Morgunblaðið - 02.03.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
U
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
39.200 k
17.500 kr.
26.900 kr.
34.700 kr.
Mikið úrval af lömpum og
flauelspúðum
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðis-
ráðherra, segir að starfsmanna-
skorti á sjúkrahúsum verði ekki
kippt í liðinn á
stuttum tíma, en
kveðst vilja gera
allt sem í hennar
valdi standi til
að leysa sem
fyrst úr þeim
vandræðum sem
skapast hafa. Í
opnu bréfi til
ráðherrans í
Morgunblaðinu á
miðvikudaginn
kvartaði Rósa Víkingsdóttir, móðir
langveikrar stúlku, yfir því að for-
eldrar væru settir í hlutverk
starfsfólks sjúkrahúsanna og gætu
ekki sinnt venjulegu foreldrahlut-
verki fyrir þreytu og álagi.
„Mér finnst mikilvægt að spít-
alinn útskýri stöðuna og fagna því
að hann hefur gert það fyrir sitt
leyti,“ segir Svandís og vísar til
viðtals í Morgunblaðinu í gær við
Ragnar Bjarnason, yfirlækni á
Barnaspítala Hringsins, þar sem
rakið var hvernig skortur á hjúkr-
unarfræðingum bitnar á þjónustu
spítalans. Hún segir að nú sé hafin
vinna við að taka á þessum mönn-
unarvanda. Forsætisráðherra og
ráðherrar fjármála og heilbrigð-
ismála hafi undirritað sérstaka yf-
irlýsingu um málið í tengslum við
kjarasamninga við BHM á dög-
unum.
„Þar er fjallað um heilbrigðis-
stéttir og meðal annars um manna-
flaspár og mikilvægi þess að taka á
þessari stöðu sem upp er komin í
heilbrigðiskerfinu á Íslandi, þenn-
an mönnunarvanda sem þar er við
lýði,“ segir Svandís. Þetta mál
verði tekið til skoðunar með stétt-
unum sjálfum og ekki síst Félagi
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
„Ég ræddi þetta sérstaklega á
opnum fundi með hjúkrunarfræð-
ingum á miðvikudaginn og sagði að
vilji minn stæði til þess að nálgast
þennan vanda frá öllum mögu-
legum hliðum með það að mark-
miði að finna lausn. Við þurfum
líka að greina hvað það er sem
veldur því að fjöldi hjúkrunarfræð-
inga kýs sér annan starfsvettvang.
Að hvaða leyti það eru kjörin,
starfsumhverfið, álagið og mögu-
leiki til starfsþróunar og fram-
gangs í starfi, sem þarna eiga hlut
að máli.“
Svandís segist hafa rætt það
innan heilbrigðisráðuneytisins að
setja saman sérstakt fagteymi í
kringum stuðning við langveik
börn og ekki síst börn með sjald-
gæfa sjúkdóma. „Slíkt fagteymi
hefði það verkefni að tryggja sam-
fellu í þjónustu við þennan hóp,
bæði börnin og fjölskyldur þeirra.“
Hún kveðst vilja hefja vinnu við
þetta á næstu vikum þannig að
hægt verði að koma slíku teymi á
fót þegar á þessu ári.
Morgunblaðið/Ómar
Sjúkrahús Skortur er á hjúkrunarfræðingum á Barnaspítala Hringsins.
Ráðherra boð-
ar fagteymi
Tryggi samfellu í stuðningi við lang-
veik börn og með sjaldgæfa sjúkdóma
Svandís
Svavarsdóttir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður
Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn í
þremur liðum til Sigurðar Inga Jó-
hannssonar, samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra, um nöfn sveit-
arfélaga.
Fyrirspurnin er svohljóðandi:
1. Hvert er opinbert nafn sveitar-
félagsins þar sem höfuðborg Íslands
er staðsett?
2. Hvert er
nafn sameinaðs
sveitarfélags
Grímseyjar,
Hríseyjar og Ak-
ureyrar?
3. Hvert er
nafn sameinaðs
sveitarfélags
Norðfjarðar,
Mjóafjarðar,
Eskifjarðar,
Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og
Stöðvarfjarðar?
Svör við spurningunum þremur
eru Reykjavík, Akureyri og Fjarða-
byggð.
Þingmaðurinn óskar þess að ráð-
herrann svari skriflega.
Fæðingarstaður rétt skráður?
Spurður um hver ástæðan væri
fyrir fyrirspurn hans, sagði Björn
Leví: „Þetta snýst um það að fólk ut-
an af landi, sem er að eignast börn,
veltir því fyrir sér hvort fæðing-
arstaður barnsins er rétt skráður.
Ég vil einfaldlega fylgja eftir sögum
sem koma utan af landi um rangar
skráningar og þess vegna óska ég
svara um þetta frá ráðherranum, og
ætla að bera saman fæðingarstað
barna og þau sveitarfélög sem þau
eiga heima í,“ sagði Björn Leví .
Spyr um nöfn sveitarfélaga
Björn Leví
Gunnarsson
Snýst um skrán-
ingu fæðingarstaðar
Stefán Kristjánsson,
stórmeistari í skák, er
látinn, 35 ára að aldri.
Stefán fæddist 8.
desember 1982. Hann
byrjaði að tefla skák 11
ára gamall fyrir skáklið
Melaskóla og varð fljót-
lega einn efnilegasti
skákmaður landsins.
Hann sigraði á fjöl-
mörgum barna- og ung-
lingamótum og varð
einn sigursælasti skák-
maður landsins á Ís-
landsmóti skákfélaga.
Stefán var níu sinn-
um í skáklandsliði Ís-
lands á ólympíu-
mótum, fyrst árið 2000
í Istanbul. Hann tefldi
að auki á mörgum stór-
mótum hér heima og
erlendis. Hann varð al-
þjóðlegur meistari
2002, skákmeistari
Reykjavíkur 2002 og
2006, hlaut fyrsta stór-
meistaraáfangann
2006 og varð stór-
meistari í skák árið
2011.
Stefán lætur eftir
sig einn son.
Andlát
Stefán Kristjánsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS