Morgunblaðið - 02.03.2018, Page 13
Ljósmyndir/Atli Vigfússon
Bestu vinir Connie segir íslenska fjárhundinn vera tryggan eiganda sínum og mikla tilfinningaveru. Hér er Connie
umvafin þessum góðu líflegu vinum sínum, þeim Leiru-Trygg, Breiðanes-Björt og Kríu.
einu sinni silfurverðlaun á hvolpa-
sýningu.
„Næst fer ég á sýningu í
Reykjavík núna í byrjun mars og þá
ætla ég að sýna tík sem er 9 mánaða
gömul og hefur ræktunarnafnið
Breiðanes-Björt, í daglegu tali bara
Björt. Hún fæddist hjá mér í fyrra-
sumar og er mjög falleg,“ segir
Connie og ljómar eins og sólin. Hún
á báða foreldrana en þau heita Kría
og Leiru-Tryggur.
Hefur fylgt þjóðinni frá land-
námi og fegrað umhverfið
Connie segir að í heiminum séu
um það bil fimm þúsund íslenskir
fjárhundar skráðir og hún hefur selt
hvolpa til Sviss og Bandaríkjanna.
Hún seldi m.a. tíkina Breiðanes-
Blíðu til Kaliforníu sl. haust og hún
er þar í hundaleikskóla og fær mjög
góða umsögn. Hún segir þessa
hunda vera mjög víða og nefnir m.a.
Ástralíu, Grænland, Kanada, Nýja-
Sjáland og nokkur lönd í Austur-
Evrópu. Hún segir að áhugi á ís-
lenska fjárhundinum sé að aukast og
það eigi við bæði á Íslandi og erlend-
is. Hún segir að það séu mjög mörg
litafbrigði í íslenska hundinum og
þrílitir hundar séu mjög fallegir.
Leiru-Tryggur er þannig, en hann
er hvítur, svartur og rauður og er
því, eins og hún segir, með fallegri
hundum í landinu. Þá segir hún að
djúprauði liturinn sé að koma mjög
vel út og margir séu hrifnir af hon-
um. Hún telur framtíð íslenska fjár-
hundsins bjarta og það eru alltaf
mjög mörg got á ári hér á landi. Hún
segir að hann sé gersemi sem hefur
fylgt þjóðinni allt frá landnámi.
Hann hafi aðlagast mjög vel að ís-
lenskri náttúru og fegrað landi með
tilveru sinni og þeirri gleði sem allt-
af hefur fylgt honum.Hundaleikur Hundarnir á Breiðanesi eru sérlega kátir og bregða oft á leik.
„Þeir gera allt mögulegt
sér til skemmtunar í
ferðunum og ef ég er
ein á gangi, eins og
stundum erlendis, þá
finnst mér alltaf vanta
eitthvað.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 • www.rafkaup.is
Saga íslenska fjárhundsins er fremur óljós framan af eða fyrst eftir land-
nám. Þó er getið um nokkra hunda í Íslendingasögum. Getið er um hunda
í tengslum við hungursneyð í landinu um 990 og þá var lagt til að þeim
yrði lógað og matur fremur nýttur handa fólki.
Í Gísla sögu Súrssonar er minnst á hund og einnig í Sturlungu. Því mið-
ur vantar lýsingar á þessum hundum nema að þeir lágu uppi á húsum og
geltu er gest bar að garði. Í ýmsum ritum frá miðöldum er talað um ís-
lenska fjárhundinn og ekki að efa að þar er um sama kynið að ræða sem
enn lifir í landinu. T.d. er mjög góð lýsing á hundum í Ferðabók Eggerts
Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.
Geltu þegar gest bar að garði
LAGT TIL AÐ ÞEIM YRÐI LÓGAÐ Í HUNGURSNEYÐ ÁRIÐ 990
Morgunblaðið/RAX
Gelt Þessi íslenski fjárhundur tók eindregna afstöðu gegn ríkisstjórninni.
Í Lífspekifélaginu er fjallað um heim-
speki, lífsgildi, vísindi, listir og andleg
málefni. Á vefsíðu félagsins kemur
fram að Lífspekifélagið – The Theo-
sophical Society, sé alþjóðlegt félag,
stofnað árið 1875 í New York. Höfuð-
stöðvar þess eru á Indlandi og það
starfar í deildum um heim allan.
Fyrsta grein Lífspekifélagsins á Íslandi
var stofnuð í Reykjavík 17. nóvember
1912. Íslandsdeild Lífspekifélagsins
var stofnuð 1921. Stefna félagsins er
að móta kjarna úr allsherjar bræðra-
lagi alls mannkyns, án tillits til kyn-
þátta, trúarskoðana, kynferðis, stétta
eða hörundslitar. Að hvetja fólk til að
kynna sér og bera saman vísindi,
trúarbrögð og heimspeki. Að rannsaka
óskilin náttúrulögmál og öfl þau, er
leynast með mönnum.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson mun
flytja fyrirlestur í Lífspekifélaginu á
morgun, laugardag 3. mars kl. 15.00-
16.30, um tilraunir manna til að sjá til-
veruna í heildrænu ljósi. Saga alls, er
yfirskrift fyrirlestursins. Félagið er til
húsa í Ingólfsstræti 22 í Reykjavík.
Tilraunir manna til að sjá tilveruna í heildrænu ljósi
Kristinn heldur
erindi hjá Líf-
spekifélaginu
Saga alls Kristinn Á. Friðfinnsson.
Rannsóknir hafa bent til
þess að íslenski fjárhundur-
inn sé upprunninn af svæð-
um í Norðvestur-Rússlandi.
Skömmu fyrir aldamótin
1900 gáfu Danir út fyrsta
ræktunarmið íslenska
hundsins og komu fyrstu
tveir hundarnir fram á
hundasýningu í Kaupmanna-
höfn 1897. Þeir unnu báðir
til verðlauna og annar þeirra
fékk bikar. Árið 1905 var
gefið út sams konar rækt-
unarmið í Englandi og þar
komu íslenskir hundar fram
á hundasýningum.
Á árunum 1930-1960 fór íslenska fjárhundinum mjög fækkandi hér á
landi svo mikið að ekki leit vel út um tíma. Fyrir áeggjan Páls A. Pálssonar
dýralæknis var Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum á Skeiðum fengin til
að reyna að rækta aftur upp kynið og það tókst þannig að ekki var lengur
hætta á að fjárhundurinn glataðist eða væri í útrýmingarhættu.
Uppruninn er í Rússlandi
SIGRÍÐUR Á ÓLAFSVÖLLUM BJARGAÐI FRÁ ÚTRÝMINGU
Falleg Breiðanes-Björt er fædd í júní á sl. ári.