Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Side 40
LESBÓK Söngleikurinn Björt í sumarhúsi verður sýndur í Salnum á laugardag kl.13. Hann er byggður á ljóðum Þórarins Eldjárns úr Gælum, fælum og
þvælum. Flytjendur eru Valgerður Guðnadóttir og Hrönn Þráinsdóttir.
Björt í sumarhúsi í Salnum
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018
Mild lopalykt tekur á móti gestum semheimsækja Hafnarborg á næstu vik-um. Þegar gengið er upp á efri hæð-
ina blasir við í sýningarsalnum viðamikil inn-
setning með skilrúmum eða veggjum úr lopa
og á þá er varpað einum níu myndbands-
verkum með tilheyrandi hljóði.
„Þetta eru minningabrot, vídeó sem ég hef
tekið á nokkurra ára bili, upplifanir sem eru
eins og minningar,“ segir listakonan Ráðhildur
Ingadóttir þar sem hún er að fínstilla vörp-
unina á lopaveggina.
„Ég hafði í nokkurn tíma hugsað um að
prófa að varpa myndbandsverkum á ullina eins
og ég geri hér og gerði það fyrst á sýningu í
Árósum árið 2015 en sú var þó mun minni en
þessi,“ bætir hún við.
Þessa viðamiklu innsetningu kallar Ráðhild-
ur Ultimate/Relative. Hún hefur lengi fengist
við hið óendanlega og eilífa í verkum sínum en
hér dregur hún upp svipmyndir af eigin heimi í
þessum myndbandsverkum og þá eru í hlið-
arsalnum verk sem hún vann út frá draumum
um listsköpun nokkurra vina.
Ráðhildur nam myndlist í Englandi á ár-
unum 1981 til 1986 en það sama ár hélt hún
sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu. Hún
hefur síðan sýnt víða hér á landi og erlendis,
auk þess að starfa sem sýningarstjóri. Hún
hefur verið gestakennari við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og Listaháskólann, sem
og við Konunglega myndlistarakademíið í
Kaupmannahöfn. Á árunum 2013-2014 var
Ráðhildur listrænn stjórnandi Skaftfells á
Seyðisfirði en hún býr og starfar þar, í Kaup-
mannahöfn og í Reykjavík.
Tilraunir með ullina
Ráðhildur segist hafa byrjað að nota hráull,
eins og hún kallar hana, á Seyðisfirði, þegar
hún komst að því að mikið af ull sem kom frá
bændum var brennt þar. Ég byrjaði að prufa
að vinna ullina og nota hana í innsetningar.
Ein var til dæmis í litlu galleríi í Kaupmanna-
höfn og þar gekk maður nánast inn í ullina og
með fylgdi hljóðrás sem ég gerði með tónlist
héðan og þaðan. Ég vann áfram með ullina á
samsýningum, og þá hugmynd að láta gesti
ganga inn í hana. Þetta voru ýmiskonar til-
raunir en ég tengdi ullina strax við þann áhuga
sem ég hef lengi haft á allskyns ryþmum og
kröftum,“ segir hún.
Myndbandsbrotin falla á ullina í rökkvuðum
salnum og skapa með hljóðrásum sem bland-
ast á göngu milli verka seiðandi tilfinningum
fyrir upplifunum og frásögnum, minningum
eins og Ráðhildur talar um. „Þetta eru ólík víd-
eó sem ég hef tekið upp gegnum árin,“ segir
hún til skýringar.
„Eitt er mjög meðvitað en það fjallar um ní-
ræða bóndakonu, Svanhvíti Jónsdóttur á Sels-
stöðum, og ég notaði það í verk sem var sýnt í
Skaftfelli í fyrrasumar. Við kynntumst þegar
ég flutti til Seyðisfjarðar og þegar við vorum
orðnar góðar vinkonur fór ég að taka upp sam-
töl sem við áttum. Annað vídeóið hér er úr um-
hverfi hennar, af gamla heimilinu hennar sem
hún hugsar einstaklega fallega um.
Þá er hér vídeó sem sýnir búddíska athöfn í
Nepal en ég dvaldi þar í klaustri í sex vikur;
annað frá Nepal er af strákum úti á götu að
spila á hljóðfæri. Svo var ég þrisvar sinnum í
mánaðarlangri dvöl á Grænlandi, við að vinna
verkefni, og eitt vídeóið sýnir samkomu þar
sem íbúar þorpsins koma saman og syngja af-
skaplega fallega. Annað frá Grænlandi er hins-
vegar af hundum sem gelta að manni þar allan
daginn.“ Og myndbandsverkin eru enn fleiri,
eitt er tekið í frystiklefa frystihúss á Seyð-
isfirði, svo sjást kríur í varpi í einu og það nýj-
asta tók Ráðhildur í sporvagni í Belgrad.
„Ég vinn þessi myndbönd alls ekki sem ein-
hver vídeóhandverksmaður heldur nota
tæknina einfaldlega til að koma ákveðnum
hlutum á framfæri. Sum eru ekkert klippt, fá
bara að rúlla eins og ég tók þau, meðan ég hef
klippt önnur til. Svo finnst mér mikilvægt að
vídeóin eru ekki skýr hérna; með því að varpa
þeim á ullina verður myndin óskýr og svolítið
óræð og tengingarnar í huganum verða aðrar
en þegar horft er á ofurskýrar myndir; þetta
verður líkamlegra á þennan hátt og með ull-
arlyktina í vitunum. Svo er það mikilvægur
þáttur innsetningarinnar að þótt öll vídeóin
séu spiluð í einu þá eru aðeins eitt eða tvö í fók-
us á hverjum tíma, og þá er hljóðið með þeim
líka í forgrunni.“
Tengingarnar í huganum
En hvað um verkin í hliðarsalnum?
„Þarna inni eru dreymd verk,“ segir Ráð-
hildur og bendir á einskonar háa trégrind með
mismunandi hillum sem ganga inn í hana, hvít
gólfverk og annað stærra úr bývaxi.
„Það er tenging milli drauma, eins og ég
vinn með þarna, og minninga, eins og í stóru
innsetningunni. Maður veit til dæmis oft ekki
hvort draumar séu minningar. Þetta þarna eru
dreymd verk eftir nokkra vini mína sem eru
myndlistarmenn – verk sem mig dreymdi að
þau hefðu gert. Þetta háa er verk eftir Sól-
veigu Aðalsteinsdóttur, sem ég gerði eftir að
hafa dreymt það. Á gólfinu eru verk sem mig
dreymdi á sama hátt að Ingólfur Arnarson og
Franz Graf hefðu gert – en ég gerði. Ég reyni
að komast eins nærri og ég get tilfinningunni
og verkunum sem birtast í draumunum.
Svo eru tvö málverk þarna líka sem vin minn
dreymdi að ég hefði gert. Hann er ekki lista-
maður en ég bað hann um að mála verkin eftir
draumnum og hann féllst á það. Mér finnst það
fallegt. Þegar maður er að pæla í einhverju,
eins og þessum draumverkum, þá er gaman að
fara eins langt með það og maður getur.“
Ráðhildur stendur við stóreflis grjóthnull-
ung á gólfinu á mótum salanna og segir að
þetta sé verkið sem hún hafi enn ekki nefnt.
Grjót sem er kannski um 600 kíló og hvílir á lít-
illi mottu og prjónuðum vettlingum og húfum –
frá grjótinu gengur síðan lopaþráður upp í
loftið. „Þetta er líka minning en hún er óræð-
ari en hinar sem þú sérð í vídeóverkunum. Á
opnun sýningarinnar verður gjörningur sem
tengist þessu verki. Því tengist ákveðin minn-
ing en ég kýs að tala ekki um hana …“
Þróa mig áfram og leita
Á síðustu árum hefur Ráðhildur unnið víða að
list sinni þar sem hún hefur deilt tíma sínum
milli Danmerkur og Íslands. Hefur það breytt
vinnu hennar og verkum?
„Ég hugsa það,“ svarar hún og segir að þau
Tumi Magnússon, eiginmaður hennar, séu
mikið á faraldsfæti. „Það er alltaf einhver
grunnur sem ég vinn með og úr en ég hugsa að
flakkið hafi til að mynda áhrif á praktískar
lausnir varðandi verkin. Auðvitað opnar það
hugann líka, tengingarnar breytast.
Ég hef verið að sýna hér og þar og hef tekið
þátt í námskeiðum og verið í vinnustofum í
löndum eins og Mongólíu, Nepal og Græn-
landi, ég sæki í það og sjálfsagt hefur það áhrif
– þótt ég sé ekki endilega meðvituð um það
hver þau eru. Ég veit til að mynda ekki hvers
vegna niðurstaðan á þessari sýningu hér í
Hafnarborg er nákvæmlega svona en ég er að
þróa mig áfram og að leita – eins og allir lista-
menn gera endalaust. Ég held bara áfram.“
Innsetning Ráðhildar Inga-
dóttur, Ultimate/Relative,
í aðalsal Hafnarborgar.
Ljósmynd/Spessi
Minningar á ull og dreymd verk
Ráðhildur Ingadóttir myndlistarkona opnar í Hafnarborg viðamikla innsetningu þar sem hún vinnur með minningar í mynd-
bandsverkum sem hún varpar á veggi úr ull. Þá hefur hún líka skapað verk annarra myndlistarmanna sem hana dreymdi.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
’ Það er alltaf einhvergrunnur sem ég vinn með ogúr en ég hugsa að flakkið hafitil að mynda áhrif á praktískar
lausnir varðandi verkin. Auð-
vitað opnar það hugann líka,
tengingarnar breytast.
Ráðhildur við verkið sem hún vann út frá
draumi um verk eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur.
Morgunblaðið/Einar Falur