Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Mannvirkjastofnun ráðleggur eig- endum og forráðamönnum iðnfyrir- tækja í stórum atvinnuhúsum að fara yfir öryggismál sín í kjölfar stórbrun- ans í Garðabæ á fimmtudaginn. Mik- ilvægt sé að atvinnumenn, bruna- hönnuðir, annist slíkar úttektir. „Þetta er sérstaklega mikilvægt að gera þar sem er mikið af brennanlegu efni á framleiðslulager,“ segir for- stjóri stofnunarinnar, Björn Karls- son. „Reynslan hefur sýnt að þegar al- tjón verður þá dugir það oft ekki þótt viðkomandi fyrirtæki séu með bruna- tryggingar og rekstrarstöðvunar- tryggingar. Þegar framleiðslan stöðv- ast og vörulagerinn tapast vegna bruna missa menn marga viðskipta- vini og þetta leiðir oft til þess að fyr- irtæki verða gjaldþrota,“ segir Björn Karlsson. Rannsókn á upptökum brunans er í höndum lögreglunnar. Björn segir að eldvarnasvið Mannvirkjastofnunar rannsaki hins vegar slökkvistarf þeg- ar stórbrunar verða. Hugað sé að því hvernig það hafi gengið, hvernig vatnsöflun hafi verið, hvort bruna- hanar hafi virkað og hvort einhverjir sérstakir hnökrar hafi verið á starf- inu. Þá sé það verkefni stofnunarinn- ar að skoða brunavarnir og bruna- hönnun í viðkomandi húsnæði. Leiða þurfi í ljós hvort húsið hafi verið byggt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og að ákvæðum laga og reglugerða um brunavarnir hafi verið fylgt. Björn segir að athugun sem þessi sé síðan dregin saman í skýrslu og kynnt slökkviliðsstjórum á öllu land- inu. Forstjóri Mannvirkjastofnunar kvaðst ekki getað svarað því að svo stöddu hvort allt hefði verið með eðli- legum hætti með tilliti til eldvarna í byggingunni í Garðabæ sem heita má að hafi brunnið til kaldra kola. Nú væri verið að kalla eftir gögnum frá byggingarfulltrúa og fleiri aðilum og fundað yrði með þeim og farið yfir málin. Eins væri verið að fara yfir slökkvistarfið sem hefði verið mjög flókin aðgerð og staðið yfir í meira en 20 klukkustundir. Björn var spurður að því hvort slökkviliðið þyrfti ekki á fullkomnari tækjabúnaði að halda, til að mynda róbótum sem hægt væri að senda inn í brennandi byggingar þangað sem of áhættusamt væri að senda slökkvi- liðsmenn. Hann sagði að búnaður slökkviliðs hér á landi miðaðist við þann staðalbúnað sem algengastur væri í nágrannalöndunum. Það nýj- asta væru hitamyndavélar sem gerðu slökkviliðinu fært að sjá hvar heitast væri í brennandi byggingu og ákveða hvar óhætt væri að fara inn. Algjört forgangsatriði væri að passa upp á að slökkviliðsmenn slösuðust ekki. Björn segir að þegar ekki sé gerð krafa um vatnsúðakerfi eins og reyndin var í Garðabæ þegar húsið var byggt árið 2005 sé gerð krafa um brunahólf sem megi hvert vera mest 2.000 fermetrar að stærð. Eldvarna- veggir þurfi að geta haldið eldi í 60 eða 90 mínútur. Eftir sé að skoða brunahólfin í Garðabæ, en viðvörun- arkerfi hafi verið í húsinu sem virkaði, fór af stað og opnaði reyklúgur í þaki. Björn segir að eigendur og forráða- menn beri ábyrgð á því að eldvarnir séu ávallt í samræmi við þá starfsemi sem er hverju sinni í atvinnuhúsnæði. Sérfræðingar athugi eldvarnir  Mannvirkjastofnun hvetur til yfirferðar eldvarna í atvinnuhúsnæði Morgunblaðið/Hari Eldur Altjón varð í stórbruna í atvinnuhúsnæði í Garðabæ á fimmtudaginn. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Geymslueigendur í stórbrunanum í Garðabæ hafa margir hverjir leitað til tryggingafélaga sinna vegna tjónsins sem þeir urðu fyrir sl. fimmtudag. „Okkur hafa borist tilkynningar og við vinnum hratt og vel í því að bæta tjón okkar fólks,“ segir Sigurjón Andrésson hjá Sjóvá. Í sama streng taka Sigurður Óli Kolbeinsson hjá Verði og Kjartan Valdimarsson hjá TM. Erfitt er að henda reiður á því hver er staða þeirra geymsluleigjenda sem misstu eigur sínar í stórbrun- anum og höfðu ekki keypt trygging- ar. Þeir sem keypt hafa sértrygging- ar ættu að fá allt bætt og þeir sem eru með innbú tryggt geta fengið allt að 15% af andvirði vátryggingarfjár- hæðar innbús vegna eigna sem voru í geymslu utan heimilis bætt. Stenst ákvæði Geymslna? „Það er ekki útilokað að Geymslur, sem rekstraraðili geymsluhúsnæðis- ins í Miðhrauni, séu bótaskyldar gagnvart því tjóni sem þjónustu- þegar urðu fyrir í brunanum,“ segir Guðni Haraldsson hæstaréttarlög- maður sem telur að leiga á geymslu- húsnæði falli undir lög um þjónustu- kaup. Sé það rétt leikur hugsanlega vafi á því hvort ákvæði í samningi sem Geymslur gera við viðskiptavini sína, þar sem fram kemur að leigj- endum beri að tryggja eigur sínar þar sem um húsaleigusamning sé að ræða en ekki þjónustusamning, standist. Nokkur geymslufyrirtæki gera húsaleigusamninga við leigjendur og taka það sérstaklega fram að um sé að ræða húsaleigusamning en ekki þjónustusamning og því sé það á ábyrgð leigutaka að tryggja þær eignir sem geymdar eru í leiguhús- næðinu. Það stangast á við hug- myndir Guðna Haraldssonar sem segir hugsanlegt að leiga á geymslum geti fallið undir lög um þjónustukaup. Lögmaður sem rætt var við segir það áhugaverða spurningu hvort leiga á geymsluhúsnæði falli undir lög um húsaleigusamninga eða lög um þjónustusamninga. Hann segir það skipta máli hvernig húsaleiga sé skilgreind í lögum. Það skipti einnig máli hvort einhver beri ábyrgð á brunanum og það geti flækt málið þegar rekstraraðili sé ekki sami og eigandi hússins. Réttarstaðan óljós Hrannar Már Gunnarsson, lög- maður hjá Neytendasamtökunum, segir að á meðan réttarstaða þeirra sem eiga hagsmuna að gæta vegna brunans sé enn óljós vilji samtökin fara varlega í að tjá sig. Samtökin muni fylgjast með framvindu mála. „Við munum að sjálfsögðu taka mál okkar félagsmanna til skoðunar ef til okkar verður leitað. Í öllu falli ætti fólk að byrja á því að hafa sam- band við sitt tryggingafélag,“ segir Hrannar Már. Sigurður Óli Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar, segir umræðuna um hvort leiga á geymslum falli undir lög um þjónustusamninga ekki koma sér á óvart. „Það er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að þjónustufyrirtæki geti tryggt lausafjármuni viðskiptavina. En við þyrftum að fá verðmætalista frá eigendum viðkomandi lausa- muna,“ segir Sigurður Óli. Flækjustig í bótaskyldu  Óljóst hvort lög um þjónustukaup eða lög um húsaleigu gilda um geymslu lausa- fjármuna  Margir geymslueigendur leita til tryggingafélaga vegna stórbrunans Morgunblaðið/RAX Stórbruni Stórtækar vinnuvélar unnu við það í gær að rífa rústir húsnæðisins í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Rannsókn á eldsupptökum er hafin. Ekkert bendir til þess að sak- næmt athæfi hafi átt sér stað í tengslum við eldsvoðann við Miðhraun í Garðabæ. Rannsókn Lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu á upptökum brunans sem varð á fimmtudag er skammt á veg komin en þar ræður mestu að hrunhætta er á brunavettvangi og því hefur tæknideild lögreglu ekki enn getað athafnað sig þar eins og vera skyldi, segir í tilkynningu frá lögreglunni í gær. Rannsókn annarra þátta máls- ins er þó í fullum gangi og strax á fimmtudag hófst vinna við öfl- un gagna, m.a. úr eftirlitsmynda- vélum og með skýrslutökum af vitnum. Brunavettvangur er lok- aður af og vaktaður. Eldsupptök enn ókunn BRUNI Í GARÐABÆ Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Í húsinu voru upprunalegar upp- tökur og heimildamyndir af Latabæ í eldtraustum skápum. Ég hef ekki hugmynd um hvort þær hafa eyði- lagst eða ekki, þær gætu hafa bráðn- að í hitanum. Það á eftir að koma í ljós, við höfum auðvitað ekki fengið að fara til að athuga það enn,“ segir Magn- ús Örn Scheving, höfundur og fyrr- verandi eigandi hinna heims- frægu Latabæjar- sjónvarpsþátta. Þeir eru nú í eigu Turner Broadcasting í Bandaríkj- unum. Upptökur o.fl. vegna þátta- gerðar fyrstu 16 árin voru í geymsl- unum hjá Geymslum ehf. sem brunnu í stórbrunanum í Garðabæ, en í húsinu var Latibær einnig með myndverið sitt í mörg ár. Menningarslys í uppsiglingu „Saga stærstu sjónvarpsfram- leiðslu Íslandssögunnar gæti því hafa horfið í brunanum,“ segir Magnús og bætir við að til hafi staðið að nota efnið í heimildarmynd. Þegar Latabæjarupptökuverið var í húsinu hafi verið hugað sérstaklega vel að eldvörnum og haldnar slökkvi- liðsæfingar þrisvar á ári. „Við pössuðum sérstaklega vel upp á allt efnið okkar, það var geymt á þremur stöðum, allar kynningar og upprunalegar upptökur, í upp- tökuverinu og úti í bæ, í eldtraustum skápum og eldtraustum bankahólf- um, en eftir að Turner Broadcasting tók við hef ég ekki hugmynd um hvernig þessu var háttað,“ segir Magnús og kveðst ekki vita hvort eða hvernig þetta hafi verið tryggt, enda sé erfitt að tryggja eitthvað sem verður ekki bætt með fé. „Við erum spennt að vita hvort eldtraustu skáparnir héldu og þökk- um fyrir að ekki varð mannskaði.“ Morgunblaðið/Ómar Latibær Gamla myndverið brann. Latibær í logunum  Óvíst um upptökur Magnús Scheving

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.