Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Síða 29
New Museum er eina sérhæfða sam- tímalistasafnið í New York-borg. 18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Alltaf er áhugavert að geta upp- lifað og notið listaverka á heim- ilum fólks sem hefur safnað þeim. Það býðst gestum að gera í hinu einstaka safni The Frick Collection, einhverri dýr- ustu perlu New York, á horni Fimmtu breiðgötu og 70. strætis. Henry Clay Frick (1849- 1919) var þekktur iðnjöfur. Hér var hann búsettur seinni hluta ævinnar og varði umtals- verðum fjárhæðum í að safna merkum evrópskum listaverk- um fyrri alda, og keppti við fleiri bandaríska auðkýfinga um það. Hér gefur meðal annars að líta þrjú málverk eftir Vermeer og lykilverk eftir Rembrandt, Velasquez, Bellini, Whistler, Holbein og fleiri. Nú er einnig athyglisverð sérsýning í safninu, á 13 málverkum eftir Zurberán, „Jakob og synir hans tólf“. Safnið var opnað árið 1935, af fjölskyldu Fricks, og rétt er að benda á að börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang að Frick-safninu. Í fyrrverandi heimili iðnjöfurs eru margar gersemar evrópskrar listasögu. Morgunblaðið/Einar Falur EINSTAKT ÚRVAL VERKA Á HEIMILI SAFNARA Fjársjóðir Frickspressjónista, póst-impressjónista og aðra evrópska meistara fyrri hluta 20. aldar á borð við Cézanne, Pi- casso, Kandinsky, og Monet. Þá er þar sýning á skúlptúrum eftir Bran- cusi. Í sýningarrýmum spíralsins er reglulega skipt um sýningar og nú er þar umfangsmikil yfirlitssýning verka eftir rísandi danska stjörnu, Danh Vo. Hann vinnur í ýmsa miðla og fjallar á persónulegan hátt um þemu á borð við trúarbrögð, kapítal- isma og höfundarrétt listamanna. Metropolitan Museum of Art „The Met“ er eitt stærsta, fjöl- breytilegasta og vinsælasta listasafn jarðar – og á hverjum tíma má skoða þar, auk gríðarlega umfangsmikillar safneignarinnar, nokkrar afar vel mótaðar og áhugaverðar sérsýn- ingar þar sem tekið er á ólíkum stefnum og straumum í listsköpun manna, allt frá samtímanum og þús- undir ára aftur í tímann. Vegna stærðarinnar er óhætt að hvetja gesti til að ákveða vel hvað þeir vilja upplifa í heimsókninni og einbeita sér að því; það kunna að vera einstakar sérsýningar, evrópsk málverk endurreisnartímans, fullbú- in herbergi frá hinum ýmsu tímabil- um hönnunarsögunnar á liðnum öld- um, list bandarískra frumbyggja eða Egypta – í safninu er heilt hof sem var bjargað frá því að fara undir lón í Nílardalnum. Nú og á næstunni gef- ur að líta í Met glæsilega yfirlitssýn- ingu á verkum Davids Hockney, sýningar á verkum eftir Thomas Cole og Joseph Cornell, sýningu á kóreskri list og hina frægu myndröð Los Alamos eftir William Eggleston, einn helsta ljósmyndara samtímans. Met Breuer Þegar Whitney safnið flutti fyrir þremur árum suður í „Kjötpökk- unarhverfið“ við Chelsea, þá leigði Metropolitan-safnið hina frægu og friðuðu safnbyggingu stjörnuarki- tektsins Marcels Breuer fyrir sýn- ingar samtímadeildarinnar. Og þarna hefur hún sett upp margar at- hyglisverðar sýningar – og sumar framúrskarandi. Nú gefur að líta áhrifaríka yfirlitssýningu á verkum bandaríska listmálarans Leons Golub (1922–2004) og sýningu á verkum eftir hinn þýska Anselm Kiefer (f. 1945) með áherslu á upp- gjör hans við syndir feðranna í seinni heimsstyrjöldinni. MoMA – Museum of Modern Art Stjórnendur MoMA hafa allt frá stofnun safnsins á þriðja áratug síð- ustu aldar einsett sér að vera mið- stöð nýrra strauma í samtíma- myndlist. Og í kjarna einstakrar og glæstrar safneignarinnar má líka sjá ýmis lykilverk myndlistar Vest- urlanda frá seinni hluta 19. aldar og vel fram á þá 20. Þá hefur MoMA verið frumkvöðull í að færa bæði ljósmyndamiðilinn og hönnun inn í kjarna samtímalistar og má sjá frá- bær dæmi um það. MoMA er staðsett á miðri Man- hattan og heldur áfram að þenjast út því enn er byggt við safnið, sem er þó umfangsmikið fyrir. Þar gefur bæði að líta viðamiklar sýningar úr safneigninni, sem er skipt upp eftir tímabilum, stefnum og straumum, og stórar sérsýningar. Ef fólk lang- ar að sjá mörg frægustu verkin eftir Picasso, Dali, Pollock, Van Gogh – þá eru þau hér. Og nú stendur yfir afar áhrifarík sýning um feril banda- ríska ljósmyndarans Stephens Shore og sem sýning um upphaf samtímalistar í Brasilíu. Fyrir þá sem vilja líta í önnur hverfi New York þá eru ætíð forvitnilegar sýn- ingar í systurstofnunni PS1 í Queens, nokkur lestarstopp í burtu. Scandinavia House Hér er rétt að minna á stofnun sem er ekki stór en mætti kalla eðli- legan viðkomustað Íslendinga í New York, Scandinavia House við Park Avenue. Í sýningarsölunum á þriðju hæð eru settar upp áhugaverðar sýningar á myndlist frá Norður- löndum. Nú er þar til að mynda lítil en forvitnileg sýning á ljósmyndum sem norski listmálarinn Edvard Munch tók af sjálfum sér. The Morgan Library & Museum Pierpont Morgan (1837-1913) hefur verið sagður áhrifamesti fjár- festir í sögu Bandaríkjanna en hann var líka einhver mikilvirkasti safn- arinn. Hann safnaði listgripum í nær öllum miðlum en ekki síst forn- um handritum, fágætum bókum, bréfum, nótum, teikningum og grafíkverkum. Og í safni sem var stofnað árið 1924 í fyrrverandi bókasafni hans, heimili og í við- byggingum, sem hafa orðið sífellt umfangsmeiri, má sjá margar af þessum einstöku gersemum. Þá eru settar upp litlar en afar vel mótaðar sérsýningar í The Morgan; nú er þar yfirlitssýning á ljósmyndum Peters Hujar ((1934-1987), sýning um leikskáldið Tennessee Williams (1911-1983) og um listsköpun á mið- öldum. Whitney Museum of American Art Whitney-safnið flutti fyrir skemmstu í afar vel lukkaða safn- byggingu teiknaða af Renzo Piano við enda hins vinsæla High Line- garðs í Chelsea-hverfinu og hefur aðsókn að safninu margfaldast. Það er helgað bandarískri myndlist og býr yfir góðri safneign auk þess sem settar eru upp spennandi sér- sýningar – og annað hvert ár er þar umtalaður Whitney-tvíæringurinn helgaður því nýjasta. Nú er meðal annars uppi, auk vel mótaðra safn- eignarsýninga, sýning um mót- mælalist á 20. öld – og talar á áhugaverðan hátt inn í stjórnmál samtímans í landinu. New Museum Við Bowery á jaðri Litlu-Ítalíu er New Museum, eitt ferskasta og skemmtilegasta safn borgarinnar – safnið sem unglingarnir í fjölskyld- unni vilja ekki missa af. Þetta er eina sérhæfða nýlistasafn borgar- innar, stofnað 1977, og staðsett í ný- legri og ævintýralegri byggingu. Hér er engin safneign heldur óvæntar og vel mótaðar sýningar á samtímalist. Fram til vors gefur að líta fjórða þríæring New Museum, Songs for Sabotage, en þar er leitað svara við því hvernig einstaklingar jafnt sem hópar geti tekist á við þau tengsl mynda og menningar sem móta samfélög samtímans. ICP – International Center of Photography Þessi góða stofnun um hin ýmsu form ljósmyndunar hefur nýverið opn- að sýningarsali á nýjum stað, við Bowery rétt ofan við New Museum. Ástæða er til að hvetja ljósmyndaunn- endur til að líta inn en alltaf eru þar at- hyglisverðar sýningar; nú ný verk breska ljósmyndarans Edmund Clark og sýning um fangabúðir sem japansk- ir Bandaríkjamenn voru fluttir í á tím- um seinni heimsstyrjaldarinnar. Fánar Norðurlandaríkjanna eru á Scandinavia House við Park Avenue. Þar eru sýningar á verkum norrænna listamanna. Fjölmörg heimskunn meistaraverk eru í MoMA og dragast gestir að þeim. Hér er dáðst að Stjörnunóttu Vincents van Gogh. Aðsókn að Whitney-safninu hefur aukist mjög eftir að það var nýverið flutt í nýja safnbyggingu við enda High Line-garðsins. Í The Morgan Library & Museum eru sýndar fjölbreytilegar gersemar. Í ICP eru settar upp allrahanda og forvitnilegar ljósmyndasýningar. Upplýsandi og falleg sýning á verkum bandaríska landaslagsmálarans Thomasar Cole (1801-1848) er nú í Metropolitan-safninu, ásamt fleiri sérsýningum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.