Morgunblaðið - 02.03.2018, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Loftpressur - stórar sem smáar
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Listahátíðin Ferskir vindar, sem
haldin er annaðhvert ár í Garði, hlaut
í gær Eyrarrósina sem árlega er veitt
framúrskarandi menningarverkefni
á landsbyggðinni. Eliza Reid for-
setafrú, verndari Eyrarrósarinnar,
afhenti verðlaunin við athöfn í Nes-
kaupstað.
Að Eyrarrósinni standa í samein-
ingu Listahátíð í Reykjavík, Byggða-
stofnun og Air Iceland Connect og
var þetta í 14. sinn sem verðlaunin
voru veitt.
Sú hefð hefur skapast að afhend-
ing verðlaunanna fari fram í höf-
uðstöðvum verðlaunahafa síðasta
árs. Það var ástæða þess að Eyrar-
rósin var afhent í Egilsbúð í Nes-
kaupstað, þar sem handhafi við-
urkenningarinar 2017 var
þungarokkshátíðin Eistnaflug.
Mireya Samper, myndlistarkona
og stofnandi Ferskra vinda, veitti
verðlaununum viðtöku. Þeim fylgir
fjárstyrkur, tvær milljónir króna,
auk verðlaunagrips sem hannaður er
af Friðriki Steini Friðrikssyni vöru-
hönnuði.
Tvö önnur menningarverkefni sem
voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar að
þessu sinni hlutu 500 þúsund króna
peningaverðlaun: Skjaldborg, hátíð
íslenskra heimildarmynda á Patreks-
firði og samtímalistasýningin Rúll-
andi snjóbolti sem sett er upp hvert
sumar á Djúpavogi.
Þrjú önnur menningarverkefni
voru tilnefnd, tónlistarhátíðin Aldrei
fór ég suður, á Ísafirði; alþjóðlega
kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Not-
hern Wave), haldin í Snæfellsbæ, og
LungA skólinn sem starfræktur er á
Seyðisfirði.
Erlendir og innlendir listamenn
Í umsögn dómnefndar sem ákvað
að Ferskir vindar hlytu verðlaunin
segir: „Aðstandendur Ferskra vinda
hafa ekki bara sýnt metnað í verki við
skipulag hátíðarinnar heldur seiglu
og úthald sem hefur skilað sér í við-
burði sem hefur gildi bæði fyrir
Reykjanes og íslenskt menningarlíf.“
Mireya Samper var lukkuleg eftir
afhendinguna í gær og sagði það
stórkostlegan heiður fyrir Ferska
vinda að hljóta Eyrarrósina. „Þessi
viðurkenning er uppskera fyrir gott
starf,“ sagði hún.
Ferskir vindar er alþjóðleg hátíð
sem haldin hefur verið í Garði annað
hvert ár frá árinu 2010 og var síðast
haldin frá 16. desember síðast-
liðnum til 17. janúar. Á hátíðina er
hverju sinni boðið 40 til 50 lista-
mönnum úr hinum ýmsu listgreinum
og af fjölmörgum þjóðernum. Er-
lendir listamenn dvelja og vinna í
Garði í um fimm vikur og sýna þar
afrakstur sinn. Aðstandendur
Ferskra vinda leitast við að koma á
sem nánustum tengslum við íbúa
bæjarfélagsins, meðal annars með
samstarfi við skólana með ýmsum
uppákomum og beinni þátttöku
nemenda. Öll dagskrá hátíðarinnar
er ókeypis og opin almenningi, þar á
meðal kynningar á listafólkinu og
verkum þess, opnar vinnustofur,
myndlistarsýningar, gjörningar,
tónleikar og fleira.
Erfitt en gefandi
„Mér finnst þetta framtak, Eyrar-
rósin, vera einstaklega vel heppnað
og vekja athygli á því sem vel er gert
á landsbyggðinni,“ sagði Mireya.
„Það vekur athygli á flottum menn-
ingarviðburðum um allt land.
Mér þótti hin verkefnin öll svo fín
að ég trúði því varla að við myndum
hljóta Eyrarrósina.“
Mireya stofnaði til hátíðarinnar á
sínum tíma og viðurkenndi fúslega að
þetta væri umfangsmikið verkefni.
Þegar hún var spurð að því hvað
keyrði hana áfram við að halda hátíð-
inni úti, sagði hún erfitt að svara því.
„Það er best að segja að það sé
ástríða. Þetta er ákveðin bilun, að
standa í þessu, en ástríðan lætur
mann halda áfram. Þetta getur verið
erfitt og rosalegur barningur en er
líka gefandi, eins og það að sjá hvern-
ig margir listamannanna sem koma
hreinlega blómstra. Þeir segjast end-
urfæðast hér. Það er stórkostlegt að
upplifuna orkuna meðan hátíðin er í
gangi – og svo trúum við því að við
séum að hafa góð áhrif á samfélagið
og gera eitthvað sem skiptir máli. Til
dæmis með því að skapa og skilja eft-
ir listaverk, auðga anda íbúa og opna
augu og hjörtu unga fólksins. Sú upp-
skera er dásamleg.“
Mireya sagði peningana sem fylgja
verðlaununum hjálpa til við und-
irbúning næstu hátíðar og við að
greiða fyrir þá síðustu. „Fjáröflunin
er alltaf þyngsti róðurinn. Undirbún-
ingur næstu hátíðar er löngu hafinn
og þetta skarast allt, síðasta hátíð og
sú næsta. En nú er framhaldið óljóst
hjá okkur þar sem Garður er að sam-
einast Sandgerði. Það er ekki ljóst
hvað bærinn muni heita og hvað þá
hvernig grundvöllur hátíðarinnr
verður, það á eftir að koma í ljós. En
Ferskir vindar munu blása á einn eða
annan hátt, einhversstaðar,“ sagði
Mireya.
„Uppskera fyrir gott starf“
Listahátíðin Ferskir vindar, sem haldin er í Garði, hlaut í gær Eyrarrósina
sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni
Menningarverðlaun Mireya Samper frá Ferskum vindum, fyrir miðju, með
verðlaunin í gær. Með henni eru Vigdís Jakobsdóttur, listrænn stjórnandi
Listahátíðar í Reykjavík, og Eliza Reid, sem afhenti Mireyu verðlaunin.
Þrátt fyrir að
liðsmenn Rolling
Stones hafi leikið
saman í hálfa öld
hafa félarnir
stundum skotið
föstum skeytum
að hver öðrum.
En nú hefur gít-
arleikarinn Keith
Richards beðið
söngvarann Mick
Jagger afsökunar á að hafa sagt í
viðtali að Jagger þyrfti að fara í
ófrjósemisaðgerð. Hann lét þau orð
falla eftir að Jagger varð faðir í 8.
sinn, 73 ára að aldri.
„Maður getur ekki orðið pabbi á
þessum aldri, greyið krakkarnir,“
sagði Richards þá en þykir það leitt
og hefur beðið Jagger afsökunar.
Biður Jagger
afsökunar
Jagger og
Richards á sviði.
Við sjáum tvö ung börn meðskærfjólubláan lit í bak-grunni. Skotið víkkar ogvið sjáum að þau eru stödd
á móteli einhvers staðar í Bandaríkj-
unum. Nánar tiltekið í Orlando, eins
og bráðum verður ljóst, á ljótu fjólu-
bláu vegahóteli rétt utan við Disney
World í Flórída. Svona hefst kvik-
myndin The Florida Project sem
hefur verið tilnefnd til fjölda verð-
launa og meðal annars til einna Ósk-
arsverðlauna.
Börn þessi eru óþekktarormar og
eru í keppni um að hrækja á bíl nýja
nágrannans. Áhorfendur fylgjast
með þessum börnum og lífi þeirra
rétt eins og við værum fluga á vegg,
svo raunsæisleg er tilfinningin í
myndinni. Börnin eru í raun óþol-
andi, óalandi og óferjandi og það
virðist enginn sérstaklega vera að
fylgjast með þeim þegar þau gera
hvert prakkarastrikið á fætur öðru
og samskiptum þeirra við fullorðna
og önnur börn. Við fáum sérstaklega
að fylgjast með ferðum hinnar sex
ára gömlu Moonee (Brooklynn
Prince) á ferð um mótelið þar sem
hún býr með móður sinni. Mótelið
heitir The Magic Castle, alveg eins
og Þyrnirósarkastalinn í Disney
World, og þar býr samansafn fólks í
hrörlegum herbergjum, við hliðina á
matvöruverslun sem heitir Orange
World og lítur út eins og appelsína
og ísbúð sem heitir Twistee Treat.
Þetta er hinn blákaldi bandaríski
raunveruleiki, svona næstum það
sem kallast hvítt rusl. Feitir Banda-
ríkjamenn í þröngum, skærlituðum
fötum, ljótt og smekklaust umhverfi
og litirnir, allt er þetta fangað á 35
mm kvikmyndatökuvél og áhorfand-
inn fær að upplifa þennan heim í
Barnslegir
töfrar í banda-
rísku skítapleisi
Bíó Paradís
The Florida Project bbbmn
Leikstjóri: Sean Baker. Aðalleikarar:
Brooklyn Prince, Bria Vinaitte og Willem
Dafoe. Bandaríkin, 2017. 111 mínútur.
ANNA MARGRÉT
BJÖRNSSON
KVIKMYNDIR
Tilkynnt var í
gær að plata
norsku tónlistar-
konunnar Sus-
anne Sundfør,
Music For People
in Trouble, hlyti
Norrænu tón-
listarverðlaunin
sem By:Larm-
-tónlistarhátíðin
veitir árlega. Þá
hlutu tveir listamenn sérstaka heið-
ursviðurkenningu fyrir plötur sín-
ar, Yung Lean frá Svíþjóð fyrir
plötuna Stranger og Kim Myhr frá
Noregi fyrir You I Me.
Forvalsnefnd hafi valið 12 nor-
ræna listamenn og hljómsveitir til
að keppa um verðlaunin, þar á með-
al Íslendingana Björk Guðmunds-
dóttur, Högna Egilsson og Ölvu Is-
landia. Það var síðan alþjóðleg
dómnefnd sem valdi sigurvegarann
og þá sem hlutu sérstaka viður-
kenningu. Tónlist Sundfør er sögð
byggja á áhrifaríkum klasískum
lögum auk tilraunamennsku og
þótti dómnefnd platan einfaldlega
best og á henni nyti „undursamleg
rödd“ hennar sín vel.
Plata Sundfør
valin best á
Norðurlöndum
Susanne
Sundfør