Morgunblaðið - 02.03.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
JÓN BERGSSON EHF
RAFMAGNSPOTTAR
Einstaklega meðfærilegir og orkunýtnir pottar sem
henta jafnt í bústaðinn sem og í þéttari byggð
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
Íslenski fjárhundurinn er líf-legur, fallegur og góður fé-lagi. Mjög vingjarnlegur ogpassar vel inn í íslenska nátt-
úru. Hann er klár og sjálfstæður,
tryggur eiganda sínum og mikil til-
finningavera. Hann kemur mér allt-
af í gott skap, alltaf glaður og dug-
legur að fá mann í göngutúra,“ segir
Connie Marie Cuesta-Scmiedl sem
býr á bænum Breiðanesi í Þing-
eyjarsveit. Hún er frá Þýskalandi og
fékk fyrsta íslenska fjárhundinn
sumarið 2006 og á núna nokkra
hunda af sama kyni og er mjög
ánægð.
„Mestöllum frítíma mínum eyði
ég með hundunum, enda finnst mér
eins og þeim mjög gaman að vera í
gönguferðum. Við förum oft upp á
heiði eða í skógarferðir og líka á
gönguskíði yfir veturinn. Þeir gera
allt mögulegt sér til skemmtunar í
ferðunum og ef ég er ein á gangi,
eins og stundum erlendis, þá finnst
mér alltaf vanta eitthvað,“ segir
Connie, en hún flutti til Íslands 1985
og hóf störf við Framhaldsskólann á
Laugum S-Þing haustið 2012 .
Hún segir að auðvitað sé ærsla-
gangur í gönguferðunum og hávaði.
Hins vegar sé mjög gaman að sjá
hvernig hundarnir skilgreina sig
sem gengi og hvernig þeir fylgja
reglum sín á milli. Þeir hafi auk þess
allir mismunandi persónuleika og
kosturinn er að þeir hafa mikinn fé-
lagsskap af hver öðrum. Það kemur
sér vel þegar hún er í kennslunni því
þá eru hundarnir einir yfir daginn.
Hefur fengið góða
dóma á sýningum
Connie fer á sýningar hjá
Hundaræktarfélagi Íslands einu
sinni til tvisvar á ári. Hún segir að
sýningarnar séu alltaf fyrir sunnan
t.d. í og við Reykjavík, en hennar
skoðun er að það mætti halda þær
annars staðar eins og á Akureyri til
þess að gefa landsbyggðarfólki meiri
tækifæri á að koma á sýningarnar.
Hennar hundar hafa yfirleitt fengið
góða dóma fyrir líkamsbyggingu og
útlit, en tíkin hennar, hún Góa, fékk
Íslenski fjárhundur-
inn er frábær félagi
Íslenski fjárhundurinn er í útliti líkur mörgum öðrum norrænum hundakynjum.
Hann er með upprétt eyru og hringað skott með sérlega aðlaðandi skapgerð. Hann
er ákaflega vakandi og eftirtektarsamur og auðveldari í umgengni og tamningu
heldur en margir hundar af öðrum kynjum. Hann hefur orð fyrir að vera geltinn,
en eigandinn þarf að gefa sér tíma til þess að kenna honum undirstöðuatriði í
hlýðni sem nauðsynlegt er hverjum hundi. Hann hefur heillað marga hundarækt-
endur og þeir sem eiga íslenska fjárhundinn verða ekki fyrir vonbrigðum.
Flottur Breiðanes-Björn, sem oftast er kallaður Bubbi, er glæsilegur.
Saman í göngutúr Hundarnir hafa mjög gaman af því að fara í göngutúra.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Samtökin 78 og Trans Ísland
standa fyrir ráðstefnu í dag um
málefni trans-barna og -ung-
menna í Iðnó. Ráðstefnan ber
heitið Undir regnboganum og
mun Jean Malpas, fjölskyldufræð-
ingur og stofnandi The Gender
and Family Project í Ackerman
stofnunni í New York borg, flytja
tvö erindi á ráðstefnunni sem
stendur yfir frá kl 9 til 16:30.
Sigríður Birna Valsdóttir, leik-
listar- og fjölskyldumeðferðar-
fræðingur, sem kemur að skipu-
lagi ráðstefnunnar, segir að
verkefni Malps snúist að mestu
um stuðning og ráðgjöf við trans-
fólk og aðstandendur þess.
„Þessi þjónusta sem hann
býður upp í Bandaríkjunum er sú
stærsta sinnar tegundar fyrir
trans-börn og aðstandendur
þeirra þar í landi,“ segir Sigríð-
ur. Fyrra erindi Malpas ber titil-
inn „Að geta verið trúr sinni kyn-
vitund: Valdefling trans-barna og
fjölskyldna þeirra“ og mun hann
þar skoða fjölbreytileika kyns og
hvernig er hægt að verða banda-
maður og stuðningsaðili trans-
barna, fjölskyldu þeirra og sam-
félaga. Sigríður segir að fyrri
fyrirlesturinn sé miðaður að fjöl-
skyldum og fagfólki sem vinnur
með transbörnum.
Seinna erindi Malpas ber
titilinn „Pláss fyrir öll kyn: Vald-
efling trans-nemenda og hlutverk
skólans“ en þar verður farið yfir
mikilvægi skólans og skólastarfs-
fólks í að tryggja öruggt um-
hverfi fyrir trans-börn.
Sigríður segir spurð nauðsyn
á betri fræðslu um trans-börn og
-ungmenni á Íslandi. „Já, það er í
rauninni engin fræðsla. Það er
allt of lítið um þennan málaflokk
í menntun t.d. hjá félagsráð-
gjöfum, kennurum og öðrum sem
vinna með börnum og unglingum.
Það er allt of lítið um málefni
trans- og hinsegin barna. Auðvit-
að er eitthvað fjallað um þetta en
alls ekki nægilega mikið.“ Hún
bendir einnig á að svo margt hef-
ur breyst á fáum árum að þeir
sem voru í námi fyrir mörgum
árum lærðu lítið um þetta á sín-
um tíma. „Þetta eru málefni sem
hafa kannski ekki komið upp áð-
ur hjá þessum starfstéttum en
núna er þetta að koma töluvert
mikið upp. Við erum með mörg
börn sem eru í íslenska skóla-
kerfinu og eru búin að breyta um
nafn. Vegna þess að það er meiri
vitundarvakning í samfélaginu
þora krakkarnir að segja frá því
og foreldrar eru líka meðvitaðri
og hafa heyrt um þetta, þekkja
málefnið eitthvað aðeins og þar
af leiðandi eru þau að taka við
sér og leita aðstoðar fyrr en áð-
ur.“ Sigríður leiðir sjálf aðstand-
endahópa og stuðningshópa fyrir
yngri og eldri trans-ungmenni.
Þá reka Samtökin 78 einnig ráð-
gjafarþjónustu allt árið um kring
þar sem trans-fólk og aðstand-
endur þess eru velkomnir.
Samtökin 78 og Trans Ísland
Ráðstefna um trans-
börn og -ungmenni
Jean
Malpas
Sigríður Birna
Valsdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Trans Samtökin 78 og Trans Ísland standa fyrir ráðstefnunni sem fer
fram í dag. Þar getur fólk fræðst betur um trans-börn og -ungmenni.