Morgunblaðið - 02.03.2018, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Beðið eftir strætó Óvissan getur verið mikil, kemur hann, kemur hann ekki, er hann nýfarinn? Spurningarnar eru margar og neminn sem beið við Hlíðarhjalla í Kópavogi beið og beið.
Hari
Það er sársauka-
fullt að horfa til baka
og rifja upp þann
glæsta tíma þegar ís-
lenskir snillingar af-
sönnuðu allar kenn-
ingar í fjármálum
með staðreyndum í
uppgjörum íslenskra
banka. Til að styðja
afsönnun staðreynda
nutu íslenskir banka-
menn dyggilega
stuðnings alþjóðlegra endurskoð-
unarfyrirtækja. Stjórnendur fjár-
málafyrirtækjanna voru allir sem
gljáfægðir hlandkoppar þar sem
þeir fóru um. Þeir, sem til þeirra
sáu, töldu að glæsimenn og konur
væru innan fata, en það kom svo í
ljós að fólkið var ekki í neinum
fötum. Allt var ein stór blekking.
Áritanir endurskoðenda voru
marklausar. Verðlaunaðar árs-
skýrslur bankanna voru lygaþvæla
með fægðri áferð. Endurskoð-
endur hafa enn ekki borið ábyrgð
gagnvart hluthöfum, sem kusu þá
til trúnaðarstarfa.
Hvar varst þú?
Sá Íslendingur er vart til, sem
ekki veit hvar hann var, þegar for-
sætisráðherra tilkynnti þjóðinni að
á liðnum árum hefði þjóðin lifað í
blekkingu. Þjóðin hafði verið
blekkt af bankastjórum, stjórn-
armönnum í fjármálafyrirtækjum,
ólæsum fjölmiðlum, endurskoð-
endum og starfsmönnum fjármála-
fyrirtækja.
Ávarp forsætisráðherra var vís-
bending um að erfiðir
tímar kynnu að vera
framundan. Flestir
muna hvar þeir voru,
þá er þeir hlýddu á
ávarp forsætisráð-
herra.
Sá er þetta ritar
var í sjónvarpssal
þegar þessi fordæma-
lausa ræða var flutt.
Ég viðurkenni að ég
var sem lamaður. Var
það virkilega svo að
allur minn versti
grunur var réttur?
Var virkilega svo að allar vísbend-
ingar af fjármálamarkaði væru að-
eins lítill hluti þess sem var und-
irliggjandi?
Neyðarlög
Það er eins og að aðeins eitt lifi
úr þessari ræðu; „Guð blessi Ís-
land“. Það merkilega við þessa
ræðu var að í henni var greint frá
fyrirhugaðri setningu neyðarlaga.
Ég held að þessi þjóð geri sér
ekki grein fyrir hvaða þýðingu það
hafði að vernda innistæður í bönk-
um. Það var ekki aðeins að al-
menningur gat haldið áfram að
greiða fyrir vöru og þjónustu.
Fyrirtæki gátu greitt laun. Bæj-
arfélög gátu greitt fyrir þjónustu.
Samfélagið, sem var um margt
lamað, gat starfað.
Það var hægt að halda uppi
greiðslumiðlun til útlanda fyrir
vöru og þjónustu. Það var séð til
þess að ríkissjóður og orkufyr-
irtæki gætu greitt af lánum. Það
var full ástæða til að ætla að til
greiðslufalls kynni að koma hjá
þessum stóru lántakendum með
ófyrirsjáanlegum áhrifum á lífs-
kjör fólks.
Það var mikil mildi að erlend
skuldsetning ríkisins var innan
viðráðanlegra marka þegar bank-
arnir hrundu. Það var ekki svo
gott með einstaklinga. Skuldsetn-
ing einstaklinga hafði aukist úr
20% af ráðstöfunartekjum í 200%
af ráðstöfunartekjum á 28 árum,
fram til 2008. Það er um 8,2% á
ári, sem veldur tíföldun á skuld-
setningu á þessu árabili.
Það var greinilega grunur um
að ekki væri allt með felldu því
rammi neyðarlaganna varð til
snemma árs 2008.
Vísbendingar
Vissu stjórnendur Fjármálaeft-
irlitsins að Glitnir banki hf. var
búinn að innleysa lán vegna Mile-
stone hjá Morgan Stanley vorið
2008? Vissu stjórnendur Fjármála-
eftirlitsins að Kaupþing hf. var
búið að innleysa lán Eglu hf. hjá
City Bank vorið 2008?
Þegar bankarnir voru búnir að
innleysa þessi lán og með eigin
hlutabréf að veði, þá voru bank-
arnir óstarfhæfir þar sem eig-
infjárhlutfall þeirra var komið nið-
ur fyrir lögboðið hlutfall. Þetta
bar endurskoðendum að ganga úr
skugga um við gerð milliuppgjörs
þann 30. júní 2008.
Endurskoðendur eru sem dýr-
lingar. Þeir þrá að syndga. Endur-
skoðendur Kaupþings hf. létu sig
hafa það að skrifa í milliuppgjöri
Kaupþings hf. þann 30.06. 2008 að
lán til stjórnenda og starfsmanna
bankans að fjárhæð 36 milljarðar
væru með sömu kjörum og til ann-
arra viðskiptavina. Þessi lán voru
með veði í hlutabréfum Kaupþings
hf. en lántakendur voru að öðru
leyti aðeins í ábyrgð fyrir 10% af
lánsfjárhæðinni.
Í ársbyrjun 2008 var erlend
staða Seðlabanka Íslands jákvæð
um 160 milljarða en erlendar
skuldir íslensku bankanna voru
6.800 milljarðar. Engum gat dulist
að lítið mátti út af bera svo að til
greiðslufalls gæti komið hjá ís-
lenskum bönkum.
Lögfræðingur Kaupþings hf. og
nú starfandi héraðsdómari lýsir
markaðsmisnotkun Kaupþings hf.
ágætlega í grein í Fréttablaðinu
og játar sakir fyrir hönd þeirra
sem að Kaupþingi stóðu:
„Þegar verð hluta lækkaði í lok
árs 2007 og í ársbyrjun 2008 var
bankanum nokkur vandi á höndum
að nýta sér ákvæði um veðköll
bréfanna. Lánveitingar til starfs-
manna byggðust á því að um lang-
tímafjárfestingu væri að ræða á
kaupum á allt að 9% af heildar-
hlutafé félagsins, þar sem starfs-
menn væru varðir fyrir fjárhags-
legum skaða og gætu staðið af sér
verðsveiflur á markaði. Umfangs-
mikil sala starfsmanna þegar
verðmæti hluta í félaginu fór
lækkandi var í andstöðu við yf-
irlýsta stefnu félagsins auk þess
sem það hlaut að vera afar óheppi-
legt fyrir bankann að starfsmenn
væru með þeim fyrstu sem seldu
hluti sína þegar verðið lækkaði.
Bankinn ákvað því að nýta sér
ekki ákvæði samningsins um veð-
köll og fullvissaði starfsmenn þeg-
ar í ársbyrjun 2008 að þeir þyrftu
ekki að hafa áhyggjur af því að
gengið yrði að þeim persónulega
vegna skulda við bankann sem
tengdust hlutafjárkaupum.“
Var eitthvert eigið fé í Kaup-
þingi hf. á starfstíma bankans?
Eða í SPRON banka, sem átti
hlutabréf í Kistu hf. sem átti
hlutabréf í EXISTA hf. sem átti
hlutabréf í Kaupþingi hf.? Að auki
var SPRON banki með víkjandi
lán frá Kaupþingi hf. til þess að
geta tekið þátt í þessari hring-
ekju.
Hluthafar
Það er ástæða til að hvetja fólk
til að eiga frjálsan sparnað.
Sparnaður getur verið á öðru
formi en bankainnistæðna. Hluta-
fjáreign getur verið frjáls sparn-
aður. Hlutabréf eru eðlileg í eiga-
söfnum lífeyrissjóða. Hæstiréttur
hefur dæmt að eigandi hlutabréfs
eigi aðeins bréfið sjálft en ekki
hlutdeild í sameign hlutafélagsins.
Í markaðsmisnotkunarmálum sem
dæmt hefur verið í hefur ekki þótt
ástæða til að greiða fyrir rétti
hluthafa til greiðslu skaðabóta úr
hendi þeirra sem brotið hafa.
Hluthafar eru því í raun rétt-
lausir því þeim einkamálum, sem
sótt hafa verið á hendur þeim er
misfarið hafa með hlutafélög eða
sparisjóði, hefur annaðhvort verið
vísað frá, ellegar að stjórnendur
hafa verið sýknaðir, þar sem
heimska og vanþekking hafa verið
taldar gildar ástæður til sýknu.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Endurskoðendur eru
sem dýrlingar. Þeir
þrá að syndga.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Eftirmæli um hrun