Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Side 16
FERÐAMENN 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018 Ben og Bella Jewell frá London,Englandi, voru að koma úrHallgrímskirkju þennan kalda janúardag, þann síðasta þetta árið. Ben vinnur í byggingarbrans- anum og Bella er hjúkrunarfræð- ingur. Þau voru hingað komin í lang- þráða afmælisferð en Bella gaf manni sínum norðurljósaferð til Ís- lands í fertugsafmælisgjöf. Hún keypti ferðina í apríl á síðasta ári en Ben fyllti fjórða tuginn í maí. „Það var mjög óvænt ánægja að fá ferðina í afmælisgjöf, nú vinn ég í því að finna eitthvað spennandi handa henni í fertugsafmælisgjöf, en það eru fjögur ár til stefnu,“ segir Ben og brosir til eiginkonunnar. „Við ætluðum að sjá norðurljósin í þessari afmælisferð,“ segir Ben en þau höfðu dvalið hér á landi í þrjá daga og voru á heimleið. „Því miður sáum við ekki norður- ljósin. Það var of skýjað en við reynd- um tvisvar. Við vorum bara óheppin. En við myndum gjarnan vilja koma aftur, við nutum þess mjög að vera hér. Við fórum gullna hringinn og höfum eytt tíma í að ganga um Reykjavík,“ segir hann. „Gullni hringurinn stendur upp úr, við sáum mjög margt á stuttum tíma,“ segir hann. „Hér er náttúran óblíðari en við áttum von á, en það er auðvitað vetur. En landslagið er áhugavert og það er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast heima,“ segir hann. Þau segjast ekki hafa vitað mjög mikið um Ísland áður en þau komu en lásu sér þó til um landið. „Ég vil koma aftur og sjá og upp- lifa meira,“ segir hann. Spurð um matinn sögðu þau: „Maturinn hér er dýr, en við viss- um það fyrirfram svo sem,“ segir Bella. „Við fengum okkur fish & chips, sem var á góðu verði og mjög gott. Það var miklu betra en í Bretlandi! Þar er það mikið fitugra.“ ENGLAND Bella og Ben nutu Ís- lands þrátt fyrir kuldann í janúar en sáu því mið- ur ekki norðurljósin. Norðurljós í felum Morgunblaðið/Ásdís Norðurljósin heilla Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaða- maður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Hann hitti fyrir nokkra hressa ferðamenn á Skólavörðuholtinu einn napran vetrardag til að leita svara. Það voru helst norðurljósin, snjórinn og náttúran sem drógu þau hingað á hjara veraldar. Og þau voru öll alsæl. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Við erum frá Ítalíu. En égfæddist hér!“ segir Rósa ÝrRancitelli sem hingað er komin ásamt eiginmanninum Aless- andro Amadei og yngsta barni af þremur, Dorotheu Líf. „Mamma mín er íslensk og ég bjó hér til fimm ára aldurs. Ég tala líka smá íslensku!“ segir Rósa og hlær. „Við erum frá litlum bæ á austurströnd Ítalíu. Það er rétt hjá Rimini. Pabbi minn er ítalskur en hann kom hingað á leið til Bandaríkjanna en hann kynntist mömmu minni og endaði á að vera hér í tíu ár,“ segir hún en foreldr- arnir búa á Ítalíu. Rósa vinnur í bókabúð og maður hennar er kokkur með áherslu á lífrænan mat. „Ég á ömmu hér sem ég er að heimsækja og aðra ættingja,“ segir hún. „Ég á þrjú börn en er aðeins með þessa yngstu því hin eru í skóla. Maðurinn minn er hér á Íslandi í annað sinn. Ég kom hingað síðast árið 2015. En ég kom núna því ég elska veturinn á Íslandi og við vild- um heimsækja ömmu sem er 98 ára. Ég elska snjóinn og storma, við höf- um ekki þannig á Ítalíu,“ segir Rósa sem dvaldi hér í tíu daga og sýndi eiginmanni og barni það helsta. „Ég fór með hann í Perluna og við gengum út um allt, í Nauthólsvík og Vesturbæ og niður á Tjörn. Svo ætl- um við að heimsækja alla ætt- ingjana.“ Alessandro segist kunna vel við Ísland um vetur og finnst ekkert of kalt. „Best kann ég að meta hversu allt er rólegt hér, fólkið er afslapp- aðra en á Ítalíu. Þetta er lítil borg og hægt að ganga um allt og borgin um- vefur mann. Landslagið er líka ein- stakt,“ segir hann. „Og íslenskur himinn er allt öðruvísi.“ Blaðamaður spyr hvort það sé munur á íslenskum konum og ítölsk- um. „Þær íslensku eru fallegri,“ seg- ir hann og þau skellihlæja. Rósa segist finna vel fyrir því að verðlag hefur hækkað. „Við fórum í Perluna og við þurftum að borga fyrir að fara út á útsýnispall! Maður þarf alltaf að borga eitthvað alls staðar,“ segir hún. „Svo vonumst við til að sjá norður- ljósin í kvöld því Alessandro kom líka hingað til að sjá þau. Ættingjar okkar ætla að fara með okkur út fyr- ir bæinn en við gistum hjá ömmu á Laugavegi. Hún býr ein en frænka mín býr á hæðinni fyrir ofan.“ Dórothea litla er feimin við blaða- mann. Spurð hvað sé best við Ísland svarar hún: „Að borða nesti og fara í sund.“ ÍTALÍA Rósa Ýr og Alessandro með Dorotheu á milli sín. Þau segjast elska íslenskan vetur með snjó og kulda. Elskar snjó og storma

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.