Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.01.2018, Blaðsíða 43
21.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Þetta voru nokkuð góð bókajól hjá
mér svo ég er búin að lesa óvenju
mikið af öðru en vinnutengdu efni
undanfarnar vikur. Fyrst get ég
nefnt bókina Ekki gleyma mér eftir
Kristínu Jóhannsdóttur sem er
áhugaverð minn-
ingabók/ástarsaga frá
námsdvöl hennar í
Austur-Þýskalandi
skömmu fyrir fall
múrsins. Svo sann-
arlega holl og góð lesning um and-
stæðurnar austur og vestur á tím-
um járntjalds og kalds stríðs.
Önnur sem ég fékk í jólagjöf er
Framúrskarandi dætur eftir banda-
ríku blaðakonuna Katherine Zoepf.
Hún fjallar um ungar
konur sem eru að um-
breyta Mið-Aust-
urlöndum. Þessi bók
tekur líka á andstæðum
og leiðir okkur inn í
heim sem einkennist af aðskilnaði
kynjanna og undirskipun kvenna.
Ýmislegt er þó að þokast í rétta átt.
Ég mæli eindregið með henni.
Annars bíður mín
lestur á bókinni Akur-
eyri fyrir Krist eftir
föðurbróður minn
Guðjón Jónasson, sem
hann gaf út sjálfur.
Þetta eru minningasögur frá árum
föðurfjölskyldu minnar á Sauðár-
króki og Akureyri milli 1940 og
1960 u.þ.b. Ég á ekki von á öðru en
þetta verði áhugaverð lesning.
Katrín Björg
Ríkarðsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Hjónin Soffía Tolstaja
og Lev Tolstoj.
BÓKSALA 10.-16. JANÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 ÞorstiJo Nesbø
2 Bætt melting betra lífMichael Mosley
3 Sigraðu sjálfan þigIngvar Jónsson
4 NáttbirtaAnn Cleeves
5 Vertu ósýnilegurKristín Helga Gunnarsdóttir
6 Dóra BruderPatrick Modiano
7 GatiðYrsa Sigurðardóttir
8
Ný tölfræði fyrir
framhaldsskóla
Björn Einar Árnason
9 SvanurinnGuðbergur Bergsson
10 ÞyrlurániðJonas Bonnier
1 Dagbók Kidda klaufa 9Jeff Kinney
2 Kiddi klaufi þín eigin dagbókJeff Kinney
3
Handbók fyrir ofurhetjur
fyrsta bók
Elias/Agnes Vahlund
4
Mig langar svo í krakkakjöt
Sylviane Donnio og Dorot-
hée de Monfreid
5 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson
6
Kvöldsögur fyrir upp-
reisnargjarnar stelpur
Elena Favilli/Francesca Cavallo
7 Elstur í bekknumBergrún Íris Sævarsdóttir
8 Skrifum stafinaJessica Greenwell
9
Framúrskarandi konur
sem breyttu heiminum
Kate Pankhurst
10 Af hverju ég?Hjalti Halldórsson
Allar bækur
Barnabækur
ÉG ER AÐ LESA
úr prentaðri rússnesku með orða-
bók. „Ég fékk Stalínsbók Radz-
inskijs að gjöf frá syni mínum 2004.
Byrjaði svo að þýða hana mér til
dundurs sumarið 2013,“ segir hann.
Árið 1997 kom út bókin Ísabis-
marck Bjarnaræta, sem Haukur
þýddi úr tékknesku.
Það er bókaútgáfan Sæmundur á
Selfossi sem getur bókina út.
Jósef Stalín, leiðtoginn alræmdi. Getur verið að honum hafi verið byrlað eitur?
AP
www.gilbert.is
FRISLAND 1941
TÍMALAUS GÆÐI
VIÐ KYNNUM