Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 Þ ær Brynhildur Björnsdóttir og Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir hafa síð- ustu árin orðið nánar vinkonur og samstarfsfélagar. Saman hafa þær brallað ýmislegt, unnið stutt- myndir og verið baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi í skrifum, á skjánum og víðar. Þær hafa einnig brunnið fyrir að fræða unga fólkið okkar og nú er það þriðja fræðslumyndin úr þeirra smiðju sem var frumsýnd í vikunni, Myndin af mér, sem fjallar um kynferðisofbeldi sem þrífst í netheimum, meðal annars þegar nektar- myndir, sem sendar eru í trúnaði, fara á flakk. Blaðamaður Sunnudagsblaðs Morgunblaðs- ins hitti þær Brynhildi og Þórdísi Elvu yfir kaffibolla og þær komu sér fyrir í sófanum heima hjá Brynhildi þar sem ótal plott þeirra stallna hafa orðið til. Hvernig kynntust þið? Brynhildur: „Árið 2005 sá ég leikrit í Hafnar- fjarðarleikhúsinu sem hét Brotið sem ég hreifst ofboðslega af. Ég þekkti lítið til Þórdísar þá en komst að því að hún hefði skrifað verkið og það er svona það fyrsta sem ég man eftir Þórdísi inni á radar hjá mér, enda er töluverður aldurs- munur á okkur, 10 ár. Þórdís Elva: „Sem við gleymum alltaf, ég segi iðulega við Brynhildi að einhver sé á „okk- ar“ aldri án þess að fatta neitt. Ég man einhvern veginn alltaf eftir Brynhildi, bara úr leiklistarbransanum en við erum báðar menntaðar leikkonur. Brynhildur er eftirtekt- arverð með þetta fallega hár og miklu útgeislun.“ Brynhildur: „Svo hittumst við fyrst í sjón- varpsþættinum Taktu lagið með Hemma Gunn. Í þættinum voru tveir píanóleikarar og tvö lið og maður átti að þekkja lög og botna texta og við kepptum á móti hvor annarri, ég var þarna í liði með Hrólfi Sæmundssyni óperusöngvara.“ Þórdís Elva: „Ég keppti með manninum mín- um fyrrverandi, Guðmundi Inga Þorvaldssyni leikara, og ég held því fram enn þann dag í dag að Hemmi hafi ekki verið með atkvæðataln- inguna alveg á hreinu, tap okkar hafi verið minna, þótt Brynhildur og Hrólfur hafi unnið heiðarlegan sigur.“ Brynhildur: Löngu síðar, um jólaleytið 2011, kom upp mikil umræða í þjóðfélaginu í tengslum við ákæru vegna kynferðisbrotamáls og sú umræða varð mjög hávær. Ég man að ég var alveg miður mín, bæði yfir málinu en einnig voru ýmis ummæli sem maður sá sem hristu upp í manni. Þannig sá ég ummæli á netinu frá 13 ára stelpu sem virtist ekki vita hvaða áhrif kynferðisofbeldi hefði og sagði eitthvað á þá leið að ef henni væri nauðgað af einhverjum frægum myndi hún bara fíla það. Ég var að vinna mikið með börnum á þessum tíma í sjónvarpi og út- varpi og fannst þetta skelfileg ummæli. Í kjöl- farið fór ég, þá sem oftar þegar eitthvað þarf að ræða, í heimsókn til Páls Óskars Hjálmtýssonar en við höfum verið vinir síðan í menntaskóla. Við fundum bæði að við vildum gera eitthvað. Við vorum með ýmsar hugmyndir og plön en hann stakk upp á að gera stuttmynd. Ég hafði verið yfir mig hrifin af bók Þórdísar Elvu Á mannamáli sem kom út tveimur árum áður, og hvað hún hugsaði langt út fyrir boxið. Þannig að ég var alveg ákveðin í að mig langaði að vinna þetta með Þórdísi Elvu.“ Þórdís Elva: „Þegar Brynhildur og Páll Ósk- ar tóku sig saman um að gera eitthvað, þá var menntamálaráðuneytið búið leita til mín um að búa til einhvers konar fræðsluefnið fyrir efsta stig grunnskólanna og spyr hvort ég sé með hugmyndir. Í nánast sömu andrá hringja Bryn- hildur og Palli og segja: Við erum með góðar hugmyndir! Þetta var kosmískt, eins og örlögin hafi viljað stefna okkur saman.“ Smulluð þið strax saman? Þórdís Elva: „Já, við eignuðust vináttu sem varð það djúp og margslungin að við höfum aldrei átt erfitt með að vera ósammála og takast á um ólík sjónarmið, greiða úr því og í staðinn höfum við fengið ný sjónarhorn í farteskið sem við hefðum annars ekki haft.“ Fyrsta mynd Brynhildar og Þórdísar Elvu, sem Páll Óskar leikstýrði hét Fáðu já! en síðan þá hafa þær unnið tvær saman. Þórdís Elva: „Páll Óskar, súperstjarnan sem hann er, hafði í nægu að snúast en við sáum fljótt að þessi formúla, við tvær, virkaði vel.“ Brynhildur: „Og við gerðum saman aðra mynd, Stattu með þér, árið 2014.“ Þórdís Elva: „Þegar Jafnréttissjóður kallaði eftir umsóknum vorum við fullvissar um að við ætluðum okkur að skella í fleiri verkefni. Þá hafði ég lifað og hrærst mikið í stafrænu ofbeld- isvakningunni og við vorum einróma um að það yrði næsta verðuga verkefni.“ Verður að vera gaman í myndunum Hvað vakir helst fyrir ykkur, með því sem þið hafið verið að gera? Brynhildur: „Auðvitað að koma í veg fyrir andstyggilegt ofbeldi. Fræðsla er besta for- vörnin. En mér hefur líka fundist að ungt fólk sé snuðað um það að fá að sjá kynlíf sem fallegt, gott, fyndið og jákvæða uppsprettu samskipta. Klámvæðing og keppnisvæðing kynlífs, þar sem þú átt að hafa verið með mörgum og hafa prófað rosalega fjölbreytta hluti hefur allt of mikið vægi. Einnig er svo mikilvægt að gefa ger- endum, sem í langflestum eru ungir karlmenn, aðra valkosti til móts við þennan ofboðslega keppnisþrýsting frá umhverfinu, að þurfa að prófa allt.“ Þórdís Elva: „Þeir sjái að karlmennska snúist ekki um kynferðislega ávinninga.“ Brynhildur: „Að gefa þeim valkosti þannig að það sé einhver sem segi við þá: Nei, þetta þarf ekki að vera svona. Þú þarft ekki alltaf að stökkva til ef einhver stúlka er meðvitundarlaus inni í tjaldi eða herbergi, þú getur verið sá sem segir: Heyrðu, þetta er ekki í lagi. Það að reyna að gefa þann valkost í aðstæðum sem maður veit að geta komið upp – að velja að beita ekki kynferðislegu ofbeldi, eins fáránlega og það hljómar þegar maður segir það upphátt.“ Þórdís: „Þetta sem Brynhildur nefnir með já- kvæðu hliðar kynlífs þá verður að vera gaman í myndunum okkar, kynlíf er skemmtilegt og fal- legt. Við vildum líka passa að fræðslan yrði ekki þung og klínísk eins og kynfræðsla er stundum og þrungin skömm þar sem fókuserað er á það sem fer úrskeiðis eins og ótímabærar þunganir og kynsjúkdóma. Við vildum líka sýna að net- samskipti geta verið ofboðslega rómantísk en um leið og traust er brotið þá snýst það upp í andhverfu sína. Flestöll ungmenni fá sína kynfræðslu í gegn- um klám. Því hefur ekki verið veitt nægilegt mótvægi með góðri kynfræðslu. 25 milljón klámsíður eru aðgengilegar allan sólarhringinn og börn niður í 10 ára, eða yngri, eru með snjall- tæki. Kynfræðsla þarf að vera svo miklu rót- tækari og meiri til að geta haldið í við þessa þró- un. Mig langaði til að reyna að leiðrétta það sem mér finnst vera algengustu ranghugmyndirnar og valdefla krakka sem hefur verið brotið á eða eru í vafa. Ég klökkna þegar ég tala um það en ég hef fengið það staðfest frá fleiri en einum starfs- manni í Barnahúsi að það hafi orðið breyting eftir að fyrsta myndin, Fáðu já!, kom út. Nýir hópar af krökkum hafa komið sem skildu allt í einu að það hafði verið brotið á þeim. Það skiptir mig meira máli en nokkur viðurkenning eða verðlaunagripur sem verkefni okkar hafa upp- skorið.“ Brynhildur: „Eftir að Fáðu já var sýnd nem- endum í 9. bekk var könnun lögð fyrir þau og þau spurt hvort það væri auðveldara að tala um kynlíf almennt og við foreldra sína og þar svar- aði meirihluti já, þarna varð til einhver einlægur umræðugrundvöllur.“ Er miklu, miklu meira að varast í dag heldur en þegar þið voruð ungar? Brynhildur: „Krakkar eru ekki verri mögu- leikarnir til að skaðast eða valda skaða eru bara miklu meiri.“ Þórdís Elva: „Þegar við vorum að alast upp var ekkert til á netinu sem hét „double anal fist- ing“. Maður hafði ekki ímyndunarafl í það sem börn geta séð í dag með einum smelli á músinni. Þegar mjög ung börn eru komin með snjalltæki, með innbyggða myndavél og nettengd, þarf svo lítið til að mynd sé tekin og hún fari á flakk. Börn eru hvatvís, það er hluti af æskunni, og þau hafa minni getu til að hugsa fyrir afleið- ingum. Mér finnst mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað meðal fullorðinna, um möguleika snjalltækja og hvað er að gerast í kynferð- islegum samskiptum meðal barna og hvað ein ljósmynd getur haft mikið að segja.“ Brynhildur: „Einu sinni var mikil umræða um að heimilistölva ætti að vera í „almennu rými“ svo foreldrar gætu fylgst með hvaða síður börnin væru að heimsækja á netinu. En svo láta þessir sömu foreldrar börnin sín fá snjallsíma, þar sem þau geta setið úti á róló og gert alls konar hluti á símann sem þau hafa alls ekki ald- ur til. Ég hef rætt það við foreldra sem ég hélt að væru frekar meðvitaðir en leyfðu börnum sín- um samt að vera með snjallsíma og samskipta- forrit sem eru bönnuð innan 13 ára og þá sögðu foreldrarnir að það væru allir krakkarnir í Brynhildur og Þórdís Elva í sófanum þar sem allt er planað. Örlögin vildu stefna okkur saman Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hafa síðustu árin ráðist í stór verkefni sem hafa veitt okkur nýja innsýn í veruleika ungs fólks í dag, með það fyrir augum að gera hann að betri stað. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.