food: A
Love Story.
Jim Gaffigan með uppistand á Íslandi
Grínistinn Jim Gaffigan treður upp laugardags-
kvöld í Háskólabíói klukkan 20.
Þátturinn Burðardýr sýnir íslenskan
veruleika eiturlyfjasmygls.
Burðardýr
STÖÐ 2 Á sunnudag klukkan 20.55
hefst fyrsti þáttur af sex um ein-
staklinga úr íslenskum veruleika
sem flækst hafa inn í skuggavef al-
þjóðlegs eiturlyfjasmygls. Þátta-
röðin nefnist Burðardýr og í hverj-
um þætti fáum við sögu eins
einstaklings og kynnumst mann-
eskjunni á bak við fyrirsagnirnar.
Áhugavert verður að fylgjast með
þáttunum, en burðardýr eru oft
undir hælnum á skipuleggjendum
eiturlyfjasmygls.
RÚV Á sunnudag klukkan 20.35
hefst þriggja þátta röð á RÚV sem
nefnist Thorne læknir. Þeir eru
skrifaðir af sama höfundi og Down-
ton Abbey og fjalla um Thorne
lækni og frænku hans Mary, sem
elst upp hjá honum eftir andlát föð-
ur hennar. Mary eyðir miklum tíma
í uppvextinum með hinni efnuðu
Gresham-fjölskyldu sem býr í ná-
grenninu. Ýmislegt fer að gerast
þegar hún og Gresham-sonurinn
Frank, fella hugi saman.
Aðalhlutverk: Tom Hollander,
Stefanie Martini og Harry Rich-
ardson.
Thorne læknir
Nýr þáttur á RÚV.
BÍÓRÁSIN Ósk-
arsverðlauna-
myndin Spot-
light frá 2015 er
sýnd klukkan
18.30 á sunnu-
dag á Bíórásinni.
Þar er rakin hin
sanna saga af
því þegar Spot-
light-teymi dagblaðsins The Boston
Globe afhjúpaði barnaníð og hylm-
ingu á glæpum innan kaþólsku
kirkjunnar, sem átti eftir að hafa
mikil áhrif á kirkjuna. Blaðið fékk á
sínum tíma Pulitzer-verðlaun fyrir
störf unnin í almannaþágu.
Stanley Tucci
leikur í Spotlight.
Spotlight
Margir þættir á Netflixhafa gengið árum samanog notið mikilla vin-
sælda og enn aðrir eru nýir af nál-
inni. Af mörgu er að taka en hér
eru taldir upp nokkrir af þeim
bestu. Vonandi er eitthvað fyrir
alla.
Fyrir þá sem ekki hafa séð
Orange is the New Black eru nú
á Netflix 65 þættir í fimm seríum
og óhætt er að mæla með þeim.
Þar fylgjumst við með kvenföng-
um og fáum innsýn í þann harða
heim. Þættirnir eru bæði vel
leiknir og vel skrifaðir og húm-
orinn er ekki langt undan þótt oft
sé mikið drama.
Önnur sería sem virðist falla vel
í kramið er Unbreakable Kimmy
Schmidt en þrjár seríur telja 39
þætti. Þetta eru gamanþættir í
anda 30 Rock og fjalla um konu
sem flytur til New York eftir að
hafa verið bjargað úr klóm dóms-
dagssértrúarsöfnuðs.
Í þriðja lagi má nefna BoJack
Horseman. Þetta eru fjórar
þáttaraðir sem telja 48 þætti. Sagt
er að þessi þáttur sé sá van-
metnasti á Netflix. Þessi teikni-
mynd er um hest sem heitir Bojak
sem eitt sinn var frægur en
frægðarsólin hefur slökknað. Eftir
að hafa legið í sófanum í áratug
ákveður hann að reyna að end-
urvekja fyrri frægð með frekar
dræmum árangri. Sagt er að þrátt
fyrir að Bojack sé hestur, sé hann
mannlegasta persónan í sjónvarpi
í dag. Nauðsynlegt er að horfa á
tvo til þrjá þætti til þess að verða
heltekinn.
Fyrir þá sem eru ekki með á
nótunum og hafa ekki enn séð
Stranger Things (tvær þáttarað-
ir) er helginni bjargað. Í fyrstu
seríunni er fjallað um drenginn
Will sem er tekinn af skrímsla-
veru og festist í einhvers konar
drungalegum hliðarheimi.
Hefst þá mikil leit en móðir
hans, leikin af Winonu Ryder, er
þar fremst í flokki. Án þess að
rekja söguþráðinn allan þá er
hægt að mæla með þessum þátt-
um fyrir alla sem hafa ríkt ímynd-
unarafl því þessi þáttur er ekki
fyrir þá allra jarðbundnustu.
Master of None heitir þáttur í
tveimur seríum. Hér er grínþáttur
á ferð, um sambönd og stefnu-
mótamenningu ungs fólks. Þætt-
irnir fjalla um gott fólk, þykja
frumlegir og lúmskt fyndnir.
Dear White People er nýleg
sería sem þykir einnig vanmetin.
Fjalla þeir um kynþáttamál í
háskóla og eru bæði fyndnir og
áhugaverðir.
Ein sería er búin af Mind-
hunter en hún fjallar um hvernig
FBI hóf að kortleggja hegð-
unarmynstur raðmorðingja á átt-
unda áratug síðustu aldar. Þætt-
irnir eru hægir en góðir.
Godless, framleitt af Steven
Soderbergh er „femínískur
vestri en að sama skapi þáttur um
feður og syni“ segir í lýsingunni.
Þátturinn gerist árið 1880 í litlum
námubæ þar sem nánast allir karl-
menn hafa látið lífið í námuslysi.
Segja sumir að þessi þáttur sé sá
besti sem kom á Netflix árið 2017.
Marvel’s Daredevil eru 26
þættir í tveimur seríum. Þessir
dimmu og drungalegu þættir
þykja vel skrifaðir og kvikmynda-
takan frábær. Sagt er frá hetjum
hasarblaðanna sem lifna við á
skjánum og fjalla þættirnir að
vonum um baráttu góðu kallana
og þeirra vondu.
Bretar eiga eina frábæra seríu á
Netflix sem nefnist Peaky Blind-
ers en sýndir hafa verið 24 þættir
í fjórum seríum. Þykja þeir líkjast
Boardwalk Empire, og gerast á
tíma áfengisbannsins á fyrri hluta
síðustu aldar. Þar segir af bresk-
um bófum, IRA, bruggi og fjár-
hættuspilum. Serían er sögð
ávanabindandi, ofbeldisfull og
gríðarlega spennandi.
Thinkstockphoto
Hvað er gott á Netflix?
Stundum finnst ekkert til að horfa á í sjónvarpinu, þrátt fyrir ofgnótt efnis.
Kannski er það hluti af vandamálinu; valið er erfitt þegar of mikið er í boði.
Þá er gott að hafa afmarkaðan lista af góðu efni sem finnst á Netflix.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Þrátt fyrir
mikið efni
virðist oft
erfitt að finna
eitthvað til
að horfa á
í sjónvarpinu.
Á vefnum uproxx.com er
einnig mælt með þessum:
Ozark
Luke Cage
The Crown
G.L.O.W.
13 Reasons Why
Bloodline
Sense8
Travelers
One Day at a Time
American Vandal
Alias Grace
Atypical
F is for Family
Lady Dynamite
Narcos
The Killing
The Punisher
The Defenders
Friends from College
The OA
Flaked
Disjointed
Fleiri góðir
þættir