Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 35
ur, teiknaðir ótrúlegustu hluti,
margir ljótir veggir bæjarins
fengu fegurð frá þinni listsköpun.
Þú gafst mér í útskriftargjöf mjög
flott listaverk sem ég hef uppi á
vegg heima hjá mér til mikillar
ánægju. Ekki má gleyma hversu
góður flugmaður þú varst orðinn.
Ósanngjarnt að guð hafi viljað fá
þig svo snemma, ég átti eftir að
gera svo margt með þér. Ég
gleymi þér aldrei elsku besti vinur
minn.
Þinn góði vinur,
Úlfur.
Brosandi, glettinn og góðlegur,
það er það fyrsta sem kemur upp í
hugann um kæran vin, Breka
Johnsen. Við áttum samleið í
gegnum lífið frá því hann var lítill
drengur. Úr augum Breka skein
ósvikin vinátta og traust sem
aldrei bar skugga á. Minningar
um afburða greindan og hæfi-
leikaríkan dreng þar sem prakk-
arastrik, dillandi hlátur og uppá-
tæki grallarans gátu verið
ótæmandi. Hann átti ekki langt að
sækja grallarann sem er ætt-
gengur, en aldrei meiðandi. Það
léttir lífið þegar glettnin er með í
för á lífsins leið, hún skapar minn-
ingar sem munu lifa um ókomna
tíð. Það er mikilvægt að minnast
þeirra uppátækja með hlýju og
þakklæti.
„Halló, er þetta Ragnar?“ spyr
óðamála rödd í símanum. „Já,“
svara ég. „Gott kvöld, ég heiti
Gilli og ég er að horfa út um
gluggann hjá mér hérna á Suður-
landinu og mér sýnist í gegnum
élin að það sé farið að gjósa í
Heklu.“ „Hvað segirðu? Þakka
þér fyrir, ég verð að reyna að
fljúga yfir gosið eða keyra,“ sagði
ég og sleit símtalinu um leið. Allt
var sett í gang á Mogganum til að
ná því að mynda eldgosið í Heklu.
Það var að skella á myrkur og
ekki mikill tími til stefnu að ná
myndum í blað næsta dags.
Hringt var í allar áttir og kannað
hvað væri í gangi. Allt batterí
landsins sem snýr að eldgosum og
almannavörnum kom af fjöllum,
en fór í gang eins og gos væri haf-
ið í Heklu.
Það hafði farið dágóð stund í
símtöl og undirbúning þegar sím-
inn hringdi aftur og sama rödd og
hringdi í upphafi spurði: „Ertu
farinn í eldgosið?“ „Ég er að fara,
tala við þig á eftir,“ sagði ég og
var að fara að skella aftur á Gilla
eða þann sem sagðist vera Gilli.
„Halló, Raxi! Þetta er ég – Breki,“
var sagt á hinum endanum og dill-
andi hláturinn víbraði í gegnum
símann. „Þarna náði ég þér,“
sagði Breki og hló enn meira.
Í gegnum hugann flaug strax
hvernig ég gæti komið mér út úr
þessu. Búinn að ræsa allt batterí
landsins vegna eldgoss en það var
ekkert gos! „Breki, ég er búinn að
hringja og tilkynna út um allt að
það sé hafið eldgos í Heklu, ég
verð kjöldreginn,“ hélt ég áfram.
„Ég reyndi að stoppa þig en þú
skelltir alltaf á og svo var á tali hjá
þér,“ svaraði Breki sakleysislega.
Hann hughreysti mig með því að
þetta hefði verið fín æfing fyrir
batteríið, það héldi því á tánum.
Það var hálfvandræðalegt að til-
kynna að það hefðu orðið einhver
mistök. Við hlógum að þessu í
mörg ár á eftir þótt það hafi tekið
smátíma að viðurkenna aulagang-
inn að trúa þessu.
Breki var alvöru Eyjapeyi sem
þótti vænt um fólkið sitt og talaði
um það af hlýju. Hann var list-
hneigður og afar flinkur graffari.
Hann lauk atvinnuflugmanns-
prófi og vann sem atvinnuflug-
maður um tíma. Nú er Breki á
þeim stað sem allar leiðir liggja til
að lokum. Hann er í góðum hönd-
um almættisins og fylgist örugg-
lega með okkur öllum. Minning
um góðan dreng mun lifa.
Ég votta foreldrum hans, Árna
og Dóru, Eldari syni hans, systr-
um og öðrum ættingjum mína
dýpstu samúð. Megi góður guð
styrkja þau í sinni miklu sorg.
Ragnar Axelsson
og fjölskylda.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
✝ Laufey J.Svein-
björnsdóttir fædd-
ist 2. júlí 1959 í
Reykjavík. Hún lést
í Sjálfsbjarg-
arheimilinu Hátúni
12 hinn 2. apríl
2018.
Foreldrar Lauf-
eyjar voru Hall-
dóra Jóna Sölva-
dóttir, f. 26.7. 1940,
og Sveinbjörn Guðjón Guð-
jónsson, f. 14.6. 1940, d. 20.7.
2007.
Systkini Laufeyjar eru: Guð-
björg Sveinfríður, f. 4.5. 1962,
Viðar Örn, f. 20.7. 1963, Halla
Sigrún, f. 28.6. 1980, María Guð-
rún, f. 28.6. 1980.
Hinn 12. september 1981
kvæntist Laufey Guðmundi
Helga Þórarinssyni, f. 7.8. 1959,
og skildu þau árið 2006. Börn
þeirra eru: 1) Ragnheiður Ósk
Guðmundsdóttir, f.
15.1. 1980, maki
Guðmann
Unnsteinsson, f.
13.1. 1983. Börn
þeirra eru Laufey
Helga, Valdís Una
og Katrín Katla. 2)
Halldóra Jóna Guð-
mundsdóttir, f.
23.10. 1984, maki
Airidas Liaugminas
f. 10.9. 1985. Börn
þeirra eru Danielius Helgi og
Óliver Þór.
Laufey vann mest við verslun-
arstörf og var verslunarstjóri
lengst af. Hún greindist með MS
1991. Flutti hún á Sléttuveg árið
2007 og stundaði þar dagvistun
MS félagsins. Árið 2010 flutti
Laufey í Sjálfsbjargarheimilið
að Hátúni 12.
Útför Laufeyjar fer fram frá
Hrunakirkju í dag, 7. apríl 2018,
klukkan 14.
Elsku fallega systir okkar,
Laufey okkar.
Að sinni skilja leiðir. Það er
ólýsanleg sorg og söknuður sem
fylgir því að kveðja þig, elsku
systa. Þótt aðdragandinn hafi ver-
ið langur og okkur öllum ljóst
hvert leiðin lá kom kallið samt á
óvart. En um leið gleðjumst við
yfir því að þrautir þínar og fjötrar
séu farin. Eflaust ertu óstöðvandi
núna, hvar sem þú ert, og í góðra
vina hópi, því ekki áttir þú erfitt
með að kynnast fólki. Fjörkálfur
sem þú ert og óstöðvandi stríðn-
ispúki, þá er nokkuð víst að eng-
um leiðist í kringum þig.
Erfitt er að segja með orðum
hversu sérstök systir þú ert.
Hlátur þinn og gleði
við öllum hafa snert.
Ótal dansar í Vallhólma stigum,
hlátrasköll og mikið fjör.
Með hálflokuð augu á öllum myndum
og tyggjó við aðra vör.
Fyndinni sögu þú fram fleygir
og enginn skilur neitt.
Því hlátur er eina sem segist,
allir hlæja saman sem eitt.
Blíð sem móðir við litla systur,
með opinn faðm og styrk.
Nú hefur hjartað djúpar ristur,
þegar ég sit hér og syrg.
Að kveðja þig, elsku systir,
er erfiðara en orð fá lýst.
En eitt get ég sagt þér
um hversu þakklát ég er
að hafa átt systur eins og þig.
Elsku Laufey, ljómi þinn og
gleði mun ávallt lifa í hjörtum
okkar.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Þín systkini
Guðbjörg Sveinfríður
(Fríða), Viðar Örn,
Halla Sigrún.
Elsku systir mín, mér finnst
svo erfitt að þú sért farin frá þess-
um heimi en það huggar mig smá
að núna ertu frjáls frá þessum lík-
ama sem fjötraði þig niður eftir að
sjúkdómurinn tók völdin.
Ég sakna þín svo mikið. Ég
sakna þess að hlæja með þér. Þú
varst með mest smitandi hlátur
sem ég veit um. Ég og allir aðrir í
kringum þig fórum að hlæja þeg-
ar þú fórst að hlæja, það var ekki
hægt annað þar sem gleðin þín
var svo smitandi. Þú varst alltaf
svo glöð og kát og komst með sól-
ina með þér hvert sem þú fórst.
Þegar þú varst að segja fyndna
sögu eða brandara hlóstu svo mik-
ið að það var ekki hægt að skilja
þig en maður fór samt að hlæja
með þér.
Þú varst mér og Höllu sem
önnur móðir stundum. Við vorum
svo mikið hjá þér og lékum við
stelpurnar þínar, þar sem þær eru
á svipuðum aldri og við systurnar.
Þú varst alltaf að reyna að ala
okkur upp líka. Það voru svo
margir sem héldu að þú værir
mamma okkar. Þau trúðu því ekki
þegar við sögðum að þú værir
systir okkar og fannst enn skrítn-
ara að þú værir alsystir okkar, en
sú spurning fylgdi alltaf með.
Ég man hvað okkur Höllu
fannst gaman þegar þú áttir
heima í Vestmannaeyjum og við
fengum að vera um sumar hjá þér.
Við fórum í fótboltaskóla með
Ragnheiði en þar fann ég að sú
íþrótt er ekki það sem ég get lagt
fyrir mig, það vantaði mikið upp á
hæfileikana.
Þig langaði alltaf að sjá París.
París var draumaborgin þín. Þú
varst svo glöð þegar öll fjölskyld-
an safnaði fyrir draumaferðinni
þinni og hélt óvænta afmælis-
veislu og gaf þér miðana til Par-
ísar. Þú hélst að þú værir að fara í
kaffi til mömmu og pabba en svo
stukkum við öll fram og öskruðum
til hamingju með afmælið! Ég
man hvað þú varst hissa fyrst og
þegar þér voru réttir miðarnir
fórstu að gráta af gleði. Ég man
þetta svo vel, þar sem ég fór líka
að gráta smá með þér.
Ég á svo erfitt með að kveðja
þig, elsku Laufey mín, stóra systir
mín. Ég, Ragnheiður og Manni
vorum hjá þér þegar þú kvaddir
þennan heim. Ég hélt í höndina á
þér og ég vildi ekki sleppa þó svo
að þú værir farin frá þessum lík-
ama. Farin til pabba, ömmu og
afa. Ég er viss um að pabbi hafi
tekið á móti gullinu sínu, en hann
kallaði þig alltaf gullið sitt. Þú ert
örugglega komin með litla strák-
inn þinn í fangið sem þú saknaðir
svo.
Elska þig svo mikið og sakna.
Þín systir
María.
Í dag kveð ég kæra vinkonu,
hana Laufeyju.
Við Laufey kynntumst um
páska 1976, þá aðeins 16 ára að
aldri. Létt lund hennar og smit-
andi hlátur heillaði ekki bara mig
heldur einnig bróður minn enda
liðu ekki margir mánuðir þangað
til hann og Laufey voru farin að
búa, barnung að aldri. Laufey og
bróðir minn bjuggu í Kópavogi
mestalla sína sambúð með tveim-
ur hléum, þegar þau fluttu til Nes-
kaupstaðar og seinna til Vest-
mannaeyja.
Þar sem bróðir minn var á sjó
sá Laufey um börn og bú lengst-
um ein. Hún var mikil húsmóðir
og gestrisin. Voru afmælisveislur
dætra þeirra alltaf veglegar og
mikið lagt í.
Laufey J.
Sveinbjörnsdóttir
Laufey greindist á fertugsaldri
með MS og einkenndi barátta við
sjúkdóminn daglegt líf hennar.
Aldrei missti hún þó lífsgleðina og
gat hlegið að óförum sínum þegar
hún fór að missa mátt. Lífsgleði
hannar hjálpaði mikið á stundum
þegar aðrir hefðu misst móðinn.
Eftir að Laufey og bróðir minn
slitu samvistum flutti Laufey
fyrst á Sléttuveg og síðustu árin
bjó hún að Hátúni 12 en þá þurfti
hún sólarhringsaðhlynningu sem
hún fékk þar og gott atlæti. Vin-
skapur okkar Laufeyjar hélst
áfram enda var hann nærandi fyr-
ir okkur bæði. Lífsgleði hennar og
glaðværð gerðu það að hún var
fljót að kynnast og eignast vini
þar sem annars staðar.
En ekki missti hún húmorinn
og lífsgleðina og þegar sjónin og
annað gerði það að hún var hætt
að þekkja fólk gat hún slegið á
létta strengi. „Æi Þóroddur minn,
þú ert orðinn svo gráhærður að ég
þekkti þig ekki.“
Aftur komnir páskar og núna
kvaddi Laufey okkur annan dag
páska, þá var erfitt að vera langt í
burtu frá henni og dætrum henn-
ar, Ragnheiði Ósk og Halldóru
Jónu. Ylja mér þó við góða sam-
verustund okkar Laufeyjar laug-
ardaginn áður en ég fór út, þá sát-
um við og horfðum á dansþátt í
sjónvarpinu saman og gerðum at-
hugasemdir við klæðnað og fram-
komu þátttakenda, alltaf jákvætt
enda áttum við bæði auðvelt að sjá
það jákvæða hjá öllum og við allt.
Í dag kveð ég Laufeyju með
þakklæti fyrir yfir 40 ára vináttu.
Viðeigandi er að kveðja með ljóði
eftir Sigurbjörn Þorkelsson því að
Laufey var með vor í sálu sinni og
eilíft sumar í hjarta.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Þóroddur Þórarinsson.
Lífið er ósanngjarnt. Það er því
miður eitt sem rennur upp fyrir
öllum. Þegar sakleysi bernskunn-
ar hverfur uppgötvar maður að
slæmir hlutir koma fyrir gott fólk.
MS er sjúkdómur sem maður
mundi ekki óska mesta óvini sín-
um. En svo er spurning hvernig
fólk bregst við slíkum áskorunum.
Að þessu leyti var Laufey hetja.
Ég hef aldrei í mínu lífi kynnst
manneskju sem brosti jafnt breitt
út í lífið þrátt fyrir allt sem dundi
á henni.
Hress er einnig orð sem lýsir
henni mjög vel, það þurfti lítið til
að fá hana til að taka nokkur létt
spor. Það var óborganlegt að fá
hana til að segja brandara eða
fyndna sögu því yfirleitt var hún
farin að skellihlæja í miðri sögu og
átti í stökustu vandræðum með að
klára. En það gerði lítið til, þar
sem hlátur hennar var svo smit-
andi að allir voru komnir í hláturs-
kast hvort sem er.
Þó svo að aðdragandinn hafi
verið langur var fréttin af andláti
þínu eins og spark í magann.
Ég kom í þessa fjölskyldu 18
ára gamall krakkaskítur og öll
fjölskyldan tók mér opnum örm-
um. Ég var einungis búinn að vera
með Höllu í nokkra daga þegar ég
var dreginn upp í Gullsmárann til
að hitta stóru systur. Við fyrstu
kynni skein jákvæðnin og hress-
leikinn um leið. Gullsmárinn varð
fljótt sá staður þar sem manni leið
eins og hluta af fjölskyldunni. Og
núna, næstum 20 árum seinna, á
ég að kveðja þig. Eftir er hola í
fjölskyldunni og mikið magn af
minningum. Ég er þakklátur fyrir
þessar minningar og fyrir hvað þú
varst góð við þennan luralega
krakka sem var skotinn í systur
þinni.
Kristmundur Magnússon
(Diddi).
Ef ég ætti að lýsa Lullu minni í
einu orði yrði mér orða vant. Per-
sónuleiki hennar var svo stórkost-
legur að aðeins mörg orð myndu
duga. Brosið sem hún alltaf bar og
hláturmildi voru aðalsmerki
hennar. Æðruleysi hennar við
þeim vondu spilum sem henni var
útdeilt í lífinu var hróður hennar.
Er ég hugsa til Lullu minnar sé ég
hana alltaf fyrir mér brosandi eða
hlæjandi yfir einhverri vitleysu
sem henni hafði orðið á og gat
gert grín að, alltaf á eigin kostnað.
Þannig var þessi elskulega stúlka,
alltaf góð og elskuleg í viðmóti við
alla og allt sem á vegi hennar
varð. Hún fékk þungann kross að
bera í blóma lífsins. MS heltók
þessa ungu móður og hún mátti
berjast við þann sjúkdóm lengi.
En þó að hún berðist af hörku
gerði hún það líka af æðruleysi.
Hún gerði grín að sjálfri sér þegar
sjúkdómseinkennin fóru að hafa
áhrif á daglegt líf hennar, svo sem
að tala, muna eftir réttum orðum
og handfjatla hluti. Stundum
fannst mér að við sem elskuðum
hana og horfðum á hana berjast
við sjúkdóminn værum veikari en
hún, því hún lét hann ekki hafa sig
undir og gefast upp í sorgarferli
en það gerðum við. Hún var okkur
miklu sterkari. Það er erfitt að
skilja af hverju svo yndisleg,
skarpgreind og glæsileg kona er
slegin niður af ólæknandi, hræði-
legum sjúkdómi í blóma lífsins.
Maður getur ekki annað en fyllst
reiði en hvert skal beina reiðinni?
Lulla mín varð ekki reið er hún
gat ekki sigrað þennan hræðilega
sjúkdóm. Hún kenndi okkur að
taka hlutunum af æðruleysi og
gera sem best úr því sem henni
var ætlað í þessu lífi. Þó að við
gleðjumst að hennar stríði sé lokið
og hún fái nú loksins hvíld er í
brjóstum okkar stórt sár. En
minningin um þessa einstöku
konu sem gladdi hjörtu okkar á
meðan við nutum návist hennar er
okkar líkn. Hún kenndi mér svo
margt og ég dáðist að henni. Ég
var þrettán ára er hún fæddist og
man litlu telpuna sem heillaði alla
fjölskylduna enda var langt síðan
lítið barn hafði verið á heimilinu.
Þó að ég væri þetta mikið eldri
hefur sál mín ekki náð þeim
þroska enn sem Lulla öðlaðist á
sinni stuttu ævi. Ég ætla að reyna
að læra af henni og taka hlutunum
af æðruleysi, hugsa til hennar á
slíkum stundum.
Elsku systir mín, börn eiga
ekki að deyja á undan foreldrum
sínum, það er óréttlæti og elsku
Fríða, þú sem hugsaðir svo vel um
systur þína að engin var betri. Ég
bið almættið að umvefja ykkur og
ylja við yndislega minningu um
dásamlega konu. Elsku Ragn-
heiður og Halldóra, guð gefi ykk-
ur og börnunum ykkar styrk og
hlýju í sorg ykkar. Fyrir hönd
mína og sona minna votta ég syst-
kinum og fjölskyldu innilega sam-
úð.
Margrét Sigríður
Sölvadóttir.
Elsku fallega vinkona, þá er
komið að leiðarlokum hjá þér.
Fjölskyldan mín flutti í Kópa-
voginn þegar við vorum ungling-
ar. Okkum systrum fannst Kópa-
vogur vera einhver útkjálki og
leist ekki vel á að flytja úr Reykja-
vík. Kópavogur var ekki borg og
varla bær, hálfgerð sveit fannst
okkur borgarstúlkunum. Kópa-
vogur komst í sátt hjá mér þegar
ég komst að því að þú bjóst í
næstu götu. Ég hafði kannast við
þig áður en þarna í Kópavoginum
urðum við vinkonur. Þú bjóst á
neðri hæðinni í húsi sem pabbi
þinn byggði, efri hæðin var ókl-
áruð.
Í þessari litlu íbúð bjugguð þið
pabbi þinn, mamma, Fríða og Við-
ar. Þið systkinin sváfuð saman í
herbergi en foreldrar þínir í stof-
unni.
Fleiri Soffíur voru í þínu lífi, en
ég var alltaf Soffía vinkona til að-
greiningar, og var sátt við það.
Fallega brosið þitt og smitandi
hláturinn, enginn hló eins og þú
og án þess að ætla sér það hló
maður með, ekki annað hægt,
skipti þá engu hvort umræðuefnið
væri hlægilegt eða ekki.
Stelpan sem gerði Kópavog
betri, stelpan í brúnu peysunni,
sem hún prjónaði sjálf, stelpan
sem málaði fallega mynd af Jesú
með útbreiddan faðminn, það
varst þú kæra vinkona.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Samúðarkveðjur til dætranna,
Ragnheiðar Óskar og Halldóru
Jónu, barnabarnanna, Höddu og
systkinanna.
Soffía vinkona.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017