Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 44
FÖSTUDAGUR 2. MARS 61. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Jöklarútan sat föst í hálfan …
2. Þýfi úr gagnaverum falið …
3. Maðurinn var íslenskur …
4. Munur á að taka forhúðina …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rokkkór Íslands býður upp á óraf-
magnaða tónleika í Salnum í Kópa-
vogi í kvöld kl. 20 og flytur blöndu af
þekktum rokklögum frá ýmsum ára-
tugum. Með kórnum spila þeir Sigur-
geir Sigmundsson, Ingólfur Magnús-
son og Þorvaldur Kári Ingveldarson.
Rokkstjóri er Matthías V. Baldursson.
Ljósmynd/Eva Ágústa
Rokkkór Íslands
rokkar í Salnum
Norræna húsið
hitar upp fyrir
HönnunarMars
með hönnunar-
sýningunni Inn-
blásið af Aalto:
með sjálfbærni að
leiðarljósi. Á
henni er tekin fyr-
ir húsgagnahönn-
un og önnur innanhússhönnun
finnska arkitektsins Alvars Aalto sem
og valin verk eftir hönnuði undir
áhrifum frá Aalto.
Hönnun eftir og
innblásin af Aalto
Hljómsveitin Moses Hightower
heldur tónleika á skemmtistaðnum
Húrra við Tryggvagötu í kvöld og ann-
að kvöld kl. 21. Hljómsveitin gaf í
fyrra út plötuna Fjallaloft og mun
leika lög af henni sem og lög af fyrri
hljómplötum sínum,
Annarri Móse-
bók og Búum
til börn.
Moses Hightower
leikur tvö kvöld í röð
Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum suð-
austantil á landinu. Él austanlands og með norðurströndinni.
Frostlaust með suðurströndinni, annars frost að 5 stigum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan- og norðanátt, víða 8-15 m/s,
en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil. Dálítil él austan- og norð-
anlands. Frost 1 til 6 stig, en lengst af frostlaust syðst á landinu.
VEÐUR
Haukar standa vel að vígi
á toppi Dominos-deildar
karla í körfuknattleik eftir
sigur á Stjörnunni, 80:73,
í tuttugustu umferðinni í
gærkvöld. Þeir eru fjórum
stigum á undan ÍR og
Tindastóli en ÍR-ingar töp-
uðu fyrir Grindavík suður
með sjó. Keflavík tryggði
sér sæti í úrslitakeppninni
með því að leggja Njarð-
víkinga að velli í granna-
slag. »3
Haukar í góðri
stöðu á toppnum
„Ég hef ekki gefið landsliðinu mikinn
gaum um langt skeið enda nánast
ekkert verið í kringum það síðustu
fjögur árin. Það hefur lengi verið
markmið mitt að vinna mér sæti í
landsliðinu en því miður ekki tekist.
Geir vildi gefa öðrum tækifæri. Nú er
spurning hvaða hugmyndir Guð-
mundur hefur í þessum efn-
um. Ég vonast alltaf eftir að
fá tækifæri til að sýna hvað
í mér býr,“ segir Daníel
Freyr Andrésson,
markvörður
sænska hand-
knattleiks-
liðsins Ri-
coh. »4
Vonast eftir að fá tæki-
færi til að sýna mig
Það verður við ramman reip að draga
hjá Anítu Hinriksdóttur þegar hún
keppir í fyrsta sinn í 1.500 metra
hlaupi á stórmóti, á HM innanhúss í
Birmingham á Englandi í kvöld.
Hlaupið verður í undanriðlum í kvöld,
kl. 19.48, og níu hlauparar keppa svo
í úrslitahlaupinu annað kvöld. Gen-
zebe Dibaba frá Eþíópíu er sig-
urstranglegust í greininni. »1
Aníta glímir við öfluga
hlaupara í kvöld
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í gærdag var plasthýsi tekið af
sundlauginni í Ásgarði í Garðabæ,
en nú sér fyrir endann á miklum
endurbótum sem þar hafa verið
gerðar. Gamla útilaugin sem er 25
metra löng var endurbyggð frá
grunni auk þess að útbúnir eru tveir
heitir pottar, kaldur pottur, vaðlaug,
gufubað og nýir útiklefar. Þá verður
í Ásgarði góð aðstaða fyrir fatlað
fólk; sérútbúnir búningsklefar og
lyftur við laugarbakka.
800 milljóna
króna framkvæmd
Áformað er að aðstaðan, sem hul-
unni hefur nú verið svipt af, verði
tekin í gagnið formlega þann 19.
apríl næstkomandi – það er á sumar-
daginn fyrsta – en nú er aðeins frá-
gangurinn eftir í þessum fram-
kvæmdum. Alls hefur verið varið
800 milljónum króna til þessara
framkvæmda, sem hófust fyrir hálfu
öðru ári.
„Í raun er þetta ný sundlaug og
aðstaðan verður alveg fyrsta
flokks,“ segir Kári Jónsson, íþrótta-
fulltrúi Garðabæjar. Fyrir er í
bæjarfélaginu sundlaug á Álftanesi,
þekkt meðal annars fyrir tilkomu-
mikla rennibraut og góða leik-
aðstöðu fyrir börn. Sundlaugin í Ás-
garði, sem er hluti af íþróttamiðstöð
bæjarins, er hins vegar frekar hugs-
uð fyrir fólk sem kemur til þess að
slappa af eða fá sína góðu hreyfingu
sem sundið er.
Iðandi mannlíf
„Gamla sundlaugin var barn síns
tíma, tekin í notkun árið 1989. Að-
sóknin hefur verið mikil, eða um 120
þúsund gestir á ári og vonandi verð-
ur sú tala hærri þegar nýja laugin er
komin í gagnið,“ segir Kári.
Í íþróttamiðstöðinni í Ásgarði er
jafnan iðandi líf. Húsið er opnað
klukkan hálfsjö á morgnana og þar
eru æfingar í ýmsum greinum fram
á tólfta tímann á kvöldin.
„Skólarnir hafa tímann á morgn-
ana og fram eftir degi en svo hefjast
æfingar á vegum Stjörnunnar síð-
degis. Iðkendur sem hingað koma á
degi hverjum til æfinga eru í kring-
um 1.000 sem er mjög gott á allan
mælikvarða,“ segir Kári. Hann bæt-
ir við að börn og ungmenni í Garða-
bæ, það er aldurinn 5 til 18 ára, séu
líka dugleg að nýta sér svokallaða
hvatapeninga sem eru styrkur til
þess að stunda íþróttir eða skipulagt
tómstundastarf. Styrkir af þessum
toga bjóðist nú víðast hvar á landinu
og reynslan sé hvarvetna góð. Kári
telur jafnframt til greina koma að
stuðningur þessi nái til fleiri, svo
sem eldra fólks, enda geti það aukið
lífgæði sín og bætt heilsu með reglu-
legri hreyfingu eða þátttöku í fé-
lagsstarfi.
Heilsustefna í Vetrarmýri
Í Garðabæ stendur nú fyrir dyr-
um bygging íþróttahúss í Vetrar-
mýri nærri Vífilsstöðum. Bærinn
mun í ár veita alls um 300 milljónir
króna til þessa verkefnis en útboð
framkvæmda fer fram nú á vor-
dögum. Framkvæmdir hefjast síðan
í haust. Alls verður þessi bygging
um 11.200 fermetrar að grunnfleti
og undir þaki verður knattspyrnu-
völlur af löglegri stærð og aðstaða
fyrir ýmislegt fleira og má þar nefna
góðan þreksal og klifurvegg sem
príla má um.
„Í nýju íþróttahöllinni verður
hugsað fyrir almenningsíþróttum og
til dæmis að úr Vetrarmýrinni geti
fólk lagt upp í gönguferðir um fal-
legt umhverfið á þessum slóðum, til
dæmis við Vífilsstaðavatnið og í
Heiðmörk. Raunar hefur verið gert
margt hér í Garðabæ á und-
anförnum árum í krafti þeirrar
heilsustefnu sem bærinn setti til efl-
ingar því að fólk geti stundað hreyf-
ingu. Þar nefni ég til dæmis mjög
gott göngustíganet sem hér liggur
um fallegt umhverfi. Þá er meðal Ís-
lendinga hefð fyrir því að fara í sund.
Og allt svona hefur áhrif; heilsu-
stefna og virk þátttaka í félagsstarfi
og hreyfingu hefur góð áhrif á bæj-
arbrag og gerir mannlífið skemmti-
legra,“ segir Kári að síðustu.
Hulu svipt af sundlauginni
Ásgarðslaugin í
Garðabæ senn
opnuð að nýju
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Íþróttir Kári Jónsson, íþróttafulltrúi í Garðabæ, við Ásgarðslaug sem opnuð verður fljótlega eftir miklar end-
urbætur. Myndin var tekin þegar grindur sem héldu uppi plasthýsi sem var yfir útilauginni voru fjarlægðar í gær.