Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 34
FERÐALÖG Nýsjálendingar eru ekki feimnir við að vara ferða-menn við: „Gestir hafa hrapað til bana eftir að hafafarið framhjá tálmum á svæðinu. Ekki vera fáviti – haltu þig á merktum stígum,“ segir á skiltinu. Ekki vera fáviti 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.1. 2018 Helga Mogensen Kristin Sigfríður Garðarsdóttir Vagg og velta Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Ásbjörn Björgvinsson hefurlifað og hrærst í ferðaþjón-ustu árum saman. Byggði meðal annars upp Hvalasafnið á Húsavík og stýrir nú Eldfjallasetr- inu, Lava Center, á Hvolsvelli. Ás- björn hefur víða farið, innanlands sem utan en það var ekki fyrr en í haust að gamall draumur hans rætt- ist: að skoða sig um á Nýja- Sjálandi. Ásbjörn hefur haft mikinn áhuga á því fallega landi síðan nýsjálensk ungmenni komu hvern vetur til að vinna í fiski á Flateyri, þar sem Ásbjörn er fæddur og upp- alinn. Þau voru tvö saman, Ásbjörn og eiginkona hans, Hildur Guðnadóttir. „Við giftum okkur fyrir þremur ár- um og þetta var brúðkaupsferðin,“ segir Ásbjörn. „Ég hef unnið í ára- tugi með Discover the World, stærstu ferðaskrifstofu í Bretlandi sem sérhæfir sig í Íslandsferðum, þar á bæ vissu menn af þessum miklu áhuga mínum og gáfu okkur flug fram og til baka í brúðkaups- gjöf.“ Er virkilega allt fullkomið? Ásbjörn segir gjarnan haft á orði hér heima að Íslendingar ættu að taka Ný-Sjálendinga sér til fyr- irmyndar í ferðamálum því þeir séu komnir svo langt á leið. „Í skýrslum er oft talað um fyrirmyndarlandið og mig langaði að sjá með eigin aug- um hvort allt væri virkilega nánast fullkomið. Fór því með það fyrir augum að ræða við sem flest ferða- þjónustufólk og í ljós kom að það á í mörgum sömu vandmálum og við, til dæmis varðandi uppbyggingu innviða, sem ekki er komin nógu langt að þess mati. Vegakerfið er víða sprungið og mikið um viðgerðir og endurbætur þar sem við fórum um en regluverk í sambandi við þjóðgarða, fræðslu, upplýsinga- og öryggismál, aðgengi og því um líkt er aftur á móti miklu betra en hér heima.“ Ásbjörn segir niðurstöðu sína eft- ir ferðalagið að Íslendingar geti verið mjög stoltir af landinu og þeirri þjónustu og aðbúnaði sem þeir bjóði ferðamönnum. Nýja- Sjáland sé gríðarlega fallegt en Ís- land standi algjörlega jafnfætis að því leyti. Hann nefnir að hvergi þurfi að greiða aðgangseyri til að skoða náttúruperlur en þar sem far- ið sé um á vegum ferðaþjónustufyr- irtækis, með rútu eða í siglingu, sé vitaskuld greitt gjald. „Mér finnst betra að keyra hér heima því vegir á Nýja-Sjálandi eru ótrúlega víða mjög mjóir og hlykkj- óttir, lagðir í landslagið til þess að þeir sjáist ekki og lengi er verið að keyra, til dæmis þar sem þeir hlykkjast yfir fjallgarða. Vegir eru víða miklu betri á suðureyjunni.“ Maturinn var „dálítið breskur“,“ segir Ásbjörn. „Alltaf hollur og góð- ur en ekki jafn frábær og fjöl- breyttur og á íslenskum veitinga- húsum, sérstaklega þegar kemur að fiski. Þeir eru mikið með fish and chips og gætu lært heilmikið af ís- lenskum veitingamönnum.“ Ljósmynd/Ásbjörn Björgvinsson Dæmigerður vegur á norðureyjunni. Einbreiður í hvora átt hlykkjast hann meðfram sjónum, en þannig liggja vegir víða, til dæmis upp og niður fjallgarða. Langþráður draumur rættist Ásbjörn Björgvinsson ferðamálafrömuður og Hildur Guðnadóttir fóru ný- lega í brúðkaupsferð til Nýja-Sjálands. Frumkvöðullinn sló að sjálfsögðu tvær flugur í einu höggi og kynnti sér vel ferðaþjónustu þar niður frá. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Dæmigert landslag á norðureyjunni. Mikið er þar um hóla og hæðir. Jarðskjálftasafnið í Christchurch er afar áhrifamikið. Þar er fjallað ítarlega um skjálftana 2010 og 2011, afleiðingar þeirra og uppbyggingu í kjölfarið. Ásbjörn með leikurum í hlutverki Maóra, frumbyggja Nýja-Sjálands. Hann seg- ir nánast hvar sem komið er eitthvað í ferðaþjónustunni tengt frumbyggjunum. Hildur Guðnadóttir í garðinum þar sem kvikmyndirnar um Hobbitana og úr Hringadróttinssögu voru teknar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.