Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 20

Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Gæðafiskur Kæliþurrkaður harðfiskur sem hámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. Einfaldlega hollt og gott snakk 84% prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Karl Blöndal kbl@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti kom mörgum í opna skjöldu á mið- vikudagskvöld þegar hann viðraði hugmyndir um að ganga lengra í að takmarka byssueign og aðgang að skotvopnum en repúblikanar hafa viljað til þessa. Umræða um byssueign hefur ver- ið mjög hávær í Bandaríkjunum eftir að Nikolas Cruz, fyrrverandi nem- andi í Marjory Stoneman Douglas- skólanum í Parkland í Flórída, gerði árás í skólanum fyrir tveimur vikum og skaut til bana þrjá starfsmenn skólans og 14 unglinga. „Við verðum að gera eitthvað í þessu,“ sagði hann og lýsti yfir stuðningi við viðameiri athugun á bakgrunni á kaupendum skotvopna, aukna öryggisgæslu í skólum, höml- ur á rétt fólks með geðraskanir til að kaupa skotvopn og að hækka aldurs- takmark til kaupa á tilteknum skot- vopnum í 21 ár. „Við getum ekki beðið og sett upp leikþætti og ekkert kemst í verk,“ sagði Trump á fundi með þingmönn- um demókrata og repúblikana. Tal- aði hann um fegurð þess að leggja fram „eitt frumvarp sem allir geta stutt“ og bætti við: „Það er kominn tími til að forseti stígi fram.“ Fundurinn var haldinn í Hvíta húsinu og var í beinni útsendingu í sjónvarpi. Trump sagði að til greina kæmi að lögregluyfirvöld hefðu vald til að gera upptækar byssur fólks með gerðraskanir og annarra, sem stafað gæti af hætta, án þess að fara fyrst fyrir dómstóla. „Taka byssurnar fyrst, fara síðan réttarfarsleiðina,“ sagði hann. Forsetinn lagði einnig til að taka ætti til umræðu bann við árásárvopnum. Demókratar fögnuðu málflutningi Trumps þótt í röðum þeirra mætti heyra efasemdir um að hann myndi fylgja honum eftir með verkum, en undirtektir repúblikana voru öllu dræmari. „Við ætlum ekki að kasta á glæ vernd stjórnarskrárinnar einfald- lega vegna þess að síðasti viðmæl- andi forsetans kunni ekki að meta hana,“ sagði Ben Sasse, þingmaður repúblikana í Nevada, í yfirlýsingu. Býður NRA byrginn Samtök byssueigenda í Bandaríkj- unum, NRA, hafa beitt sér af krafti gegn öllum tilraunum til að tak- marka byssueign og aðgang að byssum. Í yfirlýsingu frá samtökun- um eftir fundinn sagði að hugmynd- irnar, sem Trump hefði nefnt, væru „slæm stefna“. Áhrif samtakanna eru mikil og stjórnmálamenn varast að bjóða þeim byrginn. Samtökin veittu 30 milljónir dollara (þrjá milljarða króna) til kosningabaráttu Trumps. „Við NRA get ég sagt með stolti að ég mun aldrei nokkurn tímann bregðast ykkur,“ sagði Trump á árs- fundi samtakanna í fyrra. Á fundinum sagði Trump að NRA væri velmeinandi, en bætti við að hann hefði sagt við forustu samtak- anna á sunnudag að það yrði að „stoppa þessa vitleysu. Það er kom- inn tími til“. Þegar Patrick J. Toomey, þing- maður repúblikana frá Pennsylvan- íu, mótmælti hugmyndum Trumps um að hækka aldurinn til byssu- kaupa, svaraði forsetinn: „Þú ert hræddur við NRA.“ Kennsla hófst að nýju í Marjory Stoneman Douglas-skólanum á mið- vikudag. Mikil öryggisgæsla var þegar nemendur sneru aftur. Nem- endur skólans hafa látið að sér kveða í umræðunni um byssueign eftir að árásin var gerð og hefur það haft sín áhrif. Verslunarkeðjan Dick’s Sporting Goods tilkynnti á miðvikudag að þegar yrði hætt að selja árásar- byssur í verslunum keðjunnar og enginn undir 26 ára aldri fengi að kaupa skotvopn. Edward Stack, framkvæmdastjóri keðjunnar, sagði að Cruz hefði keypt haglabyssu í einni af verslunum sínum í nóvember og þótt sú byssa hefði ekki verið not- uð í árásinni myndi keðjan hætta að selja hálfsjálfvirkar byssur. „Okkar afstaða er sú að hafi börn- in hugrekki til að skipuleggja sig með þessum hætti getum við haft hugrekki til að fjarlægja þær,“ sagði hann. Trump styður að byssu- eign verði takmörk sett  Kom þingmönnum beggja flokka í opna skjöldu AFP Byssur Donald Trump Bandaríkjaforseti ræðir takmörkun byssueignar á fundi með demókrötum og repúblikönum í Hvíta húsinu á miðvikudag. „Afar mikilvægur gestur, og mjög mikilvæg gjöf að fá hann á 70 ára af- mælisári sjálfstæðis okkar,“ tísti Reuven Rivlin, forseti Ísraels vegna fyrirhugaðrar opinberrar heimsókn- ar Vilhjálms prins, hertogans af Cambridge, til Ísraels, Palestínu og Jórdaníu í sumar. Heimsóknin er að ósk ríkisstjórnar Bretlands og hefur verið fagnað af Jórdönum, Ísraelum og Palestínumönnum, skv. tilkynn- ingu frá Kensingtonhöll Heimsækir fyrstur Palestínu Enginn úr bresku konungsfjöl- skyldunni hefur áður komið í opin- bera heimsókn til Palestínu. Ýmsir úr bresku konungsfjölskyldunni hafa áður heimsótt Jórdaníu, þar á meðal Elísabet II. Bretadrottning ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins, hertoganum af Edinborg, árið 1984. Vilhjálmur prins er annar í röð erfingja krúnunnar og verður æðst- ur meðlima bresku konungsfjöl- skyldunnar til að heimsækja Ísrael. Áður höfðu aðeins frændur Elísabet- ar II. Bretadrottningar, Játvarður prins, hertogi af Kent, og Ríkharður prins, hertogi af Gloucester, heim- sótt Ísrael opinberlega. „Við fögnum tilkynningu um komu Vilhjálms prins til Ísrael, sögulegri heimsókn,“ sagði Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, í yfirlýsingu og sagði að tekið yrði á móti öðrum í röð erfingja bresku krúnunnar „með hlýju“. Utanríkisráðherra Ungverja- lands, hefur lýst yfir að ferðin sé „mikilvægt og einstakt tækifæri til að efla diplómatísk og menningarleg tengsl á svæðinu“. Ísraelsríki var stofnað 1948 og verður 70 ára í maí. Vilhjálmur prins heimsækir Ísrael  Heimsóknin fyrirhuguð í sumar AFP Í sumar Vilhjálmur Bretaprins fer til Ísraels, Palestínu og Jórdaníu. Blindbyljir og fannfergi ollu usla víða í Evrópu í gær. Talið er að nú hafi 50 manns látið lífið í kuldakast- inu í álfunni. Loka þurfti flug- völlum og fresta flugi í Sviss, Skot- landi og á Írlandi. Helmingi lestarferða var aflýst á Ítalíu og skólum lokað í Napolí. Snjór féll á Frönsku rívíerunni. Nice var snævi þakin og tvö þúsund ökumenn voru strandaglópar klukkustundum saman á hraðbraut skammt frá Montpellier. Veðrið í álfunni er óvenjukalt. Á þessum árstíma eru íbúar þar vanir að fagna vori. Kuldakastið heldur áfram AFP Snjór Íbúar í Glasgow gátu skemmt sér í snjónum í gær. Flugvelli borgar- innar var lokað og Icelandair var meðal flugfélaga, sem felldu niður flug.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.