Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 12
Gógó Starr Dragdrottning Íslands. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Gógó Starr, Deff Starr,Jenny Purr og Atli dem-antur ásamt Bjarna Ósk-arssyni, umboðsmanni þeirrar fyrstnefndu, fara í næsta mánuði á eina stærstu dragráðstefnu heims í Los Angeles. Allar eru drottningarnar í fjöllistahópnum Drag-Súgur, sem haslað hefur sér völl í skemmtanalífi Reykvíkinga á liðnum árum. Forsprakki hópsins og framkvæmdastjóri er Sigurður Heimir Guðjónsson, sem kemur fram sem Gógó Starr og er að því hann best veit, eina dragdrottning landsins í fullu starfi sem slík. „Búist er við fimmtíu þúsund manns á ráðstefnuna, RuPaul’s DragCon, sem haldin verður í þriðja skipti að undirlagi RuPaul, frægustu dragdrottningar heims, leik- og söng- konu, rithöfundar og sjónvarps- stjörnu, svo fátt sé talið. Hún er með- al annars leiðbeinandi í RuPaul’s Drag Race, vinsælum raunveru- leikaþáttum í sjónvarpi, þar sem leit- að er að næstu drag ofurstjörnu Bandaríkjanna. Í þáttunum þurfa þátttakendur að leysa alls konar þrautir og heilla áhorfendur með glæsilegum búningum og förðun sem og hæfileikum og almennum skemmtilegheitum, “ segir Sigurður Heimir, sem gerir sér far um að horfa á þættina þegar þeir eru sýndir á hin- segin barnum Kíkí daginn eftir út- sendingu þar vestra. Ellegar á Net- flix. Styrkja vináttu- og atvinnutengsl Að sögn Sigurðar Heimis er drag í dag miklu meira en að karlar farði sig ótæpilega, hlaði á sig skarti eins og konur væru og klæði sig í til- komumikla kjóla eða að konur klæð- ist buxum og teikni á sig skegg. Útlit- ið sé ekki allt, frambærilegar dragdrottningar þurfi að vera uppi- standarar og skemmtikraftar, sem geti leikið, sungið og dansað og auk- inheldur verið fyndnar. Sjálfur var hann krýndur dragdrottning Íslands árið 2015 og heldur titlinum enn, því keppni af því taginu hefur ekki verið haldin síðan. Enginn skortur sé þó á dragdrottningum á Íslandi. Og þær hafi nóg að gera. „Drag-súgur setur upp tvær sýningar á mánuði í það minnsta og Gógó Starr er með vikulegar skemmtanir á Kíkí, aðallega „lip-sync karíókí“, sem er venjulegt karíókí nema enginn má syngja, heldur bara dansa við undirspil og skemmta sér saman. Einnig er Gógó oft beðin um að vera veislustjóri á árshátíðum og öðrum skemmtunum.“ Ráðstefnan í LA er öllum opin, draglistamönnum sem og áhugafólki um dragmenningu. Fimmmenningunum fannst einfaldlega upplagt að kynna íslenska drag- senu á erlendri grund og styrkja um leið vináttu- og atvinnutengsl við er- lenda kollega sína, sem að sögn Sigurðar Heimis er aðalmark- mið ráðstefnunnar. Einnig að fá innblástur, finna vænt- umþykjuna fyrir listforminu og kom- ast í návígi við helstu dragstjörn- urnar. Margt til lista lagt „Þátttakendur eru aðallega frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Ég er stoltur af að koma frá Íslandi og kynna dragmenningu okkar, en hún er um margt ólík þeirri bandarísku, sem einkum hefur mótast út frá sjón- varpsþáttum RuPauls. Íslenskir draglistamenn hafa farið aðrar leiðir, til dæmis vilja margar konur taka þátt í þessari tegund sviðslistar. Það skiptir máli að Íslendingar eru opnir, fagna fjölbreytileikanum og eru komnir lengra í réttindabaráttu kynjanna en margar aðrar þjóðir. Fyrir vikið stendur hinsegin sam- félagið að vissu leyti í meiri blóma hér en annars staðar. “ Eins og nærri má geta er drottningunum í Drag-Súg margt til lista lagt. Þær eru ólíkar og hef- ur hver og ein þróað og tileinkað sér sinn stíl. Sigurður Heimir full- yrðir að Gógó Starr sé sú kvenleg- asta í hópnum, sem fer á ráðstefnuna. „Hún „lúkkar“ bara eins og huggulegur kvenmaður, en tekur svo óvæntan snúning og gerir eitt- hvað fyndið, leikur sér með kyngervi, ef svo má segja. Sama gerir Deff Starr hans Neville Ingley – eins og raunar allar drottningarnar – en þó með öðrum hætti en Gógó. Deff er hálf- gerður trúður sem leggur mikla áherslu á líkamlega tján- ingu í dansi. Jenny Purr, öðru nafni Kristrún Hrafns- dóttir, eina konan í hópnum, tekur kvenleikann upp í Dragdrottningar með yfirvigt til LA Fyrsta íslenska dragútrásin stendur fyrir dyrum hjá fjöllistahópnum Drag-Súgur. Leiðin liggur á stærstu dragráðstefnu heims í Los Angel- es, þar sem dragdrottningar ætla að kynna íslenska dragmenningu, sem rutt hefur sér til rúms í skemmtanalífi landsmanna undanfarin ár. Búast má við töluverðri traffík í íslenska básnum því hann er við hliðina á bás Ru Paul, frægustu dragdrottningar Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað. Drag-Súgur heldur dragsýningu í kvöld á Gauknum til að styrkja ferðalangana. Deff Starr Hálfgerður trúður sem leikur sér með kyngervi. Útlitið er ekki allt, frambærileg- ar dragdrottningar þurfa að vera uppistandarar og skemmtikraftar, sem geta leikið, sungið og dans- að og aukinheldur verið fyndnar. Atli Demantur Besti dansarinn í hópnum. Ljósmyndir/Kaspars Bekeris 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Í tilefni 100 ára fullveldis Íslands efn- ir Textílsetur Íslands á Blönduósi til hönnunarsamkeppni á fullveldis- peysu í tengslum við Prjónagleði 2018, sem er árleg prjónahátíð þar í bæ. Markmiðið með samkeppninni er að draga fram samlíkingu á milli for- tíðar og nútíðar í sögu lands og þjóð- ar með tilvísun til fullveldis Íslands. Allir geta tekið þátt í keppninni en skila verður inn myndum af fullbúnu verki fyrir 10. maí 2018 á netfangið samkeppni.textilsetur@simnet.is. Þriggja manna dómnefnd mun síðan kalla inn þær peysur sem þykja sigur- stranglegastar og verða þær til sýnis á Prjónagleðinni. Tuttugu peysur verða valdar úr innsendum myndum og verða þær sýndar í Félagsheimil- inu á Blönduósi 8.-10. júní. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu og bestu útfærsluna. Verðlaunaafhend- ingin fer fram á hátíðarkvöldverði á Prjónagleði 2018 á Blönduósi, laugar- daginn 9. júní. Nánar: prjonagledi.is. Vefsíðan www.prjonagledi.is Fitjað upp á fullveldispeysu Prjónað af fingrum fram Á Prjónagleðinni 2018 verður boðið upp á um 20 mismunandi prjónatengd námskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.