Morgunblaðið - 02.03.2018, Page 31

Morgunblaðið - 02.03.2018, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 ✝ Linda SúsannaMichelsen fæddist í Hvera- gerði 21. ágúst 1949. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 23. febrúar 2018 eftir stutta og hetjulega baráttu við krabbamein. Foreldrar henn- ar voru Georg Bernharð Mic- helsen, bakari frá Sauð- árkróki, f. 20. maí 1916, d. 3. nóvember 2001, og Jytte Karen Michelsen frá Kaupmannahöfn, f. 28. júní 1923. Linda var ein þriggja systra. Hinar eru: Edda Michelsen, f. 14. desem- ber 1943, og Sandra Georgsdóttir, f. 28. október 1957. 1968 giftist Linda Ólafi Loga Jónassyni, f. 30. nóvember 1948, d. 23. október 2009. Þau eignuðust eina dóttur; Rósu Hrönn, kennara, f. 6. desember 1966, gift Gylfa Birgissyni, desember 2009. 3) Halldóra læknir, gift Anders Holm, börn þeirra eru Isabel Bríet, f. 28. maí 2014, og Salka Súsanna, f. 18. janúar 2018. Linda og Ög- mundur slitu samvistir. Linda kynntist sambýlis- manni sínum, Kristni Guð- mundssyni skipstjóra, 2013. Þau bjuggu saman í Hafn- arfirði. Linda ólst upp í Hveragerði og gekk í gagnfræðiskóla þar. Hún sótti síðar húsmæðraskól- ann í Reykjavík og þar á eftir Fóstruskólann. Hún átti stutt- an starfsferil sem fóstra. Hún starfaði síðar á talsambandi við útlönd. Þegar Linda var á þrítugsaldri hóf hún störf hjá fjölskyldufyrirtækinu, Friðrik A. Jónssyni ehf., og vann sig upp í stöðu fjármálastjóra. Linda hætti að vinna árið 2007 þegar fyrirtækið var selt. Linda hafði fjölmörg áhuga- mál. Hún sótti nám við Ferða- málaskóla Kópavogs, Sálar- rannsóknarskólann í Reykjavík og lærði spænsku. Hún var öt- ull bridsspilari. Hún átti hús á Spáni frá 1991 þar sem hún og fjölskyldan hafa eytt ófáum frí- um. Útför Lindu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 2. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. börn þeirra eru Sæþór Aron, f. 5. nóvember 1993, Darri Viktor, f. 3. febrúar 1998, og Súsanna Karen, f. 19. júní 2005. Linda og Ólafur slitu samvistir. 1973 giftist Linda Ögmundi Friðrikssyni, f. 25. september 1949. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Georg Rúnar sjúkraþjálfari, í sambúð með Sigurlaugu Björk Böðvarsdóttur, börn þeirra eru Linda Petrea, f. 8. júní 2000, Bryndís Guðjónsdóttir, f. 4. júlí 2002, Benjamín, f. 4. júlí 2004, Bogi Guðjónsson, f. 27. desem- ber 2006, og Agla Hrönn og Úlfur Baui, f. 30. desember 2015. 2) Sara fjármálastjóri, gift Arnóri Geir Jónssyni, börn þeirra eru Karítas Árney Wa- agfjörð, f. 15. janúar 1999, Jak- ob Tjörvi Waagfjörð, f. 6. des- ember 2002, Sölvi Hrafn, f. 27. mars 2008, Rakel Gríma, f. 9. Elsku uppáhaldstengda- mamma mín. Takk fyrir að leyfa mér að vera partur af þér og þínum, ég kann svo að meta það. Takk fyrir að taka alltaf svo vel á móti mér og mínum, það er ekki sjálfgefið. Takk fyrir að kenna mér að lifið er núna, mig langar að ferðast meira. Takk fyrir að kenna mér að lífinu á að lifa lifandi, ég ætla að fara að njóta meira. Takk fyrir að leggja alltaf svo mikla alúð í hverja gjöf, hittir alltaf í mark! Takk fyrir að heilsa alltaf með faðmlagi og kossi, ó hvað ég gæfi fyrir það núna. Takk fyrir hjálpina, hún kom sér alltaf vel. Takk fyrir vinskapinn, sem mér þykir svo vænt um. Takk fyrir samtölin, þau gáfu mér mikið. Takk fyrir traustið, ég reyni að standa undir því áfram. Takk fyrir hláturinn, sög- ur sem lifa um ókomin ár. Takk fyrir ævintýrin, þau gleymast aldrei. Takk fyrir allt of fáu árin, það svíður svo að fá ekki fleiri. Takk fyrir minningarnar, þær lifa áfram. Takk fyrir fjölskylduna mína, án þín ætti ég þau ekki. Takk fyrir orðin hæ elskan mín, við elskum þig líka. Takk fyrir allt og allt, þín verður ávallt saknað sárt. Þangað til við sjáumst aftur, góða nótt. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir. Fráfall Lindu systur minnar hefur sýnt mér hversu hverfult lífið er. Lát hennar á allan hátt óraunverulegt og með ólíkindum erfitt að skilja eða sætta sig við. Tíminn mun leiða það í ljós hvernig muni ganga að taka þessu áfalli á sama tignarlega háttinn og henni var svo eiginleg- ur. Lífið er núna segja margir og e.t.v. má segja að Linda hafi lifað í núinu. Hún elskaði lífsins lysti- semdir og notaði allar þær stundir sem gáfust til að gleðjast með vinum og fjölskyldu. Í hverju teiti var hún stjarnan, gullfalleg, vel til höfð og hrífandi á allan hátt. Hún var lífsglöð með eindæmum og þó að á brattann væri að sækja lét hún það aldrei spilla léttri lund sinni. Linda hafði mjög sterkan per- sónuleika. Hún var heilsteypt, ákveðin, sanngjörn, heiðarleg og réttsýn. Tel ég að þessir eigin- leikar hennar hafi gert það að verkum að samferðamenn leit- uðu títt til hennar með það sem þeim lá á hjarta, enda reyndist hún besti vinur margra. Oft og iðulega ræddum við systur um hversu lánsamar við værum, hefðum notið ástar, um- hyggju og öryggis á okkar bernskuheimili, foreldrar okkar stórmenni í besta skilningi þess orðs. Mínar bernskuminningar hverfast um allar þær gæða- stundir okkar systra og ekki síð- ur eftir að hún eignaðist frum- burð sinn, hana Rósu Hrönn, og deildi henni á svo óeigingjarnan hátt með mér. Mér finnst ég hafa valhoppað fyrstu 20 ár lífs míns. Veikindum sínum tók Linda af sama æðruleysi og öðru því sem að henni sneri. Hún var fljót að skilja kjarnann frá hisminu og sneri sér að börnum sínum fjór- um, sem voru henni allt. Börnin og fjölskyldur þeirra sjá á eftir mömmu og ömmu, sem og frá- bærri manneskju og harmur þeirra er ólýsanlegur. Á lokametrunum var ég svo lánsöm að eiga yndislega stund með systur minni og það gerir mér sorgina bærilegri ásamt þeirri vissu að börnin hennar muni halda uppi glaðværð móður sinnar. Við Guðjón, Rúnar Gauti, Tinna, Katla, Frosti og fjölskyld- ur minnumst Lindu með hlýhug og gleði og sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til barna Lindu systur minnar sem og Kristins sambýlismanns hennar. Sandra systir. Hvar á ég að byrja að rifja upp okkar kynni? Sennilega þegar þú réðir mig í vinnu til þín árið 1991, þá bara 27 ára gamla. Ég átti að sjá um tollamál og sendiferðir og svona ýmislegt snatt. Hjá Frið- rik A. Jónssyni unnu á þeim tíma átta manns. Þessi ár voru svo lærdómsrík og yfirleitt góð. Það voru ófáar ferðirnar sem farnar voru í þínu boði hingað og þang- að um Evrópu og vá hvað það voru ótrúlega góðar ferðir, mat- ur, skemmtun og vín og að ógleymdum endalausum hlátri því að þú varst svo skemmtileg og ótrúlega mikill húmoristi. Til að byrja með varstu yfirmaður minn með tilheyrandi leiðsögn og aga, samhliða því varstu mér eins og fósturmóðir á þessum árum þar sem ég var einstæð móðir og hafði ekki marga í kringum mig. Þú hjálpaðir mér að kaupa mér mína fyrstu íbúð og bara varst mér svo ómetanleg og dýrmæt. Spánn kemur upp þegar ég hugsa til þín, þar áttir þú ynd- islegt heimili og vildir helst vera þar eins mikið og þú gast milli þess að heimsækja börnin þín og barnabörn og hlúa að þeim því þú dýrkaðir þau öll og vildir helst vera hjá þeim öllum í einu en það var nú svolítið erfitt þar sem þau búa í þremur löndum. Mikil er sorg þeirra að kveðja þig allt of snemma þú sem varst þeim allt, móðir, vinkona og þessi enda- lausa stoð og alltaf tilbúin að hjálpa þeim og bara vera með þeim. Mikill er missir Kidda sambýlismanns og sálufélaga. Ég vil bara segja í lokin, takk elsku Linda mín, fyrir allt. Elsku Rósa, Sara, Georg, Halldóra og Kiddi, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar. Ástríður (Systa). Linda Súsanna Michelsen  Fleiri minningargreinar um Lindu Súsannu Mich- elsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sunneva EdithFjeldsted fæddist 30. júlí 1983 í Vest- mannaeyjum. Hún lést 18. febrúar 2018 í Reykjavík. Móðir Sunnevu er Bryndís Björk Sigurjónsdóttir, f. 7. febrúar 1960 á Reykjanesvita. Faðir Sunnevu er Ragnar Reynisson, f. 24. júní 1961, eiginkona hans er Mari- anne Johannessen. Sunneva var næstelst sex systkina. Þar er elstur 1) Baldur Freyr Einarsson, f. 16. janúar 1979, eiginkona hans er Bar- bara Hafey Þórðardóttir, f. 8. mars 1973, börn þeirra eru Anika Lind, f. 22. nóvember 1992, sambýlismaður hennar er f. 1. desember 1998. 5) Anton Ægir Ragnarsson, f. 20. sept- ember 1989, sambýliskona hans er Aurélie Avokro. Foreldrar Bryndísar voru Sigurjón Ólafsson vitavörður, f. 29. ágúst 1909, d. 12. október 1997, og Sigfríður Pálína Kon- ráðsdóttir, f. 5. maí 1921, d. 29. ágúst 1975. Systkini Bryndísar eru þrettán. Foreldrar Ragnars Reynir Ragnarsson lögreglumaður, f. 16. janúar 1934, og Edith Dam, f. 14. mars 1938, d. 22. janúar 2007. Systkini Ragnars eru fjög- ur. Börn Sunnevu eru 1) Baldur Elmar, f. 13. mars 2003, 2) Elvar Máni, f. 10. janúar 2006, barns- faðir Haukur Elmar Bjarnason. 3) Bjartur Elí Artursson, f. 20. desember 2010. Sunneva tók meirapróf og vann við leigubílaakstur og sinnti einnig umönnunarstörf- um, t.a.m. á sambýli í Kerling- ardal. Útför Sunnevu fer fram frá Lindakirkju í dag, 2. mars 2018, klukkan 13. Kristófer Fannar Axelsson, synir hennar eru Hafþór Breki, f. 13. júlí 2011, og Alexander Már, f. 3. júlí 2017. Aron Gabríel, f. 3. júní 1998, Emilía Anna, f. 9. janúar 2005, Sunna Lind, f. 24. maí 2006, Rakel Anna, f. 31. mars 2008, Ísak Nói, f. 15. janúar 2010, og Harpa Ha- fey, f. 21. nóvember 2015. 2) Reynir Ragnarsson, f. 22. des. 1984, börn hans eru Ragnar Natan, f. 9. júlí 2006, Agnes Edith, f. 19. nóvember 2007, Aníta Ósk, f. 28. júlí 2009, og Kristján Logi, f. 7. febrúar 2013. 3) Harpa Björt Guðbjartsdóttir, f. 29. apríl 1990, d. 30. apríl 2011. 4) Dagur Þór Hjartarson, Elsku Sunneva mín, enn á ný hefur sorgin bankað upp á hjá mér. Sorgin sem heltók mig og okkur þegar yngri systir þín Harpa Björt kvaddi okkur fyrir tæpum sjö árum, þegar litli sól- argeislinn okkar lét lífið á hörmu- legan hátt daginn eftir 21 árs af- mælið sitt. Þú misstir svo mikið þá, vin- konu, sálufélaga og yndislega systur sem alltaf var með útrétt- an faðminn fyrir drengina þína (eða mína eins og hún sagði svo oft). Elsku Sunna mín, augu mín eru þurr, ég get varla grátið meira, allt er svo óraunverulegt, en ég veit að sorgin og eftirsjáin eftir ykkur systrum á eftir að hel- taka hjarta mitt. Þá vona ég að ég eigi opinn faðm og öxl þar sem ég get sótt mér styrk og von á ný. Það hlýjar mér um hjartarætur að vita að stelpurnar mínar eru sameinaðar á ný á himnum, ég sit hér og horfi á myndir af ykkur þar sem þið voruð saman hér. Ég velti fyrir mér hvað Guð heldur að ég geti borið þungar byrðar, en það er fátt um svör. Ég man eftir úti- legunum okkar og þú alltaf syngjandi í bílnum og það sem þú elskaðir söngvakvöldstundirnar með fjölskyldunni þinni. Þú varst mikill dýravinur og var heimilið okkar í Engihjallan- um oft eins og dýragarður. Þú varst svo glaðlynd stúlka sama hvað lífið færði þér vina mín. Gleði, jákvæðni, húmor og heið- arleiki lýsir þér hvað best. Ein- læg varstu vinum þínum og þú máttir ekkert aumt sjá þá varstu mætt til að hjálpa. Þú talaðir oft um að vilja ganga Jakobsveginn sem er ein af þekktustu pílagrímsferðum í Evrópu þar sem hægt er að öðl- ast syndaaflausn. Þú varst byrjuð að leggja fyrir svo þú gætir farið í stóru ferðina um Evrópu. Þótt þú getir ekki farið í ferðina hér í lif- anda lífi þá trúi ég því að ferð þín um Jakobsveginn sé hafin og við hlið þér er án efa litla systir þín sem hlúir nú að þér og veitir þér skjól með vængjum sínum. Ég sit hér og stari út í loftið og minningarnar þyrlast um huga mér, fallega stelpan mín, minn- ingarnar koma og fara og nýjar bætast við, þar mun huggun mín hvíla. Ég lofa að líta eftir drengjun- um þínum og veita þeim styrk og stuðning og ég skal segja þeim sögur af þér og prakkarastrikun- um þínum frá því að þú varst smástelpa, þegar þú slóst við hanann í sveitinni og fleirum uppátækjum, ég mun ekki þreyt- ast á að tala um þig við börnin þín. Nú kveð ég þig, elsku gullmol- inn minn, og bið fyrir kveðju handa yndislegu litlu systur þinni, dæturnar mínar sem ég sakna meira en orð fá lýst sam- einaðar á himnum. Ykkar mamma að eilífu, Bryndís. Elsku Sunneva systir mín. Mikið tekur það mig sárt að sjá á eftir þér, við áttum svo margt ógert saman, segja má að við höf- um bæði staðið á byrjunarreit og allt var svo bjart framundan, elsku systir mín. Það er svo erfitt fyrir mig að kveðja þig, erfitt að finna réttu orðin sem lýsa þeim sára söknuði og sorg sem býr í hjarta mínu á þessari stundu. Ég hef litið upp til þín á svo marga vegu, betri vin er erfitt og vart hægt að hugsa sér að eiga. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda og alltaf varstu með hjartað á réttum stað, tilbúin að ganga í gegnum eld og brennistein fyrir okkur sem þú elskaðir og alltaf varstu tilbúin að veita þeim aðstoð sem minna mega sín. Bara að fleiri í heiminum væru eins og þú, óeigingjarnir og hjartahlýir, þá væri heimurinn svo miklu betri. Það er mikill missir fyrir frændsystkini þín að horfa á eftir þér, þau upplifa svo sáran missi því þau elskuðu þig svo mikið. Þú varst svo mikill gleðigjafi inn í líf okkar allra og auðvelt að elska þig eins og þú elskaðir okkur öll. Það er mikill vitnisburður um þann karakter sem þú bjóst yfir, hversu mikið börnin mín héldu upp á þig, stóru frænku sína. Einu áttir þú nóg af sem best er að eiga og það er kærleikur, þú varst svo rík af kærleika, elsku systir mín, og ég leit svo mikið upp til þín þegar þú varst á lífi, en það geri ég líka nú, ætíð og alltaf. Reynir og börn. Elsku fallega Sunneva okkar. Núna hefur þú kvatt okkur í bili. Ég er svo þakklátur fyrir all- an þann tíma sem við höfum átt saman, gleði- og sorgarstundir. Það hefur margt orðið á vegi okk- ar og við höfum svo sannarlega þurft að veðrast af lífinu. Mál- tækið segir að Guð leggi ekki meira á okkur en við getum borið, ég segi nei við því, ég trúi því að lífið leggi á okkur alls konar erf- iðleika en Guð ber okkur í gegn- um þá. Þannig komumst við í gegnum sorgina sem bankaði upp á þegar við misstum elsku Hörp- una okkar fyrir örfáum árum, með styrk og hjálp Guðs. Þegar ég hugsa til þín þá get ég ekki annað en brosað í gegn- um sorgartárin. Þú varst alltaf svo „kraftmikil“ allt frá því þú varst lítil stelpa. Það breyttist ekkert með aldrinum, í hvert sinn er ég þurfti á aðstoð að halda þá varstu komin og varst til staðar, bæði í blíðu og stríðu. Þú fórnaðir svo oft tíma þínum fyrir aðra og sérstaklega fjölskylduna. Þú varst með hjarta fullt af kærleika og ég er svo þakklátur, elsku Sunnan mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skylduna og við erum fátækari án þín en himnaríki er ríkara að hafa þig í sínum röðum. Þú brostir alltaf í gegnum tár- in þegar erfiðleikar steðjuðu að og það er það sem ég ætla að gera núna, elsku Sunna, þegar ég og fjölskylda mín syrgjum þig. Brosa í gegnum tárin og muna eftir fallega brosinu þínu, skemmtilega hlátrinum þínum og öllum gleðistundunum okkar saman. Það verður tómlegt án þín í Guðmundarlundi í framtíðinni, að heyra ekki hláturinn þinn og sjá gleðina í andlitum barnanna þeg- ar þú leikur við þau. Tilhugsunin um að þú sért farin frá okkur er þyngri en tárum taki og orð fá ekki lýst sorginni sem nístir hjarta mitt. Huggunin er þó að nú dvelur þú í faðmi Jesú á himn- um með Hörpu litlu systur okkar, og það hljóta að hafa verið fagn- aðarfundir er þið féllust í faðma á ný. Ég gleymi aldrei augnablikinu þegar þú gekkst inn í kirkjuna aftur, ég var uppi á sviði í lof- gjörðinni og um leið og augu mín sáu þig þá brotnaði ég niður. Þarna var systir mín sem ég elsk- aði svo heitt komin aftur heim. Ég elskaði að sjá þig lofa Guð, að sjá þig rétta hendurnar í átt að himnum og lofsyngja föður okkar af öllu hjarta. Þarna í þessum minningum fyllist hjarta mitt af þakklæti og fögnuði. Hversu lán- söm vorum við að fá að kynnast Guði og elsku hans til okkar, hví- lík forréttindi að eiga hann að á þessari erfiðu stundu. Mér eru minnisstæð fallegu orðin sem þú lést falla um okkur Barböru og fallega heimilið okk- ar, er þú hafðir verið í mat hjá okkur og hafðir jú orð á því að brósi þinn klikkaði ekki á mat- seldinni frekar er fyrri daginn, en fyrir utan það þá værum við svo yndislega falleg fjölskylda og það var svo mikill innblástur og stuðningur inn í það nýja líf sem þú varst að hefja og fá að sjá og muna hvernig það væri að eiga heimili og fjölskyldu og hversu mikil tilhlökkun var í hjarta þínu að fá að vera til staðar fyrir okkur öll. Þú elskaðir okkur og það munum við Barbara og börnin okkar geyma í hjarta okkar um aldur og ævi þar til við hittumst öll á ný í húsi föður okkar á himn- um. Guð, þú hefur gefið og tekið mér frá. Systir þú sefur englunum hjá. Umvafin Jesú faðmi meðan lífið gengur sinn vanagang. Ég brosi í sorg og með gleðitár því minning þín er falleg en söknuðurinn sár. (Sunneva Edith) Baldur Fr. Einarsson, Barbara Hafey, börn og barnabörn. Sunneva Edith Fjeldsted  Fleiri minningargreinar um Sunnevu Edith Fjeld- sted bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.