Morgunblaðið - 02.03.2018, Page 8

Morgunblaðið - 02.03.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 Smári McCarthy pírati spurðifjármálaráðherra á Alþingi í gær hvort brotlending væri fram- undan í íslensku efnahagslífi og hvort ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthvað til að reyna að tryggja að hag- vöxturinn héldi áfram. Smári hafði engar hugmyndir fram að færa í þessu sambandi en var ósáttur við svör fjármálaráðherra, eins og við var að búast.    Spurning Smáraer umhugs- unarverð fyrir þá sök að hann virtist telja að áframhald- andi hagvöxtur væri í hendi rík- isins. Og þetta er raunar algengur misskilningur í slíkri umræðu. For- sætisráðherra talaði til dæmis í gærmorgun um að með minnkandi hagvexti skapaðist gott tækifæri fyrir ríkið að ráðast í fjárfreka inn- viðauppbyggingu.    Ríkið býr ekki til hagvöxt. Ríkiðgetur ekki ráðist í miklar framkvæmdir eða eytt peningum á annan hátt til að búa til hagvöxt. Þetta hefur verið reynt og jafnan mistekist.    Ríkið getur á hinn bóginn skapaðalmenningi og atvinnulífi um- gjörð og tækifæri til að skapa verð- mæti og búa þannig til hagvöxt.    Ríkið getur til dæmis dregið úríþyngjandi afskiptum sínum af atvinnulífinu og lækkað skatta til að fólk og fyrirtæki fái notið sín.    Með því móti er hægt að aukalíkurnar á að hagvöxtur haldi áfram með vaxandi verðmæta- sköpun og velmegun landsmanna. Smári McCarthy Ríkið býr ekki til verðmæti STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Veður víða um heim 1.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 heiðskírt Bolungarvík -1 léttskýjað Akureyri -1 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 0 skýjað Ósló -8 léttskýjað Kaupmannahöfn -4 snjókoma Stokkhólmur -6 heiðskírt Helsinki -11 heiðskírt Lúxemborg -1 skýjað Brussel 0 skýjað Dublin -1 snjóél Glasgow 0 rigning London -2 snjókoma París 2 alskýjað Amsterdam -1 heiðskírt Hamborg -5 heiðskírt Berlín -6 heiðskírt Vín -6 snjókoma Moskva -10 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 13 alskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 10 skúrir Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -8 léttskýjað Montreal 2 skýjað New York 13 heiðskírt Chicago 3 rigning Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:32 18:49 ÍSAFJÖRÐUR 8:42 18:49 SIGLUFJÖRÐUR 8:25 18:32 DJÚPIVOGUR 8:03 18:17 Í ár eru ellefu tegundir páskabjórs í boði í Vínbúðunum. Páskabjór hef- ur verið fastur liður í vöruvali Vín- búðanna undanfarin ár líkt og jóla- bjór, þorrabjór og aðrar árstíðar- bundnar vörur sem seldar eru í skamman tíma. Sölutímabil páska- bjórsins þetta árið hófst 22. febrúar og því lýkur 31. mars. Bjórarnir eru allt frá því að vera lagerbjórar í léttari kantinum, upp í að vera kraftaboltar, öl í belg- ískum stíl, segir á heimasíðu Vín- búðanna. Í ár er einnig klassískur hveitibjór og „double bock“ á boð- stólum. Af tegundum má nefna páskabjóra frá Víking, Kalda, Hérastubb, Steðja, Færeyjum, Hefeweizen og Harboe. Einnig Páskapúka, Barabbas Nr. 57, Sab- bat-páskabjór og Þumal. Bjórdagurinn Frá þessu var greint á heimasíðu Vínbúðanna í gær, 1. mars eða bjór- daginn. Bjórfrumvarpið var sam- þykkt á Alþingi í maí 1988, en sam- kvæmt því var framleiðsla og sala á áfengu öli leyfð. 1. mars 1989 hófst síðan sala á áfengu öli eftir 74 ára hlé. Ellefu teg- undir af páskabjór  Barabbas og Þum- all meðal tegunda Spænska lággjaldaflugfélaginu Vueling Airlines ber að endurgreiða tveimur farþegum sínum flugfar- gjald að fullu samkvæmt úrskurði Samgöngustofu. Um er að ræða flug frá Barcelona til Keflavíkur 15. maí í fyrra en vélinni var snúið til Glas- gow vegna slæmra veðuraðstæðna í Keflavík og fluginu var í kjölfarið aflýst. Tveir farþegar kvörtuðu til Samgöngustofu og töldu sig ekki hafa fengið afhentar upplýsingar um réttindi flugfarþega. Kröfu far- þeganna um skaðabætur var hafnað. Í kvörtuninni kom fram að við lendingu í Glasgow hafi farþegum verið boðið að fara frá borði og koma sér sjálfir á leiðarenda eða fljúga aftur til Barcelona, en þar var þeim boðin gisting á hóteli og flug til Keflavíkur daginn eftir. Farþeg- arnir tveir sem kvörtuðu voru meðal þeirra sem fóru frá borði í Glasgow. Vueling bar því við að fluginu hafi verið aflýst vegna slæmra veðurað- stæðna á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi viðgerð á flugbrautum gert erf- iðara fyrir lendingu í Keflavík auk erfiðra aðstæðna á varaflugvöllum hér á landi. Kvartendur héldu því hins vegar fram að öll önnur flug hafi lent í Keflavík þennan dag og því megi ástæðuna rekja til van- hæfis flugáhafnar við að ráða við eðlilegar veðuraðstæður. hdm@mbl.is Barcelona-farar fá flugið endurgreitt  Spænska flugfélagið Vueling aflýsti flugi hingað til lands vegna veðurs í fyrra Vueling Spænskt lággjaldaflugfélag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.