Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 45
Stjörnurnar eignast börn eins og annað fólk og þurfa að vanda valið þegar kemur að nafngjöf. Oft fara þær óhefðbundnar leiðir og enda börnin oftar en ekki með ansi skrautleg nöfn. Sum nafnanna hitta í mark og almenningur hermir gjarnan eftir en önnur nöfn eru hreinlega það skrítin að stjörnu- barnið fær að eiga það í friði fyrir almúganum. Ekki er hægt að tala um sérkennileg nöfn stjörnu- barna án þess að minnast fyrst á Frank Zappa sem á þrjú börn, þau Moon Unit, Dwee- zil og Divu Muffin. Nicolas Cage er mikill Súpermanaðdáandi og lét skíra son sinn Kal-El, sem er fyrsta nafn stálmannsins. Pilot Inspektor heitir barn Jasons Lees og Beth Riesgraf, en flestum finnst nafnið heldur sérkennilegt. Aðrir velja fallega skáldleg nöfn eins og Forest Whitaker gerði en börnin hans heita Ocean, Sonnet and True. Flestir þekkja nöfn sex barna Brads Pitts og Angelinu Jolie en þau heita Maddox, Zahara, Pax, Knox, Vivienne og Shiloh Nouvel. Steven Spielberg blandaði saman orðunum destiny og destroy og fékk út Destry, nafn sem hann gaf dóttur sinni. Söngvararnir Beyoncé og Jay Z nefndu dóttur sína Blue Ivy. Sylvester Stallone á börnin Sage Moon- blood og Seargeoh. Kryddpían Geri Halliwell á dótturina Bluebell Mad- onnu og Bob Geldof á dæturnar Fifi Trixibelle, Peaches og Pixie. Og auðvitað muna allir eftir dætrum Bruce Willis og Demi Moore, þeim Talluluh, Scout og Ru- mer. Af öðrum nöfnum stjarnanna mætti nefna Moxie CrimeFighter, Zolten, Seven Sirius, Puma Sabti, Mars Merkaba, Diezel Ky, Bronx Mowgli, Rocket Ayer og Blue Angel. En kannski á rapparinn Chief Keef vinninginn. Barnið heitir Sno FilmOn Dot Com Cozart. Beyoncé og Jay Z sjást hér með dótturinni Blue Ivy. AFP FURÐULEG NÖFN STJÖRNUBARNA Barnið heitir Sno FilmOn Dot Com Cozart Pilot Inspektor og Jason Lee. 21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 KVIKMYNDIR Fyrir unnendur stríðs- mynda er komin í Smárabíó og Há- skólabíó bandaríska stríðsmyndin 12 Strong. Myndin er sannsöguleg; byggð á bók eftir Doug Stanton, Horse Sol- diers, sem segir frá fyrstu sérsveitinni sem er send til Afganistans til að berjast við talíbana eftir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001. Leikarar eru Chris Hemsworth, Michael Shannon, Michael Peña, Jack Kesy, Navid Negahban, Trevante Rho- des, Geoff Stults, Thad Luckinbill, Willi- am Fichtner, og Rob Riggle. Tólf sterkir menn Hinn myndarlegi Chris Hemsworth er í aðalhlutverki. MYNDLIST Í Borgarbókasafni/Menningarhúsi Gerðubergs hefst sunnudaginn 21. janúar kl. 14 sýning á úrvali myndasagna og myndskreyt- inga eftir Petr Kopl (f. 1976) en hann er einn þekktasti myndasöguhöfundur Tékka. Kopl er afkastamikill teiknari en starfar auk þess við grafíska hönnun, blaðamennsku, handritaskrif og leiklist. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna á ferli sínum fyrir útgáfur sínar á myndasögum eftir þekktum bókmenntaverkum, eins og Skyttunum þremur, Baskerville-hundinum, Drakúla greifa, Artúr konungi og sögum af einkaspæjaranum Sherlock Holmes. Kopl hefur jafnframt myndskreytt fjölda barnabóka. Þekktur myndasöguhöfundur Tékka Petr Kopl er einn fremsti myndasöguhöfundur Tékklands og er nú með sýningu hérlendis. Þrátt fyrir að Paris Jackson hafi al- ist upp á meðal tónlistarelítunnar er ekki þar með sagt að hún geti ekki misst sig aðeins þegar stór- stjörnur verða á vegi hennar, eins og sagt er frá á Billboard.com. Paris er eina dóttir poppgoðsins Michaels Jacksons. Á þriðjudaginn var hélt tískuhönnuðurinn Stella McCartney partí og þar mátti sjá skærar stjörnur í hverju horni. Má þar nefna Katy Perry, Kate Hud- son, Chris Martin úr Coldplay og Dakotu Johnson. En það var að- eins ein manneskja sem Paris hafði áhuga á að hitta; sir Paul McCartney. Hún hafði nýlega sagt í viðtali við Teen Vogue að hann væri „ást- in í lífi sínu“ og var því að vonum spennt. McCartney spilaði bítlalög með hljómsveit í veislunni. Paris hitti loks goðið sitt og náði að láta smella af sér mynd sem hún setti á Instagram, og lét fylgja sögunni að hún hafi grátið eins og smábarn: „I cried like a goddamn baby,“ skrifaði hún við myndina. Í sama viðtali í Vogue upplýsti Jackson að hún hefði samið lag sem hún vildi helst að Paul McCartney syngi en bætti við að það væri ólíklegt að það myndi gerast. AFP TÓNLISTARFÓLKIÐ Grét þegar hún hitti Paul Paris Jackson sér ekki sólina fyrir Paul McCartney. AFP Gamli bítillinn Paul McCartney á sér marga aðdáendur. Þegar Steven Spielberg, Tom Hanks og Meryl Streep blanda hæfileikum sínum saman er von á góðu. Í Sam- bíóin er komin myndin The Post, sem fjallar um ritstjóra The Wash- ington Post, leikinn af Streep, sem þarf að berjast fyrir að fá að birta frétt sem kemur bandarískum stjórnvöldum afar illa. Málið varðar svokölluð Penta- gon-skjöl, háleynileg skjöl um Víet- namstríðið og tilgangsleysi þess. Ritstjórinn Kay Graham (Meryl Streep) kemst í bobba þegar keppi- nauturinn New York Times birtir frétt um skjölin. Hún ákveður þá að birta þau í heild en það stangast á við lög og eiga þau á hættu að verða ákærð fyrir athæfið. Að birta skjölin gæti orðið til þess að þau enduðu öll í fangelsi en á móti kemur baráttan fyrir málfrelsi fjöl- miðla og rétti almennings til að vita sannleikann um Víetnamstríðið. NÝ KVIKMYND UM PENTAGON-SKJÖLIN AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.