Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018
Þ
uríður Blær Jóhannsdóttir leikur
stórt hlutverk í Svaninum, nýrri ís-
lenskri kvikmynd sem var frum-
sýnd í ársbyrjun og í Himnaríki og
helvíti sem var frumsýnt um síð-
ustu helgi á Stóra sviði Borgarleikhússins. Í
þessum verkum vill svo til að karakter hennar
ber ekki nafn; persónur eru ónefndar í Svan-
inum og í Himnaríki og helvíti gengur hún að-
eins undir nafninu „Strákurinn“. Sjálf er hún
alltaf kölluð Blær, nafni sem hún fékk ekki
skráð í þjóðskrá fyrr en fyrir nokkrum árum
því stelpur fengu ekki að heita Blær samkvæmt
mannanafnanefnd, bara strákar.
Fréttaflutningur um að þriðji mánudagurinn
í janúar væri versti dagur ársins fór framhjá
henni enda gengur Blævi allt í haginn en hún
átti meira að segja afmæli sama dag og viðtalið
fór fram, fagnaði 27 ára afmæli. Dagurinn á
undan var alls ekki versti dagur ársins hjá
henni, afmælisvikan var góð og það sama má
segja um allt árið hingað til og í dag laugardag,
þegar viðtalið birtist, stíga Reykjavíkurdætur á
svið ásamt fleiri rapptónlistarkonum í Gamla
bíói en Blær er einn stofnenda þeirra.
Í spjalli okkar kemur í ljós að Blær er mikill
aðdáandi bandarísku leikkonunnar Kate Hud-
son og svo skemmtilega vill til að þær eru báðar
dökkhærðar og stutthærðar um þessar mundir
en Hudson klippti sig fyrir kvikmyndina Sister
á meðan Blær skartar drengjakollinum í hlut-
verki stráksins í Himnaríki og helvíti.
Gríma Valsdóttir leikur hlutverk stúlkunnar
sem er í forgrunni í Svaninum en hún er systir
Sölku, góðrar vinkonu Blævar en þær eru sam-
an í Reykjavíkurdætrum. Blær frétti af hlut-
verkinu þegar Salka fór í prufu en þær systur
voru hreinlega of líkar til að geta verið sann-
færandi fjarskyldar frænkur í myndinni. Síðar
frétti hún af fleirum sem fóru í prufu og fékk
sjálf loks að koma í prufu og smellpassaði í hlut-
verk ungu konunnar.
„Þetta er fyrsta stóra kvikmyndahlutverkið
mitt, ég er mikið á skjánum og var að velta fyrir
mér hvernig ég vildi gera þetta,“ segir Blær
sem fékk innblástur frá fyrrnefndri Hudson,
ekki síst leik hennar í Almost Famous, sem er í
miklu uppáhaldi hjá henni.
Í myndinni leikur hún á móti þekktum leik-
urum eins og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur,
Þorvaldi Davíð Kristjánssyni og Ingvari E.
Sigurðssyni. Kötlu og Grímu þekkti hún en ekki
hina. „Það var bara eins og við hefðum alltaf
þekkst þegar hópurinn kom saman. Við bjugg-
um saman á einum stað og urðum bara eins og
fjölskylda. Alltaf á kvöldin eftir tökur fórum við
í sánu eða pottinn og fengum okkur bjór og fór-
um á trúnó. Það var alveg magnað og gaman að
vera svona út af fyrir okkur, þarna var enginn
annar,“ segir hún en tökur fóru fram í Svarf-
aðadal.
„Við erum ennþá góðir vinir en Þorvaldur
bauð okkur heim í jólasíld um daginn. Þetta er
orðinn vinahópur,“ segir hún.
Er ekki gaman að upplifa þessa stemningu,
hóp sem vinnur saman sem ein heild?
„Ég hef aldrei upplifað leiklistina öðruvísi
síðan ég útskrifaðist. Ég man þegar ég var á
lokaárinu í leiklistarnáminu í LHÍ, þá vorum
við látin fara í leik þar sem við vorum ein í liði
og öll á móti hvert öðru og kennarinn sagði:
„Svona verður þetta þegar þið komið út á mark-
aðinn. Allir eru óvinir ykkar. Þið eruð að kepp-
ast um hlutverkin.“ Ég ætla ekki að gera lítið
úr því að það sé erfitt að fá vinnu en leikarar
eru upp til hópa svo heilsteyptar manneskjur
að þeir vita að það hefur ekkert upp á sig að
vera með dívustæla og læti,“ segir Blær og tek-
ur Svaninn sem dæmi.
„Við erum öll í mismunandi hlutverkum í
þessari mynd. Það sem skiptir máli og það sem
er skemmtilegast að horfa á er gott samband
milli fólks. Það er enginn einn að fara að draga
einhverja lest,“ segir Blær og bætir við að það
hafi verið virkilega góð lífsreynsla að taka upp
þessa mynd og segir leikstjórann Ásu Helgu
Hjörleifsdóttur hafa gott innsæi.
Konur völdu karla
Óvenjumargar konur unnu við framleiðslu
þessarar myndar. „Þegar ég var komin með
hlutverkið og við vorum ennþá að leita að leik-
ara í hlutverk vinnumannsins [sem Þorvaldur
Davíð síðan hreppti], þá sátum við einhverjar
sex konur saman og mennirnir komu inn einn af
öðrum í prufu. Síðan var frammistaða leik-
aranna rædd og mér leið bara eins og það væri
verið að gera eitthvað sem mætti ekki því
venjulega er þetta öfugt, sex menn inni í her-
bergi og svo koma leikkonur inn ein af annarri.
Það var skemmtileg reynsla að vera bara með
konum í listrænu teymi.“
Eftir þetta kvennatal berst talið náttúrlega
að #metoo-byltingunni, sem Blær fagnar. „Það
væri frábært ef þetta kæmi því til leiðar því að
það væri alltaf sjálfsagt í allri misbeitingu valds
að maður bæri kennsl á það og segði að þetta
væri ekki rétt. Bara eins og með einelti, þú tek-
ur ekki einn á því að vera lagður í einelti, það er
fólkið í kringum þig sem á að taka á því. Þetta
er sameiginlegt átak að enginn sé lagður í ein-
elti og það þarf líka sameiginlegt átak að eng-
inn sé beittur ofbeldi.“
Blær útskrifaðist úr LHÍ fyrir þremur árum
en skólinn hefur komist á blað í #metoo-
sögunum. Hvernig skyldið málið horfa við
henni? Blær hugsar sig lengi um áður en hún
svarar.
„Ég fann fyrir skrýtnum hugsunarhætti og
misbeitingu valds þegar ég var í skólanum sem
ég fann svo ekki fyrir þegar ég kom út á vinnu-
markaðinn. Það er eitthvert tungumál þarna
sem ég er enn að reyna að fletta ofan af hjá
sjálfri mér. Mér fannst af því að skólinn er
verndað umhverfi þá eigi að ýta manni lengra
og maður eigi að gera meira en það er bara
rangt, sem ég er að átta mig á fyrst núna. Mað-
ur er ekki mikið að spyrja spurninga sem nem-
andi. Þarna er fólkið með tengslin sem maður
er ekki með sjálfur; fólkið sem kannski ræður
því hvort maður fái eitthvað að gera eða ekki.
Mér þykir vænt um fólkið þarna en það er
margt sem mætti betur fara.“
Typpið lak niður
Blaðamaður sá forsýninguna á Himnaríki og
helvíti og þá leit út fyrir að Blær væri með
ágætis pakka á milli fótanna. „Í sýningunni er
ég í svona nærbuxum með typpi. Á forsýning-
unni var ég ekki komin með nærbuxurnar og
typpið var alltaf að leka niður. En svo náðum
við að festa það og minnka. Það er aðallega
þarna til að ég fari ekki í einhverja hafmeyju-
stellingu,“ segir hún og bendir á að hún sé kona
að leika strák en ekki karl.
„Kona að leika karl er alltaf eitthvert grín og
þá verður hún eins mikill karl og hægt er. Ég er
bara að leika karakterinn í aðstæðunum. Ég er
með drengjakoll og í strákafötum og það er al-
veg nóg.“
Verkið gerist í fortíðinni, þar sem fátæklegt
líf stjórnast af fiskveiðum og náttúruöflunum.
Veltirðu mikið fyrir þér lífinu á þessum tíma og
hvað fólk væri að hugsa?
„Ég fór að hugsa um dauðann því verkið
snýst mikið um að lifa lífinu áður en maður
deyr. Ég fór að velta fyrir mér: hvað er að lifa,
er ég að lifa rétt? Mun ég sjá eftir einhverju
þegar ég er áttræð. Ég hugsaði mikið um hvað-
an við erum.“
Í verkinu eru persónur sem teljast tilfinn-
ingalega lokaðar og segist Blær hafa tekið eftir
mörgum þannig á förnum vegi á meðan hún var
að æfa verkið. „Ég er sjálf tilfinningalega lok-
uð, ég get ekki grátið í jarðarförum en ég get
grátið uppi á sviði. Við berum litla virðingu fyr-
ir mýkt á Íslandi. Við berum virðingu fyrir því
að vera töff. Konur sem leika karla og geta það,
þeim er hampað fyrir, það er yfirleitt Gríma
þar. Hallgerður langbrók, hún er með þetta, all-
ar hörðu konurnar eru nettastar. Þess vegna
eru Reykjavíkurdætur uppsprottnar á Íslandi,
við erum allar svo harðar,“ segir hún.
„Ég held að ég sé alveg nokkuð mjúk í sam-
skiptum við fólk, ég er ekki með mikinn skjöld.
Ef þú ert ekki með neina stæla er fólk yfirleitt
með minni stæla til baka, tilbúnara að vera það
sjálft. Svo er sömuleiðis vont þegar maður talar
við einhvern með opið hjarta og fær einhvern
skít til baka. Maður þarf að minna sig á að það
er fólk sem á erfitt, þegar fólk er með skjöld er
það af því að það hefur verið sært.“
101 Austurbæjarskóli
Blær ólst upp í 101 Reykjavík. „Ég var í Austur-
bæjarskóla þar sem eru bara börn leikara, út-
lendinga og öryrkja, þannig að allir eru fátækir.“
Að öllu gamni slepptu hefur Austurbæjar-
skóli sett mark sitt á hana. Þar kynntist hún
m.a. Kolfinnu Nikulásdóttur en þær stofnuðu
Reykjavíkurdætur saman. Margir samtíða
henni úr skólanum hafa sett mark sitt á menn-
ingarlífið eins og tónlistarmennirnir Unnsteinn
Manúel Stefánsson og Sturla Atlas. „Mér líður
stundum eins og ég sé ennþá í Austurbæj-
arskóla.“ Unnsteinn, Kolfinna og Blær voru
Dreymir um
að vera í
Disney-mynd
Hún leikur stórt hlutverk í Svaninum og fer á kostum í burð-
arhlutverki í Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu þannig að
árið byrjar vel hjá Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. Hún er líka
rappari en hún er einn stofnenda Reykjavíkurdætra. Í viðtalinu
kemur í ljós að hún er aðdáandi Kate Hudson og ber með sér
þann draum að tala fyrir persónu í Disney-kvikmynd.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
’Ég er sjálf tilfinningalega lok-uð, ég get ekki grátið í jarðar-förum en ég get grátið uppi ásviði. Við berum litla virðingu
fyrir mýkt á Íslandi. Við berum
virðingu fyrir því að vera töff.
„Ég held að flestir haldi að við séum að
reyna að koma einhverjum femínískum
áróðri til skila. En við erum að gera
nákvæmlega það sama og allir hinir,
rappa og gera það sem okkur finnst
gaman. Það er pólitískt af því að við
erum konur og hugðarefni okkar eru
meira ögrandi heldur en annarra,“
segir Blær um Reykjavíkurdætur.