Morgunblaðið - 02.03.2018, Qupperneq 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Stockfish
Kvikmyndahátíðin Stockfish hófst í
gær í Bíó Paradís og er fjöldi kvik-
mynda á dagskrá hennar. Frekari
upplýsingar á stockfishfestival.is.
Red Sparrow
Rússnesk ballettdansmær, Dom-
inika Egorova, lendir í slysi sem
endar dansferil hennar. Hún er
neydd til þess að ganga í svokall-
aðan Spörfuglaskóla í heimlandi
sínu þar sem efnilegt ungt fólk hlýt-
ur njósnaþjálfun og er kennt að
nota líkama sína og hugarorku sem
vopn í þágu ríkisins. Egorova reyn-
ist frábær nemandi og verður
hættulegsti „spörfugl“ leyniþjón-
ustunnar. Leikstjóri er Francis
Lawrence og helstu leikarar eru
Jennifer Lawrence, Joel Edgerton
og Matthias Schoenaerts.
Metacritic: 56/100
Rotten Tomatoes: 62%
Steinaldarmaðurinn
„Stop-motion“-mynd sem gerist á
steinöld. Segir af frummanninum
Dug og aðstoðarfrummanni hans
Hognob sem sameina ættbálk sinn
gegn hroðalegum óvini, Lord No-
oth, og bronsaldarborg hans, sem
ógna heimkynnum þeirra. Leik-
stjóri er Nick Park.
Metacritic: 68/100
Rotten Tomatoes: 81%
Bíófrumsýningar
Spörfugl, steinaldar-
menn og Stockfish
Stórhættuleg Jennifer Lawrence og Joel Edgerton í Red Sparrow.
»Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Stockfish var sett
í gær í Bíó Paradís og var opnunarmyndin An
Ordinary Man með Heru Hilmarsdóttur og Ben
Kingsley í aðalhlutverkum. Hera mætti á opnunina
með leikstjóra kvikmyndarinnar, Bandaríkjamann-
inum Brad Silberling, og var glatt á hjalla. Hátíðin
stendur yfir í tíu daga eru 19 kvik- og heimild-
armyndir á dagskrá auk stuttmynda.
Stockfish-kvikmyndahátíð hófst í Bíó Paradís með sýningu á An Ordinary Man
Morgunblaðið/Hanna
Stockfish Elsa María Ólafsdóttir, Páll Kristinn Pálsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson.
Í sviðsljósinu Hera Hilmarsdóttir leikkona og Brad Silberling leikstjóri. Gestir Elena Ferrari og Andrei Abdul létu sig ekki vanta.
Gaman Sigurbjörn Einarsson og Ingibjörg Alda
Guðmundsdóttir mættu og voru hin kátustu.
Málverk Pablos Picasso, Femme au
Béret et à la Robe Quadrillée (Mar-
ie-Thérèse Walter), var slegið hæst-
bjóðanda á uppboði hjá Sotheby’s í
fyrrakvöld fyrir 69,4 milljónir dala,
með gjöldum, rúma sjö milljarða
króna. Verkið hafði verið metið á
35 milljónir dala og var selt óþekkt-
um kaupanda símleiðis.
Erlendir listrýnar segja uppboðs-
vertíð vorsins fara vel af stað með
þessari sölu, þótt verkið sé vart
hálfdrættingur ef miðað er við dýr-
ustu Picasso-verkin, Les Femmes
d’Alger ("Version O"), sem var selt
fyrir um 180 milljónir dala fyrir
þremur árum og Le Rêve sem kost-
aði 155 miljónir dala árið 2013.
Verk eftir Picasso halda áfram
að höfða til efnaðra safnara því
hann málaði fimm af tíu dýrustu
verkunum sem boðin voru upp að
þessu sinni.
Þetta verk Picasso af stúlku með
Alpahúfu var málað árið 1937 og
sýnir hjákonu og músu listamanns-
ins, Marie-Thérèse Walter, sem
hann hafði kynnst um áratug fyrr.
Það hafði aldrei verið á markaði
fyrr, sá sem seldi verkið nú keypti
það af dánarbúi Picassos.
Verk eftir Picasso
verðmætast
Dýrt Málverk Picassos af stúlku með
Alpahúfu kostaði um sjö milljarða kr.
AFP
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland
býður mikið úrval af
gæðagleraugum á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Jensen JN8020 umgjörð
kr. 18.900,-
ICQC 2018-20